Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2000, Blaðsíða 13
i,
Eru þetta
skrýtnustu
hljomsveitir
allra '
s
Eins og í öörum listgreinum gerist
það stundum að hljómsveitir verða
þekktar eftir „dauða“ sinn. The
Shaggs og The Monks eru skýr dæmi
um þetta. Fáir nenntu að hlusta þeg-
ar böndin voru starfandi, en nú eru
vandfundin jafn mikil „költ“ fyrir-
bæri. Bæði böndin voru með
„kombakk" á síðasta ári og sagan
um báðir sveitimar er orðin efni í
bíómyndir.
Einlægasta band í heimi
Tónlist The Shaggs er svar popps-
ins við kvikmyndum Ed Wood Jr..
Sveitina skipuðu þrjár táningssyst-
ur, Dot, Helen og Betty Wiggins,
sem ólust upp við kröpp kjör í bæn-
um Fremont í New Hampshire.
Pabbi þeirra var stoltur af dætrun-
um og keypti handa þeim hljóðfæri
og sendi þær í tónlistartíma. Stuttu
síðar ákvað hann að koma þeim í
hljóðver og taka upp lög sem þær
höfðu barið saman. Þær viidu æfa
sig betur en pabba var ekki haggað
svo inn í verið fóru þær og útkoman
var „Philosophy of the World“, tólf
laga plata þar sem sungið var um
týnd gæludýr, innri tilfinningar og
heimspeki stelpnanna reifuð: “Ó,
ríka fólkiö vill það sem fátœka fólkiö
hefur. Og fátœka fólkiö vill þaö sem
ríka fólkið hefur. Og mjóa fólkiö vill
þaö sem feita fólkiö hefur. Og feita
fólkiö vill þaö sem mjóa fólkiö hefur. “
Þetta var árið 1969 og hljóðverseig-
andinn pressaði þúsund eintök af
plötunni en stakk svo af með 900 ein-
tök og fyrirframgreiðsluna. Eftir
urðu pabbinn og stelpumar sem spil-
uðu annað slagið í heimabænum en
hættu alveg að spila þegar sá gamli
hrökk upp af 1975. Enginn hefði
nokkum tímann frétt af The Shaggs
ef góðir menn hefðu nú ekki farið að
tjá sig um sveitina. Fyrstur kom
Frank Zappa, sem
sagði í viðtali að
Shaggs væri miklu
betri en Bítlamir og
að platan væri þriðja
þesta plata allra tíma.
Auðvitað tóku tónlist-
arspekingar við sér, þ.
á m. meðlimir í
hljómsveitinni NRBQ
sem gáfu plötuna út
aftur árið 1980. Þá
hafði Shaggs-“költið“
grasserað lengi og
gagnrýnendur fóru
yfir um. Rolling Stone kallaði end-
urútgáfuna „kombakk ársins" og
L.A.Weekly sló fram: „Ef hægt er að
dæma tónlist eftir heiðarleika,
frumleika og áhrifamætti er platan
besta plata sem nokkum tímann
hefur verið gerð í heiminum."
Shaggs-stelpunum kipptu sér
ekki upp við þetta allt saman og
héldu bara áfram sínu daglega vaf-
stri í Fremont. Síðar kom platan út
á geisladiski með öðm eins fiöl-
miðlafári, en ekkert haggaði Wigg-
ins-stelpunum. Þegar NRBQ hélt
upp á þrjátíu ára afmæli sitt í nóv-
ember sl. í New York var hægt að
draga The Shaggs aftur á svið. Það
var i fyrsta skipti siðan 1975 sem
þær spiluðu og i fyrsta skipti sem
þær spila annars staðar en í
Fremont. Aðdáendur komu víðs
vegar að og mörg tár féllu þegar
stelpumar (eða reyndar kerlingam-
ar) glömruðu sinn fagra óð. Meðal
annarra stórmenna í salnum var
Tom Cruise, sem keypti réttinn af
sögu Shaggs og hyggst búa til bíó-
mynd eftir henni. Hvort sú mynd
verður sumarsmellurinn þamæsta
sumar á eftir að koma í ljós, en á
V*
i jg av.
AC/DC
snúa aftur
Karlinn með skólatöskuna og síóhærðir félag-
ar hans í AC/DC gefa út
nýja plötu eftir f
ina. Hún heitir
„Stiff Upper
Lip“ og er
fyrsta platan
frá bandinu
síðan „Ball-
breaker"
kom út
1995. Hljóm-
sveitin hefur
seit hátt f 85 millj-
ðn plötur á ferlinum og
lag þeirra „You Shook Me All Night Long“ var
nýlega kosið eitt af 100 bestu lögum allra
tíma hjá sjónvarpsstööinni VH-1. Nýja platan
er hljóöunnin af George Young, eldri bróður
Angus og Malcom, en hann var með puttana í
klassísku AC/DC plötunum „High Voltage" og
„Let There Be Rock". Þetta verður því hrein-
ræktuð AC/DC-rokkplata og ekkert kjaftæöi.
Ný Prodigy-
meðan ættu
þeir sem vilja
rammfalska,
taktlausa en
hrikalega ein-
læga og
fyndna tónlist að tékka betur á
Shaggs.
Múnkapönk anno 1966
Löngu áður en Ramones og Sex
Pistols fundu upp pönkið beggja
vegna Atlantsála var hljómsveitin
The Monks að flytja hrikalega hrátt
frumpönk í Þýskalandi. Munkamir
voru fimm Kanar sem ákváðu að
verða eftir í Þýskalandi þegar her-
skyldu þeirra lauk og stofnuðu band
til að rokka á pöbbunum. Fyrst
fluttu þeir hefðbundna „bit“-tónlist
en um 1965 var komið annað hljóð í
strokkinn. Lögin vom mínímalískar
orkubombur og skringilegheitin kór-
ónuð með rafbanjói, ómennskri gít-
arbjögun og orgelleikara sem gekk
berserksgang á hljóðfærið. Textamir
voru skammaræður um Vietnam-
stríðið, skot á samfélagið og ást/hat-
ursþulur um kvenfólk. Til að sýna
að þeir væra 100% rökuðu sveitar-
meðlimir á sig munkaskalla og fluttu
lögin sín i munkakuflum. Þetta þótti
ansi sterkt stöff í Þýskalandi 1966 og
ekkert líkt og goðin Bítlarnir og
Stóns. Flestir urðu líka hálfhræddir
þegar þeir sáu bandið spila en örfáir
urðu aðdáendur og rökuðu á sig
skalla. Einni plötu tókst sveitinni
að koma út, „Black Monk Time“,
sem verður að telja með skrýtnustu
plötum allra tíma. Árum saman lá
platan í gleymskunnar dái en í kjöl-
far pönksins varð platan algjört
„költ“ fyrirbæri og hefur verið
margendurútgefin síðan.
Árið 1967 datt umboðsmanninum
í hug aö senda bandið á túr um
striðshrjáð Víetnam, en kvöldið
áður en túrinn átti að byrja stakk
trommarinn af: „Ég þoli þetta ekki
lengur,“ stóð á miðanum sem hann
skildi eftir.
Skömmu síðar hætti bandið og í
dag þakka Munkarnir sínum sæla
fyrir að Vietnam-túrinn var ekki far-
inn. „Bæði Víetnamar og Kanar
hefðu misskilið bandið og líklega
drepið okkur," segja þeir.
1 nóvember sl. komu The Monks
saman aftur eftir 32 ára þagnarbind-
indi. Þeir æfðu í viku og slógu
hvergi af því söngvarinn varð radd-
laus eftir tónleikana og eyddi allri
hýrunni i hálsmeðul. Árið 1984 skrif-
aði bassaleikarinn Eddie Shaw bók
um sögu sveitarinnar og hefur hann
nú selt kvikmyndaréttinn af henni
til Hollywood. Gömlu Munkarnir
hafa því góða ástæðu til að vera glað-
ir, þeir segjast vera komnir á fullt
aftur og boða nýja plötu og vilja ólm-
ir komast aftur til Þýskalands.
p1ötudómar
iam Howlett er byrjaður að vinna að nýrri
Prodigy-plötu og ekki seinna vænna því síð-
asta plata, „The Fat of the Land“, kom út
1997. Sú plata gerði bandið
endanlega að vinsæl-
^ ustu raftónlistarsveit
1 heims. Platan seld-
^ ist í 2 milljónum
Éeintaka I Amer-
íku, sem er lang-
mesta salan á
rafrænni dans-
tónlist þar. En þó
Liam sé kominn
þak viö takkaðorðið
i ekki búast við nýrri
plötu fyrr en á næsta ári
enda er hann þekktur fyrir aö vera lengi aö ná
þeirri fullkomnun sem hann heimtar af sjálfum
sér.
The Cult
boða nýja
n á
plöt
Gomlu leðurjal
aomlu leðurjakkarokkhundarnir I The Cult eru
þessa daga í hljóöveri með
takkakallinum Michael
Beinhorn (sem tók
m.a. upp
„Mechanical
Animals" með
Marilyn Man-
son og
„ C e I e b r i t y
Skin* með
Hole) og vinna
að fyrstu plötunni
sinni síðan 1994.
Söngvarinn lan Astbury er
viss um að um stórkostlegt kombakk verði að
ræða þegar platan kemur út (síöar á árinu):
„Við náðum hápunkti um 1990 og ég lít á það
sem fyrsta hluta Cult-leikritsins. Síðustu árin
hefur verið hlé en nú er komið aö seinni hlut-
anum“. lan lofar pjúra Cult-rokki og segir að
bandið ætli alls ekki að stæla það sem nú
gengur best í rokkinu: „Við ætlum ekki að
stæla Korn og Limp Bizkit. Við ætlum ekki að
vera tæplega fertugir karlar að stæla stráka á
tvítugsaldri."
h v a ö ? fyrir hvernf skemmtileqar staöreyn cfi r niöurstaöa
Ungt rokktríó frá Englandi, meöal- Augljóslega fyrir þá fiölmörgu sem Muse er frá smábænum Teign- Það fer lítiö fyrir frumlegheitunum Musr
★ ★★
Hljómsveitin: MllSe
Platan: ShOWblZ
Útgefandi: Taste Media/Sklfan
Lengd: 49:42 mln.
★ ★★★
Hljómsveitin: Macy Gray
piatan: On how Life Is
Útgefandi: Epic/Skífan
Lengd: 45:02 mín
★ ★★★★
Hljómsveitin: Kid Koala
piatan: Carpal Tunnel
Syndrome
Útgefandi: Ninja Tune/Hljómalind
Lengd: 38:02 mín.
aldurinn er 20 ár og strákarnir eru
reiðir og leiðir I textunum. Tónlistin
er nútlmalegt og melódískt ballöðu-
og kraftrokk, áhrifin suddalega mikil
frá Radiohead, sérstaklega I söng-
röddinni sem er nánast alveg eins
og hjá Thom Yorke.
Macy Gray er ein efnilegasta nýja
söngkonan sem kom fram á síðasta
ári. Hún er 31 árs, fædd Natalie
Mclntyre I Ohio I Bandaríkjunum. Að-
alsmerki hennar er röddin sem lýst
hefur verið sem samblandi af Mikka
mús, Marge Simpson og Billie Holi-
day.
Kid Koala er listamannsnafn hins
25 ára kanadíska, kínverskættaða,
plötuspilar-ista Eric San. Hann vakti
fyrst athygli fyrir spóluna sína,
„ScratchCratchRatchAtch”, en á
henni spilar hann hvað yfir annaö,
rispar og skælir tónlist með t.d.
Björk og Genesis og þemalagiö úr
Síðasta keisaranum.
biða nú eftir næstu plötu Radio-
head en hennar er ekki von fýrr en
seint á þessu ári. Tónlist Muse hef-
ur þó ekki náð sama þroska og tón-
list Radiohead en þeir sem kveiktu
á perunni með plötu Radiohead,
The Bends, fá hér væna flís af feit-
um sauö.
Tónlist Macy Gray er poppað soul og
ætti því að höfða til margra, bæði
gamalla soul-hunda og unnendra vel
gerðs popps. Forsenda fyrir því að
hafa gaman af Macy Gray er þó aö
kunna að meta röddina.
Fyrir þá sem vilja upplifa eitthvað
nýtt. Fyrir þá sem hafa gaman af til-
raunakenndu hip-hopi. Fyrir alla þá
sem vilja eitthvað ögrandi í geisla-
spilarann sinn. Ekki fyrir hjartveika
eöa þá sem vilja þægilega tónlist
viö kertaljós á síðkvöldum. Þetta er
anti-dinner tónlist!
mouth í Devon-héraði sem er hund-
leiðinlegur bær og eina undankomu-
leiðin var aö meikaða. Fyrir tveim
árum spilaði bandiö fyrir kerlingar á
bingóstööum en nú er það með
fjóra góöa samninga, m.a. við
Madonnu-merkið Maverick. Sko
strákana!
Macy Gray hefur fengist viö ýmis-
legt. Hún vann t.d. um skeiö sem
aðstoðarmanneskja við kvikmynda-
gerð í L.A. Þegar hún var 25 ára
gerði hún samning viö Atlantic sem
sendi hana I stúdíó með rokk-
pródúser. Platan sem þau gerðu
þótti léleg og samningnum var slitið.
Kid Koala notast eingöngu við
vinýlplötur til þess að búa til sína
tónlist. Á Carpal Tunnel Syndrome
(nafnið á atvinnusjúkdómi skratch
dj-a) notar hann brot af t.d. Peter
Sellers-plötu, Róbinson Krúsó-plötu
og Sindbað sæfara-plötu. Allt keypt
I næstu fornsölu.
og í sumum ballööunum fara pilt-
arnir yfir strikið í hetjulegum vemmi-
legheitum. Því veröur þó ekki neitað
að lög eins og Cave, Fillip og
Muscle Museum eru dúndur og
drullugrípandi. Alveg viðunandi rokk-
plata og fin frumsmíð efnilegrar
sveitar. dr. gunni
Þetta er flott plata. Það sem gerir
hana góöa eru annars vegar röddin
og tilþrifin I Macy sjálfri og hins veg-
ar útsetningarnar og spiliríiö. Stund-
um er þetta grúví og fönkí (feitt org-
elsánd og djúpur bassi), stundum
léttleikandi poppað, en sándið er
alltaf flott. Niðurstaöan er tlmalaus
poppperla. trausti júlíusson
Carpal Tunnel Syndrome er meiri
háttar upplifun. Þó að þar ægi
stundum öllu saman (hann notar
allt að 30 plötur til þess að búa til
1 lag) þá tekst Koala að búa til úr
þessu mjög flotta tónlist sem er um
leið vitnisburður um plötuútgáfu 20.
aldarinnar. Hreinn galdur.
trausti júlíusson
1111! PÍIlÍ
i* n
•- —-—r’.
25. febrúar 2000
13