Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2000, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 14. FEBRÚAR 2000
21
I>V
Rússinn Artur Khamidulin tók heldur betur flugið á móti í skíöaflugi í
Noregi um helgina. Rússinn missti meðvitund eftir að hafa lent á bakinu
en slapp við beinbrot og er á batavegi. Reuter
Irina Slutskaya, fyrir miöri mynd, varð um helgina Evrópumeistari í
listhlaupi kvenna á skautum með frjálsri aðferð. Maria Butyrskaya og
Viktoria Volchkova, sem urðu næstar, eru með henni á myndinni.
- „90% líkur,“ segir framkvæmdastjóri í Barcelona. Bandaríkjamenn
hafa margir fengið leiða á Tyson sem vill berjast í Evrópu
Fjölmiðlar á Spáni slógu þeirri
frétt upp um helgina að næsti bar-
dagi Mike Tyson í hnefaleikahringn-
um færi fram í Barcelona á Spáni.
Nær víst er að næsti bardagi
Tysons fer fram þann 8. aprU en enn
hefur ekki verið tUkynnt um and-
stæðing hans en vonandi verður
hann merkUegri en hinn ofmetni
breski meistari Julis Francis sem
Tyson barði eins og harðfisk í
Manchester á dögunum.
Felix Zabala, framkvæmdastjóri í
Barcelona, sagði um helgina að hann
teldi 90% líkur á því að næsti bar-
dagi Tysons færi fram í Barcelona og
að málin myndu skýrast mjög fljót-
lega.
Sjálfur sagði Tyson á dögunum að
hann vUdi heldur berjast í Evrópu
en heimalandi sínu, Bandaríkjunum,
þar sem ekki væri komið fram við
hann eins og venjulega manneskju.
Menn geta síðan deUt um það hvort
Tyson er venjuleg manneskja eða
ekki en að margra mati er hann það
ekki. Æstustu stuðningsmenn
Tysons gleyma gjarnan óiþrótta-
mannslegri framkomu hans i
hringnum og fólskuverkum hans
utan hringsins í taumlausri tryggð
við tröUið. Og víst er að hann er
gríðarlega vinsæU í Evrópu en vin-
sældir hans í Bandaríkjunum fara
minnkandi ef eitthvað er.
Enginn veit hvort Tyson er í and-
legu og líkamlegu standi tU að takast
á við alvöru hnefaleikara. Leikritið
sem sett var á svið í Manchester á
dögunum var brandari. Það var eng-
inn mælikvarði á getu Tysons hvort
hann réði við Julius Francis, óþjálf-
aðan og akfeitan hnefaleikara sem
hafði það eitt að markmiði að rétta
sig við fjárhagslega eftir gjaldþrot.
Ef Barcelona verður ekki fyrir val-
inu sem næsti keppnisstaður fyrir
bardaga Tysons hafa nokkrir líklegir
staðir verið nefndir. Þar má nefna
Ítalíu, Wales, Danmörku og Frakk-
land. Og þá er bara að vona að þeir
sem öUu ráða finni Tyson verðugan
andstæðing fyrir næsta slag og grín-
ið frá Manchester endurtaki sig
ekki.
-SK
Michael Campbell með glæsileg verölaun fyrir sigurinn á ástralska mastersmótinu um helgina.
Reuter
Fjörði sigurinn á árinu hjá Campbell
Michael Campbell frá Nýja-Sjálandi sigraði
með glæsibrag á Australian Masters golfmótinu
sem lauk um helgina. CampbeU lék holurnar 72
á 282 höggum en næsti maður var Ástralinn
Brett Rumford á 286 höggum.
Þetta var fjórði sigur CampbeUs á móti at-
vinnumanna á árinu og virðist hann vera kom-
inn tU að vera á meðal þeirra bestu. Spánverj-
inn Sergio Garcia varð í þriðja sæti á mótinu og
lék á 288 högguin. Athygli vakti aö heimamað-
urinn Greg Norman náði sér engan veginn á
strik á mótinu og hafnaði í 16. sæti. Hann lék
fyrstu tvo dagana á 76 höggum og slíkt er ekki
vænlegt til árangurs á mótum atvinnumanna.
-SK
Sport
Körfuboltasnillingurinn
Michael Jordan lýsti því yfir
um helgina að hann styddi Bill
Bradley, fyrrum körfubolta-
stjörnu, í slag Bradleys við Al
Gore um útnefningu demókrata
fyrir forsetakosningar i Banda-
ríkjunum síðar á þessu ári.
Leikmaöur Baltimore Ravens
í bandaríska fótboltanum, Ray
Lewis, hefur verið leiddur fyrir
rétt í Atlanta og ákærður ásamt
þremur öðrum fyrir þátttöku í
ólátum sem leiddu til dauða
tveggja manna. Ólætin brutust
út fyrir utan næturklúbb með
þessum skelfilegu afleiðingum.
Um helgina slösuðust tveir
starfsmenn BAR-Honda keppn-
isliðsins í Formula 1 kappakstr-
inum á æfingu í Suður-Afríku.
Verið var að æfa viðgerðarhlé og
tókst ekki betur til en svo að
ökumaðurinn, Ricardo Zonta,
ók á tvo félaga sína sem slösuð-
ust þó ekki alvarlega.
Nú er orðið ljóst að ekkert
verður af því að Alvin Williams
yfirgefi Toronto og gangi til liðs
við Boston i NBA-deildinni í
körfuknattleik. Williams stóðst
ekki læknisskoðun og því eru
viðskipti liðanna úr sögunni og
Williams mun áfram leika með
Toronto.
Marokkómaðurinn Kamal Al-
Hammouti er ekki þekktasti
körfuholtamaður heims en hann
komst í fréttirnar um helgina er
hann hætti við að leika með liði
sínu í 2. deildinni á Spáni. Lið
hans átti útileik í smábænum El
Ejido. Þar á bæ er mönnum illa
við útlendinga og til að forðast
áflog og illindi ákvað leikmaður-
inn að sleppa leiknum.
Roman Diaz er hættur að
þjálfa Argentínumeistarana í
knattspyrnu, River Plate. Diaz
fór þess á leit við stjórn félagsins
að nýir leikmenn yrðu keyptir
til félagsins. Því var neitað, Diaz
sagði upp og nú er Diaz sem er
sigursælasti þjálfari í sögu River
Plate, orðaður við Fiorentina á
Ítalíu.
Forráðamenn rúmenska
landsliðsins í knattspyrnu eru
allt annað en kátir með fram-
komu kollega þeirra í Úkraínu.
Þjóðimar ætluðu að mætast í
landsleik í apríl en nú er ljóst að
ekkert verður af leiknum.
Ástœðan kemur fram í skeyti
sem Rúmenum barst á dögunum
frá Úkraínu. Þar segir að Úkra-
ína hafi ákveðið að leika gegn
Búlgaríu á þeim leikdegi sem
áður var ákveðinn fyrir leikinn
gegn Rúmeníu. Rúmenar búa sig
nú undir úrslit Evrópukeppninn-
ar og eru mjög ósáttir við fram-
komu Úkraínumanna. Hafa þeir
sent mótmæli til FIFA vegna
málsins.
Mark Fish, félagi Guðna og
Eiðs Smára hjá Bolton Wander-
ers í ensku knattspyrnunni, hef-
ur leikið sinn síðasta landsleik
fyrir landslið Suður-Afriku.
Fish, sem lék 58 landsleiki, sagði
um helgina að það fólk sem væri
starfandi hjá suður-afríska
knattspyrnusambandinu væri
ekki starfi sínu vaxið og ætti að
fá sér aðra vinnu. Hann sagðist
vera sérlega óhress með fram-
komu sambandsins við þjálfara
landsliðsins. -SK
ÞÍN FRÍSTUND
-OKKAR FAG
Bíldshöfða 20 • 112 Reykjavík • 510 8020
• www.intersport.ls