Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2000, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2000, Síða 5
fókus Vikan 14. aorfl til 20. aoríl 1 1 f 1 ð e F T-I R V^1 N N LL Forseti íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, opnar sýning- una Chihuly á fslandi, Form úr eldi, á Kjarvalsstöðum í dag. Sýningin er haldin til heiðurs frú Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur. Það er mikill fengur að fá Dale Chihuly, heimsþekktan glerlistarmann, hingað til lands en auk sýningarinnar á Kjarvalsstöðum mun hann byggja innsetningar með 600 glerformum í nágrenni Reykjavíkur. Bandaríski glerlistarmaðurinn Dale Chihuly þykir einn sá fremsti á sínu sviði í heiminum í dag. Hann byggir á mjög fjölbreyttum möguleikum glers til að skapa um- fangsmikil höggmyndaverk og inn- setningar og notar sérstakar að- ferðir til þess sem hann hefur þró- að i gegnum tíðina. Þær aðferðir voru svo byltingarkenndar á sínum tima að hann gjörbreytti glerlist í Bandaríkjunum fyrst þegar hann kom fram á sjónarsviðið. við að byggja innsetningarnar hér í kringum Reykjavík," segir Jennifer Lewis. Hin 600 glerform, sem Chihuly ætl- ar að byggja innsetningar úr, lét hann blása fyrir sig í Finnlandi og var þá með íslenska sögu og náttúru í huga. Nú um helgina mun Chihuly ásamt aðstoðarfólki sínu og myndlist- amemum fara um nágrenni Reykja- víkur og vinna að innsetningunum. Afraksturinn verður gefinn út í bók- ar- og myndbandsformi sem verður unnið af Guðmundi Ingólfssyni ljós- myndara og samstarfsmönnum úr starfsliði Chihuly. Sýningin á Kjar- valsstöðum stendur til 18. apríl. Hér er Chihuly að teikna hinn himinháa Biáa turn sem er eitt af þeim verkum sem prýða Jerúsalem. Innsetning í Feneyjum. Chihuly hefur unnið mikið þar. Verre, 1986). Samstarfsmenn hans lýsa honum sem stormsveipi en hann kemur kannski eilítið undar- lega fyrir sjónir, haltrandi með lepp fyrir öðru auganu. Leppinn fékk hann þegar hann missti sjón á öðru auga í bílslysi árið 1976 en hann hefur aldrei sett það fyrir sig frekar en þegar hann skaddaðist íllilega á öxl á brimbretti tveimur árum siðar. Það slys gerði það að verkum að hann getur ekki snúið og verkað glerið sjálfur (þar sem stangimar eru níðþungar) og tók hann þá upp þá aðferð að nota teikningar og málverk til að tjá samstarfsmönnum sínum hug- myndir sínar. Síðan hafa myndirn- ar verið eitt af aðalsmerkjum hans. Áhugi á íslandi Samstarfsmenn Chihulys hafa unn- ið hörðum höndum frá síðasta laugar- degi við að setja sýninguna upp. „Þetta eru mestallt ný verk sem voru hugsuð inn í þetta rými í bland við eldri,“ segir Jennifer Lewis, aðstoðar- kona Chihuly. „Við erum búin að spá mikið í það hvernig við ættum að út- færa innsetninguna hérna í þessu rými, með þessa lofthæð og veggi. T.d. er risastórt rautt verk sem hang- ir niður úr loftinu sem vegur 600 pund, annað sem kemur upp úr gólf- inu og alls kyns lýsingar á verkunum sem þurfti að koma fyrir.“ Chihuly hefur ekki enn skoðað Kjarvalsstaði i eigin persónu en hann heimtaði myndir af hverjum fermetra og vill fylgjast vel með hvernig geng- ur. Hann hefur í nógu öðru að snúast, á miðvikudaginn opnaði hann sýn- ingu í Marlborough Chelsea-safninu í New York og einnig er hann að und- irbúa risaverk sem mun standa í mið- borg Monte Carlo í sumar. „Hann hefur mikinn áhuga á ís- landi og vill opna það fyrir glerlist- inni. í dag er hér einungis ein gler- vinnslustofa, rekin af Sigrúnu Ein- arsdóttur og Sören Larsen, þannig að þetta er óplægður akur hérlendis. Ég hef orðið vör við að myndlistarnem- arnir eru mjög áhugasamir um glerið en 35 af þeim ætla að hjálpa okkur Yfirtók Jerúsalem Chihuly hefur verið að í rúm þrjátíu ár og verið mjög athafna- samur. Hann er einn af stofnend- um Pilchuck Glass School sem hef- ur frá stofnun verið einn af horn- steinum glerlistar í heiminum og hafa þaðan jafnan sprottið fersk- ustu listamennirnir hverju sinni. Chihuly hefur ferðast út um allan heim með glerstykkin sín og er innsetning í alls kyns umhverfi hans aðalsmerki. Hann er með vinnustofur úti um allan heim, t.d. í Bandaríkjunum, Finnlandi, Jap- an, Tékklandi og Frakklandi. Nú stendur yfir sýning í Dav- íðstumi í gamla hluta Jerúsalem þar sem hann tengir saman hinar fornfrægu byggingar sem þar standa, þar sem saga ótal kynslóða hefur verið rituð, hvort sem það var með blóði eða tárum. Þessu gerir hann góð skil í innsetningum sínum, sem margar hverjar eru himinháar og gnæfa hátt yfir Jer- úsalem. Þeirri sýningu lýkur í október en þá hefur hún staðið yfir í tæpt ár. Einkasýning í Louvre Það þýðir ekki að telja upp allar viðurkenningamar og verðlaunin sem Chihuly hefur fengið í gegnum árin sökum fjölda þeirra. Hann er heiðursdoktor í öðrum hverjum listaháskóla í Bandaríkjunum. Hann hefur sýnt í ótal galleríum og er einn fjögurra bandarískra lista- manna sem hafa haldið einkasýn- ingu í Louvre-safninu (Objets de Fyrir neðan Persian Pergola innsetninguna i Listasafninu í Detrolt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.