Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2000, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2000, Side 34
V LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2000 42 jffenningarverðlaun DV Ragna Róbertsdóttir myndlistarmaður: Landið er maður sjálfur Ragna Róbertsdóttir, verðlauna- hafi DV i myndlist, er meðal kunn- ustu listamanna íslenskra á alþjóð- legum vettvangi. Þó er hún sér- kennilega íslensk í listsköpun sinni - því hvaö getur verið íslenskara en að „mála“ myndir beinlínis með hrauni og vikri. Fyrir verðlauna- verk sitt, Kötlu, sótti hún sér bik- svartan brunasand austan úr Mýr- dal og bjó til sitt eigið eldfjall úr honum á Kjarvalsstöðum svo að að- dáun vakti. „Fyrir fótum okkar ligg- ur hinn mikli, svarti sandur og handan hans rís eldfjallið, íklætt hvítum jökulhjúpi,“ sagði Áslaug Thorlacius gagnrýnandi hér í DV. Nú hafa lærðir listfræöingar hér- lendir og erlendir túlkað list Rögnu í löngu máli, en við báðum hana að segja frá því með sínum eigin orð- um hvað það væri sem hún vildi ná fram i listsköpun sinni. „Verkin eru kannski mín sýn á landið," byrjar Ragna svolítið hik- andi. „Ég er ættuð frá Vestfjörðum og var í sveit og seinna kaupavinnu á uppvaxtarárunum. Og þegar ég var pínulítil fóru pabbi og mamma um hverja helgi með okkur systum- ar í útilegur. Ekki held ég að þau hafi verið mikið að fræða okkur sér- staklega um umhverfið en það síað- ist inn. Landið er bara einhvern veginn maður sjálfur." - Svo hafa ákveðin náttúrufyrir- bæri farið að sækja á þig .. . „Ég hef alltaf verið að vinna með náttúruna á einhvern hátt,“ segir Ragna. „Og fljótlega fór ég að nota efnið sjálft beint úr náttúrunni til að búa til myndir - vikurinn er núna eins og minn pensill!" - En hvers vegna - það er mjög óvenjulegt að búa til „málverk" úr náttúruefnum á þennan hátt. „Fyrir mér er það fullkomlega eðlilegt. Þetta er mín aðferð. Ég er að horfa í þetta smáa og tek þá það allra smæsta, vikurkornin, og set þau á vegg. Þegar ég bjó til mynd- verkið mitt af Heklu fyrir Gerðar- safn þá tók ég bara vikurinn frá Heklu og setti hann á vegg og þar með var komin mín mynd af Heklu,“ segir Ragna og hlær við. - Eins og þú gerðir svo með Kötlu í haust. . . „Já, en það var meira ein stór heild, sandurinn fyrir utan, myndin af Kötlu á langveggnum og svo jök- ulímyndin í mulda glerinu. Eigin- lega er þetta skyndimynd - skyndi- mynd af Kötlu eins og ég sá hana af Mýrdalssandi í sumar. Abstrakt skyndimynd! Mér fannst rosalega skemmtilegt að glíma við rýmið á Kjarvalsstöðum, það er svo erfítt að það varð hrein ögrun að skapa inn i það.“ Þeir sem upplifðu Kötlu á Kjar- valsstöðum minnast þess hvernig þeir þurftu að leggja á sig ferðalög inn og út og austur og vestur til að reyna að „sjá“ allt verkið - alveg eins og maður þarf aö gera við fjall sem aldrei verður „séð“ Eillt í einu. „Já,“ segir Ragna við þessum hugleiðingum, „fólk þurfti að skapa heildarmyndina sjálft i huganum." - Nú hefur þú verið með einka- sýningar erlendis og tekið þátt í samsýningum viða um lönd og ráð- stefnum um myndlist. Finnst þér að svona fámenn þjóð eins og við með okkar stuttu myndlistarsögu hafi eitthvað að gefa heiminum - hafi einhverju að miðla? „Já, það finnst mér,“ segir Ragna og er nú snögg til svars. „Sannar- lega. Það þarf að vísu einhvem til að ota þessum listamönnum okkar áfram eins og Edda Jónsdóttir í Gallerí i8 er að reyna að gera, því maður getur ekki bæði unnið að listinni og komið sér á framfæri, það tekur of langan tíma og er slít- andi fyrir fólk sem ekki hefur gam- an af að tala um sjálft sig. Þann hlekk hefur vantað hér. En hér eru margir listamenn sem eiga fullt er- indi út í heim, fólk sem er að gera persónulega hluti. Þá á ég ekki viö að það sé að gera eitthvað þjóðlegt heldur að það hafi sína sýn á landið og fólkið, allt þetta sérstaka sem við höfum hérna. Það þýðir ekkert að vera að apa eftir öðrum, menn sjá í gegnum það eins og skot. En ef þú ert sannur sjálfum þér þá er hlustað á þig.“ -SA Vikurinn er minn pensill, segir Ragna Róbertsdóttir. Ragna Róbertsdóttir við eitt myndverka sinna. DV-mynd Hilmar Pór Guöfeöur Menningarverölauna DV: Aöalsteinn Ingólfsson og Jónas Kristjánsson ritstjóri. . Leiklist og byggingarlist: Auöur Eydal og Sigríöur Sigþórsdótt- ir. Tónlistarfólkiö á tali viö umsjónarmann menningarefnis á DV: Hávaröur Tryggvason, Jónas Sen, Björn Steinar Sólbergsson, Bergljót Anna Haraldsdóttir og Silja Aöalsteinsdóttir. DV-myndir ÞÖK Myndlist og leiklist: Georg Guöni Hauksson, Ragna Róberts- dóttir, Áslaug Thorlacius og Ingvar E. Sigurösson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.