Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2000, Blaðsíða 2
16 ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 2000 ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 2000 25 Við erum 1 árs Glæsileg afmælistilboð Afitjne > pu Boltar ., Góð sumargjöf '■S Verðfrá 1.490 Markmannshanskar í öllum stærðum. Verð frá 790 Grindavík (31) 67 - KR (28) 64 Afitre > Scramble Stærðir 7-11 5.990 Afmælistilboð 4.990 Jói útherji Árniúla 36, Rcykjavík, síiivi 588 1566 Hugsaði bara um að hitta í körfuna „Þegar ég tók lokaskotið, vel fyrir utan þriggja stiga línuna, hugsaði ég bara um að hitta i körfuna, ekkert annað, og það tókst. Þetta var mikiU barningur og mikið stress í byrjun, en það má segja að sigurinn hafi fallið okkar megin vegna varnarleiksins okkar. Þeir náðu ekki að koma okkur á óvart, við erum búnir að skoða þá vel, eins og þeir vafalaust okkur. Ég held að leikurinn hafi verið fin skemmtun og full ástæða til að hvetja fólk tO að fjölmenna á leikina í þessu einvígi," sagði Pétur Guðmundsson, fyrirliði Grindvíkinga. -bb íslandsmót 3. og 4. flokks karla: Fram og Haukar meistarar Fram og Haukar mætast í fyrsta leik um Islandsmeistaratitilinn í handbolta í Safamýri í kvöld klukkan 20.15 en yngri flokkar félaganna sýndu meistara- flokkum sínum hvernig á að fara að með því að vinna Islandsmeistaratitla um helgina. Framarar unnu Hauka i úrslitaleik 3. flokks og Haukar unnu Víkinga í úrslitaleik 4. flokks. Meira verður fjallað um þessa leiki á unglingasíðu DV-Sport á næstunni. -ÓÓJ Of mörg mistök Sport Skoðanakönnun á körfuboltadómarasíðunni: Teitur með yfirburði Teitur Örlygsson hafði mikla yfirburði í kosningu besta körfuboltaleikmanns tímabilsins á íslensku dómarasíðunni en úrslitin voru kunngjörð í gær. Teitur hlaut 231 stig en næstur kom KR-ingurinn Ólafur Jón Ormsson með 79 stig. Teitur var einnig kosinn besti varnarmaðurinn en meðal annarra útnefninga var Gunnar Einarsson, Keflavík, grófasti leikmaðurinn; Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur, besti þjálfarinn; Brenton Birmingham, Grindavík, besti erlendi leikmaðurinn; Pétur Guðmundsson, Grindavík, prúðasti leikmaðurinn, og Óðinn Ásgeirsson, Þór, Akureyri, efnilegasti leikmaðurinn. Anna María Sveinsdóttir úr Keflavík var kosin best hjá konunun, Linda Stefánsdóttir úr KR besti vamarmaður og prúðasti leikmaður en félagi hennar hjá KR, Guðbjörg Norðfjörð, grófust, Bima Eiríksdóttir úr Tindastóli efnOegust og Óskar Kristjánsson besti þjálfarinn. Besti dómari úrvalsdeildar var Leifur Garðarsson en Sigmundur Már Herbertsson hlaut þá útnefningu hjá konunum. Slóðin á vef körfuboltadómara er „www.toto.is/seramb/kki/domarar“, auk þess sem hægt er að fræðast um niöurstöður könnunnar er hægt að heimsækja hinn stórskemmtilega umræðuvef sem er mjög líflegur. -ÓÓJ Brenton Birmingham skoraöi 28 stig fyrir Grindavík í gær og átti v síöan sigurstoösendinguna á Pétur Guömundsson í lokin. Á hinni myndinni sést Keith Vassell keyra fram hjá Pétri Guömundssyni, fyrirliða Grindavíkur, sem eins og sést á myndinni var búinn að gera útlínur körfubolta á hausinn á sér. DV-myndir E.ÓI. Liverpool-heimatreyja Verð 4.990 Afmælistilboð: Öllum treyjum fylgir Liverpool-bolur. Gott úrval enskra liðabúninga. „Sigurinn gat alveg eins lent okkar megin en við gerðum okkur seka um of mörg mistök, bæði í sókn og vöm. Til þess að vinna leiki í úrslitum, sérstaklega á útivelli, má ekkert lið við svona mörgum mistökum. Annars fannst mér leikurinn góður og örugglega skemmtilegur fyrir áhorfendur, bæði liðin voru reyndar sek um að vera mjög stressuð og leikurinn bar þess merki. Okkur tókst ekki nógu vel að stoppa Grindvíkingana í kvöld, en í næsta leik ætlum við okkur að jafna metin,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR. -bb Gleöi Þaö var mögnuö stemning í Röstinni í Grindavík í gær og Grindjánar voru duglegir í því aö styöja vel viö bakiö á sínum mönnum. Hér á myndinni til hægri má sjá inn í myndarlegan hóp grindvíska blómarósa á leiknum sem sungu og dönsuöu f takt viö góö tilþrif sinna manna inni á vellinum. DV-mynd E.ÓI. í DV í gær var sagt að Gigja Gunnarsdóttir hefði keppt í +78 kg flokki á islandsmótinu í júdó. Hið rétta er að hún keppti í -78 kg flokki. Þá var Bjarni Skúlason, sigurveg- ari í opnum flokki, ýmist sagður í UMFS eða JFR en hið rétta er að hann keppir fyrir UMFS. Kobe Bryant, framherji Los Angeles Lakers, var í gær útnefndur leikmaður vikunn- ar í NBA. Bryant hefur farið á kostum með Lakers í síð- ustu leikjum. í 4 síöustu leikj- um skoraði hann að jafnaði 29,7 stig, var með 7 stoðsend- ingar og hirti 6 fráköst. Falur Haröarson og félagar í finnska liðinu Honka eru úr leik í úrslitakeppninni um • I meistara- únJ| titilinn. Honka lá fyrir Topo, 3-1, i undanúrslit- unum en í hinni viðureign- inni hafði Namika Lahti bet- ur gegn Piiloset, 3-0. Það verða þvi Namika Lahti og Topo sem heyja einvígi um fmnska meistaratitilinn í ár. Helgi Sigurösson skoraði sigurmark Panathinaikos gegn OFI í grisku 1. deildinni í knattspyrnu í Aþenu í gær- kvöld. Lokatölur leiksins urðu 3-2 en Helgi, sem kom inn á sem varamaður, gerði markið á lokamínútu leiks- ins. Olympiakos er efst í deildinni með 74 stig en Pan- athhinaikos hefur 73 stig þeg- ar sex umferðir eru eftir. Sam Allardyce, knatt- spyrnustjóri Bolton, sagði Sport fréttir um það í breskum Qöl- miðlum um helgina að Eiöur Smári Guðjohnsen væri jafnvel á forum til Aston Villa, ekki á rökum reistar. Hann sagði enn fremur að Andri Sigþórsson væri ekki á leiðinni til félagsins. IFK Gautaborg byrjar tíma- bilið vel í sænsku knatt- spyrnunni. Liðið vann í gær- kvöld Örgryte, 2-0, og hefur því unnið fyrstu tvo leikina. Úrslit í öðrum leikjum urðu þau AIK og Hacken gerðu jafntefli, 1-1, og markalaust jafntefli varð í viðureign Helsingborg og Hammarby. Igor Stimac, króatíski varn- armaðurinn hjá West Ham, nefbrotnaði gegn Derby um síðustu helgi og leikur líklega ekki með gegn Coventry um næstu helgi. TKlJ Tölurnar tala ’íEPSON 0:01 DEILOIIM Stig hjá Grindavík í fyrri hálf- leik eftir að hafa fengið annan möguleika i sókn. (KR, 2) Grindavík nýtti aðeins 7 af 29 (24%) fyrstu skotum sínum í sókn en liðið tók 9 sóknarfráköst í hálfleiknum og það réð því að þeir voru yfir í hálfleik, 31-28. Eftir á klukkunni þegar Pétur Guðmundsson skoraði sigurkörfuna. Grindavík nýtti aðeins 3 af 18 (17%) fyrstu þriggja stiga skotum sínum en setti þrjú síðustu þriggja stiga skot sín niður. Grindavík komst 1-0 yfir gegn KR i gær: Tapaðir boltar hjá KR í leikn- um, 13 í fyrri hálfleik og 9 í þeim seinni. 8 leikmenn liðsins náðu að tapa boltanum, Vassell oftast eða 5 sinnum. KR hafði 37-29 yfir i fráköstum en var 17-22 undir i töpuðum boltum sem taldi mikið í lokin. KR hefur tapað 19 boltum að meðaltali á útivelli í úrslitakeppninni. 25% Vítanýting KR-inga í leiknum. Niu stig (af 12) töpuðust á vítalínunni í leiknum og KR-liðiö nýtti vítin 55,8% verr en Grindvíkingar (21 af 26, 81%). Grindavík nýtti átta síðustu víti sín í leiknum. 17- Stig frá Keith Vassell síöustu tiu mínútur leiksins. Vassell misnotaöi fjögur síðustu skotin sín og KR gat ekki treyst á hann í lokin í sókninni. Vassell átti þó góðan leik, skoraði 16 stig, tók 15 fráköst og gaf 5 stoösendingar. IÁrangur Grindavikur á hcimavelli í vetur. Grind- víkingar eru þar með 94% sigurhlutfall í deildinni (10-1), bikar (1-0), eggjabik- ar (2-0) og úrslitakeppni (5-0) og hafa unnið þar sjö leiki i röð en KR er aftur á móti eina liðið til vinna í Röstinni í vetur. -ÓÓJ fyrirliðans réð úrslitum í dramatískum leik í Röstinni í gærkvöld DV.Grindavík Það var ótrúlegur taugatitringur í Röstinni i gærkvöld þegar Grindvíkingar og KR hófu einvígið um sjálfan islandsmeistaratitilinn, bæði í leikmönnum og í stúkunni. KR-ingar hófu leikinn betur, komust í 2-8 og 6-10, en þá komu 9 stig í röð frá Grindvíkingum (15-10) við gífurlegan fögnuð stuðningsmanna þeirra og eftir það skiptust liðin á um forustuna. Barist var af mikilli hörku um alla bolta, nokkuð um mistök á báða bóga og loftið var rafmagnaö. Pressan skilaöi Bæði liðin léku maður á mann vöm mestan hluta hálfleiksins, en Grindvíkingar settu upp 3-2 svæðisvöm og pressuðu nokkuð stift undir lokin og náðu að leiða í hléi, 31-28. Brenton var með 17 af 31 stigi heimamanna í fyrri hálfleik (54,8%). Grindvíkingar hófu seinni hálfleikinn með stórgóðum kafla og náðu 10 stiga forustu, 38-28, en KR-ingar svöruðu með 10 stigum i röð og allt var í járnum á ný. Um miðjan hálfleikinn var staðan 48-47. Skömmu síðar náðu KR-ingar fimm stiga forskoti með fallegum þristi frá Jakobi Erni (50-55), en Dagur og Guðlaugur svöruðu með þristum (56-55). Óíþróttamannslegar villur Nokkru síðar var dæmd óíþróttamannaleg villa á Vassel og síðan önnur á Arnar Kárason og heimamenn sigu fram úr, en þá smellti Ólafur Jón fallegri 3ja stiga körfu og allt í jámum enn. Jesper Sörensen náði að jafna leikinn þegar um 15 sekúndur voru eftir (64-64). Grindvíkingar hófu sókn og Pétur fyrirliði Guðmundsson innsiglaði sigurinn með þristi sem hann og stuðningsmenn Grindvikinga gleyma aldrei! Grindvíkingar hafa sýnt mikinn styrk á lokasekúndum síðustu þriggja leikja liðsins í úrslitakeppninni sem þeir hafa alla unnið með dramatískum sigurkörfum og það eru þessar körfur sem færa liðum titla. Brenton bestur Sem fyrr var Brenton bestur Grindvikinga (13/14 i vítum, 6 fráköst), einnig léku Dagur (9 fráköst), Pétur og Bergur vel. Hjá KR bar mest á Vassel (15 fráköst) og Bow, einnig áttu Jón Amór og Jakob Örn góða spretti. Vítanýting KR-liðsins var afleit í gærkvöld, það hitti úr aðeins 3 af 12 vítaskotum sinum eða 25% sem dugir engan veginn í svona baráttu þar sem allt skiptir máli. Staðan er því 1-0 fyrir Grindavík og næsti leikur verður í vesturbænum á miðvikudag. KR- ingar er ósigraðir á heimavelli í úrslitakeppninni líkt og Grindavík og gera allt til þess að Grindavík geti ekki fagnað titlinum á heimavelli í þriðja leik. -bb 0-5, 2-8, 6-10, 15-10, 17-17, 17-21, 19-23, 25-23, 25-26, 29-26, 31-26, (31-28), 38-28, 38-38, 40-41, 44—42, 48-46, 48-52, 50-55, 56-55, 56-57, 64-62, 64-64, 67-64. 29 Brenton Birmingham 28 Dagur Þórisson 8 Bergur Hinriksson 8 Guðlaugur Eyjólfsson 7 Pétur Guðmundsson 7 Bjami Magnússon 4 Alexander Ermolinskij 4 Fráköst: Grindavík (9-20), KR 37 (11-26). 3ja stiga: Grindavík 21/6, KR 20/9. Dómarar (1-10): Sigmundur Már Herberts- son og Helgi Bragason (8). Gœöi leiks (1-10): 8. Jóntan Bow 17 Keith Vassell 16 Ólafur Jón Ormsson 8 Jón Amór Stefánsson 7 Jesper Sörensen 7 Jakob Siguröarson 6 Viti: Grindavík 26/21, KR 12/3. Áhorfendur: 850. Maður leiksins: Brenton Birmingham, Grindavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.