Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2000, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2000, Side 6
LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000 3D"V «'#>//ar____________________________________________ „Ég á nóg eftir!" - Ragnar Ingi keppir á Husaberg-hjóli í sumar Hér er Ragnar Ingi í keppninni í fyrra, þá á Hondu CR500. Ragnar Ingi Stefánsson er fimm- faldur íslandsmeistari i mótorkrossi og vann íslandsmeistaramótið i fyrra með töluverðum yfirburðum. Þá naut hann dyggs stuðnings Vél- hjóla & sleða sem hafa ákveðið að gera betur í ár og láta hann hafa hjól til keppni af Husaberg-gerð, en þar á bæ eru menn nýkomnir með umboðið fyrir þau. Við tókum Ragn- ar, sem býr í Svíþjóð, tali um dag- inn og spjölluðum um tímabilið fram undan. Þú ert að fara í æfingabúðir, þcuftu eitthvað á því að halda? Auðvitað þarf maður á því að halda. Þótt maður verði að sjálf- sögðu að æfa allt árið um kring þá er mesta áherslan á tímabilinu frá áramótum og fram á vor. Á þessu tímabili byggir maður upp grunn- inn að því hvernig úthaldið og keyrslan falla saman yfir sumarið. Þar að auki er þrælgaman aö skreppa í æfingabúðir til Belgiu. Þetta er frábær staður með fullt af brautum í nágrenninu, sannkölluð paradís krossökumannsins. Og svona til að bæta samkeppnina þá koma nokkrir að heiman með í ferð- Ragnar Ingi vann íslandsmótið 1989-91 og áratug síöar er hann aft- ur á toppnum. ina, t.d. Reynir og fleiri. Þú munt aka Husaberg-hjóli og aðalstyrktaraðili þinn er VH&S, hvemig finnst þér Husaberginn? VífilfeU/Coke er nú reyndar aðal- styrktaraðilinn ásamt Vélhjólum & sleðum. Auk þess fæ ég stuðning frá World Class og kannski fleiri. Mér list bara vel á Husaberginn. 2000- módelið er alveg ný hönntm því það er búið að breyta því svo mikið frá eldri árgerðum þannig að maður er mjög spenntur að fá að keyra það í sumar. En það veldur mér náttúr- lega vandræðum að fá ekki að keyra það neitt af viti fyrr en nokkrum dögum fyrir fyrstu keppnina þar sem ég er í Svíþjóð og þar að auki óvanur að keyra fjórgengishjól í krossbraut. Þú barst höfuð og herðar yfir keppinauta þína í fyrra, heldurðu ekki að þú fáir meiri keppni núna? Vonandi fæ ég meiri samkeppni í ár. Það er alltaf skemmtilegra með alvörubaráttu. En þeir mega nú eiga það, strákamir, að þeir hafa bætt sig mjög mikið á rnlili ára. Og því betri sem þeir verða því betur get ég sýnt getu mína. „Ég á nóg eftir!“ Þónokkur umboð styðja vel við keppendur núna og útvega þeim jafnvel hjól, er það ekki dæmi um uppgang í sportinu? Nákvæmlega og ekkert nema gott um það að segja. En mikið vill meira og ég held að sportið eigi eft- ir að komast langt á Klakanum, með yngri kynslóðinni sem er að vaxa úr grasi og þarf kannski nokkur ár í viðbót til að ná í rassinn á okkur í forystunni. Ég hef heyrt sagt að þú hverfir heilu helgarnar út að hjóla, er það rétt? Hverfi og hverfi. Maður verður náttúrlega að æfa sig. Héma er líka yfirleitt keppni allar helgar svo ég æfi mig nú mest i miðri viku. En það gefur náttúrlega auga leið að maður er mikið úti að þvælast þeg- ar keppni er oft bæði laugardag og sunnudag, hálfs- eða jafnvel heils- dagskeyrslu í burtu. Hvemig líst þér á uppbygginguna héma heima, eins og t.d. brautar- málin? Það lítur ágætlega út. En til þess að komast upp í þann standard sem er erlendis þá er langt í land. Það er náttúrlega stórt skref í rétta átt að fá fast framtíðarsvæði fyrir braut sem allir eru mjög ánægðir með. Það getur tekið fleiri ár að ná braut upp í góðan standard. Draumurinn er náttúrlega að ísland geti haft stórar alþjóðlegar mótorkross- keppnir. Við sjáumst í vor, ég stefni líka á að taka þátt í fyrstu endur- okeppninni 27. maí. -NG Með umboðsmanninn öskrandi á eftir sér! - Vélhjól & sleðar styrkja tvo menn til keppni í sumar Steini Tótu heitir maðurinn og hef- ur verið viðriðinn mótorhjól i meira er tvo áratugi. Hann á og rekur Vél- hjól & sleða sem er með umboð fyrir Kawasaki, Husaberg og Triumph-mót- orhjól, auk þess að vera með viðgerð- arþjónustu fyrir Yamaha. Hann ætlar að vera óvenju rausnarlegur í ár og styrkja tvo keppendur í mótorkrossi og enduro á sitt hvorri gerðinni. Við áttum stutt samtal við Steina áður en hann stökk upp í flugvél á leið til Eng- lands í „afslöppun" yfir helgina en hún felst aðallega í því að keyra öflugt Kawasaki-krosshjól sem hann á og geymir þar. Nú var sumarið í fyrra mjög skemmtilegt, verður það eins í ár? Það verður sko ekkert leiðinlegt í okkar bekk sumarið ’OO. Keppnislið Vélhjóla & sleða verður stærra og öfl- ugra og vonandi skemmtilegra en nokkru sinni fyrr og grín og gaman í 1., 2. og 3. sæti. Árangurinn í fyrra var æðislegur og ef við náum einhverju svipuöu í sumar þá verðum við glað- ir. Við ætlum að vera með í hverri einustu hjólakeppni sumarsins - end- uro, krossi, ís-race & kvartmílu - og sennilega hka i sandspymu ef keppt verður í þeirri grein. Verðið þið aftur með keppnishð? Steini Tótu er hér við KX250-hjóliö sem Reynir mun keppa á fyrir lið hans í sumar. Alternatorar og startarar i Tovota. Subaru, Mazda, Mitsub., Honda, Buick, Oldsmobile, Chev. 6,2 dísil, Cherokee, Amc, Willys, Bronco II, Explorer, Ford 6,9 og 7,2 dísil, Escort, Golf, M. Benz, Peugeot, Renault o.fl. F Vinnuvelar _____________Broyt, Caterpillar, Case, Clark, Cummins, Deutz, Fiat, Hyster, Perkins, Payloader, M. Ferguson, Same, Zetor, Ursus o.fl. Vörubilar : Volvo o.fl. M. Benz, MAN, Iveco, Scania, __iVolvo Penta, Bukh, Cat, Cummins, armet, Iveco, Lister, Perkins I Gasmiðstöðvar í húsbílinn, bátinn o.fl. o etectnc Dílaniof Auðbrekku 20 Dllðl nl sími 564 0400 eigi ekki Kawa eða Berg þá eru all- ir velkomnir í hópinn sem vilja skemmta sér og nota aðstöðu liðs- ins í keppni eða bara vera með og hjálpa tÚ þegar lætin era hvað mest. Nú áttuð þið motokrossið í fyrra, æthð þið að halda þeim árangri? t krossinu stefnum við á öll verðlaunasætin i lok tímabils en í fyrra náðum við 1. & 2. sæti með Ragnari Inga Stefánssyni og Reyni Jónssyni en þeir verða okkar aðal- ökumenn áfram í sumar. Mesta fjörið var þegar liðsmenn VH&S voru í 8 af 10 efstu sætum í síðustu keppni sumarsins, þar af 7 á KX. Um hjólin þarf ekkert segja annað en að bæði hafa sannað sig með heimsmeistaratitlum í sínum flokkum. Raggi verður á Husaberg FC501 2000 og Reynir á Kawasaki KX250 2000. Síðan erum við með allar ermar fuhar af spilum og eiga nokkr- ir „plokkfiskar og útnesjamenn" eftir að koma á óvart. Karl Lilliendahl, „Dahi“, er tU dæmis búinn að lofa því opinberlega að spóla umboðsmanninn (þ.e. Steina Tótu) í kaf við fyrsta tæki- færi. Þorvarður Björgúlfsson verður náttúrlega ekkert með nema tU að vinna, frekar en fyrri daginn. Hluti VH&S-liðsins fer síðan í sérstakar MotoCross-æfingabúðir í HoUandi um páskana svo óhætt er að segja að keppni sumarsins verður tekin alvar- lega. Hvað með enduroið, verður gefið í þar hka? Það verður heldur ekkert gefið eftir í enduroinu þar sem Reynir verður í aðalhlutverki með umboðsmanninn öskrandi á eftir sér og DaUi, Stein- grimur og Þorgrímur Leifssynir, Varði, Ingvar Hafberg, Guðni Þor- bjöms, Jói Keflavík, Ingó o.fl. ætla sér nokkrar dósir á arinhiUumar hvað sem hver segir. Gömlu jaxlamir í Uði VH&S Racing verða auðvitað með tU að sýna ungviðinu hvert á að fara og hvemig á að gera það, þó ekki væri nema tU að leiðrétta þann útbreidda misskilning ungu mannanna að aldur og reynsla sé eitthvað tU að grínast með! Nú tala menn llka um að keppa á ís, hvað með ykkur? Á ísnum er ómögulegt að segja hvað gerist ef veður og annað leyfir keppni. Á Tjöminni á Akureyri í fyrra, sem var eina keppnin þar sem aUir vora á sama dekkjabúnaði (TreUeborg-dekkjum með karbíðnögl- um), varð VH&S Team Green í 1. & 2. sæti með DaUa fremstan, alveg geð- veikan með umboðsmanninn á hælun- um. Við bíðum bara spenntir eftir meiri ís, tílbúnir í slaginn. -NG LandCruiser 70 - eins og hann var um og upp úr 1970 Já, liðið verður tvískipt í sumar og verður „VH&S Team Green" á Kawa- saki-hjólum og „Bergur brjálaði” á Husaberg. Lið VH&S er ekkert bundið við menn eða tegundir. Þó að menn Nú geta þeir tekið gleði sína sem minnast með söknuðu gömlu, góðu tímanna þegar bílar voru bUar og ekki „aUt útbíað í rafeindum og raf- væddum lúxus", því Toyota í Kópa- voginum fer nú senn að bjóða LandCruiser 70 sem í flestu tUliti er bara gamli, góði LandCruiserinn frá áttunda áratugnum, útfærður ann- ars vegar sem skúffubíU en hins vegar sem 5 sæta þriggja hurða harðtoppur. Hann er með 4,2 litra dísUvél, heUar hásingar og 100% driflæsingar að framan og aftan þannig að hann hentar mjög vel þeim sem vUja fá öfluga og ekkert alltof fina göslaratrukka tU fjaUa- ferða og í annað slark. Af ofannefhd- um nútímabúnaði, sem sumum þyk- ir nú keyra úr hófi fram, er nánast LandCruiser 70 - bfll handa þeim sem muna „gömlu, góðu dagana!" ekkert i þessum bU annað en tölrit- uð klukka! AukahlutadeUd Toyota vinnur nú að því að hanna 38 tommu breyt- ingu fyrir þennan bU enda þykir hann einstaklega vel faUinn tU þannig breytingar. Að sögn Bjamar Víglundssonar hjá P. Samúelsson - Toyota eru sýn- ingarbUar væntanlegir. Verðið er frá 2.490.000 krónum fyrir skúffubU- inn en verð harðtoppsbUsins er 2.790.000 krónur. - SHH Odýr Peugeot á nýjum stað Gunnar Bemhard EHF í Vatna- görðum, nýr umboðsaðUi Peugeot á íslandi, ætlar að kynna sig í nýju hlutverki með veglegri útsölu á Peu- geot nú um helgina. Sumir bílanna faUa undir það sem við þekkjum sem 99-árgerð en aðrir eru árgerð 00. Sem dæmi um góða lækkun á verði má nefna 306 langbakinn með 1600 cc vél sem áður kostaði 1.465.00 krónur en er nú boðinn á 1.299.000 krónur. 406 langbakurinn með 1800 cc vélinni kostaði áður 1.890.000 en Gunnar Bemhard býður hann á 1.699.000 krónur. Peugeot Boxer grindarbUlinn (paUbíh án paUs) kostaði áður 2.130.000 en fæst nú á 1.829.000, sem vsk-bUl á 1.469.000 krónur. Og sendibíUinn Expert, sem áður kostaöi 1.829.000 krónur, er hér boðinn á kr. 1.599.000 en aðeins 1.284.000 þegar vaskurinn hefur ver- ið endurgreiddur. Kynningarsýningin verður opin í Vatnagörðuniun í dag, kl. 10-17, en á morgun kl. 12-17. -SHH 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.