Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2000, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2000, Side 5
Ifókus ViKan 51—........1,1. maí 1 1 f 1 6 SU A vinna í prentverki í sumar gefst ungu fólki tœkifœri til ad vinna í prentun og bókbandi. Nokkur prentfyrirtoeki (Reykjavík og ó Akureyri í samvinnu vid Samtök iðnaðarins og Félag bókagerðarmanna munu bjóða ungu fólki að starfa hjó þeim f sumar. Þarna gefst ungu fólki 18 óra og eldri tœkifœri ó að kynnast þeim fjölbreyttu möguleikum sem þessi starfsgrein býður uppó. Laun verða greidd samkvœmt launatöxtum FBM og SA. Þeir sem hafa óhuga ó að kynna sér spennandi framtíð í prentiðnaðinum eru beðnir að hafa samband við Prenttœknistofnun Faxafeni 10,108 Reykjavfk sem veitir nónari upplýsingar. Umsóknarfrestur er til 15. maí. Prenttæknistofnun Faxafen 10*108 Reykjavík • Sfmi 588 0720 • pts@pts.is Leikstjóri For Love of the Game er Sam Raimi. Það er ekki langt síðan mynd eftir hann var hér sýnd á hvítu tjaldi en það var A Simple Plan. Hin illu dauðyfli Sam Raimi er áhugaverður leikstjóri og vert að sperra eyrun þegar hann kemur í bíó. Að vísu hljómar „rómantiskt hafnabolta- drama með Kevin Costner“ ekki vel en maður veit aldrei, hún gæti verið góð. Upphaf ferils Raimis er flott. Á unglingsárunum dundaði hann sér mikið við að gera heimatil- búnar hryllingsmyndir. Þessi ástríða hans varð til þess að hann stofnaði Renaissance Pict- ures með Rob Tapert og snill- ingnrnn Bruce Campbell. Fyrsta mynd þeirra félaga, The Evil Dead, var skrifuð og henni leik- stýrt af Raimi, Tapert framleiddi og Campbell lék aðalhlutverkið. Þó svo að þeir hefðu gert hana fyrir nánast ekkert fé varð hún strax költsprengja í Evrópu og vakti mikla athygli á Cannes-há- tíðinni. Þeir fylgdu henni eftir með The Evil Dead II: Dead By Dawn. Síðan þá hefur Raimi gert nokkrar myndir: Darkman, The Evil Dead IH: The Army of Dark- ness, The Quick and the Dead og A Simple Plan. Raimi skrifaði einnig eitt handrit fyrir vini sína, þá Coen-bræður, The Hudsucker Proxy. Leikurinn eini For Love of the Game fjallar um hafnaboltahetjuna Billy Chapel sem hefur séð fífil sinn fegurri. Eftir 20 ár á toppnum á að skipta honum út fyrir yngri og ferskari mann. Það er þó ekki all- ur harmleikurinn, konan hans (Kelly Preston) ætlar líka að fara frá honum. Við fylgjumst með honum fyrir og í einum leik þar sem hann stendur úti á miðjum velli og kastar bolta í átt að öðr- Það mætti halda að bandarískar íþróttir væru þema bíófrumsýn- inganna þessa helgina. Auk rugby-myndar Stone mætir Costnerínn sjálfur í hafnaboltagalla í myndinni For Love of the Game. Hún er frumsýnd í Regnboganum. mn mönnum á milli þess sem hann vegur og metur stöðu sína. Myndin er tekin upp á Yankee- vellinum í New York. Það var ekki auðvelt fyrir framleiðend- urna að fá völlinn. Þeir höfðu reynt án afláts og voru að fara að gefast upp þegar George Stein- brennér, eigandi N.Y. Yankees, frétti að Kevin Costner ætti að vera í myndinni. Þar sem svona menn eru alltaf í stórkallaleik leyfði hann vini sínum Kevin að fá að nota völlinn. Kevin Costner hefur verið ansi mistækur í gegnum tíðina. • Það er óþarft að vera að telja upp all- ar slæmu myndirnar hans og þær nokkrar sem eitthvað er var- ið í. Hann hefur tvisvar áður leikið i hafnaboltamyndum: Bull Durham og Field of Dreams. Auk Costners leika í myndinni Kelly Preston (Jerry Maguire) og John C. Reilly (Magnolia, Thin Red Line, Boogie Nights). Tryggðu þér betri einkunn með því að láta okkur ganga frá ritgerðinni þinni á skemmtilegan og glæsilegan hátt. Kennarar eru mannlegir. Góð framsetning skapar jákvæðari afstöðu þeirra sem annarra. Þú þarft aðeins að koma með ritgerðina þína á diski. Við setjum hana upp fyrir þig, litljósritum og bindum inn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.