Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2000, Síða 3
18
MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2000
MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2000
31
Sport
Bland í poka
Uppskeruhátió eldri og yngri flokka
FH í handbolta eru fram undan. Eldri
flokkar verða í A-Hansen fostudaginn
28. apríl. Viöurkenningar verða af-
hentar, maturinn þriréttaður á kr.
1.100 og dansað verður fram á morg-
un. Flokkarnir sjá um skemmtiatriði.
Yngri flokkar verða í Kaplakrika
sunnudaginn 14. maí kl. 14.00. Viður-
kenningar verða afhentar og farið i
leiki. Krakkar fjölmennið og takið
foreldrana með.
Kiel sigraði Barcelona í fyrri leik
liðanna í úrslitum meistaradeildar
Evrópu í handknattleik. Lokatölur
leiksins uröu, 28-25, og verður síðari
leikurinn háður í Barcelona um
næstu helgi. Júgóslavinn Nenad Per-
unicic var markahæstur hjá Kiel og
skoraöi 11 mörk en Daninn Nikolaj
Jakobsen skoraði sjö mörk. Hjá
Barcelona skoraði Urdangarin flmm
mörk. Þess má geta að Barcelona hef-
ur orðið Evrópumeistari síðustu fjög-
ur árin.
Ipsuiich sigraöi Crystal Palace, 1-0, í
1. deild ensku knattspyrnunnar í
gærkvöld. Þetta var mikilvægur sig-
ur hjá Ipswich sem á enn möguleika
að vinna sér sæti 1 ensku úrvalsdeild-
innni. Charlton er efst með 91 stig,
Manchester City hefúr 83 stig og
Ipswich 81 stig.
-JKS
Hvað sögðu þeir?
Pétur
Guðmundsson
„Við spiluðum ekki vel í
þessari seríu, en eins og alltaf
spilar maður aldrei betur en
andstæðingurinn leyfir manni.
Þeir voru tilbúnir í þessum
leikjum sem þeir unnu en við
vorum á hælunum allan timann.
Þeir eiga heiður skilinn fyrir
sigurinn, liðið er gott og ungu
strákamir þeirra eru ekki
lengur bara efnilegir, þeir eru
einfaldiega góðir. Þeir nutu góös
af því að margir aðrir lentu í
meiðslum. Þeir fengu því að
spila meira og öðlast frekari
leikreynslu."
Einar Einarsson
„Það sem varð okkur að falli
var að við gerðum of mikið af
mistökum sem urðu okkur
dýrkeypt. Mistökin voru þess
eðlis að við vorum bara að rétta
þeim boltann og þeir gengu á
lagiö. Mér fannst við leika vel en
við féllum á okkar eigin bragði,
vorum of góðir við þá og geröum
mistök á mikilvægum
augnablikum. Viö vorum með
leikinn í hendi okkar í byrjun,
en upphaf siðari hálíleiksins var
hörmuleg af okkar hálfu, gerðum
eins og áður segir of mikið af
mistökum sem kostuöu okkur
leikinn."
Brenton
„Við vissum að þetta yrðu
erfiðar viðureignir. Mér fannst
KR sýna aö þeir væru betra liðið
því þeir spiluðu frábærlega. Og
núna er mér ekki stætt á ööru en
að taka ofan fyrir þeim, því þeir
eru jú meistarar.
Það sem ég hefði viljað sjá
betur fara hjá okkur var þegar
þeim gekk vel, þá misstum við -
að mér meðtöldum - tök á
leiknum og fannst mér að við
hefðum mátt sýna meiri
sjálfstjóm. Þegar lið taka af
skarið í leiknum er nauðsynlegt
fyrir hinn aöilann að sýna
sjálfstjóm og missa ekki tök á
leiknum eins og við gerðum í
kvöld.“ -esá
NBA-DEILDIN
Úrslit í nótt (úrslitakeppni)
Miami-Detroit.............84-82
Mashbum 24, Mouming 22, Brown 12 -
Stackhouse 26, Mills 11, Curry 10.
SA Spurs-Phoenix .........85-70
Robinson 25, Johnson 21, Elliot 13 -
Hardaway 19, Rogers 18, Robinson 11.
Sport
Ingi Þór Steinþórsson. þjálfari KR, fékk yfir
sig vatnsgusu um leiö og lokaflauta
íslandsmótsins gall og íslandsbikarinn var
kominn í vesturbæinn eftir tíu ára fjarveru.
DV-mynd E. Ol,
m
mm
eftir að Islandsmeistaratitillinn kom í hús: 20 stiga sigur á Grindavík í fjórða úrslitaleiknum
KR-ingar urðu í gær íslandsmeistarar
í körfubolta á heimavelli sínum i Frosta-
skjóli þegar þeir unnu 20 stiga sigur á
Grindavík, 83-63, í kaflaskiptum leik eft-
ir að Grindavík hafði leitt framan af leik
og haft þrjú stig yfir í hálfleik.
KR-ingar eru einfaldlega bestir í dag
og sönnuðu það með því að fara fyrstir
liða í sögunni erfiðustu leiðina að
titlinum. KR varð fyrsta félagið í sögu
úrslitakeppninni til að fagna titlinum án
þess að hafa heimavallarrétt í einu
einasta einvígi í úrslitakeppninni.
KR-liðið virkaði taugaveiklað í upp-
hafi leiks. Hvort sem það var töfm á
leiknum vegna ljósavandræðanna eða
bara troðfullt húsið eða vegna þess að
bikarinn var kominn á borðið, þá tók
það KR-liðið allan fyrri hálfleik að ná
tökum á leik sínum. KR-ingar náðu ekki
að komast yfir fyrir hlé og þar sem KR -
ingar höfðu tapað öllum þremur leikjum
sínum í úrslitakeppninni í vetur einmitt
með þvi að vera undir í hálfleik, var ör-
ugglega farið að fara um suma KR-inga
því Grindvíkingar gátu verið að spilla
fýrirhugaðri sigurhátíð í Frostaskjólinu.
En hálfleiksræða Inga Þórs hreif og
það svo um munaði. KR-vömin hleypti
engum bolta í gegn fyrstu fimm mínútur
hálfleiksins og á meðan skoruðu þeir 14
stig í röð, komust í 45-34 og litu aldrei
aftur eftir það. Grindvíkingar gáfust þó
ekki upp og komu muninum niður í tvö
stig, 50-48, en þá þraut lykilmenn þrek á
meðan varamenn KR komu ferskir inn
af bekknum og KR-liðið sýndi meistara-
takta síðustu 10 mínútur leiksins og
skoraði þá 33 stig gegn 15, hittu úr 12 af
síðustu 17 skotum sínum og vann loks
tuttuga stiga sigur.
Grindavíkurliðið mætti einfaldlega
Olafur Jón Ormsson, fyrirliöi KR, tók viö Islandsbikarnum fyrstur KR-inga í tíu ár í gær en
Ólafur hefur veriö frábær í vetur og óumdeilanlega einn besti leikmaður íslandsmótsins.
ofjörlum sínum í þessu einvígi. Þrátt
fyrir að framan af hafi liðið leikið prýð-
isvel í gær og mun betur en á útivelli í
úrslitakeppninni til þessa misstu þeir
KR-inga á flug og eftir það var ekki aft-
ur snúið. Guðlaugur Eyjólfsson og Pétur
Guðmundsson voru mjög sterkir í upp-
hafi leiksins hjá Grindavík og gerðu 17
af fyrstu 29 stigunum en náðu ekki að
fylgja því eftir í seinni hálfleik. Alexand-
er Ermolinskij gerði vissulega sitt sem
og Brenton en það var ekki nóg og liðið
hrundi í seinni hálfleik.
KR-liðið sýndi á sér tvær hliðar en
smelli vörnin eins og hún gerði í seinni
hálfleik í gær á ekkert lið á íslandi svar
við henni. Keith Vassell, Jesper Sören-
sen og Jónatan Bow áttu allir mjög góð-
an dag og ekki má gleyma fyrirliðanum
Ólafi Ormssyni sem leggur ómetanlegt
starf tfl liðsins i baráttu og gríðarsterk-
um varnarleik auk afburðahittni.
Enn erum við ekki komin að ungu
strákunum. Jón Amór Stefánsson og
Jakob Sigurðarson komu sterkir inn og
leystu sín hlutverk óaöfmnanlega við
erfiðar aðstæður og þeir félagar geta
fylgt þessum sigri eftir með
íslandsmeistaratitlum í drengjaflokki og
unglingaflokki um næstu helgi. Þar bíða
fleiri strákar eftir tækifærinu sem
Jakob og Jón Arnór fengu nú og KR-ing-
ar geta treyst Inga þjálfara fyrir að
sækja áfram í brunninn. Ef haldið er
rétt á spUunum í vesturbænum gæti
þessi sigur í gærkvöldi aðeins verið upp-
hafið að miklu góðæri körfuboltans þar
á bæ.
Tii hamingju KR-ingar. -ÓÓJ
Keith Vassell, kanadíski leikmaöurinn hjá KR, fagnaöi gríöarlega þegar
hann loks fékk aö koma höndunum á islandsbikarinn. DV-mynd E.ÓI.
Ólafur Jón Ormsson, fyrirliði KR, í körfunni:
Höfum þroskast mikið
„Þessar viðureignir hafa fyrst og
fremst einkennst af baráttu. Leikurinn í
kvöld þróaðist þannig að við mættum
ekki tilbúnir tU leiks. Fyrri hálfleikur
var að mestu leyti slakur af okkar hálfu
en í hálfleik tókum við okkur saman í
andlitinu og spUuðum þann leik sem við
höfum veriö að spUa aö undanfomu.
Við höfum þroskast mikið síðan í
bikarúrslitaleiknum. Við lentum í
erfiðleikum en við lærðum mikið af þeim,
öðluðumst reynslu og liðið sem er í dag
er hreint út sagt frábær hópur,“ sagði
Ólafur Jón Ormsson sem hefur verið
ómetanlegur fyrir KR í vetur.
Erfitt að leika gegn Pétri
„Þetta voru hörkuleikir og persónulega
var mjög erfitt að leika gegn Pétri
Guðmundssyni. Hann er langt frá því að
vera grófur leikmaður en er svo
sannarlega mjög harður í horn að taka og
það gat verið frekar ergjandi. En gegn
mönnum eins og Brenton, sem mér fmnst
vera besti útlendingurinn í deUdinni,
verður liðsheUdin að virka og við
gerðum aUt sem við gátum tU að gera
honum erfltt fyrir,“ sagði Keith VasseU
sem kom aftur tU þess að vinna
íslandsbikarinn fyrir KR.
-esá
Meistarapunktar
KR-ingar unnu íslandsmeistaratitilinn í
níunda sinn í gær og í fyrsta sinn i tíu ár
en líkt og 1990 þá hófu þeir tímabilið á að
verða Reykjavíkurmeistarar og enduðu
það á að lyfta íslandsbikamum. Hvorug-
ur kom í vesturbæinn í miUitíöínni.
Ingi Þór Síeinþórsson varö þriðji ís-
lenski þjálfarinn á níu árum sem fagnaði
íslandsmeistaratitli á sínu fyrsta ári sem
meistaraflokksþjálfari en hann fylgdi þar
í fótspor Frióriks Inga Rúnarssonar
með Njarðvík 1991 og Siguröar Ingi-
mundarsonar með Keflavík 1997.
KR-ingar uróufyrsta félagið tii að verða
íslandsmeistari án þess að hafa heima-
vallarrétt i einu einasta einvígi. KR end-
aði í 5. sæti í deildinni í vetur, vann alla
fimm heimaleiki sína og stal einum úti-
sigri af öllum mótherjum sínum, Tinda-
stól, Njarðvík og Grindavík. KR-ingar
fóru vissulega erfuðustu leiðina að titlin-
um því í átta liða úrslitunum unnu þeir
eggjabikarmeistarana; bikarmeistarana
lögðu þeir i undanúrslitunum og loks bik-
armeistarana í úrslitunum.
Þetla er í fimmta sinn frá upphafl og
annað árið í röð sem sömu lið mætast í
bikarúrslitaleik og úrslitaleikjum um Is-
landsmeistartitilinn og í tjórða skiptiö
skiptu liðin á milli sín titilinum. Eina lið-
ið til að vinna tvöfalt á því að vinna sama
liöið var Njarðvík sem vann Val tvisvar
1987, 91-69 í úrslitaleik bikarins og 2-0 í
úrslitunum um íslandsbikarinn.
KR-ingar fögnuöu íslandsbikarnum á
fyrsta ári sínu í nýja íþróttahúsi sínu við
Frostaskjól en liðið vann 14 af 18 leikjum
sínum í vetur, 8 af 11 í deildinni, 1 af 2 í
Eggjabikar og alia flmm leikina í úrslita-
keppninni.
-ÓÓJ
KR (31) 83 - Grindavík (34) 63
2—Q, 2-4, 6-6, 6-13, 9-20,11-22, 14-25,19-29, 23-29, 24-32, 31-32, (31-34), 45-34, 45-39,
48-39, 50-51, 50-48, 53-51, 59-51, 59-53, 64-53, 69-57, 77-57, 79-63, 83-63.
Fráköst: KR 40 (11-29),
Grindavík 27 (7-20).
3ja stiga: KR 21/7,
Grindavík 24/6.
Keith Vassell 21
(18 fráköst, 6 f sókn)
Jónatan Bow 14
Jesper Sörensen 14
Ólafur Ormsson 12
(9 fráköst, 6 stolnir)
Jón Amór Stefánsson 9
(4 stolnir, 3 stoðsendingar)
Jakob Siguröarson 6
Steinar Kaldal 5
Ólafur Már Ægisson 2
Dómarar (1-10): Jón
Bender og Sigmundur Már
Herbertsson (8).
Gteði leiks (1-10): 8.
Víti: KR 20/14, Grindavík
8/7 .
Áhorfendur: 1200.
Brenton Birmingham 18
(7 fráköst, 7 stoðsendingar,
hitti úr 8 af 21 skoti)
Guðiaugur Eyjólfsson 14
Pétur Guðmundsson 13
Sævar Garðarsson 7
Alexander Ermolinskij 7
(11 fráköst, 4 stolnir)
Bergur Hinriksson 4
Maöur leiksins: Keith Vassell, KR
■ ■■