Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2000, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 24. JANÚAR 2000 29 4 Bland í Fritz Strobl frá Austurríki sigraði á heimsbikarmóti í bruni sem fram fór í Kitzbiihel í Austurríki á laugardag- inn. Jafnir í öðru sæti urðu Josef Strobl og ítalinn Kristian Ghedina. Austurríkismaðurinn Hermann Maier varð í fjórða sæti en átta Austurríkis- menn voru meðal þeirra 10 efstu. Regine Cavagnoud frá Frakklandi varð hlutskörpust í bruni kvenna sem kepptu í Cortina á Ítalíu. Tanja Schneider frá Austurriki varð önnur og Monja Suhadolc frá Slóveniu lenti í þriðja sætinu. Sænska skíðakonan Anna Ottosson vann sinn fyrsta heimsbik- arsigur á skíðum í gær þegar hún sigraði í stórsvigi kvenna á móti i Cortina, Birgit Heeb frá Liechten- stein og Alliston For- syth frá Kanada urðu jafnar í öðru sætinu. Michaela Dorf- meister, sem er efst aö stigum í sam- anlögðum greinum, náði sér ekki á strik og hafnaði í áttunda sæti. Norðmaðurinn Kjetil Andre Aamodt sigraði i alpatvíkeppninni sem lauk með sviginu í gær. Svíinn Fredrik Nyberg varð annar og Hermann Maier frá Austurriki þriðji. Finninn Tommi Mak- inen, heimsmeistari í rallakstri, byrjaði keppnistimabilið með glæsibrag. Makinen, sem ekur Mitsubishi Lancer, sigraði í Mone Carlo-rallinu annað áriö í röð en því lauk á laugardaginn. Spán- verjinn Carlos Sains á Ford Focus varð annar og Finninn Juha Kankkunen á Subaru Impreza hafn- aði i þriðja sætinu. Makinen hefur þar með tekið forystuna í stigakeppn- inni en hann hefur hampað heims- meistaratitlinum síðustu fjögur árin. Bandarikjamennirn- ir Pete Sampras og Andre Agassi eru báðir komnir í 8- manna úrslit á opna ástralska meistara- mótinu i tennis. Sampras vann sigur á Tékkanum Slava Dosedel, &-1, 6—2, 3-6 og 6-1, í leik sem stóð yfir i tæpar 100 mínútur. Sampras stefhir að því að verða fyrstur til að vinna 13 stórmót í tennis og að vinna ástralska mótið í þriöja sinn. Agassi hafói betur gegn Ástralanum Mark Philippoussis, 6-4, 7-6, 5-7 og 6-3. Bretinn Tim Henman varð að sætta sig við tap gegn Bandaríkja- manninum Chris Wooddruff. Hjá konunum bar það helst til tíð- inda að hin undurfagra Anna Kournikova frá Rússlandi féll úr keppni eftir að hafa beðið lægri hlut fyrir Lindsey Davenport frá Banda- rikjunum. Diego Maradona, fyrrum knattspyrnu- hetja, rætti við Fidel Kastro, forseta Kúbu, i Havana um helgina en Maradona er stadd- ur á Kúbu til að vinna bug á fikniefnaneyslu sinni. Maradona, sem lítur mjög illa út eftir viðskipti sín við fíkniefnadjöfulinn, sagði við fréttamenn að fundurinn með Castro hefði verið mjög ánægju- legur og hefði virkað á sig eins og hið besta lyf. Ghana og Kamerún skildu jöfn, 1-1, í Afríkukeppninni í knattspyrnu sem hófst um helgina og Nígería lagði Túnis, 4-2. Bandaríski körfuknattleikskappinn Magic Johnson sýndi og sannaði um helgina að hann hefur engu gleymt á körfuknatt- leiksvellinum. Magic skoraði 34 stig, átti 9 stoðsendingar og tók 7 fráköst þegar lið hans M7 bar sigurorð af Norrköping Dolphins, 105-102, í sænsku A-deildinni um helgina. M7 er í efsta sæti í sænsku deildinni. Svíinn Mathias Gronberg sigraði á opna S-Afríkumótinu i golfi sem lauk í Jóhannesarborg. Gronberg lék hringina fjóra á 274 höggum. Ricardo Gonzalez, Argentínu, Nick Price, Zimbabwe, og Darren Fichardt, S-Afríku, komu næstir á 275 höggum. -GH Sport Jon Arnar Magnússon stökk lengst allra í langstökkinu, eða 7,36 metra. Gunnhildur Hinriksdóttir, HSK, er hér að vippa sér yfir 1,57 metra í hástökkinu. DV-mynd E.ÓI. Mario Matt brosir breitt eftir sigurinn í sviginu í gær. w'- v Meistaramótið í Qölþraut: - hjá Vilborgu Jóhannsdóttur í sexþraut Ólafur Guðmundsson, HSK, og Vilborg Jóhannsdóttir, bæði úr Tindastóli, urðu í gær íslandsmeistarar í fjölþraut í kvenna- og karla- flokki í frjálsum íþróttum. Vilborg bætti íslandsmetið í sexþraut um 37 stig og hlaut 4128 stig en gamla metið átti Sigríður Anna Guðjóns- dóttur, HSK. Tvö önnur met féllu á mótinu. Jónas Hlynur Hallgrimsson, FH, setti drengjamet í sjöþraut og Ólafur Dan Hreinsson, Fjölni, setti met i sveinaflokki, Vilborg, sem er 25 ára gömul, bætti sinn persónulega árangur í öll- um greinunum nema í langstökki. Árangur hennar var sá að hún hljóp 60 metra grindahlaup á 9,40 sek., kastaði kúlu 12,06 m, hljóp 800 metrana á 2:41,6 mín., hljóp 60 metrana á 8,33 sekúndum, stökk 1,60 m í hástökki og stökk 5,13 metra í langstökki. Ágústa Tryggvadóttir, HSK, varð önnur með 3795 stig og Gunnhild- ur Hinriksdóttir, HSK, varð þriðja með 3644 stig. Jón Arnar sparaði kraftana Ólafur Guðmundsson hlaut 5382 stig í sjöþraut karla og sigraði en FH-ingurinn Jónas Hlynur Hallgrímsson varð annar með 4551 stig. Sverrir Guðmundsson, ÍR, varð svo í þriðja sætinu með 4162 stig. Jón Arnar Magnússon úr Tindastóli, sem var með forystu eftir fyrri daginn, hætti keppni eftir fimm greinar en hann var að spara krafta sína fyrir mót sem hann keppir á í Eistlandi um næstu helgi. Ólafur hlóp 60 metrana á 7,13 sek., stökk 1,89 m í hástökki, stökk 7,19 m í langstökki, kastaði kúlu 14,74 m, hljóp 1000 metra á 3:07,8 mínútum, kom í mark í 60 metra grindahlaupi á 8,39 sekúndum og stökk 4,40 metra í stangarstökki. Jón Arnar hljóp 60 metrana á 7,04 sek., stökk 7,36 metra í lang- stökki, kastaði kúlu 15,82 metra, stökk 1,95 metra í hástökki og hljóp 60 metra grindahlaup á 8,37 sekúndum. -GH Kristinn kláraði ekki QQ20 ara gamall Austurríkismaöur stal senunni í sviginu í gær Kristni Bjömssyni tókst ekki bæta stigum í safh sitt í heimsbikarkeppninni á skíðum í gær en hann féll úr leik í fyrri ferð svigkeppninnar sem fram fór í Kitzbúhel. Kristinn, sem var 22. í rásröð- inni, lenti í erflðleikum ofarlega í brautinni og keyrði svo út úr henni stuttu síðar. Óvænt úrsht urðu í sviginu. Hinn 20 ára gamli Mario Matt frá Austurríki varð hlutskarpastur við mikinn fögnuð heimamanna en hann var 47. í rás- röðinni og var að keppa á sínu þriðja heimsbikar- móti. IVIatjaz Vrhovnik varð annar og Benjamin Raich, sem var með besta tímann eftir fyrri ferö- ina, varð þriöji. Norðmaðurinbn Ole Christian Furuseth varö fiórði, Austurríkismaðurinn Thom- as Stangassinger fimmti, Kentaro Minagawa lrá Japan sjötti og Normaöurinn Kjetil Andre Aamodt varð sjöundi. Kristinn í 15. sæti Kristinn er fallinn niður i 15. sæti í stigakeppn- inni í svigi. Kristinn er með 99 stig en Kjetil Andre Aamodt er efstur með 330 stig, Matjaz Vrhovnik er með 296, Tomas Stangassinger 287 og Benjamin Raich er með 255 stig. -GH é

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.