Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2000, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2000, Qupperneq 14
„Þegar ég var í fjölmiðlafræði í FG fór ég í skoðunarferð um íslenska útvarpsfélagið og fannst rosalega spennandi að sjá öll frægu goðin, Gulla Helga, Jón Axel og fleiri, og í huganum setti ég mér það markmið að komast í vinnu hjá fyrirtækinu fyrir aldamótin.“ Hann var rekinn úr menntaskóla fyrir fjársvik og vinsamlegast beðinn um að leita sér geðhjálpar. Geðlæknirinn úrskurðaði hann alheilbrigðan og þrátt fyrir að manni detti oft í hug að hann hljóti að vera með lausa skrúfu þá er þetta hans fyrsta og eina reynsla af geðlæknum. Maðurinn heitir Sigmar Vilhjálmssson og er annar stjórnandi morgunþáttarins Sjötíu á Mono 87,7 og markaðsfulltrúi hjá ÍÚ. Snæfríður Ingadóttir hitti þennan rauðhærða sprelli- gosa sem er búinn að gera símaat í hálfri þjóðinni og annað skemmtilegt á þessum 23 árum sem hann hefur lifað. Leiðinleaasta barn í „Ég er örverpiö í fjölskyldunni og hef alltaf þurft að berjast fyrir at- hygli,“ segir hinn rauðhærði Sigmar Vilhjálmsson þar sem hann situr á kaffihúsi í miðbæ Reykjavíkur og riíj- ar upp sitt 23 ára lífshlaup. „Ég hef örugglega verið leiðinlegasta barn í heimi; montinn, góður með mig og fyrirferðarmikill prakkari," segir Simmi, eins og hann er oftast kallað- ur, og telur sig hafa batnað og þroskast mikið síðan þá. Dry vodki á klaka Fjölskylda Sigmars er stór, hann er yngstur sex bræðra, en foreldrar hans hófu snemma að búa til börn og þegar mamma hans er tvítug eru syn- imir þá þegar orðnir þrír. Simmi er að mestu leyti alinn upp á Egilsstöð- um, eða þar til hann er 13 ára gamall, en þá flyst fjölskyldan til Onsala sem er bær rétt fyrir utan Gautaborg. Ná- granni fjölskyldunnar í Svíþjóð var forstjóri Volvo. „Hann keyrði um á brynvörðum Benz sem kom mér mjög á óvart þar sem hann var sjálfur for- sjóri Volvo,“ segir Simmi sem kom aftur á klakann 16 ára gamall. „Mað- ur kom eiginlega til landsins sem nýr maður, röddin hafði breyst og maður hafði stækkað á alla kanta. Stökkið að koma frá mörg þúsund manna bæ og til baka til Egilsstaða var mikið. Ég var búinn að vera í vernduðu um- hverfi þama í Svíþjóð, var á fullu í handbolta og komst m.a í úrtak fyrir landsliðið. Á Egilsstöðum var hins vegar engin slik starfsemi í gangi og eiginlega ekkert félagslíf í gangi nema dry vodki á klaka, þannig að ég lenti dálítið á skjön við sjálfan mig enda var ég á viðkvæmum aldri,“ seg- ir Simmi sem hefur nám við Mennta- skólann á Egilsstöðum um haustið en hættir um áramótin og fer suður að vinna. Rekinn fyrir fjárdrátt Sigmar er þó aðeins ár fyrir sunn- an þar sem hann stundaði m.a. nám í FG en byrjar aftur i ME haustið 1995. Þá er hann einnig kosinn formaður íþróttaráðs menntaskólans. „Gjaldkeri félagsins var ekki kom- inn með aldur fyrir ávísanahefti þannig að ég var skráður sem hand- hafi heftisins. Um vorið þegar farið var norður í skólaferð vildi svo til að heftið var tekið með og óspart notað þrátt fyrir að staðan væri í núlli," segir Sigmar skömmustulegur og bætir við: „Það stóð alltaf til að borga skuld- ina upp. Ég fékk meira að segja út- prentun á stöðunni í bankanum í júní þegar ég lagði heftinu og hélt vel til haga þvi sem ég var búinn að eyða í eigin nafni. Ég hafði góðar tekjur þetta sumar þannig að ég hefði vel getað borgað þetta strax upp en ein- hvern veginn dróst það fram á haust- ið. í september á ég að skila af mér mínum útreikningum fyrir árið sem formaður íþróttaráðs og er alltaf að treina að leggja frá mér gögnin því ég var að bíða eftir siðustu útborgun minni frá bakaríinu sem ég hafði ver- ið að vinna í um sumarið svo ég gæti núllað skuldina. Einum degi áður en ég fékk útborgað er farið í gögnin og þá kom náttúrlega í ljós að heftið var nærri 100 þúsund krónur í rnínus," segir Simmi sem lagði strax inn á reikninginn og hann fékk útborgað. „Ég skammaðist min gríðarlega því pabbi minn hafði verið skólastjóri í menntaskólanum til fjölda ára og mér fannst ég hafa brugðist honum. Að þurfa að segja foreldrum mínum frá þessu var eitt af því erfiðasta sem ég hef gert. Það lítur að sjálfsögðu mjög illa út að sonur fyrrverandi skólastjóra sé að misnota aðstöðu sína. Ég á hins vegar aldrei eftir að kyngja því að ég hafi ætlað að stela þessum pening því það stóð aldrei til í mínum huga,“ segir Sigmar sem bað sjálfur um að fá að koma fram fyrir skólann og biðja skólasystkini sínar afsökunar. Skikkaður til geðhjálpar Viðurlög Sigmars við þessu broti voru þau að honum var vikið úr skól- anum og átti aldrei að eiga aftur- kvæmt, nema að hann myndi leita sér geðhjálpar þar sem hann þótti ekki kunna að fara með peninga. Skoðanir heimamanna á því voru þó skiptar því ekki var fyrr búið að reka Sigmar úr skóla fyrir stórfelld fjármálasvik, eins og skólameistarinn orðaði það, en hann var kominn á fullt i rekstur á pitsustað i samstarfi við Skeljung. „Ég var búinn að ákveða að sæta ekki þeirri niðurlægingu að fara úr skólanum með skömm þannig að ég lét mig hafa það að fara til geðlæknis. Ég var bókaður á fund hjá geðlækni frá Akureyri sem var staddur fyrir aust- an. Þegar fundinum lauk sagði hann einfaldlega: „Ég veit ekki hvað þú ert að gera hérna, ég skil ekki af hverju þú átt að vera hérna og það besta sem ég get gert fyrir þig er að gefa þér apótekaralakkrís. Ég held þú ættir ekki að mæta aftur." Þannig voru mín fyrstu og einu kynni af geðlæknum." segir Sigmar og bætir við að hann hafi reyndar farið og keypt sér apótekara- lakkrís, farið aftur inn í skólann eftir áramót og verið þar þrjár annir til við- bótar. Þú varst oröaöur viö fleiri atvik en þetta mál, m.a áttiröu aö hafa brotist inn í sjoppu nemenda: „Það gengu ýmsar kjaftasögur um mig fyrir austan. Ég átti m.a að hafa verið með allykill frá pabba sem ég átti að hafa notað til þess að komast allra minna ferða um skólann og heimavistina. Það er hins vegar ekk- ert til í þessari sögu. Þetta með sjopp- una er að vissu leyti satt. Við vorum nokkrir félagar að spila pool fyrir framan sjoppuna þegar ég tapa og sparka í hurðina á sjoppunni í reiði minni. Þá hrekkur hurðin upp og reyndar gengum við inn og tókum karton af tyggjó,“ segir Simmi og glott- ir en viðurkennir þó að hann hafi ekki verið bamanna bestur á þessum árum hvað ýmislegt varðar. „Þetta atvik með ávísanaheftið varð samt hom- steinninn að því að maður hljóp af sér hornin þama á Egilsstöðum. Hver veit nema maður fari einhvern tímann aft- ur og nái í þau,“ segir Sigmar og glottir. Byrjaði á Rás 2 1 dag stjórnar Sigmar morgunþætt- inum Sjötíu á útvarpsstöðinni Mono og ber titilinn markaðsfulltrúi út- varpssviðs. Á hverjum degi lætur hann brandarana fljúga fram til kl. 10 í morgunþættinum en þá setur hann á sig bindi og selur auglýsingar seinnipartinn. „Þegar ég var í fjölmiðlafræði í FG fór ég í skoðunarferð um Islenska út- varpsfélagið og fannst rosalega spenn- andi að sjá öll frægu goðin, Gulla Helga, Jón Axel og fleiri, og í hugan- um setti ég mér það markmið að kom- ast í vinnu hjá fyrirtækinu fyrir alda- mótin,“ segir Sigmar en hans fyrstu alvörukynni af útvarpi hófust árið 1997 þegar hann fékk það starf að semja vikulega pistla frá Austurlandi í þættinum „Hve glöð er vor æska“ á Rás 2. Síðan leiddi eitt af öðru, Sigmar byrjaði á helgarvöktum á Mono og fékk svo sinn eigin morgunþátt síðast- liðið vor. Hann hefur ekki bara setið við hljóðnemann heldur einnig skipt sér af auglýsingasölu stöðvarinnar og hreinlega rifið hana upp. „Um áramótin ‘98-’99 var einungis einn þáttm- kostaður á Mono. Ég sagði við yfirmenn mína í háði að það væri bara aumingjaskapur að geta ekki gert betur í auglýsingasölunni," segir Sig- mar sem var tekinn á orðinu og ráð- inn sem markaðsfulltrúi Mono. „Salan gekk vel og eftir aðeins tvo mánuði í starfi voru komnir tveir kostendur á alla þætti i dagskránni og stöðin farin að skila hagnaði í fyrsta skipti," segir Sigmar með stolti. Landsliðsmaður í spjótkasti Það er ekki hægt að birta viðtal við Simma án þess að minnast á íþróttir en Sigmar hefur alla tíð verið mjög virkur á þvi sviði og var m.a í lands- liðinu í spjótkasti. íþróttaáhugann á hann ekki langt að sækja en einn af bræðrum hans er spjótkastarinn Ein- ar Vilhjálmsson og faðir þeirra Vil- hjálmur var einnig mikill íþróttamað- ur og náði m.a góðum árangri í þrístökki á Ólympíuleikum árið 1956. Það er um ár siðan Sigmar tók þá ákvörðun að draga sig úr íþróttunum og kjósa frekar frama í fjölmiölum en þá hafði honum m.a boðist námsstyrk- ur til Bandaríkjanna út á spjótkastið. „Stundum finnst mér ég hafa feng- ið of mörg tækifæri. Flest það sem ég hef tekið mér fyrir hendur hefur gengið upp: handboltinn, spjótið og útvarpið," segir Sigmar með þakk- læti. Það er þó tvennt sem hann seg- ist hafa langað til þess að verða þegar hann var lítill en hvorugur þeirra drauma hefur enn þá ræst enda eru þeir ekki efstir á blaði lengur. Ann- ars vegar vildi hann verða gullhafi á Ólympíuleikum og hins vegar frétta- maðurinn Páll Magnússon. Gullið fær Sigmar varla úr þessu en hver veit nema hann eigi eftir að ná frétta- mannastólnum af Páli. 14 f Ó k U S 25. febrúar 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.