Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2000, Blaðsíða 4
LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000 LE^'V’ 460 ha. Opel Astra Coupé V8 DTM: Vélin á að endast minnst 5 þús. km Jafnhliða því að hanna nýja Opel Astra Coupé-bílinn og koma honum í framleiðslu vann Opel að því að framleiða Opel Astra V8 Coupé DTM kappakstursbíl sem á að keppa í Deutsche Touringwagen Meisterschaft. Að minnsta kosti 8 slíkir bílar eiga að taka þátt i níu kappaksturskeppnum í þessum flokki og verður sú fyrsta 28. maí í Hockenheim, réttum sex mánuðum eftir að vinna við hönnun bílsins hófst í ágúst í fyrra. Aðrir bOar í keppninni eru átta Mercedes Benz CLK og fjórir Audi tt. DTM-keppnin er ekki nema tveggja ára gömul og var hrundið af stað í samvinnu Merecedes Benz og BMW og þýska mótorsportsam- bandsins DMSB. Upprunalega kviknaði þessi hugmynd í tengslum við hönnun Opel Astra Coupé-bíls- ins og er því mikið hagsmuna- og kappsmál Opel. Eins og í öðrum slíkum íþróttum verður bíUinn að hlíta mörgum ströngum reglum. Vélin verður t.d. að vera minnst 165 kg á þyngd og hver stimpilstöng má ekki vera létt- ari en 450 grömm eða stimpill létt- ari en 350 grömm. Þetta er gert til þess að koma í veg fyrir að notuð séu fáséð og fokdýr efhi, þvert á móti á að tryggja að notuð séu hefð- bundin efni og þrautreynd gegnum tíðina. Sérstakar reglur gilda líka ' um leyfða loftmótstöðu og hvar vél- in er í bílnum, sömuleiðis að hún sé V8 og mest 4 lítrar að rúmtaki, þannig að allir keppendur búi við sem líkúst skilyrði. DTM V8 Astran var þróuð á að- eins fjórum mánuðum með teikni- tölvu (CAD) og markmikið var að vinna hvaðeina út úr tölvunni, hverja minnstu skrúfu. Reynt var að nota sem allra mest af tiltækum Vélin er 460 ha V8 vél byggð á þrautreyndri amerískri keppnisvél, Oldsmobile Aurora V8. Burðurinn í bílnum er á röragrind - samtals 80 metrar af rörum úr völdu flugvélastáli. íhlutum þannig að þjónusta yrði sem allra auðveldust. Reglur leyfa ekki rafeindabúnað eins og læsi- varðar bremsur eða stöðugleika- stjórans. Heildarþyngd Astra Coupé DTM er 1.080 kg sem er lágmarks- þyngd til að bíllinn sé leyfilegur í keppnina. Vélin er 4 lítra V8 vél, 460 hö. v. 7500 sn.mín., 500 Nm v. 5000 sn.mín. Að grunni til er þetta Oldsmobile Aurora V8 sem notuð var í Indy Racing League (IRL) og Cadillac Northstar LMP en endurbætt fyrir DTM hjá Opel Performance Center. Lögð var áhersla á endingu vélar- innar þannig að nú á hún að duga að minnsta kosti 5000 kílómetra. Hver keppnisbíll má eiga eina vara- vél sem í upphafi keppnistíma er, eins og aðalvélin, innsigluð þannig að ekki sé hægt að breyta þeim eða bæta eftir að keppnistíminn er haf- inn. Sá keppandi sem verður að skipta um vél á keppnistímanum fer sjálfkrafa í aftasta rássæti í næstu keppni á eftir, sama hve framarlega hann var kominn eftir fyrri keppni. Astra Coupé DTM er með drif á afturhjólum. Aflflutningurinn fer um sex gíra raðskiptan kassa frá breska framleiðandanum X-trac. -SHH Vörugjaldsbreytingin er byrjuð að segja til sín: Focus Trend boðinn með tveggja lítra vél Opel Astra Coupé V8 DTM - tölvuhannaöur meö tilliti til hámarks öryggis og aksturshæfni meö Deutsche To- uringwagen Meisterschaft-keppnina í huga. Mynd: DV bílar SHH stýringu þannig að tæknimenn Opel leituðust við að gera bílinn þannig úr garði að gömlu vélrænu gildin kæmu sem best í staðinn fyrir þannig búnað. í raun er þessi bíll allur samsett- ur úr einingum. Káetan - íverustað- ur ökumannsins - er úr kolefn- istrefjum á röragrind sem um leið ber bílinn. Síðan eru fram- og aftur- hlutar með krumpusvæðum boltað- ir á og öryggisbox með hliðum. Leit- ast var við að hafa bílstjórann eins innarlega og leyfilegt var til þess að bæta jafnvægi bílsins og öryggi bíl- Áhrif vörugjaldsbreytingarinnar eru fljót að segja til sín: Bílar með vélar á bilinu 1,6 til 2,0 1 að rúmtaki, sem lítt eða ekki voru í boði hérlendis, munu nú koma í auknum mæli þegar verðlagning á þeim er ekki út úr korti við annað. Fyrsta viðbótin af þessu tagi sem fréttist af er Ford Focus Trend 2,0, þriggja dyra. Þessi útfærsla Focus er sportlegri að útliti og innrétt- ingu en þeir bílar sem hér hafa verið áður. Þetta eru vel búnir bíl- ar með aUan þann búnað sem nú tíðkast: læsivarðar bremsur, likn- arbelgi, rafdrifnar rúður, samlæs- ingu og þess háttar. Einnig verður hægt að fá Focus Trend með ESP- stöðugleikastýringu. Tveggja lítra vélin er 130 ha. Focus Trend 2,0 kemur til með að kosta 1.735 þúsund krónur, en imd krónur. Minni vélin er „að- sami bíll verður einnig fáanlegur eins“ 100 hö. með 1,6 1 vél og kostar þá 1.535 þús- -SHH ♦ www.evropa.iswww.evropa.iswww.evropa.iswww.evropa.is BMW 316 Compack, skr. 1999, ekinn 12 þús. km, fallegur sportbíll. Verð 1.895.000. Mégane Classic, skr. 1999, ekinn 7 þús. km, álfelgur o.fl. Verð 1.350.000. Volvo S70 2500cc, skr. 1999, ekinn 8 þús. km, vel búinn bíll. Verð 2.450.000 stgr. VW Passat 1600, skr. 1998, ekinn 30 þús. km. Verð 1.350.000. Daihatsu Terios SX, skr. 1998, ekinn 32 þús. km, 5 g., álf. Verð 1.190.000, ath. skipti. Einnig til ssk. Skoda Oktavia 1600 Wagoon, skr. 1999, ekinn 11 þús. km, 15“ álfelgur o.fl. Verð 1.390.000, bílalán áhvflandi. Opel Vectra CDX 2000, skr. 1998, ekinn 46 þús. km, vel búinn bíll m/öllu. Verð 1.995.000, áhvílandi bílalán. EVROPA BILASALA tákn um traust Faxafen 8 / Sími 581 1560 / Fax 581 1566 Range Rover DTi, skr. 1997, ekinn 67 þús. km, ssk., kraftkubbur m/öllu. Verð 3.700.000.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.