Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2000, Side 8
haf
Vinsælir morgunþættir?
Útvarpsstöftvamar kunna svo sannarlega aö
lesa skoðanakannanlr sér í vil. Bæöi Mono og
FM segjast vera með vinsælustu morgunþættina
samkvæmt skoöanakönnun Gallups frá febrúar
síðastliðnum. Mono auglýsir að morgunþátturinn
sjötíu sé vinsælasti morgunþátturinn hjá fólki á
aldrinum 12-19 ára á meðan FM segir að Hvati
og félagar sé vinsælasti morgunþátturinn hjá
fólki á aldrinum 12-34 ára. Það ergreinlega auð-
velt að láta tölurnar tala sér í vil og nýta útvarps-
stöðvarnar það sér óspart. Hvað kemur eigin-
lega næst? Könnun á hlustun á aldrinum 13 og
hálfs til 15 ára?
Lífshættulegur lakkrís
Alltaf bætist eitthvað við sem ekki er
hollt fyrir mann og nú er það bless-
aöur lakkrísinn sem fær slæma
útreið. Samkvæmt þýska Wr
læknatímaritinu Árzteblatt getur jffiR
þetta svarta gotterí valdið hausverk
og of háum blóðþrýstingi og þýskir lækn-
ar mæla alls ekki með þvf að fólk sé að hakka
lakkrísinn í sig. Maðurgetur meira að segja feng-
ið lakkríseitrun ef maður borðar of mikið sem lýs-
ir sér í útbrotum á fótum og f and-
liti, eins og 37 ára Þjóöverji sem
boröaði aö jafnaöi tvo poka af
R lakkrís á dag fékk. En það er með
þetta eins og annað að líklega er
allt best f hófi.
Matglaðar fegurðardísir
Það virðist vera öllu þægi-
legra að taka þátt f fegurð-
arsamkeppninni Ungfrú Is-
land.is heldur en gamal-
grónu fegurðarsamkeppn-
unum. Fréttir berast af þvf
af þvf frá hinu ólíklegustu
veitinga- og skemmtistöðum að keppendur séu
þar í mat og drykk. Stelpurnar láta stjana við sig
og éta á sig gat á ffnum og flottum veitingahús-
um og djamma fram á rauðar nætur. Já, það er
af sem áður var þegar fegurðardrottningar þurftu
sinn bjútísleep, borðuðu eingöngu grænmeti og
héngu á líkamsræktarstöðvunum á kvöldin.
Instant-ferðalag á Fókusvef
Kærustuparið Hrund Lárusdóttir og Eiríkur Sig-
urðsson gerðu sér lítið fýrir og flugu til Asíu en
þau ætla aö túra framandi lönd með bros á vör.
Ferðalagið er sponsorað af Ferðaskrifstofu stúd-
enta og Simnet.is. Þeir sem langar að kynnast
leyndardómum heimsálfunnar geta það auðveld-
lega þótt enginn
vilji sponsora
ferðalag þeirra.
Það geta nefni-
-. Iv.; i jllir Ijii’ .i
-v Fókusvefinn og
fylgst með ferða-
I ö n g u n u m .
Skötuhjúin eru líka f beinu spjallsambandi við
áhugasama auk þess sem helstu upplýsingar
um löndin sem þau heimsækja eru á vefnum og
þar er hægt að fá upplýsingar um tungumál, póli-
tik og menningu hvers lands. Heimsókn á Fókus-
vefinn er þvf sannkallað instant-ferðalag.
ecco
Gangur lífsins
tvífarar
-r
..
T*KC -V.
Wt::A
■ -
Slagorð eru tól sem fyrirtæki nota til þess að vekja athygli á sér og sinni
framleiðslu með misgóðum árangri. Sum hafa slegið í gegn en önnur
horfið í öldur óminnis sökum yfirþyrmandi lélegheita. Fókusi fannst
þetta þarft umfjöllunarefni og hóaði því í nokkra valinkunna einstaklinga til
að fá álit þeirra á bestu, verstu og óþörfustu slagorðunum, sem og að búa til
slagorð fyrir sjálf sig og tíu hluti sem þurfa á slagorðum að halda.
VUtu rými, vertu reiður.
Þegar litið er yfir farinn veg í
sögu markaðssetningar fyrirtækja
þá er eitt sem stendur upp úr: slag-
orð. Hver man ekki eftir slagorð-
um eins og „með á nótunum" sem
Iðnaðarbankinn notaði og flestallir
höfðu á hraðbergi á einhverjum
tímapunkti. Annað slíkt sem nefna
mætti er hin margfræga fullyrðing
Guðfmns bílasala að frúin hlæi í
betri bíl. Halldóra bendir á að það
sé hægt að virkja þjóðarvitundina
til samstöðu og bendir á að besta
slagorð sem hún muni eftir sé
„Áfram ísland". Orðaleikir eru
einnig vinsælir, eins og „u-hu,
heldur betur“, sem Heiða valdi
sem besta slagorðið. Sama má
segja um uppáhaldsslagorð Rögn-
valdar: „Game Boy - Leikur í
hendi þér.“ Slagorðið sem Barði
heldur upp á, „Radió - þar sem
flipp er költ“, höfðar hins vegar til
ákveðins hóps með því að nota
slanguryrði.
Mjólk er góð er verst
Aftur á móti hafa líka komið
slagorð sem hafa annaðhvort verið
agalega vond eða hreinlega
ískrandi léleg. „Fáðu meira“ er
gott dæmi sem Rögnvaldur kemur
með og er ættað úr pepsíauglýs-
ingu. Fólk finnur hreinlega ekkert
samhengi í því sem sagt er. Full-
yrðinga-slagorð leggjast oft illa í
fólk og það á við um vonda slagorð-
ið hennar Halldóru: „Mjólk er
góð.“ Versta slagorðið sem Heiða
man eftir er „Rís súkkulaði - áttu
vini?“ Hallærisleg slagorð eru
einnig þau sem ekki eru einu sinni
á hinu ástkæra, ylhýra. Pizza 67
bregður fyrir sig engilsaxnesku
þegar reynt er að pota löngun í
flathökurnar í undirmeðvitund
okkar gamalnorskublaðrandi
Frónbúa. „Make pizza not war“ er
léleg afbökun á annars ágætum
frasa frá hinum frjáds-ást-sofum-
saman-sinnuðu hippum og það
nýjasta frá þeim er: „Save the rain-
William Shakespeare skáld.
Benedikt Erlingsson leikari.
Þessir tveir eru svo undarlega líkir að þeir væru líkast til fóstbræð-
ur ef þeir þekktust. Benedikt og Shakespeare eru báðir soldið yggldir
á svipinn, hugsandi menn en húmorískir. Báðir hafa þeir hátt enni,
skörulegt yfirbragð, eru hárþunnir og með haukfránt augnaráð.
Mennimir flokkast báðir undir orðið hamhleypa því Shakespeare
skrifaði heilt safn ódauðlegra verka og Benedikt setur afraksturinn
upp á 97 mínútum í verkinu Sjeikspír eins og hann leggur sig.
forest, use the intemet." Það er
bara hægt að segja eitt um þetta: It
sucks. Barði kom einnig með hug-
mynd að vondum frasa fyrir ham-
borgarastað sem hljómaði svo:
„Fáðu þér hamborgara því þá verð-
ur þú feitur."
Algjör óþarfi allt saman
Enn eina gerðina af slagorðum
má telja upp og það eru þau
óþörfu. Sem dæmi um óþarft slag-
orð þá rak einhver athugul per-
sóna augun í auglýsingu frá útfar-
arstofu sem svo snyrtilega lagði til
að fólk skyldi leita til sín „þegar
andlát ber að garði“. Oftast eru þó
óþörf slagorð notuð þegar þau eru
að segja okkur eitthvað sem liggur
í augum uppi. Bæði Heiða og Rögn-
valdur komu með slík dæmi. „Is-
landia intemet - tengir þig við
fólk“ fannst Heiðu vera gagnslaust
slagorð og Rögnvaldi fannst morg-
unþátturinn Miami Metall á X-inu
ekki þurfa að auglýsa það að hann
sé „versti morgunþáttur á Islandi".
Að lokum benti Barði á það að
honum fyndist i raun öll slagorð
vera óþörf og lái honum hver sem
vill.
Halldóra -<£
Gelrharðsdóttlr
lelkkona
Slagorð: Puð, stuð og Guð. 'y
Aðrar hugmyndir:
Ríkisstjórnin:
Óöir menn, æstar konur - HE
Alltaf að vinna - HG
Píluspjald almúgans - RR
Þjóðkirkjan:
Allt búið ef þiö ekki trúið - HG
Gott fordæmi um vont fordæmi - RR
Ókeypis vín og með því - BJ
Sauðkindin:
Eineltisdýr á diskinn minn - HG
Kindin er fyndin - HE
Kindur eru töff. Ekki vera lúöi. - BJ
Reiði:
Tilfinning sem tekið er eftir - HE
Komin til að fara - RR
Ef þú ert reiður ertu í rassinum þreyttur - BJ
Seðlabankinn:
Rnnur ekki Þorstein J. - RR
Rognvaldsson
tónlistarmaóur.
Slagorð: I lengra lagi.
Eyjabakkar:
Bestu þakkarnir - BJ
Heldur heyja bakkana við Eyjabakkana en afmeyja bakkana - HG
Hekla:
Eldhress og i ofsastuði - HE
Alltaf hress - HG
Þar sem Satan býr þar búa Islendingar - BJ
Veðrið:
Skitaveður við öll tækifæri, við erum verstir, kaidastir og blautastir - HE
Alltaf í stuði með Guði - BJ
Tjörnin í Rvík:
Komin í fúlan þytt - RR
Endur, athugiðl Ný sending af fólki með brauð. - HE
I sund á hverjum degi - BJ
Keikó:
Égálíf-HG
Til að mynda - RR
Góður á grilliö - HE
f Ó k U S 24. mars 2000
8