Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2000, Blaðsíða 4
40 LAUGARDAGUR 11. MARS 2000 Aö mati undirritaðs er Mazda RV-EVOLV sportlegasti 4 dyra sportbíll sem hann hefur séð. DV-mynd NG í sína áttina. Það er nokkuð óvenju- legt að bílaframleiðandi skuli koma með fjögurra dyra fjögurra manna sportbíl eins og þennan en Mazda er þekkt fyrir að fara eigin leiðir á þeim markaði. Útfærslan á hurðunum þýðir að það er enginn miðjustokkur á milli þeirra sem auðveldar allan aðgang, eins og blaðamaður DV-bíla prófaði á sýningunni í Genf. Wankel-vélin er 2x654 rúmsentímetra og skilar hestöflunum 206 í gegnum 6 gíra sjálfskiptingu eða handskiptingu. -NG Jepplingur og sportbíll frá Mazda Mazda Evrópufrumsýndi 2 bíla á sýningunni í Genf: Tribute, sem er fjórhjóladrifinn jepplingur, og RV- EVOLV, sem er 4 dyra sportbUl, auk þess sem Demio fékk andlitslyft- ingu. Tribute Tribute er nafnið sem Mazda hef- ur valið á nýja jepplinginn sinn á heimsmarkaði. Eins og með Premacy-bílinn vill Mazda nota sama nafnið á öllum mörkuðum til að auka vitund kaupenda fyrir nafn- inu. Hann er ekki byggður á grind og er með sjálfstæða fjöðrun á öllum hjólum sem gerir hann þægilegan í akstri. Tribute er vel hlaðinn bún- aði sem ekki sést oft í þessum flokki, eins og leðurinnréttingu og rafmagnsstýringu á sætum. Hann er með fjóra loftpúða sem staðalbúnað og hemlalæsivöm með EBD sem stýrir hemlunarkrafti hjólanna eftir hleðslu bílsins. Hann verður í boði með 2 lítra vél, 127 hestafla, og 3 lítra V6 vél sem er 203 hestöfl. RV-EVQLV Nýjasta viðbótin við hina frægu RX-línu Mazda er RV-EVOLV. Þessi fjögurra dyra Wankelknúni sport- bíil er ekki allur þar sem hann er séður þvi að hurðirnar opnast hver i-M Bæversku mótorverksmiðjurnar hafa nú tekið vel við sér og taka meðal annars þátt í Formúlu 1 kappakstri á þessu ári. Merki þess mátti sjá á bílasýningunni í Genf í vikunni þegar BMW kynnti hrein- ræktaðan M3 sportbíl með sex strokka vél. Einnig var heimsfrum- sýndur fjórhjóladrifmn hlaðbakur, Alpina B3 Touring, og er það i fyrsta skipti í nokkur ár sem BMW býður upp á fjórhjóladrifinn fólks- bíl. Hann verður í boði með 3,3 lítra, sex strokka línuvél, að grunni til þeirri sömu og í M3 sportbílnum. M3 Nýi M3 bíllinn sameinar kraft og lúxus á þann hátt sem Þjóðverjar eru þekktir fyrir. Útlitsbreytingam- ar eru auðþekkjanlegar þeim sem til þekkja. Vélarhlifm, sem er úr áli, er komin með upphækkun til að koma fyrir nýju vélinni og framendinn er einnig breyttur með innfelldum þokuljósum, svo eitthvað sé nefnt. Williams-BMW formúlubíllinn var í heiðurssessi á BMW-básnum í Genf. DV-mynd NG M3 er vígalegur útlits enda hefur framenda hans verið breytt til aö gera hann sportlegri. DV-mynd NG Bíllinn er 20 mm breiðari en hefð- bundni bíllinn og er með 8 tommu breiðum álfelgum með dekkjum i stíl. Vélin í M3 er mjög öflug, eða 343 hestöfl við 7900 snúninga, sem gera 105 hestöfl á hvern lítra svo að krafturinn er sambærilegur við bestu bíla í hans flokki. Samt er hann ekki með forþjöppu eins og margir keppinautar hans. Ástæðan er sögð vera að með því móti fæst betri dreifing krafts á öllu snúnings- sviðinu. M3 nær sv 100 km hraða á 5,2 sekúndum. Alpina Frá og með júní í ár verður hægt að fá BMW aftur með fjórhjóladrifi. það mun verða sídrif sem er alltaf virkt á öllum hjólum bílsins og því er hann ekki með spólvöm. Þess i stað er hann með svokölluðu ADB-X kerfi sem kalla má mismuna- bremsun og fylgist það með öllum hjólum bílsins og hemlar á þeim ef eitthvert þeirra fer að spóla. BMW tilkynnti einnig með nokk- urri áherslu að lögð yrði áhersla á vetnisknúna bíla sem framlag BMW til hreinni framtíðar. Það er nokkuð einbeitt ákvörðun hjá þeim þar sem margir aðrir bílaframleiðendur hafa ákveðið að einskorða sig ekki við eina tegund eldsneytis á bíla framtíðarinnar. Síðast en ekki síst var frumsýndur í kvöldverðarboði BMW Le Mans-útgáfa af X5 jeppan- um, 700 hestafla tryllitæki. Sá jeppi nær hundraðinu á 4,7 sekúndum og hefur hámarkshraðann 278 km/klst. Án efa öflugasti jeppinn á boðstól- um í dag. -NG Allra vega Audi Quattro Audi-bílaframleiðandinn sýndi tvo nýja bíla á sýnmgunni í Genf, nýjan Audi A2 og Audi Allroad Quattro, sem var heimsfrumsýndur. Audi A2 er fyrsti fjöldaframleiddi ál- bíflinn í heiminum og hefst sala á hon- um í Evrópu eftir nokkra mánuði. Ál- yfirbyggingin gerir þennan rúmgóða smábíl 40% léttari en ef hefðbundnir málmar væru notaðir og þannig er hann 150 kílóum léttari en sambærileg- ir bílar í sama flokki eða 895 kíló. Hægt verður að fá hann með tveimur gerðum véla, 1,4 lítra, 3 strokka dísil- vél og 4 strokka bensínvél. Báðar vél- amar eru 75 hestöfl og uppfylla kröfur Evrópu- sambandsins um mengun- arstaðla fyrir árið 2005. A2 hefur líka minnstu loft- mótstöðu bíia í sínum flokki eða 0,28. Mjög auð- velt á að vera að þjónusta A2 og þess vegna er hann með sérstakt lok fremst þar sem hægt er að komast að olíukvarða, og áfylling- arlokum fyrir vatn, rúðu- vökva og olíu á sama stað til þæginda fyrir notand- ann. Aðeins á að þurfa að opna vélarhlífma þegar hann fer í þjónustu á verk- stæði. Hann verður með fjóra öryggis- púða sem staðalbúnað og einnig verð- A2 er vel hannaður bíil og með ólíkindum hversu lítilli loftmótstöðu mátti ná út úr bíl af þessari stærð. Handvirk eða sjálfvirk veghæð er valmöguleiki i nýja Allroad-bílnum frá Audi. DV-mynd NG ur hægt að fá gardínuöryggispúða í hann sem aukabúnað. DV-mynd NG Með loftpúðafjöðnin Allra vega er Audi Quattro-bíllinn nokkuð sérstakur í sínum flokki aldrifs-fólksbíla. Hann er með loftpúða- fjöðrun á öllum fjórum hjólunum sem virkar þannig að skynjarar fylgjast með undirlaginu og hækka bflinn upp þar sem þörf er talin á. Einnig lækkar þetta kerfi bflinn við aukinn hraða. Ökumaðurinn getur einnig stjómað veghæðinni með takka úr mælaborð- inu. Quattro er með tvær gerðir véla, báðar öflugar bensín- og dísilvélar. Bensínvélin er 2,7 lítra, V6 með tvö- faldri túrbínu og pumpar út 250 hest- öflum. Einnig er hann með 2,5 lítra V6 dísilvél, einnig með túrbínu, og er hún gefm upp með 180 hestöfl. -NG viðgerðarsett Fjallasport er breytingum serhœft fyrirtæld VBrtirákr 3.980 ■ÖIU jeppum og aukahlutum fyrir jeppa. Komdu uið það alltai V UARHÖFÐI2-112 REYKJAVÍK ■ SÍMI 577 4x4 LEÐURINNRÉTTINGAR UPPHÆKKUNARGORMAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.