Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2000, Side 1

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2000, Side 1
ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000 Bílþjófar stöðvaðir Ms. 22 Spennandi leikur á leiðinni Ms.23 Ríkustu menn heims Ms. 18 tölvui tækni og vísinda PlayStation Napster fær lög- mann MP3-dreifingarþj ón- ustan Napster hefur ráðið einn helsta þungavigtarlög- manninn vestanhafs til að sjá um vöm fyrirtækisins í málaferlum gegn fyrirtækinu sem standa fyrir dyrum. David Boies heitir hann og er hvað helst þekktur um þessar mundir fyrir að hafa tætt varnir Microsoft í sundur á meðan á Microsoft- málaferlunum stóð. Boies varð þó fyrst þekktur á áttunda áratugn- um þegar honum tókst að verja IBM fyrir ákærum um einokunartil- burði. Það eru samtök tónlistarút- gefenda í Bandaríkjunum sem stefna Napster fyrir rétti og vonast þau til að lögbann verði sett á starf- semi fyrirtækisins. Búist er við að málaferlin hefjist í San Fransisco í seinni hluta næsta mánaðar. Ósýnilegur smokkur Ný tegund getnaðar- varnar og varnar gegn kynsjúkdóm- um, sem kölluð hef- ur verið ósýnilegur smokkur, er nú í prófun. Þetta er nokkurs konar gel í vökvaformi sem er sett inn i leggöngin. Gelið er gegnsætt, lyktar- og litarlaust og finnur hvorki konan né félagi hennar fyrir því eftir að því hefur verið komið fyrir. Það eru kanadískir vísindamenn sem eru að þróa þessa vöm og hafa stundað rannsóknir á henni í níu ár. Prófan- ir sem gerðar hafa verið á músum hafa leitt í ljós að þessi lausn virkar vel í a.m.k. tvo klukkutíma við stofuhita. Ekki er vitað hvenær lík- legt er að ósýnilegi smokkurinn komi á markað en sennilega taka prófanimar nokkur ár i viðbót áður en almenn sala verður leyfð. Fílskálfurinn liggur hér nýfæddur á heimili sínu í Zurich og stolt móðirin skoðar afkvæmið. Asíski filiinn Ceyla- Himali fjölgaði fila- kyninu fyrir skömmu í dýragarðinum í Zúrich. Fæðingin var send út beint á Internetinu með hjálp tveggja netmyndavéla og er þetta í fyrsta sinn sem fill kemur i heiminn fyrir framan vökul augu netverja. Um 46.000 manns höfðu skráð sig á lista fyrir fæðinguna og var þeim öO- um gert viövart með tölvupósti er ljóst þótti að fiOinn myndi koma í heiminn innan stundar. Þetta framtak þeirra Zúrich- manna vakti verulega athygli meðal netverja og var greint frá því í fjöl- miðlum víða, m.a. hér í DV-Heimi. Vikumar áður en fæðingin átti sér stað fékk heimasíða dýragarðsins 1,4 miOjónir heimsókna frá áhugamönn- um um Ceyla-Himali og afkvæmi hennar. Afkvæmið reynist vera karlkyns, hraustur 140 kOóa kálfur, sem sjá má hér á forsíðumyndunum ásamt móð- ur sinni. Á heimasíðu Zúrich-dýragarðsins hefur verið reglulega sent út frá lífi fílssnáðans og hafa útsendingamar verið mjög vinsælar. Hann braggast vel og er farinn að kynnast öOum hinum fílunum á svæðinu. Þeir sem vOja frétta meira af Ceylu-Himali og syni hennar geta komist á heimasíðu dýragarðsins með þvi að slá inn slóð- ina littP://www./,oo.di — Ferðir innanlands 20 síðna sérblað um ferðir innanlands fylgir DV á morgun. Meðal efnis: Feröir fyrir fjölskylduna þar sem áhersla er lögö á útivist, afþreyingu og skemmtun fyrir fjölskyldur og hóþa. Sagt verður frá því sem hæst ber í sumar á stöðum vítt og breitt um landiö. Auk þess veröur fjallað um útivist: gönguferðir og leiðsögn, hestaferðir, bátsferöir, fjalla- og jeppaferðir, flug, veiði, skíðasvæöi o.fl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.