Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2000, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2000, Page 5
ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000 tölvu-i takni og visinda Gagnabanki íslands fær alþjóðlega viðurkenningu: 21 Flest verðlaun á Sophos-ráðstefnu • - íslensk aðferð við markaðssetningu nýtt erlendis Heiöar Kristinsson, vöru- og kynningastjóri Gagnabanka Islands, sýnir stoltur alþjóölegar viöurkenningar fyrir vel ? unnin störf viö sölu Sophos Anti-Virus-Veiruvarnarforritsins hér á landi. Fyrir stuttu var haldin alheims- ráðstefha á veg- um Sophos Anti- Virus veiruvarn- arforritsins í London á Englandi. Þetta er árleg ráðstefna þar sem endursöluaðilar koma saman til að ræða ýmis mál hvað varðar víru- svamir. Heiðar Kristinsson frá Gagnabanka íslands sat þessa ráð- stefnu i fyrsta sinn þar sem fyrirtæki hans hóf sölu Sophos Anti-Virus í des- ember siðastliðnum og hélt hann einnig fyrirlestur um markaðssetn- ingu og markaðinn á íslandi. Gagnabanki íslands hefur ekki ver- ið umboðsaðili fyrir veiruvarnarfor- ritið í langan tíma en hefur greiniiega nýtt þann stutta tíma vel, því fyrir- tækið fékk þrenn verðlaun í sérstakri verðlaunaafhendingu á ráðstefnunni - flest verðlaun þeirra landa sem þátt tóku í ráðstefnunni. DV-Heimur hafði því samband við Heiðar og bað hann að segja nánar frá þessum árangri Gagnabanka íslands. Markaðssókn vekur athygli „Við fengum verðlaun fyrir bestu markaðshugmyndirnar, við vorum valdir sem bestu nýju söluaðilar Sophos Anti-Virus og fengum að auki verðlaun fyrir bestu hugmynd um nýjung á heimasíðu Sophos Anti-Vir- us,“ sagði Heiðar. „Þetta er auðvitað mikil viðurkenning fyrir okkur, sér- staklega i ljósi þess hve stutt er síðan við hófum að kynna þennan hugbún- að á íslandi. Erlendis hefur Sophos víða gríðarlega góða markaðsstöðu og hefur haft um nokkurra ára skeið og því var skemmtilegt að skáka öðrum stærri, sterkari og reyndari umboðs- aðilum þegar viðurkenningar voru veittar." Gagnabanki íslands hefur ekki verið um- boðsaðili fyrir veiru- varnarforritið í langan tíma en hefur greini- lega nýtt þann stutta tíma vel, því fyrirtækið fékk þrenn verðiaun í sérstakri verðlaunaaf- hendingu á ráðstefn- unni - flest verðlaun þeirra ianda sem þátt tóku í ráðstefnunni. Heiðar segir jafnframt að yfirmenn markaðsmála hjá Sophos hafi sýnt markaðssókn Gagnabanka íslands mikinn áhuga og hyggjast prófa „ís- lenska módelið" víðar. „Helsti munur- inn á því sem við gerum og þvi sem tíðkast annars staðar er að við kynn- um okkur beint til fyrirtækjanna á meðan útlendingarnir reyna að ná til þeirra i gegnum auglýsingastofurnar. Þetta kemur sjáifsagt mikið til vegna smæðar markaðarins hér en engu að síður geta aðferðir okkar einnig átt erindi í fjölmennari löndum að okkar mati,“ segir Heiðar. Meðal þess sem kom annars fram á ráðstefnunni að sögn Heiðars var að gríðarlegur vöxtur hefur verið á Soph- os Anti-Virus í heiminum að undan- förnu. Til að mynda hefur fyrirtækið tvöfaldað hagnað sinn á síðasta ári en önnur fyrirtæki á þessum markaði hafa ekki náð eins mikilli söluaukn- ingu og hagnaði á heimsvísu. -KJA mrwwmwm Geimstöðin Mír fær heimsókn innan skamms: Fyrsti geim- túristinn bú- inn að bóka - fargjaldið einn og hálfur milljarður króna LjÍyJjjJ-1 J'iJYUJj' Næsta geimferð til rússnesku geimstöðvar- innar Mír verð- ur söguleg því með í för verð- ur fyrsti geimt- úristi sögunnar - viðskiptajöfur nokkur frá Los Angeles í Banda- rikjunum. Þetta var tilkynnt fyrir helgi, um það leyti sem tveir rúss- neskir geimfarar sneru aftur til jarðar eftir að hafa dvalið í Mir í nokkra mánuði og unnið við að koma geimstöðinni í gagnið aftur eftir að hún hafði verið skilin eft- ir mannlaus í nokkum tíma. Hinn tilvonandi geimtúristi heitir Dennis Tito, 59 ára gamall fyrrverandi starfsmaður Geimvís- indastofnunar Bandaríkjanna, NASA. Hann mun heimsækja Mír á næsta ári ásamt tveimur at- vinnugeimförum. Jeffrey Manber, forseti MirCorp, fyrirtækisins sem leigir geimstöðina af Rússum, sagði fyr- ir helgi að Tito hefði staðist allar heilbrigðiskröfur og væri nú mjög sterkur kandídat fyrir fyrstu túristaferðina til geimstöðvar á braut um jörðu. Manber sagði jafnframt að verið væri að ræða við fleiri tilvonandi geimtúrista um væntanlega leiðangra til geim- hótelsins Mír. OlGltAL CAMfcRA C-990 2OOM Starfsmaöur Olympus sýnir hér nýjustu afurö fyrirtækisins, stafrænu myndavélina Camedia C-990 Zoom, viö frum- sýningu hennar í Tokyo um síöustu helgi. Myndavélin státar af innbyggöu 2,11 megapixla CCD, JPEG-hreyfi- mynda- og hljóöupptökumöguleikum og getur þar aö auki smellt mun hraöar af en áöur hefur veriö mögulegt. Mír verður vefgátt Tito mun borga um það bil 20 Fyrsta feröin til geimstöövarinnar Mír meö feröamann veröur farin á næsta ári. milljónir dollara (um einn og hálf- an milljarð króna) fyrir ferðina og segja kunnugir að hann hafi auð- veldlega efni á að borga fargjaldið. Árið 1973 stofnaði hann fyrirtæki sem höndlar með eftirlaunasjóði sem hefur gengið gríðarlega vel og er talið að auður Titos sé í dag Jeffrey Manber, forseti MirCorp, fyrirtækisins sem leigir geimstöðina af Rússum, sagði fyrir helgi að Tito hefði staðist allar heil- brigðiskröfur og væri nú mjög sterkur kandidat fyrir fyrstu túristaferðina til geim- stöðvará brautum jörðu. rúmlega 250 milljónir doflara (um 19 milljarðar króna). Forsvarsmenn MirCorp voru mjög ánægðir með ferð geimfar- . anna sem lentu í síðustu viku. Á 75 daga dvöl þeirra í Mír gekk geimstöðin eins og klukka og ekk- ert aðalkerfanna sló feilpúst en saga geimstöðvarinnar hefur síð- ustu ár einkennst nokkuð af bil- unum og skemmdum. Manber og félagar hjá MirCorp eru að undirbúa ýmislegt annað en túristaferðir til geimstöðvar- innar. Þeir munu jafnframt gera geimstöðina að vefgátt og frá heimasíðu hennar munu netverj- ar m.a. geta horft gegnum glugga Mir og fylgst með jörðinni svífa-, hjá. Á meðan beðið er eftir því að sú þjónusta komist i gagnið er ekki úr vegi að skoða heimasíðu MirCorp, en hún er á slóðinni: littp://www.mirstation.eom/

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.