Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2000, Blaðsíða 12
“V MÁNUDAGUR 14. FEBRÚAR 2000 30 Sbort dvsport@ff.is Leeds á eftir Eiði Leeds United hefur bæst í hóp þeirra liða sem hafa sýnt Eiði Smára Guðjohn- sen áhuga á síð- ustu vikum. Ef marka má fréttir frá Englandi í gær hefur David O’Leary, knatt- spymustjóri Leeds United, fylgst með Eiði Smára að undan- fómu í leikjum með Bolton. Hann er sagður tiibúinn til að greiða 5 miiljónir punda fyrir ís- lendinginn en eins og kunnugt er hafhaði Bolton 4 milljóna punda tilboði frá Derby fyrir nokkrum vikum. Sunderland er einnig sagt hafa fylgst náið með Eiði Smára sem skorað hefur 15 mörk fyrir Bolton í vetur. -JKS Bland i poka Einn besti tennisleikari heims í kvennaflokki, rússneska stúlkan Anna Kourinkova, hefur lýst því yfir að hún ætli að keppa fyrir hönd Rússlands á næstu Ólymp- íuleikum. Anna er búsett í Banda- rikjunum. Hún hefur áður lýst því yfir að hún ætli að keppa fyr- ir Rússland en hætti þá við á síð- ustu stundu. Tveir knattspyrnumenn frá Perú, sem nýverið gengu tO liðs við Coventry í enska boltanum, leika varla með liðinu á yfirstand- andi leiktíð. Ástæðan er einfóld. Gordon Strachan, framkvæmda- stjóri Coventry, segir að þeir verði að fá mjög góðan tíma til að aðlagast lífinu í Englandi og ekk- ert liggi á. Leikmennirnir eru báðir landsliðsmenn í Perú og komu frá liðinu Melgar. „Það eru aðeins 14 umferðir eftir í deildinni og ég er sannfærður um að þeir koma til með að styrkja okkar lið í fram- tíðinni. Við verðum hins vegar að gefa þeim mjög góðan tíma til að- lögunar og ef þeir verða fljótir að átta sig á hlutunum er alveg inni í myndinni að nota þá á þessari leiktíð," sagði Gordon Strachan. Þaó gerist ekki oft en gerðist þó um helgina að tveir keppendur í risasvigi komu í mak á ná- kvæmlega sama tíma. Þetta voru þeir Fritz Strobl og Werner Franz, báðir frá Austurríki og fengu tímann 1:20,72 mín. í þriðja sæti hafnaði Hermann Maier frá Austurríki á 1:20,98 mín. Slóvenska stúlkan Spela Pretnar vann sigur í svigi kvenna og var þetta annar sigur hennar í röð í greininni í heims- bikarnum. Christel Saioni frá Frakklandi varð önnur og i þriðja sæti hafnaði sænska stúlkan Anja Paerson. Elton Brand, framherji Chicago Bulls, stóð sig mjög vel í stjörnuleik nýliðanna í NBA- deildinni og var kjörinn besti leikmaður leiksins. Barcelona varð enn einu sinni spænskur bikarmeistari í knatt- spyrnu um helgina í handknatt- leik. Barcelona lék til úrslita gegn Portland SA og sigraði með 24 mörkum gegn 21. -SK Sigur á Ungverjum íslenska landsliðið í badminton kvenna sigraði lið Ungverjalands, 4-1, í heimsmeistarakeppni landsliða en leikurinn fór fram í Búlgaríu. Elsa Nielsen, nýkrýndur íslandsmeistari, sigraði andstæðing sinn, Tista, 11-3 og 11-5. Ragna Ólafsdóttir lék einliðaleik gegn ungversku stúlkunni Zilta og sigraði 11-4 og 11-5. Einn leikur tapaðist í einliðaleiknum en Brynja Pétursdóttir tapaði fyrir Kristinu Adams, 9-11 og 9-11. Þær Brynja og Elsa unnu Alita og Tista i tvíliðaleik, 15-1 og 15-4. Loks unnu þær Sara Jónsdóttir og Vigdís Ásgeirsdóttir þær Ziltu og Tönju i tvíliðaleik, 15-6 og 15-12. Boðið í Hvíta húsið Það hljóp heldur betur á snærið hjá bandaríska knattspymumannin- um Kasey Keller um helgina en þá var honum boðið til kvöldverðar í Hvíta húsið af forseta Bandaríkjanna. Þangað mun Keller, sem er mark- vörður Rayo Vallecano í spönsku knattspyrnunni og fyrrverandi mark- vörður Leicester, fara ásamt konungshjónunum spænsku og fleiri góðum gestum. „Þegar mér var sagt þetta hélt ég að verið væri að gera gys að mér. Nú, þegar ég veit að svo er ekki, er ég mjög ánægður og stoltur," sagði Keller. ■oK Þessi mynd var tekin á ársþingi KSÍ um helgina. Eggert Magnússon, til næstu tveggja ára. lengst til vinstri, var endurkjörinn formaður KSÍ DV-mynd Hilmar Þór Þýskaland: Flensburg marði sigur Flensburg vann nauman sigur á Minden, 30-29, í þýska hand- boltanum um helgina en liðið hafði þar á undan tapað tveimur leikjum í röð. Samt sem áður heldur liðið efsta sætinu en bar- áttan á toppnum hefur aukist til muna. íslendingaslagur var háður í Dormagen þar sem heima- menn töpuðu fyrir Guð- mundi Hrafn- kelssyni og fé- lögum í Nordhorn, 20-25. Héðinn Gilsson skoraði 3 Dormagen og þeir hvatsson og Daði Hafþórsson 2 mörk. Wuppertal tapaði á heimavelli fyrir Frankfurt, 22-26. Valdimar Grímsson skoraði 4 mörk fyrir Wuppertal. Willstátt vann góðan sigur á Essen, 21-19, þar sem Magnús Sigurðsson skoraði 3 mörk fyrir Willstatt og Gústaf Bjamason tvö. Magdeburg náði jöfnu gegn Grosswaldstadt, 19-19, í jöfnum og spennandi leik. Ólafur Stef- ánsson skoraði þrjú mörk fyrir Magdeburg. Róbert Duranona skoraði tvö mörk fyrir Eisenach sem tapaði fyrir Nettelstedt, 37-24. Önnur úrslit urðu þau að Kiel vann Schutterwald, 21-32, og Lemgo sigraði Bad Schwartau, 31-18. Flensburg er efst með 34 stig, Lemgo 32 stig, Kiel 31 stig, Mag- deburg 29 stig og Nordhorn 28 stig en á tvo leiki til góða á liðin fyrirofan. ,JKS mörk fyrir Róbert Sig- w Ársþing KSÍ var haldið um helgina í Reykjavík: Bjartsýni ríkir íá Ársþing Knattspyrnusambands íslands var haldið í Reykjavík um helgina. Eggert Magn- ússon, sem hefur verið formaður þess sl. 11 ár, var endurkjörinn formaður til næstu tveggja ára. Eggert sagði í samtali við DV skömmu eftir þingslit að mikil eining hefði einkennt þingstörfin og almenn bjartsýni ríkti innan hreyfingarinnar í upphafi nýrrar aldar. - Forsvarsmenn knattspyrnunnar í landinu hljóta að vera ánægðir með stöðuna um þess- ar mundir? Já, það emm við svo sannarlega en hún hef- ur aldrei staðið sterkar. Knattspyman hefur yfirburðastöðu á íslenskum íþróttamarkaði og þannig viljum viö hafa það. Á síðasta tímabili varð töluverð aukning áhorfenda á leikjunum og meðbyr er mikill með íslenska landsliðinu. Fjármálin eru enn fremur í góðu lagi og sjá má að margt er mjög jákvætt," sagði Eggert. - Þú hlýtur að vera bjartsýnn á fram- haldió? Já, það er ég. Árið byrjaði með glæsibrag hjá landsliðinu. Við erum í efsta sæti i Norð- urlandamótinu sem lýkur með tveimur leikj- um gegn Svíum og Dönum hér heima síðar á árinu. Við höfum aldrei átt fleiri knattspymu- menn erlendis sem segir okkur að það er ver- ið að vinna vel úti í félögunum. Það er unnið gott unglingastarf í félögunum og þannig unn- ið að því að búa til góða knattspymumenn." Staöa sambandsins sterk - Fjárhagsstaða KSÍ er sterk? „Hún er sterk eins og er og vonandi höldum við áfram á sömu braut í þeim efnum. Það er nauðsynlegt að peningamálin standi vel en það er forsenda þess að knattspyman hér vaxi og dafni. Við höfum gert vandaðar áætlanir og reynt að halda þeim eftir megni og fylgst náið með öllum útgjaldaþáttum. Við höfum gert hagstæða sjónvarpssamninga og þannig haft fjármagn á milli handanna sem við höfum síð- an nýtt til að búa til tekjur," sagði Eggert Magnússon í spjallinu við DV. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.