Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2000, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2000, Page 4
26 ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2000 Eyjólfur Sverrisson. Eyjólfur ekki með Eyjólfur Sverrisson verður fjarri góðu gamni þegar Hertha Berlín leikur gegn Sparta Prag í Meistara- deild Evrópu í Prag í kvöld. Eyjólfur meiddist á hásin í leiknum gegn Unterhacing um helgina. Raunar er ástand á leikmönnum þýska liðsins ekki beysið og verður liðið án nokk- urra lykilamanna í kvöld. Má í því sambandi nefna Michael Preetz og Dick van Burik og fleiri. Norðmað- urinn Kjetil Rekdal, sem margir töldu að hefði leikið sinn síðasta leik fyrir félagið, hefur verið kallaður inn vegna ástandsins á leikmönnum. Hertha verður að vinna leikinn til að eiga einhverja möguleika í riðlin- um. -JKS Vala Flosadóttir, stangarstökki, fékk Suzuki Jimny jeppann eftir allt saman á Stórmóti ÍR i fyrrakvöld. Leppin-umboöið, sem hafði heitiö Völu jeppanum ef hún slægi Evrópu- metið, endumýjaði samning sinn við Völu og fær hún afnot að bifreiðinni þegar hún er stödd hér á landi. iþróttayfirvöld í Rússlandi hafa miklar áhyggjur þessa dagana af tíð- um árásum á þekkt íþróttafólk. Ung- ur boxari, sem talinn var mikið efni, var skotinn til bana á dögunum og í kjölfarið var ráðist á eina bestu hlaupakonu Rússa í dag, 800 metra hlauparann Natalyu Gorelovu. Var það greinilega ætlun árásarmann- anna að eyðileggja feril hlaupakon- unnar þar sem þeir réðust með bar- eflum á fætur Gorelovu. Hún slapp þó furðu vel frá öllu saman. Og nú síðast var bifreið einnar frægustu skauta- drottningar Rússsa, Mariu Butyrskayu, sprengd i tætlur fyrir utan heimili hennar. Gríóarleg spilling innan Alþjóða Ólympíunefndarinnar er enn til rannsóknar. Nú síðast heftu- varafor- seti Alþjóða Ólympíunefndarinnar, Kevan Gosper, verið til rannsóknar og hefur verið ákveðið að skipa óháð- an aðila til að fara ofan í saumana á spillingarmáli Gospers. Hann á að hafa þverbrotið allar reglur Alþjóða Ólympíunefndarinnar með því að þiggja mjög háar peningaupphæðir í mútur og ferðalög að auki með alla fjölskyldu sína til Bandarikjanna á þeim tima er Salt Lake City var í þann veginn að fá vetrarleikana sem fram fara árið 2002. -SK NBA-DEILDIN Úrslit í nótt: Washington-Orlando........85-87 Hamilton 25, Murray 14, Strickland 12 - Atkins 15, Magette 14, Amaechi 13. Milwaukee-Atlanta........111-78 Cassell 21, Robinson 17, Thomas 16 - Wright 18, Terry 12, Rider 12. Phoenix-Miami............100-92 Hardaway 28, Gugliotta 15, Marion 13 - Mouming 25, Brown 22, Hardaway 10. Portland-Toronto.........90-109 Wallace 27, Sabonis 16, Smith 11 - Carter 35, Christie 26, McGrady 13. San Antonio-New Jersey . 106-104 Robinson 25, Duncan 17, Johnson 16 - Marbury 34, Van Horn 23, Kittles 14. LA Clippers-LA Lakers . . 103-123 Talor 25, Anderson 21, Odom 17 - O'Neal 61, Bryant 22, Rice 16. Sacramento-Dallas.......130-109 Webber 22, Divac 19, Anderson 17 - Cebellos 27, Nowitzki 25, Finley 18. Úrslit í fyrrinótt: Boston-Orlando ...........97-91 Pierce 19, Walker 18 - D. Armstrong 19, Atkins 17. Vancouver-Toronto ........92-94 Rahim 22, Harrington 22 - Carter 28, Curry 16. LA Lakers-Miami...........93-80 Rice 23, O’Neal 17 - Mourning 21, Mashbum 17. Charlotte-Chicago........100-94 Coleman 26, Jones 23 - Brand 24, Hoiberg 20. New York-Utah Jazz .......79-88 Sprewell 22, Houston 20 - Malone 30, Russell 19. Minnesota-Seattle......105-100 Gamett 21, Brandon 20 - Payton 34, Baker 20. Denver-Cleveland.........92-100 Van Exel 20, Gatling 16, Lafrentz 16 - Murry 20, Miller 15. Golden State-lndiana .... 95-114 Marshall 27, Caffey 18 - Croshere 18, Davis 15, Mullin 15. J‘ Islendingar bera fram tillögu hjá FIBA: Þjóðum verði fjölgað í milliriðlunum í fimm - málið kynnt frekar fyrir alþjóðaþingið í vor Körfuknattleikssambandið bar fyrir skemmstu fram þá tillögu að þjóðum í milliriðlakeppni Evrópumóts lands- liða verði íjölgað. í núverandi mynd er leikið í fjóruní sex þjóða riðlum en til- laga KKÍ gerir ráð fyrir fimm riðlum sem skipa myndu sex þjóðir. Pétur Sigurðsson, framkvæmda- Pétur Sigurðsson, framkvæmda- stjóri KKÍ. stjóri KKÍ, sem staddur var á fundi hjá FIBA um helgina, sagði að málið hefði verið tekið fyrir f nefnd og fengið í fyrstu atrennu frekar dræmar undir- tektir. „Við ætlum í framhaldinu að kynna málið vel fyrir smáþjóðum í Evrópu fyrir alþjóðaþingið sem verður í Tyrk- landi í vor,“ sagði Pétur í samtali við DV í gær. íslendingar hafa leikið í milliriðlum Evrópukeppninnar undanfamar tvær keppnir og hefur það haft mikla þýð- ingu fyrir íslenskan körfubolta. Það er öllum smærri þjóðum Evrópu mikið í mun að taka þátt i keppninni en fyrir utan hana hafa t.d. Norðmenn og Rúmenar staðið á sl. árum. „í okkar huga hefði þessi fjölgun mikið að segja í allri útbreiðslu körfu- boltans í Evrópu. Það skiptir máh að fá landsleiki heima og heiman og méð fjölgun myndu sóknarfærin verða fleiri. Smáþjóðir Evrópu hafa því mið- ur langflestar staðið íyrir utan þessi keppni en við höfum verið lánsamir að vinna okkur þátttökurétt og þar með fengið tækifæri til að keppa við margar af bestu þjóðum Evrópu. Hvað útbreiðsluþáttinn varðar yrði það góð- ur kostur ef riðlunum yrði fjölgað og að okkar mati myndu fleiri kostir skapast í kjölfarið," sagði Pétur. Pétur á sæti í unglinganefnd FIBA og sat fund hemiar í Múnchen um helgina. Fyrir fundinn lá fyrir um- ræða um að fjölga þjóðum úr 12 í 16 í úrslitakeppnum Evrópumóts ung- mennalandsliða. „Ákveðið var að fresta ákvörðunar- töku um eitt ár. Það sýndist sitt hveij- um í þessu máli en skipulagning myndi í kjölfarið aukast með fjölgun- inni og leikið yrði í tveimur borgum í stað einnar áður. Fram hjá þeirri stað- reynd verður hins vegar ekki horft að þjóðum í Evrópu hefúr fjölgað úr 30 i 50 eftir breytingamar í Austur-Evrópu á síðasta áratug," sagði Pétur. Xy ENGLAND Brian Little er hættur sem framkvæmdastjóri enska 1. deildar liðsins West Bromwich Albion. WBA hefur aðeins náð 8 stigum af 45 mögulegum í síð- ustu 15 leikjum og er í bullandi fallhættu. Eftirmaður Littles hef- ur ekki verið ráðinn. Tottenham hefur hætt við að kaupa John Hartson, sóknar- leikmann Wimbledon. Hartson kom illa út úr læknisskoðun hjá Tottenham og ekkert verður af sex milljóna punda tilboði frá Tottenham. Hartson hefur ekk- ert leikið með Wimbledon síðan um áramót er hann gekkst undir aðgerð vegna meiðsla á hné. Ekki er útilokað að Tottenham bjóði í Hartson siðar á þessu ári ef kappinn braggast. Manchester United er sagt vera á höttunum á eftir miðjumann- inum Pavel Nedved frá Tékk- landi en hann er á mála hjá ítalska liðinu Lazio. Alex Fergu- son ku lengi hafa haft áhuga á Nedved og ef marka má enska fjölmiðla er United reiðubúið til að greiða 10 milljónir punda fyr- ir Nedved. Líkur á því að Nedved fari til United aukast verulega ef Lazio missir ítalska titlinum í vor. -SK Tölfræðilegar upplýsingar úr NBA: Á ýmsu hefur gengið í NBA- deildinni í vetur en athygli hefur vakið hvað LA Lakers og Portland hafa sýnt mikla yfirburði en bæði þessi lið koma úr Kyrrahafsriðlin- um. Lakers-liðið hefur unnið 49 leiki og tapað aðeins 11 leikjum en Portland hefúr unniö 46 leiki og tapað 12 leikjum. Lakers-liðið hefur ekki verið sterkara í mörg ár og er líklegt til að fara alla leið að þessu sinni. Lið með O’Neal, Bryant og Rice er ekki á flæðiskeri statt enda hafa þeir leikið sérlega vel í vetur. Línur skýrast á næstu vikum Meistarar fyrra árs, San Antonio Spurs, hafa sumpart valdið von- brigðum en liðið er í öðru sæti vest- urriðilsins en Utah Jazz er þar með nokkuð góða forystu. Allan stöðug- leika hefur vantað í San Antonio en liðið hefur svo sannarlega mann- skapinn til að verja titilinn. Línum- ar í riðlunum koma til með að skýr- ast enn frekar á næstu vikum en liðin eiga um 20 leiki eftir áður en úrslitakeppnin hefst í vor. Philadelphia hóf tímabilið mjög vel en hefur gefíð aðeins eftir í bar- áttunni á síðustu vikum. Liðið er í þriðja sæti Atlantshafsriðilsins þar sem Miami Heat er í efsta sætinu. Allen Iverson hjá Philadelphia hef- ur leikið geysivel í vetur og er með besta skorið að meðaltali í leik. Hann hefur leikið mun færri leiki Malone hefur skorað 1495 stig í 58 leikjum. Vince Carter hjá Toronto, sem spekingar vestanhafs segja að eigi glæsta framtíð fyrir sér í deild- inni, hefur skorað 1477 stig í 58 leikjum. Hörö keppni á milli Mutombo og Shaquille í frá- köstunum Dikembe Mutombo, Atlanta Hawks, og Shaquille O’Neal berjast harðri keppni um flest fráköst. Mutombo hefur vinningin með 845 fráköst en O’Neal hefúr tekið 835 fráköst. Langt er í næsta mann en hann er Tim Duncan hjá San Ant- onio með 696 fráköst. Jason Kidd, Phoenix Suns, er duglegastur í stoðsendingum með alls 573 sendingar í 58 leikjum. Næstur er Sam Cassell, Milwaukee, með 532 í 58 leikjum. Hubert Davis, Dallas Mavericks, er mesta skyttan í deildinni í dag. Hann hefur tekið 138 þriggja stiga skot og hitt úr 71 sem gerir um 51,4% nýtingu. Rodney Rogers, Phoenix Suns, hefur tekið 151 slík skot og hitt úr 69 þeirra sem gerir um 46% nýtingu. Alonzo Mouming, Miami Heat, hefur varið flest skot, alls 227 skot í 56 leikjum. Dikembe Mutombo, Atl anta, er í öðru sæti með 198 skot varin í 57 leikjum. -JKS en aðrir en meiðsli settu þar strik í rekiningin. Samt sem áður hefur Iverson skorað að jafnaði 29,2 stig í aðeins 48 leikjum en næstur í stigaskorun- inni er Shaquille O’Neal hjá Lakers með 27,6 stig að jafnaði í 59 leikum eða ellefu fleiri en Iverson. O’Neal er þó stigahæstur með 1628 stig en Iverson hefur skorað 1424 stig. Karl Allen Iverson hjá Philadelphia hefur veriö iöinn viö kolann í vetur og skoraö mest aö jafnaöi í leik í deildinni. Reuter Lakers og Portland sýna mestan styrkinn - Allen Iverson skorar að jafnaði um 30 stig í leik fyrir Philadelphia

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.