Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2000, Qupperneq 1

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2000, Qupperneq 1
17 Steinþorsson, þjálfari KR-inga í körfunni, lyfti íslandsbikarnum í gær á fyrsta ári sínu sem þjálfari liösins. DV-mynd E.ÓI. - á fyrsta ári Inga Þórs í þjálfarasætinu Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari ís- landsmeistara KR í körfuboltanum, hefur verið iðinn við að ná i titla í yngri flokkum KR undanfarin ár en í gær varð hann fyrstur íslenskra þjálf- ara í 21 ár tO að koma íslandsbikarn- um í vesturbæinn og það í fyrstu til- raun sem þjálfari meistaraflokks. Leikurinn byrjaði ekki vel? „Við voriun afleitir í byrjun leiks en héldum okkur á lífi með vöminni og við sýndum gríðarlegan karakter með því að halda okkur inni í leikn- um þrátt fyrir að sóknin hafi gengið svona illa. Við fórum yfir stöðuna í hálfleik og ákváðum að þeir fengu ekki fleiri sóknarfráköst sem þeir og fengu ekki og hitt fylgdi í kjölfarið." Þið byrjið seinni hálfieik af rosa- krafti og skorið fyrstu 14 stigin. „Ég spurði menn bara hvort þeim langaði virkilega aftur til Grindavík- ur eða hvort þeir ætluðu að sína smá- stolt og vinna þetta héma á heima- velli og þeir sýndu það inn á velli.“ Breiddin og vörnin er grunnur- inn að þessu sterka KR-liði? „Við höfum náð að rúlla á öllum mönnum og það er enginn það mikil- vægur að hann verði að spila og ef menn eru þreyttir þá er alltaf vara- maður tilbúinn. Þetta gerir menn bara betri og samkeppnin í liðinu er gríðarleg." Bjóstu við að þú kæmist svo langt með liðið þegar þú tókst við því í haust? „Nei, nei, við fórum af stað bara með Jónatan sem útlending en eftir að við fengum Keith þá stefndum við að engu öðru en að fara alla leið. Það hef- ur gengið á ýmsu í vetur og á tímabili vom 9 af 16 manna hóp meiddir. Það komu ungir menn inn á meðan og fengu góða reynslu og í dag er ég með sem dæmi tvo menn, þá Arnar Kára- son og Guðmund Magnússon fyrir utan hópinn, sem hlýtur að sýna mik- inn styrk þessa leikmannahóps." Er ekki mikill sigur fyrir félagið og yngriflokkastarfið að þessi sigur er að vinnast á ungu strákunum? „Ég hef starfað í tíu ár með yngri flokka og þessa stráka sem eru að koma upp og ef ég myndi ekki nota strákana þá væri ég ekki í þessu. Ég hef stefnt að þessu allan tímann að byggja upp sterka leikmenn með hjálp góðra manna og þeirra þjálfara sem hafa lagt granninn að góðum flokkum hér. Fyrir utan hópinn erum við enn með gríðarlega sterka stráka sem spila vel með sínum flokkum og voru viðloðandi liðið í vetur. Leikmanna- hópurinn í upphafi og lok árs er gjör- breyttur og liðið hefur þroskast gríð- arlega hratt.“ Ólafur Ormsson hefur verið frá- bær í vetur? „Það er frábært að hafa hann i sínu liði. Hann er aðeins 23 ára en spilaði í vetur eins og sá sem valdið hefur. Eitt af fyrstu verkum mínum var að fá hann aftur heim og byggja síðan í kringum hann. Honum leist ekki alltof vel á í byrjun en á fyrsta fundin- um vora sögð orð sem rættust í dag (gær),“ sagði Ingi Þór Steinþórsson sigureifur í leikslok í gær. -ÓÓJ Sigurður þjálfar HK Sigurður Gunnarsson hefur verið ráðinn þjálfari 1. deildarliðs HK í handknattleik. Sigurður býr yfir mikilli reynslu sem þjálfari en á þeim vígstöðvum hefur hann stjórnað Víkingum, Haukum og Eyjamönnum. Sigurður tekur við af nafna sínum Sveinssyni sem þjálfað hafði liðið síðustu fimm ár. Flest bendir til að HK-menn haldi flestum liðsmönnum sínum nema að ákveðið hefur verið að Alexander Amarson fari til þýska liðsins Regensbiu-g. -JKS KR-ingar enduðu tíu ár bið sina i gær: Miövikudagur 26. april 2000 dvsport@ff.is Guðleif bætir enn metið sitt Guðleif Harðardóttir úr IR setti um helgina nýtt Islandsmet í sleggjukasti á frjálsíþróttamóti í Ge- Georgíuriki í Bandaríkjunum. Guð- leif kastaði sleggjunni 47,44 metra en gamla metið sem hún átti sjálf var 46.12 metrar og var það sett fyr- ir skemmstu. Guðleif, sem leggur stund á nám ytra samhliða íþróttaiðkun, hefur bætt sig um tvo metra á einu ári síð- an hún fór utan. -JKS Afram fylgst með Eið Smára Eiður Smári Guðjohnsen, sem leikið hefur sérlega vel með Bolton á tímabilinu, er áfram undir smásjánni hjá nokkrum stórklúbbum á Bretlandseyjum. Um helgina gerði aðalnjósnari Newcastle, Mick Wadsworth, sér enn eina ferðina á leik með Bolton gagngert til að fylgjast með Eið Smára. Skosku liðin Celtic og Rangers hafa einnig verið menn á sínum snærum á síðustu leikjum Bolton. Ef Bolton tekst ekki að fara upp í úrvalsdeildina er talið full- víst að liðið missi íslendinginn sem metinn er á fimm milljónir sterlingspunda. -JKS Guðmundur í viðræðum við FH og Stjörnuna - hefur áhuga á að þjálfa erlendis Guðmundur Karlsson, sem gerði Hauka að íslandsmeisturum í hand- knattleik í fyrrakvöld, lætur sem kunnugt er af störfum hjá félaginu. Hann hefur átt í viðræðum við FH og Stjörnuna en þær eru að fram- stigi eins og hann komst sjálfur að orði í samtali við blaðið í gærkvöld. „Þessi mál eiga eftir að skýrast á næstunni. Ég ákvað að leggja alla mína krafta í Haukaliðið áður en ég færi að líta í kring að nýjum starfs- vettvangi. Mig langar að nýta betur þá þekkingu og reynslu sem mér hefur áskotnast í þjálfuninni. Hvort sem það verður hér á landi eða er- lendis verður tíminn einn að leiða í ljós. Ég er alveg eins volgur fyrir því að fara erlendis en öll þessi mál eru á byrjunarreit. Við verðum bara að bíða og sjá hvað setur í þessum efnum,“ sagði Guðmundur Karlsson í samtali við DV í gær- kvöld. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.