Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2000, Side 13
HEIMILISBANKI BUNAÐARBANKANS KYNNIR
k
www.bi.is Nýjung á íslenskum bankamarkaði - rafrænir reikningar
Netgíró Búnaðarbankans er enn eitt
skrefið í átt að rafrænum greiðslu- og
innheimtuháttum samtímans en í
framtíðinni mun gluggapóstur
væntanlega heyra sögunni til.
Greiðsla með WAP.
Innan skamms verður einnig hægt að
greiða gíróseðla á einfaldan hátt í
gegnum Netgíró í WAP síma.
Þú smellir á Netgíró
og seðillinn er greiddur.
Þeir sem vilja greiða reikningana í tölvunni heima
með Netgírói geta einnig verið með eigin
útgjaldareikning í Heimilisbankanum og losnað
þannig við sveiflur í útgjöldum milli mánaða.
Upplýsingar um gíró- og greiðsluseðla fyrirtækja
sem nýta sér þessa þjónustu birtast sjálfkrafa í
Heimilisbankanum. Notendur Heimilisbankans
þurfa því ekki að sækja um það sérstaklega.
Þau fyrirtæki sem munu senda þér rafræna
gíróseðla í Heimilisbankann eru Landssíminn
með símareikninga, Reykjavíkurborg með
fasteignagjöld og RÚV með afnotagjöldin,
ásamt hundruðum annarra fyrirtækja og fleiri
munu bætast í hópinn áður en langt um líður.
Netgíró
Skýring Sendandi Upphæð Gjaiddagi
jj Gretdaí Notkun fyrirjan. 2000, mánaðargjöld Landssími íslands hf, innheimta 1.490,00 21.2.2000
JJ GrCi!ÍSi Fasteignagjöldv/Limgerði33 Reykjavíkurborg 3.000,00 10.2.2000
jj 'Greiðaj jannlæknir Guðm. Sig., tannlæknir 2.000,00 15.1.2000
jj Greiðai Félagsgjöld 2000 Hestamannafélagið Snati 10.000,00 1.4.2000
jj Greiðaj Æfingagjöld, vor2000 íþróttafélagið Þorri 1.590,00 1.3.2000
Dæmi um yfirlitsmynd.
n(e)tgíró
HEIMILISBANKINN
Heimilisbanki Búnaðarbankans ríður á vaðið og
býður viðskiptavinum sínum Netgíró þjónustu. [ því
felst að gíró- og greiðsluseðlar birtast á yfirliti á
tölvuskjánum þínum í Heimilisbankanum og þú velur
þann reikning sem þú vilt greiða. Þú gengur frá
greiðslu á einfaldan og öruggan hátt með því að
smella á Greiða^ Þú þarft ekki einu sinni að hafa
gfróseðilinn við höndina.
Innsláttur úr sögunni.
Með Netgírói er einfaldara og mun fljótlegra að
greiða gíró- og greiðsluseðla. Netgíró birtir þér allar
upplýsingar um reikninginn sem þú annars þyrftir
að slá inn.
Greiðslubeiðni fram í tímann.
Þú getur einnig valið greiðsludaginn fram í tímann,
sem getur komið sér vel, t.d. ef þú ert að fara í frí.
Búnaðarbankinn er banki
mennlngarborgarinnar árid 2000
BUNAÐARBANKINN
Traustur banki