Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2000, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2000, Side 2
ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000 18 Gerir 1? IV u tólvun tatkni og visinda Bluetooth-tæknin aö verða að veruleika: snúrurnar úreltar - 2000 fyrirtæki með Bluetooth-lausnir i vinnslu Meöal þess gagns sem Bluetooth getur gert er aö ekki er lengur þörf á aö hafa snúru milli gsm-síma og heyrnartóls fyrir símann. Starfsmaöur Ericsson sýnir hér slík tól. Hinir ófáu metr- ar af köplum og snúrum sem nauðsynlegir eru í dag til að tengja saman helstu nútímatól og tæki gætu heyrt sögunni til ef tækni nokkur sem nefnd er eftir víkingi nær fótfestu. í síðustu viku var haldin ráðstefna í Monte Carlo til heiðurs þessari tækni en hún kallast „Bluetooth" á ensku í höfuðið á Haraldi blátönn Noregskonungi sem réð ríkjum í Ekki verður lengur þörf á að fínna rétta snúru- tegund, rétt millistykki og réttan hugbúnað til að flytja gögn frá einu tæki í annað. Blue- tooth gerir tækjunum mögulegt að skiptast á gögnum svo lengi sem þau eru í innan við 10 metra fjarlægð hvert frá öðru. Noregi og Danmörku á árunum 940 til 981. Haraldur var þekktur fyrir að vilja frekar fara samningaleiðina heldur en berjast og því er ekki úr vegi að nefna nýja samskiptatækni eftir honum. Sú staðreynd aö tvö helstu fyrirtækin á bak við Blu- etooth-tæknina eru skandinavísk, Ericsson og Nokia, eykur svo enn tengslin við víkingana. Bluetooth-tæknin byggir á því að gera öllum tegundum tækja, farsím- um, tölvum, ísskápum og þar fram eftir götunum mögulegt að skiptast þráðlaust á gögnum án allra vand- ræða ef þau hafa innbyggð Blue- tooth-senditæki. Ekki verður lengur þörf á að finna rétta snúrutegund, rétt millistykki og réttan hugbúnað til aö flytja gögn frá einu tæki í ann- að. Bluetooth gerir tækjunum mögulegt að skiptast á gögnum svo lengi sem þau eru í innan við 10 metra fjarlægð hvert frá öðru. 1.600 hopp á sekúndu Þróun Bluetooth hófst fyrir sex árum og í dag eru næstum 2.000 fyr- irtæki að vinna að þróun á vörum og þjónustu sem nýta sér þessa út- varpstækni. Hún notar 2,4 GHz bylgjulengd sem í flestum löndum er nýtt fyrir iðnaðar-, vísinda- og læknistól. í flestum löndum er hverjum sem er leyfilegt að nýta þessa bylgjulengd að undanskildu Frakklandi og Spáni en verið er að vinna í að afnema takmarkanimar í þessum löndum á 2,4 GHz bylgju- lengdinni. Tæki eins og þráðlaus tölvunet á skrifstofum, örbylgjuofnar og fjar- stýrðir bílskúrsdyraopnarar nýta einnig þessa bylgjulengd. Bluetooth truflar þó ekki þau tæki sem fyrir er með því að klippa gagnasending- arnar niöur í smáa pakka og senda þá á mismunandi tíönisviðum. Blu- etooth-tæki hoppa 1.600 sinnum á sekúndu milli 79 mismunandi rása. Meö farmiðann í símanum Meðal þess gagns sem Bluetooth gæti gert, auk þess að losa fólk við allar snúrurnar, er að símunum gæti fækkað. í stað þess að vera með farsíma úti í bæ, snúrusíma á heimilinu og mótald í tölvunni get- ur einn Bluetooth-sími gegnt öllum þessum hlutverkum. Fjölbreyttari notkunarmöguleikar eru einnig í burðarliðnum. Dæmi um eitt til- raunaverkefni með Bluetooth er frá Svíþjóð þar sem veriö er að reyna að nýta farsíma sem lestarmiða. Farþegar geta pantað miða með tölvu sinni á Netinu og vistað upp- lýsingar um það á símanum sínum. Þegar þeir setjast um borð í lestina sér Bluetooth-netþjónn í lestinni um að hafa samskipti við síma farþeg- ans til að athuga hvort hann hafi réttan lestarmiða og sitji á réttum stað. Ericsson kynnti fyrr í mánuðin- um fyrsta farsímann sem nýtir Blu- etooth-tækni. Bluetooth-kort fyrir heimilistölvur munu að öllum lík- indum koma á markaðinn seinna á árinu. Nýtt netsamfélag sett á laggirnar: Heppilegt fyrir rugludalla - Hugi.is tengir saman fólk með sömu áhugamál Síðastliðinn fostudag var opnaður nýr áhugamálavefur og er markmiðið að skapa samfé- lag fólks með sömu áhugamál á Netinu. „Þessi vefur á sér enga hliðstæðu og kem- ur að góðum notum fyrir rugludalla sem vilja fá fréttir, kjaftasögur og spjall um áhugamál sín á einum stað,“ eins og aðstandendur hans orða það. Hugi.is heitir hann og heldur utan um safn af netsíðum og frétt- um um ákveðin áhugamál. Til að byrja með eru það áhugamenn um Quake, Halflife, Formúlu 1, tölvu- tónlist og mp3, fljúgandi furðuhluti og DVD sem fá inni á síðunni en fljótlega munu svo fleiri málefni fá sinn hluta af Huga.is. Þjónustan virkar þannig að áhugasamir skrá sig á Huga.is, þar sem þeir fá sitt netfang og sína eig- in síðu og sníða vefinn að eigin ósk- Til að byrja með eru það áhugamenn um Quake, Halflife, For- múlu 1, tölvutónlist og mp3, fljúgandi furðu- hlutiog DVDsemfá inni á síðunni en fljót- lega munu svo fleiri málefni fá sinn hluta af Huga.is. um. Notendur geta síðan skoðað alls kyns upplýsingar um áhugamál sín, síður því tengdar og skipst á skoð- unum viö aðra sem hafa sömu áhugamál. Þeir fá ýmiss konar frétt- ir um efniö og með tímanum afla þeir sér aukinna réttinda á vefnum til að ritstýra sínu áhugasviði. Vef- urinn er þannig ritstýrður af not- endum sjálfum. Á Huga.is eru spjallrásir, spjallsíður, greinar, fréttir og margt fleira. Notendur sem taka virkan þátt í samfélaginu fá stig. Stig fást fyrir innsendar greinar, að vera á spjall- rásinni, skrifa á korkinn o.s.frv. Með auknum stigafiölda geta menn orðið leiðtogar á vefnum og öðlast aukin réttindi sem felast m.a. í því að ekki þarf að samþykkja greinar sem þeir senda inn á vefinn, þeir geta öðlast réttindi til að samþykkja greinar frá öðrum o.fl. Þannig geta áhugasamir unnið sig upp í Huga- samfélaginu með því að taka virkan þátt í þvi sem þar fer fram. Áhugamenn um Formúlu 1 eru meðal þeirra sem geta fundiö eitthvaö viö sitt hæfi á Hugi.is til aö byrja meö. Listinn yfir ríkasta fólk í heimi: Hátæknijöfrar í efstu sætum - þrátt fyrir niðursveiflu í verði hlutabréfa Bill Gates er ríkasti maður í heimi en forskot hans í þeim efnum hefur minnkaö veru- lega aö undanförnu. en Heimsins ríkasta fólk kemur úr há- tæknibransanum samkvæmt nýjasta lista Forbes-tímarits- ins yfir þá sem eru loðnastir um lófana. Hrun verðs á hlutabréfúm í Microsoft gerir það verkum að forskot Bill Gates á alla aðra á listanum hefur minnkað verulega. Helsti keppi- nautur hans nú er Larry Ellison frá helsta keppinaut Microsoft í hug búnaðargeiranum, Oracle Corp. Á undanfórnum mánuðum hefur verð hlutabréfa Oracle aukist fimmfalt á meðan Microsoft lækkaði um helming í verði eft- ir úrskurðinn í Microsoft- réttarhöldunum. Þrátt fyrir það er Gates með nokkuð örugga forystu hann er inn eiga 60 milljarða doUara (um 4.600 miUjarða króna) á með- an EUison á um 47 miUjarða doUara (um 3.600 miUj- arða króna). Gates er ekki eini fuUtrúi Microsoft á þessum lista því Paul AUen, einn stofnenda fyrirtæk- isins, og Steve Ballmer, núverandi framkvæmdastjóri Microsoft, eru einnig ofarlega á listanum. En þrátt fyrir að forystumenn úr hátækniiðnaði séu ofarlega á blaði hjá Forbes hefur lækkun hlutabréfa í hátæknifyr- irtækjum mánuði tekið veruleg- an toU af auði þeirra. Einna verst úti varð jap- anski far- símajöf- urinn Ya- sumitsu Shigeta en auð- ur hans hrundi úr 39 miUjörð- um doUara niður í 1,7 miUjarð á örfáum mán- uðum fyrr í vetur. TúIjui

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.