Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2000, Blaðsíða 16
Orðið klíka þykir yfirleitt neikvætt. En orðið á oft við um vina-
hópa þar sem vinirnir efla hvern annan og margir erkisnillingar
hafa fengið andlegt fæði í klíkum. Hérlendis á valinkunnugt
fólk oft valinkunna vini og jafnvel frá barnæsku. Fókus
skoðaði nokkrar vinaklíkur sem krydda íslenskt þjóðfélag.
Matthildarklíkan-------1
Breiðholtsklíkan flaggar for-
manni SUS og ungum mönnum á
framabraut en eru þeir jafn töff
Matthildarklíkan? Hún er nefni-
lega ein þekktasta klíkan og dregur
nafn sitt af útvarpsþættinum Matt-
hildi sem Davíð Oddsson, Þórarinn
Eldjám og Hrafn Gunnlaugsson
voru með, líkt og alþjóð veit. Félag-
ar Matthildarklikunnar voru
skólafélagar í MR og eiga það sam-
merkt að skipa feitan sess í þjóðlíf-
inu. Davíð er forsætisráðherra,
Hrafn gerði ísland frægt í Svíþjóð
og Þórarinn er eitt fremsta skáld
Islendinga. Þessir menn hafa oft
verið umdeildir í gegnum tíðina og
þá sérstaklega Hrafn og Davíð en
landinn minnist útvarpsþáttanna
ætíð á jákvæðan hátt. Þegar þá ber
á góma er þrenningin álitin
húmorísk fram í fmgurgóma og
þeim fyrirgefið margt annað eins
og kvótakerfið eða Myrkrahöfð-
inginn. Matthildarklíkan er auðvit-
að algjör hægriklíka en hefur að
mestu leyti sloppið við samsæris-
kenningar og kjaftasögur. Það er
erfitt fyrir hægrisinnaðar stutt-
buxnaklíkur að komast með tæm-
ar þar sem Matthildur hefur hæl-
ana.
-Vogaskólaklíkan
Úr Vogaskólanum kemur hópur
vinstrisinnaðs fólks sem var her-
stöðvaandstæðingar í mennta-
skóla. Hluti þeirra hefur skapað
sér öruggan sess í íslensku menn-
ingarlífi og aðrir hafa sterk ítök í
pólitíkinni. Land-
inn bendlar óspart
samsæriskenning-
ar við svokallaða
Vogaskólaklíku og
þeir sem eiga að
teljast til hennar
eru Friðrik Þór
Friðriksson, Einar
Már Guðmunds-
son, Ingibjörg Sól-
rún Gisíadóttur,
Örnólfur Thors-
son, Stefán Jón
Hafstein og Örn
Daníel Jónsson.
Vogaskólaklíkan
Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir borgarstjóri, Friö-
rik Þór Friöriksson
kvikmyndageröarmaö-
ur, Einar Már Guö-
mundsson rithöfundur,
Örnólfur Thorsson, Stef-
án Jón Hafstein blaöa-
maöur. Þaö vantar
mynd af Erni Daníel
Jónssyni lektor...
i einrumi
... hjá íslenskri erföagreiningu og ég skil ekkert í því sem
ég er að gera. Ég er menntaður frá Háskóla í Danmörku en
var aldrei alveg með á nótunum þegar ég var í skólanum.
Sumt skildi ég, annað ekki. Ég held að það sé ekkert óal-
gengt. Það er mikill misskilningur að maður þurfi að skilja
allt sem maður lærir til þess að læra það. A.m.k. tókst mér
að ná öllum prófunum og ná mér í góða stöðu hjá íslenskri
erfðagreiningu ...
... en þá byrjuðu vand-
ræðin
Kári Stefánsson hefur mikinn
áhuga á því sem ég er að gera. Ég
býst við að flestir séu sammála
um það að það er gaman að hafa
yfirmann sem sýnir manni áhuga
en þessi áhugi Kára á mér og
mínu starfi hefur snúist upp í al-
gera martöð. Hann kemur oft til
mín, rennir yfir þaö sem ég er að
gera í tölvunni og byrjar svo að
tala ...
... og ég skil ekki rass-
gat
Ég hef oft séð hann í sjónvarpinu útskýra út á hvað rann-
sóknirnar ganga og það er mjög auðskiljanlegt. En þegar
hann talar við mig þá er eins og hann geri aðrar kröfur.
Hann talar um hluti sem ég hef aldrei heyrt minnst á, alls
kyns vísindamenn sem ég þekki ekki og vitnar í rannsóknir
sem ég á auðheyrilega að þekkja en hef ekki hugmynd um.
Hann sýnir mér mikið traust og ég veit að hann hefur mikla
trú á mér vegna þess að hann er alltaf að hrósa mér ...
... en ég er alveg úti að
skíta
Ég talaði oft um þetta við
konuna mína en hún trúði mér
ekki. Hún sagði að ég væri bara
svona hógvær eða að ég hefði
ekki nógu mikla trú á mér. Að
ég sé í rauninni klárari en ég
viti sjálfur en það er ekki satt.
Ég er vitlausari en mig óraði
fyrir. Stundum hef ég reynt að
taka Kára upp á segulband. Ég
kveiki á diktafóni í vasanum
þegar ég sé hann nálgast,
reyni að standa tiltölulega ná-
lægt honum á meðan hann tal-
ar við mig og hlusta svo
seinna á upptökuna. Einu sinni gekk ég svo
langt að lána vini mínum þetta og spurði hann svo álits.
Hann sagði að þetta væri mjög merkilegt og að hann væri
impóneraður á því ...
... hvað ég svaraði
Kára af miklu innsæi
En ég var orðinn ofboðslega
þreyttur á þessu. Það sem
helst virkaði á hann var að
sitja bara negldur við tölv-
una þegar hann kom í heim-
sókn, gjóa til hans augunum
eins og hann væri að trufla
mig og stynja. Hann kann
að meta það. Ég veit ekki
hvort hann er svona hrifinn
af því að ég gefi mér ekki
tíma til að tala viö hann
eða hvort hann beri svona
mikla virðingu fyrir fólki
sem þolir hann ekki. Þetta
bar a.m.k. árangur eða ...
... það hélt ég um
tíma
Það kom sem sagt í ljós að hann fékk það á heilann að ég
væri einhvers konar snillingur og gaf mér stöðuhækkun.
Núna er ég yfirmaður kerfisdeildarinnar með 50% hærra
kaup en áður. Það góða við það er auðvitað að nú þarf ég
ekki að gera mikið meira en að ganga á milli og horfa á
tölvuskjáinn hjá fólki, kinka kolli eða andvarpa, bara svona
nokkurn veginn til skiptis. Stundum kemur Kári með mér en
það er allt í lagi. Núna horfir hann bara aðdáunaraugum á
mig hvað sem ég geri. Við erum ógeðslega góðir saman, hann
veit ekki hvað ég er að hugsa og mig grunar ekki einu sinni
um hvað hann er að tala.
I gegnum aldirnar hafa vinaklíkur
stungið upp kollinum og markað
samtíð sína. Þetta eru valdamiklir
hópar og teygja oft angana út i
áhrifamikla geira samfélags-
ins. Meðlimimir standa sam-
an og hvetja, styðja og efla
hvem annan til dáða - eða
ódáða. Þekktasta dæmið er
líklega maflan á Sikiley en
hóparnir eru oft fámennari
eins og félagarnir Platón,
Sókrates og Aritóteles sem
miðluðu hver öðrum af visku
sinni og kvikmyndagúrúamir
Spielberg, Coppola og Lucas
sem voru bekkjarfélagar og
miklir vinir. íslendingar eiga
líka sínar merkisklíkur, allt frá
félögunum í Unuhúsi til grafílti-
listamanna sem halda hópinn.
Breiðholtsklíkan-------------
Breiðholtsklíkan er áberandi og
skartar m.a. fótboltakappa, ráð-
herraefni og sjónvarpsstjömu. Þeir
hafa verið vinir frá bamæsku og
ólust flestir upp í sömu blokk í
Breiðholtinu. „Við vorum allir í
leikskólanum Hólaborg, fórum svo
í Hólabrekkuskóla og æfðum fót-
bolta hjá Fram. Síðar vorum við
allir í Versló fyrir utan einn,“ seg-
ir Gísli Marteinn fréttamaður um
þá vinina. Þeir hvetja hver annan
áfram og rökræða stundum út í hið
óendanlega. „Við höfum rökrætt
mikið alla tíð. Stundum um eitt-
hvað sem öðrum þykir bara smá-
mál en okkur finnst feikilegt stór-
mál. Eins og í Trival Pursuit, þá
körpum við kannski ákaft um
hvort Bláa lónið sé fullnægjandi
svar eða hvort Bláa lónið við
Svartsengi sé eina rétta svarið," út-
skýrir Gisli og bætir við að þeir fé-
lagamir haldi ætíð hópinn. „Við
erum til dæmis að fara í sumarbú-
staðciferð á eftir. I árlega þorraferð
með kærastunum. Við erum líka í
spilafélaginu Mána og félagið átti
10 ára afmæli í fyrra svo við fórum
allir ásamt kvinnunum tO Calpe á
Spáni. Fundum tíma þegar það var
frí í 1. deild norska fótboltans, í
Þjóðleikhúsinu, Sjónvarpinu
o.s.frv. Við leigðum meiriháttar
villu þar, með útsýni yfir Miðjarð-
Matthildarklikan
Davíö Oddsson, Þórarinn Eldjárn, Hrafn Gunnlaugsson.
16
f Ó k U S 25. febrúar 2000