Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2000, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2000, Page 8
46 LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000 ID'V Eins og lítil keppni í formúlu - körtukappakstur aldrei vinsælli hérlendis Eins og sjá má eru mörg handtökin við hverja keppni og oft þarf að skipta um dekk sem klárast hratt. Síðastliðið sumar var í fyrsta sinn keppt í körtuakstri á íslandi en núna munu vera hátt í 60 körtubílar á land- inu. Sú hugsun að körtuakstur og - keppni sé einungis mótorsport fyrir böm virðist vera töluvert áberandi hér en það er ekki svo. Margir, ef ekki all- ir, fremstu ökumenn heimsins i For- múlu 1 kappakstri byrjuðu feril sinn feril í körtuakstri og margir þeirra halda honum áfram jafnhliða akstri í formúlunni. Má þar nefna þá Schumacherbræður, Vilieneuve og nú- verandi heimsmeistara, Mika Hakkinen. En hvað er karta eða go- kart eins og það hefur oftast verið kall- að? 25 hestafla tryllitæki Körtur eins og keppt er á hér á landi eru farartæki um 1,5 metrar á lengd og um metri á breidd og vega um 80 kg en lágmarksþyngd með ökumanni er 160 kg. Nær allar vélamar i körtubílunum sem keppa hér em 125 rúmsentímetra og eitthvað um 25 hestöfl. Þijá gerðir hafa verið fluttar inn af körtum en til þess að geta keppt verða allar gerðir að uppfylla nokkuð ákveðnar kröfur um uppbyggingu. Til að tryggja enn frekar jafna keppni er einnig kveðið á um að dekkin séu frá sama framleiðanda, þó svo að fram hjá því hafi verið litið síð- astliðið sumar. Keppni í körtuakstri fer að jafhaði fram á lokuðum hring- brautum en þó er eitthvað um að keppt sé á götum eins og gert var á Akureyri síðastliðið sumar. Hér á íslandi er að- eins til ein braut sem hefúr verið lög- uð fyrir keppni i körtuakstri en það er rallíkrossbrautin í Kapelluhrauni í Hafnarfirði. Þar sem nauðsynlegt er að keppa á malbiki var nauðsynlegt að bæta töluvert við brautina þannig að núna getur hún þjónað bæði rallíkross- og körtuakstri. Körtuhluti brautarinnar er 787 metrar og það tek- ur hraðskreiðustu körtumar rúmlega eina mínútu að fara hringinn þannig að meðalhraði í brautinni er um 80 km/klst. Hámarkshraði í brautinni mun vera um 115 km/klst. I keppninni í sumar vom eknir 15 hringir í 4 riðl- um og keppendur fengu punkta í sam- ræmi við stöðu sína. Sigurvegari var svo sá sem fékk flesta punkta. Líkamleg þolraun Keppni í körtuakstri reynir mjög á líkamlegt atgervi. Keppendur mega heldur ekki vera of þungir þar sem þyngd ökumanns er mjög afgerandi í heOdarþyngdinni. í einum riðli, 15 sinnum 787 metrum, em eknir um 12 km. í einni keppni em því eknir um 48 km eða sama vegalengd og frá Reykja- vík til Hveragerðis. í því sambandi er rétt að hafa í huga að körtur em ekki á fjöðrum og fjarlægð frá sæti öku- manns niður í götu er einungis 2 cm. Þó að munur milli keppnistækja sé mjög lítill er það þó svo að sumir öku- menn em betri en aðrir. Þannig má iðulega sjá að þegar búnir era 10 hringir af 15 hafa þeir sem fljótastir em náð að hringa hina sem hægar fara. Tímatökur era gerðar með svip- uðu sniði og i formúlunni. Keppendur hafa ákveðinn tíma eða fjölda hringa til að fara brautina á sem skemmstum tíma og sá sem hefur stystan tíma í tímatöku startar fyrstur. Tvær aðferð- ir em notaðar við að starta keppend- um, svokallað fljúgandi start eða beint start (stand still). Þegar keppt hefur verið á Islandi hefur verið notað fljúg- andi start. Það fer þannig fram að bíl er ekið á undan körtunum, þeim er raðað annaðhvort í einfalda eða tvö- falda röð á eftir forystubílnum (pace car) og staðsetning kartna í röðinni fer eftir árangri i tímatöku. Að loknum einum eða fleiri hringjum, þegar keppnisstjórnandi telur keppnistæki vera nægilega þétt saman, gefur hann merki og keppni getur hafist. í beinu starti yrði körtunum raðað upp hlið við hlið, þó alltaf þannig að sú sem var fyrst í tímatöku sé alltaf hálfri körtu- lengd á undan þeirri næstu og svo koll af kolli. Spennandi keppni fram undan Síðastliðið sumar voru tvær keppnisraðir. Önnur var bikar- meistarakeppni undir merkjum Símans GSM og var hún ætluð sem æfingakeppni tfi að slípa tO kepp- endur og keppnishaldara. Hin keppnisröðin var síðan íslands- meistaramótið. Þá var einnig var keppt í götukörtuakstri á Akureyri. Margar reglur sem stuðst er við em þær sömu og notaðar em í formúl- unni. Þannig gefur blátt flagg tO kynna að viðkomandi eigi að hleypa fram úr sér, gult flagg merkir að hætta sé fram undan og framúrakst- ur bannaður og rautt flagg að keppni hafi verði stöðvuð. Fyrir þá mörgu sem fylgjast með formúlunni er það góð tObreyting að fylgjast með körtukeppni sumarsins. í þeirri keppni sem MSK hyggst standa fyrir hefur verið raðað þannig að ekki sé keppt sömu helg- ar og keppt er í formúlunni. Eitt er víst að í körtuakstri má aOtaf búast við spennandi keppni og miklum tO- þrifum. -PÁJ Mikil þátttaka var í keppninni í fyrra og viðbúiö aö svo veröi líka í ár. DEKK OG FELGUR OG MARGT FLEIRA. V # ÚTSÖLULOK LAUGARDAGINN 12. FEBRÚAR. OPIÐ FRÁ KL. 8-20 SENDIBILADEKK 30% AFSLATTUR 185-R14, KR. 4.804 195-70R15, KR. 5.946 JEPPADEKK 30% AFSLATTUR 235-75R15, KR. 7.016 30x9,50R15, KR. 7.583 31x10,50R15, KR. 8.033 4 STK. MEÐ 15x8 ÁLFELGUM 30" DEKK + FELGUR, KR. 74.900 31" DEKK + FELGUR, KR. 77.900 DEKK OG FELGUR AF NÝJUM BÍLUM ÁLFELGUR. 16x7, 6 GATA, DEKK 245-70R, KRTK25.Ö00 VERSLUN SUPURLANDSBRAUT 108 REYKJAVIK - s. 588 9747. 16 FJARSTYRINGAR VERÐ FRÁ 3.990 25-50% AFSLÁTTUR. 4 STK- ALFELGUR OG NY NEGLD DEKK ALFELGUR. 16X7, 6 GATA, NY DEKK, 265-75R16, 4 STK. KR. 60.000 m ALFELGUR, 15x6, 5 GATA, DEKK, 205-75R15, 4 STK., KR. 20.000 ALFELGUR AFSLÁTTUR 14" KR. 7.716 15" KR. 8.172 14" KR. 49.900 15" KR. 56.900 20-40% AFSLÁTTUR AÐUR2Sv7CG, IMU 19.900 A9UR 35.6SC ÞRAÐLAUS GJORGÆSLA MEÐ ASTANDi u IOLBARÐANNA 19.900 NÝ SNJÓDEKK 30% AFSLÁTTUR 155-10R13, KR. 2.345 165-70R13, KR. 3.111 175-70R13, KR. 3.102 175-70R14, KR. 3.467 185-70R14, KR. 3.780 175-65R14, KR. 3.731 185-65R14,KR. 4.091 195-65R15, KR. 4.537

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.