Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2000, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2000, Blaðsíða 34
V LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2000 42 jffenningarverðlaun DV Ragna Róbertsdóttir myndlistarmaður: Landið er maður sjálfur Ragna Róbertsdóttir, verðlauna- hafi DV i myndlist, er meðal kunn- ustu listamanna íslenskra á alþjóð- legum vettvangi. Þó er hún sér- kennilega íslensk í listsköpun sinni - því hvaö getur verið íslenskara en að „mála“ myndir beinlínis með hrauni og vikri. Fyrir verðlauna- verk sitt, Kötlu, sótti hún sér bik- svartan brunasand austan úr Mýr- dal og bjó til sitt eigið eldfjall úr honum á Kjarvalsstöðum svo að að- dáun vakti. „Fyrir fótum okkar ligg- ur hinn mikli, svarti sandur og handan hans rís eldfjallið, íklætt hvítum jökulhjúpi,“ sagði Áslaug Thorlacius gagnrýnandi hér í DV. Nú hafa lærðir listfræöingar hér- lendir og erlendir túlkað list Rögnu í löngu máli, en við báðum hana að segja frá því með sínum eigin orð- um hvað það væri sem hún vildi ná fram i listsköpun sinni. „Verkin eru kannski mín sýn á landið," byrjar Ragna svolítið hik- andi. „Ég er ættuð frá Vestfjörðum og var í sveit og seinna kaupavinnu á uppvaxtarárunum. Og þegar ég var pínulítil fóru pabbi og mamma um hverja helgi með okkur systum- ar í útilegur. Ekki held ég að þau hafi verið mikið að fræða okkur sér- staklega um umhverfið en það síað- ist inn. Landið er bara einhvern veginn maður sjálfur." - Svo hafa ákveðin náttúrufyrir- bæri farið að sækja á þig .. . „Ég hef alltaf verið að vinna með náttúruna á einhvern hátt,“ segir Ragna. „Og fljótlega fór ég að nota efnið sjálft beint úr náttúrunni til að búa til myndir - vikurinn er núna eins og minn pensill!" - En hvers vegna - það er mjög óvenjulegt að búa til „málverk" úr náttúruefnum á þennan hátt. „Fyrir mér er það fullkomlega eðlilegt. Þetta er mín aðferð. Ég er að horfa í þetta smáa og tek þá það allra smæsta, vikurkornin, og set þau á vegg. Þegar ég bjó til mynd- verkið mitt af Heklu fyrir Gerðar- safn þá tók ég bara vikurinn frá Heklu og setti hann á vegg og þar með var komin mín mynd af Heklu,“ segir Ragna og hlær við. - Eins og þú gerðir svo með Kötlu í haust. . . „Já, en það var meira ein stór heild, sandurinn fyrir utan, myndin af Kötlu á langveggnum og svo jök- ulímyndin í mulda glerinu. Eigin- lega er þetta skyndimynd - skyndi- mynd af Kötlu eins og ég sá hana af Mýrdalssandi í sumar. Abstrakt skyndimynd! Mér fannst rosalega skemmtilegt að glíma við rýmið á Kjarvalsstöðum, það er svo erfítt að það varð hrein ögrun að skapa inn i það.“ Þeir sem upplifðu Kötlu á Kjar- valsstöðum minnast þess hvernig þeir þurftu að leggja á sig ferðalög inn og út og austur og vestur til að reyna að „sjá“ allt verkið - alveg eins og maður þarf aö gera við fjall sem aldrei verður „séð“ Eillt í einu. „Já,“ segir Ragna við þessum hugleiðingum, „fólk þurfti að skapa heildarmyndina sjálft i huganum." - Nú hefur þú verið með einka- sýningar erlendis og tekið þátt í samsýningum viða um lönd og ráð- stefnum um myndlist. Finnst þér að svona fámenn þjóð eins og við með okkar stuttu myndlistarsögu hafi eitthvað að gefa heiminum - hafi einhverju að miðla? „Já, það finnst mér,“ segir Ragna og er nú snögg til svars. „Sannar- lega. Það þarf að vísu einhvem til að ota þessum listamönnum okkar áfram eins og Edda Jónsdóttir í Gallerí i8 er að reyna að gera, því maður getur ekki bæði unnið að listinni og komið sér á framfæri, það tekur of langan tíma og er slít- andi fyrir fólk sem ekki hefur gam- an af að tala um sjálft sig. Þann hlekk hefur vantað hér. En hér eru margir listamenn sem eiga fullt er- indi út í heim, fólk sem er að gera persónulega hluti. Þá á ég ekki viö að það sé að gera eitthvað þjóðlegt heldur að það hafi sína sýn á landið og fólkið, allt þetta sérstaka sem við höfum hérna. Það þýðir ekkert að vera að apa eftir öðrum, menn sjá í gegnum það eins og skot. En ef þú ert sannur sjálfum þér þá er hlustað á þig.“ -SA Vikurinn er minn pensill, segir Ragna Róbertsdóttir. Ragna Róbertsdóttir við eitt myndverka sinna. DV-mynd Hilmar Pór Guöfeöur Menningarverölauna DV: Aöalsteinn Ingólfsson og Jónas Kristjánsson ritstjóri. . Leiklist og byggingarlist: Auöur Eydal og Sigríöur Sigþórsdótt- ir. Tónlistarfólkiö á tali viö umsjónarmann menningarefnis á DV: Hávaröur Tryggvason, Jónas Sen, Björn Steinar Sólbergsson, Bergljót Anna Haraldsdóttir og Silja Aöalsteinsdóttir. DV-myndir ÞÖK Myndlist og leiklist: Georg Guöni Hauksson, Ragna Róberts- dóttir, Áslaug Thorlacius og Ingvar E. Sigurösson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.