Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2000, Page 2
16
ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2000
ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2000
25
Alþjóúlegt FlS-mót i skíöagöngu fór
fram í Hlíðarfjalli á Akureyri um
helgina og er það í fyrsta skipti sem
mót viðurkennt af Alþjóða
skíðasamabandinu er haldiö hér á
landi.
í flokki kvenna sem gengu 5 km
urðu þrjár sænskar skíðakonur
fyrstar í mark. Johanna Andersson
kom fyrst á 15,15 mín, Karim
Kjellmann kom önnur á 15,23 mín og
Lisa Eriksson þriðja á 16,20 mín. I
fjórða sæti kom svo fyrsta íslenska
konan og það var Guóný Ósk
Gottliebsdóttir en hún gekk
vegalengdina á 18,09 mínútum.
Karlarnir gengu 10 km og þar kom
Svíinn Markus Göranson fyrstur i
mark á 26,18 mín. Jonas
Buskenström varð annar á 26,49 mín
og Bengt Eveby þriöji á 27,02 mín.
Haukur Sigurðsson frá Akureyri
varð fjórði á 28 mínútum.
I flokki pilta sem gengu 10 km sigraði
Akureyringurinn Baldur Helgi
Ingvarsson á 29,51 min, Árni
Gunnar Gunnarsson frá Ólafsfirði
varö annar á 30,15 mín, og Ólafur
Th. Árnason, ísafiröi, hafnaöi i
þriðja sæti á 30,26 mín.
Chelsea hefur gengið frá samningi
við Sebastian Kneissl, 17 ára þýskan
framherja sem leikur með
unglingaliði Eintracht Frankfurt.
Mörg stór félög hafa veriö á eftir
þessum strák og þar má nefna Ajax,
Lazio, Real Madrid og Bayern
Múnchen. Chelsea þarf ekki að greiða
fyrir Kneissler en hann er laus allra
mála hjá Frankfurt eftir 1. júlí.
Hugo Sanchez, mexíkanski
framherjinn sem á árum áður
heillaði marga með frammistöðu
sinni fyrir Real Madrid, hóf
þjálfaraferilinn með glæsibrag um
helgina. Sanchez, sem nýlega var
ráðinn þjálfari Unam í Mexíkó, sá
sína menn vinna öruggan sigur á
Necaxa, 3-0, að viðstöddum 75.000
áhorfendum.
-GH
Sport
Júdó:
Þorvaldur
sjötti á móti
í Róm
Þorvaldur Blöndal vann þrjár
glímur í -90 kg flokki á A-móti í
Róm um síðustu helgi. Vernharð
Þorleifsson keppti í -100 kg
flokki, vann eina glímu en
meiddist síðan á öxl. Bjarni
Skúlason, sem keppti í -81 kg
flokki og Gísli Jón Magnússon í
+100 kg flokki, duttu báðir úr
leik í 1. umferð.
Næsta A-mót verður i Rotter-
dam um næstu helgi en þessi
mót gefa stig til að öðlast þátt-
tökurétt á Ólympíuleikunum.
íslendingarnir eru í 13. sæti en
níu efstu eftir stigamótin komast
til Sydney. ,JKS
NBA-deildin:
Sjö lið búin
að tryggja sig
Línur er farnar að skýrast í
riðlunum í NBA-deildinni í
körfuknattleik. Sjö lið hafa nú
þegar tryggt sér sæti í úrslita-
keppninni. Þau eru Utah Jazz,
San Antonio Spurs og Minnesota
Timberwolves úr miðvesturriðl-
inum. Úr Kyrrahafsriðlinum eru
Los Angeles Lakers, Portland og
Phoenix komin áfram. Indiana
er eitt liða úr miðriðli öruggt
áfram.
-JKS
Opna íslenska mótið í snóker:
Jóhannes B. vann
Jóhannes B. Jóhannesson sigr-
aði á opna íslenska mótinu í
snóker sem fram fór um helgina
en þetta er eitt af mótum á vegum
alþjóða atvinnumannasambands-
ins þar sem áhugamenn fá tæki-
færi til að sanna sig og komast í
röð hinna bestu.
Rétt til þátttöku á atvinnu-
mannamótunum hafa 128 spilarar,
þar af 106 bestu atvinnumenn síð-
asta tímabilsins, svo á hverju ári
er keppt um 22 laus sæti og
Icelandic Open mótið var eitt
þeirra fjögurra móta sem fram
fara í Evrópu.
Jóhannes lagði Brynjar Valdi-
marsson i úrslitaleik nokkuð ör-
ugglega, 6-2, en áður hafði Jó-
hannes lagt Amar Richardsson í
undanúrslitum, 5-3. Jóhannes fer
því á úrtökumót sem fram í Belg-
íu í næsta mánuði en efstu menn á
því móti öðlast keppnisrétt á móta-
röð atvinnumanna á næsta vetri.
Þetta er einmitt leiðin sem Krist-
ján Helgason fór fyrir tveimur
árum og hefur skilað honum í 32-
manna úrslit bestu snókermanna
heims sem fram í Sheffield á
Englandi í næsta mánuði.
Ármann/Þróttur varð um helgina
2. deildarmeistari karia í körfu-
boita með því aö vinna Fjölni,
70-62, í úrslitaleik en bæöi liðin
leika < 1. deild næsta vetur og
hafa því fjögur Reykjarvíkurfé-
lög færst upp um deildívetur
þvf báðir nýliöar í úrvalsdeild-
inni næsta vetur koma frá
Reykjavík, eöa lið ÍR og Vals.
Lið Ármanns/Þróttar er
þannig skipað (stig í úrslita-
ieiknum innan sviga):Páll V.
Jónsson, Halldór Óli Úlriks-
son (18), fyririiði, Jón Willi-
ams (6), Magnús Grétar
Ámason, Einar H. Bjama-
son (16), Styrmir Goöason,
Kari Guðlaugsson (20),
þjálfari, Lúðvik K. Víðis-
son, Ásgeir Hlöðversson
(9) og Valur Þórsson (1).
DV-mynd Óskar
Undirbúningur Mörthu Ernstdóttur á fullu:
Rmmta í Chicago
Martha
Ernstdóttir
úr ÍR keppti
um helgina í
fimm mílna
götuhlaupi í
Chicago í
Bandaríkj-
unum. Mót-
ið sem hér
um ræðir er
eitt það fjöl-
mennasta
Martha Ernstdóttir sem haldið
hefur verið
en þátttakendur voru um fjórtán
þúsund. Martha varð i fimmta
sæti sem verður að teljast góður
árangur en vegalengdina, sem er í
kringum átta kílómetrar, hljóp
hún á 27,12 mínútum.
Margir kunnir hlauparar voru
með í þessu hlaupi en sigurvegari
varð bandaríska stúlkan Colette
Liss en hún hljóp á 25,26 mínút-
um.
Martha tekur 16. april nk. þátt í
Hamborgar-maraþoninu. Þar ætl-
ar hún að freista þess að ná
ólympíulágmarkinu fyrir leikana
í Sydney í haust og verða mögu-
leikarnir á því að teljast góðir.
-JKS
Meistarataktar
- hjá ÍR og 31 stigs sigur á Val, 83-52, í oddaleik
ÍR-ingar sýndu meistaratakta þeg-
ar þeir tryggðu sér 1. deildarmeist-
aratitilinn í körfu í Seljaskóla i gær.
ÍR-ingar unnu 31 stigs sigur, 83-52,
og Valsmenn, sem tryggðu sér odda-
leik á laugardag, sáu aldrei til sólar
i leiknum. Leikurinn varð ekki eins
spennandi og hinir tveir þar sem
aðeins annað liðið var mætt af full-
um krafti og einbeitingu til leiks.
ÍR-ingar voru ósigraðir í Selja-
skóla í deild og úrslitakeppni í vet-
ur og unnu þeir þar alla þrettán
leiki sína og það mátti sjá hves
vegna i gær því liöiö lék á als oddi
með þá Steinar Arason, Ólaf Sig-
urðsson og Kevin Grandberg sem
bestu menn og engu síðri frammi-
stöðu hinna leikmanna liðsins. lR-
ingar hirtu öll fráköst (50 gegn 26,
66%) og hittu úr 48% skota sinna.
Eina leið Valsmanna til að stöðva
Breiðhyltinga var að brjóta á þeim
og alls fengu Valsmenn 28 villur (ÍR-
ingar fengu 10) og leikmenn ÍR fóru
39 sinnum á vitalínuna í leiknum.
Auk þess að ná engum fráköstum
hittu Valsmenn aðeins úr 32% skota
sinna og 11 tapaðir boltar í seinni
hálfleik þýddu aðeins enn stærri
sigur ÍR-inga sem skoruðu 20 stig
gegn 5 á sjö mínútna kafla í seinni
hálfleik og stungu þá af.
Bæði lið munu leika í úrvals-
deildinni næsta yetur og er ekki
annað að sjá en ÍR-ingar geti gert
þar góða hluti haldi þeir áfram á
sömu braut.
Stlg ÍR: Kevin Grandberg 18 (9 frá-
köst), Ólafur Sigurösson 17 (6 fráköst, 4
stoðsendingar), Steinar Arason 14 (hitti
úr 4 af 5 3ja stiga, tók 7 fráköst og varöi
5 skot), Kristinn Harðarson 8 (0 skot, allt
úr vítum á 12 mínútum, 5 fráköst), Sig-
urður Þorvaldsson 8, Guðni Einarsson 7
(4 stolnir), Björgvin Jónsson 6, Þór Har-
aldsson 4 (7 stoðsendingar).
Stig Vals: Ragnar Steinsson 19 (6 frá-
köst, 4 stoðsendingar), Kjartan Orri Sig-
urösson 9, Bjarki Gústafsson 8, Guö-
mundur Björnsson 6, Bergur Emilsson 5,
Steindór Aðalsteinsson 4, Sigurbjörn
Björnsson 2. -ÓÓJ
DV DV
Sport
0-2, 1-3, 3-4, 5-5, 7-6, 7-8, 8-9, (9-9), 9-10, 11-11, 13-11,
14-13, 16-14, 18-16, 19-17, 21-18, 21-20, 23-21, 24-22.
®Sigurður Valur Sveinsson 8/1, Óskar Elvar Óskarsson 7/1,
Már Þórarinsson 2, Hjálmar Viihjálmsson 2, Jón Bersi
Eilingsen 1, Guðjón Hauksson 1, Atli Þór Samúelsson 1,
Samúel Ámason 1, Sverrir Bjömsson 1.
Varin skot: Hlynur Jóhannesson 22/1.
Brottvisanir: 12 mínútur. Vítanýting: Skorað úr 2 af 5.
Áhorfendur: 400
Gceði leiks (1-10): 6.
Dómarar (1-10): Hlynur Leifsson og
Anton Pálsson (5).
ám
Gintaras Savukynas 9, Bjarki Sigurðsson 6/3, Jón Andri
Finnsson 4/1, Gintas Galkauskas 2, Magnús Már Þórðarson
1.
Varin skot: Bergsveinn Bergsveinsson 17/3.
Brottvisanir: 6 mínútur. Rauð spjöld: Trúfan á 23. mínútu.
Vitanýting: Skorað úr 4 af 6.
Hvað sögðu menn eftir leik:
Siggeir Magnússon
„Þótt ég sæi nú ekki brotið sjálfur fannst
mér þó fullharkalega tekið á þessu. I öðrum
leikjum höfum við séð venjulega rautt spjald
fyrir brot eins og olnbogaskot, en burtséð
frá þessu atviki er erfitt að segja hvemig
dómarar eiga að bregðast við slíkum
aðstæðum eins og þegar um ásetningsbrot
er að ræða og hvort refsa eigi heilu liði í
eins langan tíma og raun bar vitni í kvöld.
Það tók vel á að leika manni færri svona
lengi og þurftum við að stóla á baráttu í
vörninni og ná inn þessum auðveldu
mörkum, eins og hraðaupphlaupum.
Leikurinn fór eins og hann fór og nú er næst
á döflnni að snúa aftur upp í Mosfellsbæ og
þar munum við mæta einbeittir og
baráttuglaðir til leiks.“
Óskar E. Óskarsson
Þetta var frábært, en um leið erfitt. Við
náum að halda leiknum í jafnvægi þar til
Troufan var útilokaður og eftir það á sér
stað ákveðið spennufall. Þeir tvíeflast í
baráttunni og um leið ætlum við okkur að
skora tvö mörk í einu og gera út um leikinn.
Það sem við löguðum frá fyrri leiknum
var fyrst og fremst sóknarleikurinn, í
vöminni stoppuðum við Magnús Má, og við
vissum að ef okkur tækist að spila góðan
leik kæmi oddaleikur í kjölfarið.
Vörnin stóð sig vel og Hlynur sömuleiðis
í markinu, áhorfendur gáfu okkur aukinn
kraft og þó að við næðum aldrei að hrista þá
almennilega af okkur vissum við vel að
sigur væri aldrei spuming.
-esá
m
HK jafnaði einvígið gegn deildarmeisturum Aftureldingar í gær:
- Afturelding lék manni færri eftir
„Þetta var harður leikur. Við lent-
um í því að leika manni færri siðustu
fjörutíu mínútur leiksins og það auð-
vitað breytir okkar leik. Við urðum
að spila mjög skynsamlega og leika
góða vörn. Bergsveinn stóð fyrir sinu
í markinu og við þurftum einfaldlega
að halda haus,“ sagði Jón Andri
Finnsson, homamaður Afturelding-
ar, að leik loknum. Þó svo að leik-
menn Aftureldingar reyndu sitt besta
varð manneklan þeim um megn og
þurftu deildarmeistararnir að játa
sig sigraða, 24-21.
Örlagaríkt olnbogaskot
Leikur liðanna var sérstakur fyrir
margra hluta sakir en þó kannski
helst að Alexei Troufan var útilokað-
ur frá leiknum eftir 20 mínútna leik
og leikmenn Aftureldingar þurftu að
leika manni færri, ekki aðeins í 2
mínútur, heldur það sem eftir lifði
baratta
að Alexei Troufan var rekinn út af fyrir fólskubrot
leiks.
Atriði málsins voru þau að Trouf-
an og Alexander Arnarson áttu
harkaleg samskipti þegar HK-menn
sóttu í upphafí leiks. Á 23. mínútu
skoraði Sigurður V. Sveinsson mark
og þegar HK-menn sneru aftur i vörn
gaf Troufan Alexander harkalegt oln-
bogaskot.
„Ég veit ekki hvort dómurinn var
réttlætanlegur. Hann var að ýta mér
og ég ýtti á móti. En leikurinn var
mikill baráttuleikur og þrátt fyrir
þetta atvik spiluðum við fína vöm og
vorum aldrei langt undan,“ sagði Al-
exei Troufan.
Gintaras stórtækur
HK-menn komu grimmir til leiks.
Þeir höfðu greinilega lært af mistök-
um síðasta leiks og fyrsta verk þeirra
var að taka Magnús Má, er átti bein-
an þátt í tæplega helmingi markanna
í fyrsta leik liðanna, úr umferð.
Þetta setti gestina nokkuð út af lag-
inu, en þó ekki Gintaras sem skoraði
5 af fyrstu 8 mörkum Aftureldingar,
sum hver úr nær ómögulegum fær-
um. HK-ingar voru aldrei langt und-
an og voru þar skyttumar Sigurður
og Sverrir duglegir að opna færi fyr-
ir Óskar E. Óskarsson, sem skoraði
fjögur mörk í fyrri hálfleik.
Góö markvarsla bar af
Síðari hálfleikur var skrautlegur í
það minnsta. Samtals 7 brottvisanir,
3 misnotuð vítaköst og gífurleg harka
varð til þess að leikgæði urðu að
vikja fyrir ofangreindu.
Markmenn liðanna, Hlynur og
Bergsveinn, spiluðu stórt hlutverk.
Hlynur varði mikilvæg skot, m.a.
hraðaupphlaup í stöðunni 21-20 og
Bergsveinn hélt sínum mönnum á
floti með góðri markvörslu. Hafa
verður í huga að að leika manni
færri i vörn gerir hlutverk mark-
mannsins nær ómögulegt.
Umdeilt atvik
Undir lok leiksins gerðist umdeilt
atvik þegar Sigurður V. og Magnús
Már áttust við með þeim afleiöingum
að Sigurður skarst á vör. Mönnum
bar ekki saman um hvort ásetning
var að ræða en Magnús Már var að
reyna brjóta sér leið fram hjá Sigurði
í hraöaupphlaupi þegar 10 sekúndur
voru til leiksloka. Atvikið setti
punktinn yfir i-ið í leiknum, sem gaf
tóninn fyrir baráttuna sem er í úr-
slitakeppninni.
Oddaleikur liðanna verður i
Mosfellsbæ annað kvöld og þá kemur
í ljós hvort liðið tryggir sér sæti í
undanúrslitum keppninnar.
-esá
Jón í leikbann
Jón Þórðarson, leikmaður
Stjörnunnar, var í gærkvöld
dæmdur af aganefnd HSÍ í eins
leiks bann vegna brotsins á Ro-
bertas Pauzoulis í leiknum gegn
Fram í fyrrakvöld. Bannið tekur
hann út í kvöld þegar Stjarnan
og Fram mætast öðru sinni í Ás-
garði kl. 20.
ÍBV og FH leika í undanúrslit-
um kvenna í Eyjum klukkan 18
og strax á eftir leika ÍBV og
Haukar í 8-liða úrslitum i karla-
flokki. KI. 20.30 leika FH og KA í
Kaplakrika.
-JKS
Urvalsdeildin í körfubolta:
Pétur áfram með Hamri
- framlengdi til eins árs
Pétur Ingvarsson, leikmaður og þjálfari Hamars í
úrvalsdeildinni I körfubolta, hefur íramlengt saming
sinn við félagið um eitt ár en á síðustu tveimur árum
hefur Pétur komið liðinu upp í úrvalsdeild í fyrsta
sinn annað árið og í úrslitakeppnina í fyrsta sinn hitt
árið.
Allir meö áfram næsta vetur
Pétur vonast eftir að halda öllum sínum leikmönnum
^ ✓ 'W frá því i vetur en liöið lenti í áttunda sæti í deildinni
M en datt síðan út, 0-2, fyrir deildarmeisturum
jdwll Njarðvíkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.
Éj Mikil stemning hefur myndast í kringum körfuna í
Hveragerði og er vonandi að ráðning Péturs kalli á
Pétur Ingvarsson. framhald á því næsta vetur. -ÓÓJ