Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2000, Blaðsíða 6
• 22 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2000 tólvui takni vísinda Lífslíkur í helstu iönríkjunum: Gamlir lifa enn þá lengur Lengi lifi lang- lífið. Um miðja 21. öldina getur fólk í helstu iðnríkjum heimsins átt von á því að lifa lengur en spár yfirvalda höfðu gert ráð fyrir, þökk sé framförum í visindum og læknis- fræði. Þannig segja vísindamenn að lífslíkur Japana verði 90,9 ár, eða heilum átta árum meira en sam- kvæmt spám. Aukningin er hvergi meiri. Lífslíkur Frakka verða 87 ár í stað 83,5 ára, ítala 86,2 ár í stað 82,5 ára og þannig mætti áfram telja. Nýju útreikningarnir sem Shripad Tuljapurkar og aðrir vís- indamenn við Mountain View Research rannsóknarstofnunina í Los Altos í Kaliforníu stóðu fyrir byggjast á nýjum lýðfræðilíkön- um af dánartíðni fimm áratuga í sjö helstu iðnríkjum heims. Skýrt er frá niðurstöðunum í tímarit- inu Nature. „Dánartíðnin fyrir hvert ald- ursskeið hefur lækkað með nokk- uð stöðugum hraöa í hverju land- anna fyrir sig á þessu tímabili,“ segja visindamennirnir í grein sinni. Nýju útreikningarnir gera einnig ráð fyrir breytingum í hlutfallinu milli þeirra sem orðn- ir eru 65 ára, og eru háðir öðrum, og vinnandi fólks árið 2050. Sex prósent aukning er í Bretlandi en 40 prósent aukning í Japan, mið- að við spár heilbrigðisyfirvalda. Richard Suzman, aðstoðarfor- stjóri bandarísku öldrunarmála- stofnunarinnar (NIA), segir að það skipti miklu máli fyrir allt skipulag þjónustu að geta spáð fyrir um fjölgun aldraðra. „Lítil aukning í lífslíkum hefur í för með sér mikla fjölgun ein- staklinganna," segir Suzman. Ekki njóta þó allir góðs af auk- inni tækni og framförum í lækna- i iv r i' liti . ■ Gamalt fólk í þróuðustu iðnríkjunum getur átt von á því að lifa lengur en spár heilbrigðisyfirvalda um langlífi gera ráð fyrir. vísindum. Lífslíkur fólks í þróun- vænst að verða meira en 65 ára arlöndunum aukast ekki. Annars og í Afríku sunnan Sahara eru staðar en í þróuðustu markaðs- lífslíkurnar undir fimmtíu árum. og iðnrikjunum getur fólk ekki Ungar stúlkur skyldu hugsa sig tvisvar um áöur en þær þamba gos: Gosdrykkja vond ffyrir beinin Táningsstúlkur sem drekka kóla- drykki eiga fimm sinnum frekar á hættu að brjóta í sér beinin en stúlkur sem láta gosdrykkina eiga sig. Og það sem meira er, vandinn sem af þessu hlýst getur fylgt þeim allt til elliáranna. Svona hljóða niðurstöður rann- sóknar á 460 bandarískum framhalds- skólastúlkum sem Grace Wyshak við Harvardháskóla stjórnaði og sagt er frá i riti bandrísku læknasamtakanna um barna- og unglingalækningar. Wyshak telur að ein hugsanleg skýring á þessu sé sú að gosdrykkir innihalda fosfórsýru. Sýnt hefur verið fram á að fosfór hamlar beinþroska. „Við teljum að fosfórsýran kunni að tengjast beinbrotunum," segir hún. Neville Golden frá læknamiðstöð gyðinga á Long Island í New York segir i annarri grein í ritinu að nið- urstöður Wyshak séu skelfileg tíð- indi. Hann varar þó við því að frek- ari rannsóknir séu nauðsynlegar til að komast að hinu sanna um or- sakasamhengi milli gosdrykkju og beinbrota. Rannsókn Wyshak tók hins vegar ekki með í reikninginn mataræði stúlknanna, svo sem kalsíumneyslu sem er talin lykillinn að beinmynd- un. Þá voru aðrir áhættuþættir fyr- ir litlum beinmassa, eins og reyk- ingar, ekki metnir. Stúlkurnar voru ekki spurðar að því hvort þær drykkju mjólk sem er auðug af kalsíumi og því nauðsyn- leg fyrir beinin. Wyshak segir að margir telji að stúlkur drekki gos- drykki í staðinn fyrir mjólk. Hún bendir á að á sama tíma og unglingar hafi aukið gosdrykkja- neyslu sina hafi þeir dregið úr mjólkurdrykkju. Áhrif gosdrykkjunnar geta varað fram á elliárin þegar sumar konur Rannsóknir í Bandaríkjunum benda tii að samband sé milii gosdrykkja- þambs og aukinnar hættu á bein- brotum meðal unglingsstúlkna. fá beinþynningu sem veikir beinin og gerir þau stökk. „Samband er milli beinmassans „Samband er milli beinmassans sem stúlkumar öðlast á unglingsárum og beínmassans á eliiár- unum. Niðurstöður þessar hafa ekki að- eins þýðingu fyrír ung- iinga heldur einníg gamaít fólk,“ segir Wyshak. sem stúlkumar öðlast á unglingsár- um og beinmassans á elliárunum. Niðurstöður þessar hafa ekki aðeins þýðingu fyrir unglinga heldur einnig gamalt fólk,“ segir Wyshak. Cc ílistributeur a cté cootröic par Coca-Cofo Emriprae S.A. Toutcs les hoissons contcnues dans cc distributeur stmt autorisées á b vaue Nýjar rannsóknir á áhrifum jarðskjálfta á þungaðar konur: Börnin koma fyrr í heiminn Bandarískir vísindamenn segja að streita af völdum jarðskjálfta gangsetji klukku í fylgju vanfærra kvenna og geti valdið því að þær fæða börn sín fyr- ir tímann. Streita sem kon- ur á fyrstu mán- uðum meðgöng- unnar verða fyr- ir þegar jarð- skjálfti ríður yfir getur orðið til þess að þær fæði bömin of snemma. „Við höfum sett fram kenningu um að streita kunni að gangsetja klukku i fylgjunni sem ákvarðar lengd meðgöngunnar," segir Laura Glynn, einn vísindamanna við Kali- forníuháskóla í Irvine sem rannsök- Glynn segir að streita, ekki aðeins af völdum « umhverfisins, eins og jarðskjálfta, heldur einnig streita í hjóna- bandinu og á vinnu- stað, sé líkleg til að hafa áhrif á klukkuna í fylgjunni og stytta meðgönguna. uðu svokallaðan Northridge jarð- skjálfta sem varð í Kaliforníu i janú- ar 1994. Vísindamennimir greindu frá niðurstöðum sínum á þingi bandarískra sálfræðinga fyrir skömmu. Visindamennimir skoðuðu fjöru- tíu konur. Fimm þeirra voru á fyrstu þremur mánuðum meðgöngunnar þegar skjálftinn reið yfir og þær ólu böm sín þegar 38,05 vikur voru að meðaltali liðnar af meðgöngutíman- um. Átta konur sem voru á þremur síðustu mánuðum meðgöngunnar áttu börn sín hins vegar eftir 38,99 vikna meðgöngu að meðaltali. Einnig voru skoðaðar ellefu konur sem höfðu þegar fætt börn sín þegar jarðskjálftinn varð. Meðganga þeirra var að meðaltali 39,49 vikur. Full meðganga er talin 40 vikur. Jarðskjálftinn í Northridge, sem er úthverfi í Los Angeles, mældist 6,7 stig á Richter. Hann varð rúmlega fimmtíu manns að bana og skildi þúsundir eftir í sárum. Eignatjón af völdum skjálftans var metið á um 40 milljarða dollara. I rannsókninni kemur fram að fylgjan er ekki bara hlutlaus sía milli móðurinnar og fóstursins eins og áður hafði verið talið, að sögn Glynn. Hún er innkyrtill sem svarar áreiti og framleiðir hormón og peptíð á meðgöngutímanum sem fara um blóðrás bæði móður og fósturs og hafa áhrif á þá lífeðlisfræðilegu þætti sem ákvarða lengd meðgöngunnar. Glynn segir að streita, ekki aðeins af völdum umhverfisins, eins og jarð- skjálfta, heldur einnig streita í hjóna- bandinu og á vinnustað, sé líkleg til að hafa áhrif á klukkuna í fylgjunni og stytta meðgönguna. Þá segir Glynn að rannsóknin hafi leitt í ljós að tilfinningaleg viðbrögð við streitu séu meiri snemma á meðgöngutím- anum en síðar. Miðjarðarhafið skreppur saman Yfirborð hafa heimsins hefur farið hækkandi síðustu fjörutíu árin nema yfir- borð Miðjarðarhafsins. Það hef- ur lækkað. Að sögn tímaritsins New Sci- entist hafa gróðurhúsaáhrifin valdið því að sjávaryfirborðið hefur hækkað um rúman millí- metra á ári á síðustu öld. Frá ár- inu 1960 hefur Miðjarðarhafið aftur á móti lækkað um allt að 1,3 millímetra á ári. Michael Tsimplis við haf- rannsóknarstöðina í Sout- hampton á Englandi, sem upp- götvaði þetta með mælingum sínum, segir að mikinn hluta vanda Miðjarðarhafsins megi rekja til aukinnar seltu í sjón- um og til stíflubygginga. Þá hefur úrkoma farið minnk- andi síðan 1960 vegna vaxandi loftþrýstings yfir hafinu. Líkamsræktin sann- ar enn gildi sitt Konur sem stunda líkams- rækt í hálftíma á dag og jafnvel þær sem fara í hressilegar gönguferðir jafnlengi geta dregið úr hættunni á að fá heilablóðfall um allt að tuttugu prósent. Þetta kemur fram í viðamikilli rannsókn sem gerð hefur verið á heilsufari og lífsstil bandarískra hjúkrunarkvenna frá árinu 1976. Upplýsingar bárust frá rúmlega 72 þúsund hjúkrunarkonum. Greint er frá rannsókninni í tímariti bandarísku læknasam- takanna. „Við komumst að raun um að því meiri líkamsrækt sem konur stunduðu þeim mun minni voru líkumar á að þær fengju heila- blóðfall," segir Frank Hu við lýð- heilsuskóla Harvardháskóla. Líkamsrækt lækkar blóðþrýst- inginn og eykur magn HDL eða góða kólesterólsins í blóðinu. Bakteríudrepandi sápa engu betri Bakteríudrep- andi sápur hvers konar eru hugs- anlega engu ár- angursríkari en ósköp venjuleg sápa í baráttunni gegn bakteríum. Auk þess sem þær gætu átt sinn þátt í fjölgun lyfjaþolinna bakteria sem okkur stafar hætta af. Bandarísku læknasamtökin vOja að heUbrigðisyfirvöld flýti rannsókn sinni á bakteríudrep- andi vörum svo skera megi úr um gagnsemi þeirra. Samtökin ganga þó ekki svo langt að mæla með því við almenning að hann hætti notkun þessara vara, svo sem sápu og munnskols, svo að dæmi séu tekin. „Það eru engar sannanir fyrir því að þær geri gagn,“ segir Myron Genel, barnalæknir við Yale-háskóla og formaður vís- indanefhdar læknasamtakanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.