Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2000, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2000, Qupperneq 4
26 ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2000 Carter í landsliðið Vince Carter, leikmaðurinn snjalli sem leikur með Toronto Raptors í NBA- deildinni í körfuknattleik, hefur verið val- inn í landslið Bandaríkjanna sem leikur á Ólympíuleikunum í Sydney í sumar. Carter, sem hef- ur farið mikinn með liði Toronto í vetur og skorað að jafnaði 25,8 stig í leik, tekur sæti framherjans Tom Gugliotta hjá Phoenix sem er meiddur og leikur ekki meira með á tímabilinu. Carter er yngsti leikmaður- inn í lands- liðshópnum sem á titil að verja í Sydney en hann er 23 ára gamall og var valinn ný- liði ársins í fyrra. -GH Bjami Guðjónsson fær góða dóma fyrir frammistöðu sína með Stoke um helgina en hann fékk i fyrsta sinn að spreyta sig í byrjunarliðinu írá því hann var keyptur til liðsins frá Genk fyrir tveimur vikum. Stoke vann sannfærandi sigur, 3-0, og skoraði Bjami þriðja markið og lagði upp fyrsta markið sem Brynjar Bjöm Gunn- arsson skoraði en það var um leið fyrsta mark hans fyrir Stoke [j, í C-deildinni en hann hafði áður skorað fyrir liðið í bikarkeppni neðri deildar liða. Staðcirblaðið The Sentinel valdi Bjama Guðjónsson mann leiksins og gaf honum 8 í einkunn fyrir frammistöðuna. „Það voru margir mjög efins heima á íslandi þegar ég falaðist eft- ir því að fá Bjama til Stoke þar sem hann væri sonur minn en ég sagði alltaf að hann myndi styrkja leik- mannahópinn. Bjarni er góður leik- maður og hann sýndi það og sann- aði í þessum leik,“ segir Guðjón í samtali við The Sentinel. „Ég held að ég hafi verið undir sömu pressu og aðrir í liðinu og ef ég hefði ekki staðið mig hefði ég fengið spark í rassinn hver svo sem stjórnaði liðinu. Heima á íslandi voru menn að furöa sig á þvi af hverju hann hefði viljað fá mig og einnig voru menn rasandi árið 1996 þegar hann valdi mig í byrjunarlið- ið hjá ÍA þegar ég var 17 ára. Ég skoraði 5 mörk í fyrstu tveimur leikjunumog eftirþað heyrði ég ekki meira. Það sama gerðist þeg- ar ég var valinn i ís- lenska landsliðið und- ir stjórn pabba svo ég er orðinn vanur þessu,“ segir Bjami í samtali við The Sentinel. Bjarni lék í stöðu hægri kantmanns og skapaði oft usla í vörn Blackpool með hraða sínum og átti margar hættulegar fyrirgjafir. Stoke á tvo erfíða útleiki í vik- unni. íkvöld mætir liðið Bristol City en þessi sömu lið eigast við í úrslitum í bikarkeppni neðri deild- arliða á Wembley í næsta mánuöi. Á laugardaginn leikur Stoke svo gegn hinu Bristol-liðinu, Bristol Rovers sem er í öðru sæti deildar- innar, 12 stigum á undan Stoke sem er i 8. sætinu. -GH Guömundur Hrafnkelsson, landsliösmarkvöröur í handknattleik, lætur vel af dvölinni hjá þýska liðinu Nordhorn og stefnir ótrauöur á aö spila í nokkur ár til viöbótar í hinni sterku þýsku deild. Guömundur Hrafnkelsson, landsliðsmarkvörður í handknattleik: Hver leikur eins og bikarúrslitaleikur - er ánægður hjá Nordhorn sem hefur komið á óvart í vetur Coulthard missti annað sætið Nokkrum klukkustundum eftir að Skotinn David Coulthard hafði tekið á móti verðlaunum sinum fyrir annað sætið í Brasilíukappakstrinum í Formúlu eitt var Coulthard vísað úr keppni. Framvængur á bíl Skotans var ólöglegur og endaplöturnar stóðust ekki kröfur um þykkt. Þrátt fyrir að hafa ekið vel og hafa lent í gírkassavandræðum hljóta þaö að hafa verið honum vonbrigði að missa af verðskulduðum sex stigum. Jenson Button fær því sitt fyrsta stig í heimsmeistarakeppninni og er yngsti maður fyrr og síðar til að hljóta það. McLaren-liðið hefur áfrýjað brottvísun Coulthards úr keppninni þar sem hliðarbörð á framvæng bíls hans sveigðust 2 millímetrum meira en þau máttu gera. Vísað er til þess að skemmdir á undirvagni og grind McLaren-bílsins bendi til þess að of mikill titringur hafi verið á þessum hluta bilsins. Brautin í Sao Paulo er þekkt fyrir óslétt yfirborð og finnst þeim McLaren-mönnum ekki hafa verið tekið tillit til þess í dómi eftirlitsaðila. -NG íkvöld Epsondeildin, undanúrslit: Grindavík-Haukar............20.00 KR-Njarðvik.................20.00 Nissandeildin, 8-liða úrslit: FH-KA ......................20.00 Stjarnan-Frar'. ............20.00 „Ég er mjög ánægður með veruna hjá Nordhorn. Þetta hefur verið góð- ur skóli og ég hefði ekki viljað missa af þessu tækifæri," sagði Guðmund- ur Hrafnkelsson landsliðsmarkvörð- ur í samtali við DV i gær. Guðmund- ur, sem hefur um árabil verið besti markvörður íslendinga, gekk í raðir þýska liðsins eftir tímabilið hér heima í fyrra og gerði tveggja ára samning við Nordhom sem kom upp úr B-deildinni fyrir tímabilið. Hörð samkeppni „Það er hörð samkeppni um mark- varðarstöðuna. Við erum tveir sem höfum verið að skipta leikjunum á milli okkar, ég og Svíinn Jesper Lars- son sem er í dag þriðji markvörður sænska landsliðsins. Forráðamenn liðsins hafa verið ánægðir með mark- vörsluna í vetur svo og varnarleik- inn en sóknarleikurinn hefur kannski ekki alltaf verið upp á það besta Það er ekki hægt að segja annað en okkur hafi gengið framar vonum. Við erum í 5. sætinu í dag og ef við höld- um því komumst við í Evrópukeppn- ina. Það yrði mjög góður árangur af liði sem kom upp fyrir timabOið," segir Guðmundur sem stóð á milli stanganna þegar Nordhorn tapaði fyrir Eisenach á útivelli, 22-17, um helgina og þar með misstu nýliðarn- ir af möguleikanum á að vinna titil- inn. Tvennt ólíkt að spila hér og heima - Er mikill munur á að spila 1 þessari deild og hér heima? „Það er tvennt ólíkt. Þýska deUdin er sterkasta deUdin í heimi og segja má að hver leikur hér sé eins og bik- arúrslitaleikur eða góður landsleikur heima. Ég var oft að spUa heima fyr- ir 2-300 manns en hérna er kjaftfuUt á öUum leikjum og hjá okkur mæta 4-5000 manns. Svo er maður að glíma við frábærar skyttur og skotmenn í hverjum leik.“ - Finnst þér þú hafa tekið fram- forum? „Já, ég held að ég megi segja það. Ég er að æfa öðruvísi hérna úti sem felst í meiri kraftþjálfun og það hefur kannski tekið tíma að læra inn á það. Ég fær vonandi tækifæri tU að spUa hér úti í nokkur ár tU viðbótar og ef mér gengur vel í upphafi næsta tíma- bUs er líklegt að Nordhorn bjóði mér nýjan samning," segir Guðmundur. Keppni í þýsku deUdinni lýkur 21. maí og strax daginn eftir leikur Guðmundur með íslenska landsliðinu gegn Tékkum en liðið leikur tvo leiki tU undirbúnings fyrir leikina gegn Makedóníumönnum sem skera úr um hvor þjóðin tryggir sér sæti í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins. -GH Bjarni þaggaði nið- ur efasemdaraddir - og fær mjög góða dóma fyrir leik með Stoke íslendingalidió AGF tapaði á heima- veUi fyrir toppliði Herfolge, 2-3, í dönsku A-deildinni í knattspyrnu á sunnudaginn. AGF hafði 2-0 yfir í leikhléi en í síðari hálfleik sýndu leikmenn Herfölge styrk sinn og imnu sætan sigur. Ólafur Kristjáns- son og Tómas Ingi Tómasson komu báðir inn á sem varamenn í liði AGF, Ólafur á 53. mínútu og Tómas á þeirri 70. Meö ósigrinum er AGF komið í faU- sæti en liðið er með 18 stig í næstneðsta sæti, jafnmörg stig og Vejle sem situr á botninum. Esbjerg er í 10. sætinu með 20 stig en Her- fölge er i toppsætinu með 40 stig, fimm stigum meira en Bröndby. Kevin Keegan, landsliðsþjálfari Englendinga í knatt- spymu, hefur gefið það út að Tony Adams, fyrirliöi Arsenal, muni taka við fyrirliðastöðu enska landsliðsins af Alan Shearer eft- ir EM en eftir þá keppni æUar Shear- er að setja landsliðsskóna á hilluna. Ef Adams verður fjarverandi mun Sol Campbell, fyrirliði Tottenham, taka við fyrirliðabandinu. ítalinn Christian Vieri, dýrasti knattspymumaður heims, meiddist aftur í leik með Inter um helgina. Vieri sem hafði verið frá æfingum síðan í lok febrúar kom inn á sem varamaður gegn Lecce en meiðslin sem hafa verið að plaga hann tóku sig upp að nýju. Enn er óvist hvaða félag norski knatt- spyrnumaðurinn John Carew, leik- maður Rosenborgar, mun ganga tU liðs við en spænska liðið Valencia og þýska liðiö Dortmund slást hart um að fá þennan 20 ára framheija í sínar raöir. Forráðamenn Tottenham æUa að gera Sol Campbell nýtt tUboð en fé- lagið viU gera við hann nýjan samn- ing sem gildir tU næstu 5 ára. TUboð- ið felur i sér mikla launahækkun fyr- ir CampbeU og ef hann tekur þvi verður hann einn hæst launaði leik- maðurinn i ensku A-deUdinni með laun upp á rúmar 6 miUjónir króna á viku. Mörg stærstu lið Evrópu hafa borið víurnar í þennan 25 ára öUuga varnarmann og þar má nefna Manchester United, Inter MUan og Juventus. Kevin Phillips, framherji Sunder- land, hefur heldur betur slegið í gegn á þessari leiktíð en þessi smái en knái leikmaður skoraöi sitt 26. mark þegar Sunderland lagði Everton um helgina. „Enn og aftur sýndi PhiUips hversu góöur framherji hann er. Hann er ótrúlega þefvís á færin og varnarmennirnir geta aldrei áttað sig á því hvað hann er að hugsa,“ sagði Peter Reid, stjóri Sunderland, um PhUlips. Dion Dublin, framherjinn sterki hjá Aston ViUa, er aUur að braggast en hann slasaðist alvarlega á hálsi í leik gegn Derby um miðjan desember. Dublin hálsbrotnaði í umræddum leik og ekki mátti miklu muna að hann lamaðist. Dublin hefur sýnt mikla eljusemi og dugnað við endur- hæfingu og á laugardaginn lék hann síðustu 10 mínúturnar gegn Derby og vonast td að geta spUað meira þegar Aston ViUa og Bolton eigast við i undanúrslitum bikarkeppninnar á Wembley um næstu helgi. Martin O’Neill, stjóri Leicester, seg- ir að Stan Collymore sé nýr Emile Heskey en NeUl hrósaði Collymore mjög eftir sigurleik Leicester gegn Leeds á sunnudag- inn. „Collymore var frábær og hann er smátt og smátt að komast inn í leik okkar. Ég get ekki séö annað en að hann geti fyUt skarð Heskeys mjög vel,“ sagði NeiU. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.