Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2000, Side 1
19
Stoke komið á Wembley
íslendingaliðið Stoke City tryggði sér í gær-
kvöldi sæti í úrslitum í bikarkeppni neðri
deildarliða á Englandi. Stoke bar sigurorð
af Rochdale, 1-0, í síðari undanúrslita-
leikmnn í norðurriðli keppninnar en
Stoke vann fyrri leikinn, 3-1, og því sam-
anlagt, 4-1.
Það var Peter Thorne sem skoraði eina
marka leiksins á 86. mínútu. Brynjar
Bjöm Gunnarsson lék allan leikinn
í liði Stoke, Arnar Gunnlaugsson
var í byrjunarliðinu en var
skipt út af á 57. mínútu fyrir
Bjarna Guðjónsson. Sigur-
steinn Gíslason var hins
vegar ekki í leikmanna-
hópnum.
Stoke leikur gegn Bristol
City, sem er í 11. sæti C-deild-
arinnar 12 stigum á eftir Stoke,
og fer leikurinn fram á Wembley-
leikvanginum.
-GH
Lilleström vill fá Einar Þór
Forráðamenn norska A-deildarliðsins Lilleström hafa leitað til KR-inga um að
fá Einar Þór Daníelsson leigðan fram til 28. maí en norska liðið á í miklum vand-
ræðmn vegna meiðsla í leikmannahópnum. Sjö leikmenn eru á sjúkralistanum nú
þegar aðeins rúmar tvær vikur er þar til keppni í norsku A-deildinni hefst. Rún-
ar Kristinsson er einn þeirra sem era frá en hnémeiðsli eru að plaga hann og er
óvíst hvenær hann verður orðinn góður af þeim.
„Það er engin niðurstaða komin í þetta mál en það skýrist í vikunni. Ef af því
verður að ég fari út mun ég koma heim 14. maí enda viil KR að ég komi heim áður
en íslandsmótið hefst,“ sagði Einar Þór í samtali við DV í gær.
Þrír íslendingar leika með Lilleström. Auk Rúnars eru Indriði Sigurðsson og
Grétar Hjartarson hjá félaginu en þeir komu til félagsins eftir timabilið i haust.
Þeir hafa báðir fengið að spreyta sig i æfingaleikjum liðsins og Grétar fiskaði vítaspymu í siðasta
leik liðsins. -GH/GÖ
Ágúst næsti landsliðsþjálfari
Ágúst Jóhannsson sem stýrt hefur kvennaliði Vals í handknattleik í vetur verður að öll-
um líkindum næsti þjálfari kvennalandsliðsins í handknattleik. Hann tekur þá við starfi
Theodórs Guðfinnssonar en samningur hans við HSÍ rennur út í næsta mánuði.
Ágúst hefur á undanfömum dögum verið í viðræðum við HSÍ og er búist við að gengið
verði frá ráðningu hans i stöðu landsliðsþjálfara innan skamms en jafnframt hefur verið rætt
um að Ágúst hafi yfirumsjón með yngri landsliðum kvenna.
Hættir meö Valsliöiö
Ágúst skýrði leikmönnum Vals frá þvi á æfingu i gær að hann myndi hætta starfi sinu hjá
Val en hann tók við liðinu fyrir tímabilið. Undir hans stjórn varð Valur bikarmeistari en féll
úr leik i 8-liða úrslitum um íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa tapað oddaleik gegn FH.
-GH
Sinisa Mihajlovic, leikmaður Lazio,
og Tore Andre Flo hja Cheisea
kljást hér í skallaeinvígi í leik
liöanna i Lundúnum í gær þar sem
Lazio fór meö sigur af hólmi.
Ragnar á heimleið
- Valencia kannaðist ekkert við umsamda greiðslu
Þegar á hólminn kom reyndist
ekkert á bak við það samkomulag
sem búið var að gera á milli
ÍR-ingsins Ragnars Óskars-
sonar og spænska félagins
Valencia um leigusamning
á leikmanninum. Ragnar
fór utan fyrir síðustu helgi
og hóf æfingar með Val-
encia en þegar átti að skrifa
undir leikheimild reyndist
óhreint mjöl vera í poka-
horninu og neituðu ÍR-ing-
ar að gefa grænt ljós á
hana.
Ragnar átti að leika fyrsta leik-
inn með Valencia á laugadaginn
kemur gegn Bidasoa.
Valencia kannaðist ekkert við þá
greiðslu sem nefnd var fyrir leig-
una. Ljóst er að einhver misskiln-
ingur hefur orðið á milli umboðs-
mannsins og spænska liðsins eða
hreinlega að um vanefndir hafi ver-
ið um að ræða.
Ragnar átti upphaflega
að leika með liðinu það
sem eftir er af deildar-
keppninni en skammt er
til loka áður en úrslita-
keppni átta efstu liða
hefst. Ef liðinu hefði tek-
ist að komast i þá keppni
þá átti að framlengja leig-
una til loka tímabilsins.
Valencia er í 10. sæti í
deildinni.
Þess má geta að Val-
encia sóttist eftir Guðmundi Hrafn-
kelssyni á sl. sumri en Guðmundur
kaus frekar að fara til þýska liðsins
Nordhorn. Valencia gerði þess í
stað samning við norska landsliðs-
markvörðinn, Gunnar Fosseng.
-JKS
KA í klandri
Karlalið KA í handknattleik hefur
orðið fyrir miklum skakkafollum á
undanfomum vikum og sjúkralistinn
hjá liðinu er orðinn ansi langur.
Leikstjóraandinn Halldór Sigfússon
fótbrotnaði á dögunum og leikur ekki
meira með á tímabilinu og sömu sögu
er að segja af Geir Aðalsteinssyni en
hann fmgurbrotnaði í síðustu viku.
Daninn Lars Walther er meiddur í
vinstri öxl og hefur lítið sem ekkert
leikið með KA-mönnum í síðustu
leikjum. Hann kom aðeins inn á í
leiknum gegn Val á mánudaginn en
gat htið beitt sér.
Fyrirliðinn Jóhann G. Jóhannsson
fékk hnykk á hálsinn í leik gegn FH á
dögunum og hefúr verið slæmur sið-
an. Hann fer í myndatöku í dag og þá
skýrist hvort hann geti spilað í úr-
slitakeppninni.
Nýjustu meiðslin í herbúðum norð-
anmanna eru hjá Heimi Ámasyni en
hann varð fyrir meiðslum í leiknum
gegn Val á mánudagskvöldið. Vöðva-
festing í þumalfmgri hægri handar
shtnaði og er búið að setja gifsspelku
á höndina. Áður en þessi ósköp dundu
yfir létu KA-menn Danann Bo Stage
fara frá félaginu en hann er kominn
til Uðs við felag á Spáni.
KA-menn hefla keppni í 8-liða úr-
slitunum um íslandsmeistaratitiUnn á
sunnudagskvöldið en þá taka þeir á
móti FH-ingum.
„Það er ekki hægt að segja að
ástandið sé gott hjá okkur og hvert
áfaUið á fætur öðru hefur dunið yfir
okkur. Það er svo komið að ég hef
þurft að kalla á stráka úr 3. flokknum
til að mæta á æfmgar. Á þessari
stundu er með öUu óvíst hvort þessir
leikmenn sem era meiddir geti spilað
leUcinn gegn FH en það verður að segj-
ast eins og er að það lítur ekki vel út
með Heimi og Walther. En það þýðir
ekkert að leggja árar í bát. Við notum
þá leikmenn sem eru tU og síðan verð-
ur bara að koma í ljós hvemig okkur
reiðir af,“ sagði AtU i samtaU við DV,
en hann býst við hörkuleikjutn gegn
FH-ingum. -GH