Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2000, Blaðsíða 2
34 LAUGARDAGUR 11. MARS 2000 30 "V Reynsluakstur: Nýr Suzuki Wagon R+ Meira tillit til sárþarfa Evrópumannsins Nú hafa rúmlega ein og hálf millj- ón Wagon R og Wagon R+ verið framleiddar víða um heim og Wa- gon R er orðinn einn af glansnúmer- um Suzuki. Aðrir hafa fylgt í kjöl- farið - nefna má Mercedes Benz A, Daihatsu Move, Hyundai Atoz og Toyota Yaris Verso - allt eru þetta bílar með lika grunnhugsun og má heita merkileg tilviljun að þeir koma fram svo skömmu á eftir Wagon R sem kom eins og hvitur stormsveipur inn á japanskan bílamark að. Og ekki bara það: General Motors í Evrópu sá sér leik á borði og efndi til samvinnu við Suzuki um næstu kynslóð Wagon R+ sem nú er komin í fram- leiðslu og verður jöfnum höndum seld undir merk- inu Suzuki Wagon R+ og Opel Agila - raunar hvort gerðin með sínum vélum en að öðru leyti eins. Þó verð- ur aðeins Suzuki-gerðin fá- anleg með sjálfskiptingu, a.m.k framan af, og síðar kem- ur hún með fjórhjóladrif, þó það verði ekki fyrr en á næsta ári. Sums staðar á Evrópumarkaði var Wagon R+ helst fundið það til foráttu að hann væri „kassabíll" þ.e. kantaður i útliti. Á því hefur nú verið ráðin talsverð bót. Hann er rúnaðri að framan og framhornin mikið mýkt, m.a. með ávölum ljósa- klasa þar sem öll ljós eru undir einu gleri. Þá eru hliðarlínur ávalari en áður og að aftan minnir Wagon R+ talsvert á Benz A. Innanrými er prýðilegt í bílnum, líka í aftursæti, og á augabragði má leggja niður hvort aftursætanna fyrir sig og fá slétt gólf aftur í. Sæt- in hafa umhverfis Cannes, Nice og Monaco að aka sjálfskipta bílnum. Sjálf- skiptingin er fjögurra gíra þar sem fjórði gírinn er yfirgír og hægt með einum Gabriel höggdeyfar fyrir íólksbíla, jeppa og vörubila ............ .. QSvarahlutir HAMARSHÖFÐA1 S. 587 8744 Fax 567 3783 Kúplingasett í japanska bíla Hagstætt verö GS varahlutir Hamarshöfða 1, sími 567 6744, fax 567 3703 Útlit Wagon R+ gefur fyrirheit um innanrými sem bíllinn stendur við. Myndir DV-bílar SHH nú verið endurbætt og halda betur við en eldri gerðin. Samvinna Opel og Suzuki fólst i því að Opel sá um innréttingamar en Suzuki um flest annað og síðan kemur hvor fram- leiðandi með sínar vélar: báðir með 1,0 1 vélar en síðan er Opel með 1,2 lítra vél en Suzuki með 1,3 1 vél. Ný og aflmeiri vál Bilablaðamönnum gafst á dögun- um kostur á nokkurri viðkynningu við Wagon R+ í Monte Carlo, Monaco og strandhéruðum Frakk- lands þar í kring. Þar naut bíllinn sín vel á krókóttum fjallavegum og þröngum þorpsgötum og reyndist jafnvel ágætlega dugandi á hrað- brautum þótt þær séu greinilega ekki hans sérgrein. Veggrip Wagon R+ er með ágætum og bíllinn liggur prýðilega enda hefur hjólahaf hans nú verið aukið upp í 2360 mm sem jafnast á viö sjálfan Suzuki Grand Vitara. Prófaðir voru tveir bílar, báðir með 1,3 lítra vélar en þær taka nú við af 1,2 lítra vélunum sem voru í eldri bílunum. Þetta er ágætlega hljóðlát og frísk 4 strokka vél, lauf- létt með álblokk og álhedd, 16 ventla með yfirliggjandi knastás. Hún skil- ar 76 hö (56 kW) við 5.500 sn.mín. (sú eldri var 70 ha) og 115 Nm v. 3.500 sn.mín. Með 5 gíra handskipt- um gírkassa nær Suzuki Wagon R+ með þessari vél 100 km hraða á að- eins 12,8 sekúndum, enda er eigin þyngd bílsins ekki nema 975 kg. Eyðslan er eftir því, meðaltalseyðsla skv. meginlandsstaðli 6,11 á 100 km á handskipta bílnum, 6,9 á sjálf- skipta bílnum. Sjálfskiptingin þægileg Annar bíllinn sem við prófuðum var handskiptur, hinn sjálfskiptur. Handskiptingin er létt og lipur og kúplingin líka en það var áberandi fyrirhafnarminna á krókóttum fjalla- og fjörustígum Frakklands þarfa Evrópumannsins þar sem þær fara aðra leiðir en þarfir Asíu- mannsins. Evrópumaðurinn vill hljóðlátari bíla, hann vill öðruvisi fjöðrun, hann vill meira afl, meiri hraða, meira rými, betri sæti. Allt hefur þetta verið tekið til endur- skoðunar og óhætt að fullyrða að samvinnuverkefnið með GM Europa hafi tekist vel. Ekki verður annað sagt en að nýi Wagon R+ sé viðun- andi hljóðlátur, einna helst að nokkuð heyrist í vél þegar hún er komin á góðan snúning. Vind- hljóð er hverfandi þó bíllinn sé frekar há- byggður. Það kemur aftur á móti til góða í allri umgengni við bílinn - menn setjast beint inn í hann og stiga beint út úr hon- um aftur, þurfa ekki að láta sig síga niður og hífa sig upp aftur. Miðað við aðra smá- bíla sitja ökumaður og farþegar hátt í Wagon R+ og sjá vel yfír, sem út af fyrir sig er örygg- isatriði. Að öðru leyti er vel fyr- ir öryggi séð í þessum bíl: tveir líknarbelgir, læsivarðar bremsur, öryggisbitar i hurð- um, á framsætum eru hæðarstill- anleg kippibelti með átaksöryggi svo nokkuð sé nefnt. Síðan nýtur Hlutföllin í bílnum gera það aö verkum að hjólin virðast minni en þau eru í raun og veru: þetta eru 14 tommu felgur og dekkjastærðin er 165/60R14. Veghæð er í góðu lagi fyrir þessa stærð af bíl, 15,5 sm. hnappi að taka hann af ef snögglega þarf á meira afli að halda. - Afar svipað má raunar einnig gera með því að herða aðeins á bensíngöfinni, skiptingin skipt- ir sér mjög fús- lega upp. Það er aðeins á hörðum akstri á greiðum leiðum sem handskiptingin hefur augljósa kosti umfram sjálfskiptinguna . og ökumaður hefur hraða bíls- ins, snúnings- hraða vélarinnar og aflnýtingu hennar betur á valdi sínu í handskipta bíln- um. Ný kynslóð af Wagon R+ er ánægjuleg fram- þróun af hinni . eldri, sem þó var að mörgu leyti ágætur bíll. Hér hefur meira tillit verið tekið til sér- Wagon R+ samvinnunnar við Opel með þvi að við árekstur framan frá af ákveðnum lágmarksþunga detta pedalar dauðir í gólf. Kveikjulásinn Farangursrými fyrir aftan aftursæti er 300 I en mesta farangursrými með bæði aftursæti felid er 1250 I. Innréttingin og sætin eru frá Opel. Wagon R+ er krökkur af hirslum inn um allan bíl og með ný sæti. Stýris- hjólið er líka nýtt en aflstýrið er eins og það var: rafmagnsstýri sem sparar afi og eldsneyti. Það kostar tvö handtök að fella hvort aftursæti: meö hinu fyrra tek- ur maður höfuðpúðann upp úr, meö hinu síðara leggur maður sætisbak- ið fram en setan sígur í sömu veru fram og niður. Eftir stendur slétt far- angursgólf frá afturhlera fram að framsætum. Ökumaður og farþegar í Wagon R+ setjast beint inn og stíga beint út - þægilegt og fljótlegt og fer betur með skrokkinn. er með ræsivörn ef reynt er að nota eitthvað annað en réttan lykil og sá sem reynir að opna bílinn utan frá með einhverju öðru en réttum lykli græðir ekkert á því annað en snúa lykilstrokknum steindauðum hring eftir hring. Álitlegur kostur Að öllu samanlögðu verður ekki annað sagt en Wagon R+ sé álitleg- ur kostur í smábílaflokki. Hann er verðugur keppinautur bUa eins og Yaris, Polo og Micra, svo nokkuð sé nefnt. Síðan hefur hann það fram yfir að vera alvöru fjölnotabíll og að því leyti keppir hann t.d. við Yaris Verso - nema á mun lægra verði. Að vísu liggur ekki endanlegt verð fyrir á þessari stundu þar sem Wa- gon R+ kemur ekki hingað tU lands fyrr en á áliðnu sumri en eins og er liggur að sögn Úlfars Hinrikssonar, framkvæmdastjóra Suzuki bUa hf., ekkert annað fyrir en að bUlinn verði á svipuðu verði og sá sem hann tekur við af, frá 1,1 milljón króna eða þar um bU. s a 1 -SHH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.