Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2000, Qupperneq 1
+
15
Föstudaéurr 25. febrúar 2000
www.visir.is
Evrópumótið innanhúss í frjálsum íþróttum hefst í dag:
Jón Arnar verður í
baráttunni um gullið
- Vala Flosadóttir í eldlínunni í stangarstökkinu
Evrópumótið innanhúss í frjáls-
um íþróttum hefst í borginni Ghent
í Belgíu í dag. Fjórir íslenskir kepp-
endur eru á meðal þátttakenda, Jón
Arnar Magnússon, Vala Flosadótt-
ir, Guðrún Arnardóttir og Einar
Hjartarson.
Jón Arnar keppir í fjórum grein-
um i sjöþrautinni í dag. Keppni
hefst á 60 metra hlaupi og síðan
Jón Arnar Magnússon stendur í ströngu í Belgíu um helgina en þar etur fylgja langstökk, kúluvarp og há-
hann kappi við sterkustu sjöþrautarmenn Evrópu.____________________________________________________________
stökk í kjölfarið.
Vésteinn Hafsteinsson, farar-
stjóri hópsins, sagði í gærkvöld all-
ar aðstæður á keppnisstað mjög
góðar en mótið færi fram í nýrri og
glæsilegri höll.
„Jón Arnar á góða möguleika og
hann verður í baráttunni um gull-
verðlaunin við þá Erki Nool, Rom-
an Seberle og Tomas Dvorak. Vala
á enn fremur góða möguleika í
stangarstökkinu en undankeppnin
fer fram í dag. Átta bestu komast
áfram í úrslit. Guðrún Arnardóttir
stefnir að því að bæta sig og setja
íslandsmet í 400 metra hlaupi og 60
metra grindahlaupi. Einar Hjartar-
son er á sínu fyrsta stórmóti í há-
stökki og gaman væri að hann
næði lágmörkunum fyrir Ólympíu-
leikana," sagði Vésteinn.
-JKS
KR-konur fögnuöu vel 24 stiga sigri á Keflavík í gær í 1. deild kvenna því um leiö tryggöi liöiö sér næsta örugglega deildarmeistaratitilinn. DV-mynd Hilmar Pór
Evrópumótið:
17ár
íslenska landsliðið í körfu-
bolta leikur sinn fimmta leik í
undanúrslitariðli Evrópumóts
landsliða í körfúbolta gegn Por-
túgal í Laugardalshöllinni á
morgun.
Leikurinn hefst klukkan 16.00
og er ókeypis inn á hann í boði
Esso og Lýsingar. íslenska liðið
hefur þegar tapað fyrstu fjórum
leikjum sínum í keppninni og í
raun öllum 14 leikjum sínum í
þessum hluta Evrópumótsins
sem liðið tekur nú þátt í í annað
sinn. Menn eru orðnir langeygð-
ir eftir fyrsta sigrinum sem yrði
stórt skref fyrir íslenskan körfu-
bolta.
Mótherjinn nú, Portúgal, ætti
þó að gefa nokkra mörguleika á
að enda þessa 14 leikja taphrinu
þó að íslenska liðið verði að eiga
mjög góðan leik og fá miklan
stuðning frá áhorfendum ef það
á að takast. ísland hefur ekki
náð að vinna Portúgal í 17 ár en
Portúgal hefur líkt og íslenska
liðið tapað öllum fjórum leikj-
um sínum í riðlinum til þessa.
Bæði lið hafa orðið undir í
baráttunni um fráköstin í fjór-
um leikjum stnum í riðlinum til
þessa (ísland hefúr teki 44,9% og
Portúgal 45,2%) en Portúgalar
hafa hitt mun betur úr skotum
sínum, bæði utan af velli (45%
gegn 38,2%) og af vítalínunni
(72% gegn 69%). íslenska liðið
hefur á móti gert fleiri þriggja
stiga körfur (31 gegn 19) og átt
fleiri stoðsendingar (43 gegn 35).
Mótherjar íslenska liðsins
hafa hitt úr 53,8% skota sinna til
þessa en mótherjar Portúgala
47,8% en þess má geta að
Makedóníumenn hittu úr 63,5%
skota sinna gegn íslenska liðinu
á miðvikudaginn.
-ÓÓJ