Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2000, Qupperneq 2
14
Sport
Bland 0 i P oka
Bruno N’Gotty, leik-
maður AC Milan, mun
ganga til liðs við
franska liðið Marseille
nú síðar í vikunni, að
sögn talsmanna
franska liðsins.
N’Gotty mun hafa val-
ið Marseille frekar en
fyrsta liðiö sitt Olymp-
ique Lyon.
Spánverjinn Inaki
Urdangarín, leikmað-
ur Barcelona og lands-
liðsins, hefur ákveðið
að hætta að leika
handknattleik eftir
ólympíuleikana í
Sydney.
Ur-
dangarin
er eins
og kunnugt er tengda-
sonur Juan Carlos
Spánarkonungs.
Harry Redknapp,
knattspymustjóri
West Ham, upplýsti í
gær að hann hefði átt
viðræður við Hollend-
inginn Jordi Cruyff,
miðvallarleikmann hjá
Manchester United.
Það mun koma í ljós á
næstum dögum hvort
Jordi gengur til liðs
við West Ham en hann
hefur aldrei unnið sér
fast sæti í United-liö-
inu.
Arsenal gekk form-
lega í gær frá kaupum
á Brasilíumanninum
Edu og franska lands-
liðsmanninum Robert
Pires. Frakkinn fór
rakleiðis tU Lundúna
eftir úrslitaleikinn á
sunnudag og gekkst
undir lækniskoðun i
gær sem hann stóðst
með sóma.
Portúgalski landsliðs-
maðurinn Paulo
Sousa er á leið tU
griska liðsins Pan-
athinakos og skrifar að
öUum líkindum undir
þriggja ára samning
við félagið sem Helgi
Sigurðsson leikur með.
Petersen áfram í Fram
Daninn Ronny Petersen, sem staðið sig hefur
með prýði hjá Fram, verður áfram í herbúðum
liðsins. í siðustu viku kom fyrirspum um Dan-
ann frá hollenska liðinu Groningen en svo virð-
ist sem málið hafi ekki náð lengra.
„Það kom fyrirspurn frá Groningen og vissar
þreifingar áttu sér stað. Jonny Petersen er á
samningi hjá Fram og ég ekki von á öðru en að
hann verði hjá okkur áfram. Það er ekki nema
að eitthvað óvænt komi upp á en ég á ekki von
á því,“ sagði Guðmundur Torfason, þjálfari
Fram. Petersen hefur leikið fjóra deildarleiki
með Fram í sumar og skorað í þeim þrjú mörk.
í bikarkeppninni hefur hann skorað þijú mörk
i tveimur leikjum, bæði með 23 ára liðinu og að-
alliði félagsins. -JKS
Tvö íslandsmet á fyrsta degi Evrópumóts:
Sundmenn berjast
við OL-lágmörk
- bjartsýni ríkir að fleiri nái þeim á
mótinu í Helsinki
Tvö íslandsmet voru sett á
fyrsta degi Evrópumótsins í sundi
í Helsinki sem hófst í gær en mót-
ið stendur fram á sunnudag. Bæði
metin voru sett í undanrásum og
átti Örn Arnarson fyrra metið og
Eydís Konráðsdóttir það síðara.
Öm synti 400 metra skriðsund á
3:57,80 mínútum en Amar Freyr
Ólafsson átti gamla metið sem var
4:02,51 min. Öm var 14. i sundinu
en átta efstu komust í úrslitasund-
ið.
Sund Amars var geysilega vel
útfært og sýnir að hann er í góðu
þolformi um þessar mundir.
Eydís synti 50 metra flugsund á
28,25 sekúndum en gamla metið
var 28,64 sekúndur. Eydís varð í
16. sæti og komst þannig í undan-
úrslit og synti þar á aöeins lakari
tíma, 28,37 sekúndum.
Eydís keppti einnig í 400 metra
fjórsundi í gær. I því sundi synti
hún 100 metra flugsundssprettinn
á 1:02,94 mínútum og var 1/100 frá
íslandsmeti sínu. Markmið hennar
í sundinu var að gera atlögu við
ólympíulágmarkið sem því miður
gekk ekki upp í þetta skiptið.
Fjórir aðrir íslenskir sundmenn
stungu sér til sunds á Evrópumót-
inu í gær. Jakob Jón Sveinsson
synti 100 metra bringusund á
1:05,07 mínútum og lenti í 33. sæti
af 42 keppendum.
Hjalti Guðmundsson tók einnig
þátt í sama sundi og hafnaöi í 31.
sæti og var ekki langt frá íslands-
meti sínu í greininni.
Ríkarður Ríkarðsson var á með-
al keppenda í 50 metra flugsundi
og synti vegalengdina á 25,51 sek-
úndu og hætti sig nokkuð. Fróð-
legt veröur að sjá hvernig honum
vegnar í 100 metra flugsundinu
sem verður þreytt á föstudag.
Loks keppti Elín Sigurðardóttir
í 50 metra flugsundi, synti á 29,18
sekúndum og lenti í 22. sæti.
„Okkur hér í hópnum finnst að
minnsta kosti fyrsti dagur mótsins
gefa góð fyrirheit og ástæða vera
til bjartsýni í framhaldinu. Við
höfum fulla trú á því að á mótinu
hér bætist fLeiri í þann hóp sem
náð hafa ólympíulágmörkum,"
sagði Magnús Tryggvason, aðstoð-
arþjálfari hópsins, á mótinu 1
Helsinki. Aðeins tveir sundmenn
hafa náð tilskildum lágmörkum,
þeir Öm Arnarson og Jakob Jó-
hann Sveinsson.
-JKS
ÍBV-FH 7-0
1- 0 Elfa Dögg Grímsdóttir ...3.
2- 0 Samantha Britton.........5.
3- 0 Samantha Britton........23.
4- 0 Karen Burke.............26.
5- 0 Hjördís Hafþórsdóttir...30.
6- 0 Samantha Britton........60.
7- 0 Kelly Shimmin...........78.
@@ Samantha Britton, fBV.
@ Karen Burke, Bryndis
Jóhannesdóttir, Elena Einisdóttir,
íris Sæmundsdóttir, Sigríður Ása
Friðriksdóttir, ÍBV.
Best á vellinum: Samantha
Britton, ÍBV.
0 X
1 LANDSSÍMA
s^ooo
Stjarnan 6 5 1 0 15-1 16
KR 6 5 0 1 33-4 15
Breiðablik 6 4 1 1 29-6 13
ÍBV 7 3 3 1 15-7 12
Valur 6 3 0 3 19-8 9
ÍA 6 1 1 4 6-26 4
Þór/KA 6 0 1 5 3-24 1
FH 7 0 1 6 6-50 1
Markahaestar:
Olga Færseth, KR ..................12
Ásgerður Ingibergsdóttir, Val .... 9
Ásthildur Helgadóttir, KR...........8
Rakel ögmundsdóttir, Breiðabl. .. 8
Elfa Björk Erlingsd., Stjömunni .. 7
Guðlaug Jónsdóttir, KR..............6
í kvöld eru tveir toppleikir í
Landssímadeild kvenna. KR tekur á
móti Val í Frostaskjólinu á meðan
Breiðablik fær topplið Stjömunnar í
heimsókn í Kópavoginn. Leik ÍA og
Þórs hefur verið frestað til 20. júlí.
Landssímadeild kvenna:
Öruggt hjá
Eyjastúlkum
- Samantha Britton meö þrennu
ÍBV tók á móti neðsta liði Landssímadeildarinnar, FH, i Eyjum í gær.
Fyrirfram var búist við auðveldum sigri ÍBV og sú varð raunin. Leikur-
inn endaði með sjö marka sigri ÍBV, 7-0, og náðu heimastúlkur að inn-
byrða skildustigin þijú án
þess að sýna neinn glansleik.
Fyrri háifleikur var algjör
einstefna á mark gestanna,
hvað eftir annað komst ÍBV i
ákjósanleg færi enda var
staðan í hálfleik 5-0 fyrir
ÍBV. Seinni hálfleikur var
hins vegar leiðinlegur á að
horfa, heimastúlkur héldu
ekki einbeitingu og FH náði
nokkrum skyndisókmnn án
þess þó að ógna marki ÍBV af
viti. Eyjastúlkur hættu við
tveimur mörkum fyrir leiks-
lok en gerðu ekki mikið
meira en það.
„Við ætluðum að skora
fleiri mörk í seinni hálfleik
en það gekk ekki upp. Við
vorum ekki að spila neitt sér-
staklega í leiknum en unnum
samt sem áður 7-0. Ég tel að Samantha Britton skoraöi þrjú mörk í gær.
eins og staðan er i dag þá eigum við ekki möguleika á titlinum en næsti
leikur er í bikamum og þar ætlum við okkur stærri hluti.“ sagði Elena
Einisdóttir, fyrirliði ÍBV, í leikslok. -jgi
ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2000 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2000
DV
Sport
Bland í poka
Sigurður Örn Jónsson, til
vinstri, varnar-
maðurinn sterki
hjá KR, átti að
byrja inni á
gegn Keflavík í
gær en meiddist
1 upphitun og
þvi kom hinn
ungi Victor
Victorsson inn i liðið íyrir Sig-
urð Örn. Victor er fyrirliði 2.
ílokks KR og er mjög efnileg-
ur.
Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Keflavíkur, fagnar hér aö ofan sigurmarki Keflavíkur gegn KR. Gunnleifur, sem kom til Keflavíkur frá KR fyrir þetta tímabil, hefur tvisvar
fagnaö sigri á sínum gömlu félögum á þessu tímabili. DV-myndir Hilmar Þór
Keflavík vann annan sigur sinn á KR í sumar og sló bikarmeistarana út úr bikarkeppninni:
Aftur og nýbúnir
- KR-ingar eru ekki í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar í fyrsta sinn í 12 ár
Keflvíkingar hertu tak sitt á KR-ing-
um í gærkvöld þegar þeir unnu sigur á
bikarmeisturunum í fyrsta leik 16-liða
úrslita bikarkeppninnar. Sigurmark
leiksins kom úr vítaspymu þegar
skammt var til leiksloka en síðasti leik-
ur KR-inga í Landssímadeildinni tapað-
ist einnig þannig. Að tapa tveimur
heimaleikjum í röð ásamt því að detta
úr bikamum í 16-liða úrslitum er eitt-
hvað sem vesturbæjarstórveldið hlýtur
að eiga erfltt með að sætta sig við.
Ég veit upp á hár
„Ég veit alveg upp á hár hvemig það
er að vera í KR og tapa, það er ekkert
grín,“ sagði markvörður Keflvíkinga og
fyrrverandi liösmaður KR, Gunnleifur
Gunnleifsson. „Mér fannst viö spila
mjög vel, miklu betur en í Laugardal
(síðast þegar KR og Keflavík mættust)
því nú þorðum við að halda boltanum og
voram ekki alltaf með þessar kýlingar.
Við áttum alls ekkert minna í leiknum
heldur en þeir. Vömin hélt mjög vel og
þeir fengu ekki mikið af færum i leikn-
um.“
Fyrri hálfleikur var vel spilaður,
sérstaklega af Keflvíkingum. Á 39. mín-
útu tóku gestimir forystuna, Jóhann
Benediktsson brunaði upp vinstri kant-
inn og gaf góða sendingu inn á markteig
heimamanna sem Hjálmar Jónsson
nýtti og skoraði með laglegum skalla.
Góð vörn Keflvíkinga
KR-ingar fóm eftir markið framar á
völlinn og pressuðu stíft að marki Kefl-
víkinga alveg að hléinu og héldu svo
áfram í byijun síðari háifleiks. Þeir upp-
skáru svo mark þegar 10 mínútur voru
liðnar af síðari hálfleik en bakvörður-
inn ungi, Victor Victorsson, fékk þá
boltann innan teigs og skaut að marki.
Gunnleifur varði skotið en hélt ekki
boltanum og Jóhann Þórhallsson lét
ekki segja sér tvisvar hvað hann ætti að
gera við boltann.
KR-ingar héldu áfram að sækja eftir
jöfnunarmarkið þó svo að Keflvíkingar
kæmust smám saman aftur inn í leik-
inn. Vöm Keflvíkinga hélt vel, enda ög-
uð og vel skipulögð.
Þegar 7 minútur vora til leiksloka
fiskuðu Keflvíkingar vítaspymu. Vam-
armaður KR-inga, Gunnar Einarsson,
féll í gildru Guðmundar Steinarssonar
og felldi hann innan teigs. Guðmundur
skoraði sjálfur úr spymunni og sæti í 8-
liöa úrslitum var tryggt.
Vorum þolinmóðir
„Ég er ánægður með strákana að því
leyti til að ýmis atriði í leiknum vora
betri í kvöld en í undanfömum leikjum.
Vömin í síðasta leik gegn Akranesi var
kannski ekki alveg upp á sitt besta, við
vorum að gefa of marga bolta frá okkur
beint á Skagamenn úr öftustu línu. Þess
vegna ákváðum við að breyta aðeins til
i vöminni og það gekk upp að stórum
hluta til í dag.
Við vorum aö spila með langt um
meiri þolinmæði en við höfum áður gert
í sumar og það er góð stígandi í leikjun-
um hjá okkur. Samt sem áður er fjöld-
inn allur af atriðum í leik okkar sem
hefði getað gert betur og munum við
vinna áfram í að bæta okkur,“ sagði Páll
Guðlaugsson, þjálfari Keflvíkinga, eftir
leik. -esá
> 1. deild kvenna í körfubolta:
KH styrkist
Kvennalið KFÍ sem lék í vetur í fyrsta sinn í efstu deild
og komst meðal annars í undanúrslit bikarsins gæti verið
líklegt til enn frekari afreka næsta vetur því liðið hefúr
fengið góðan liðsstyrk og fjórir leikmenn eru á leið vestur.
Miklar líkur eru þannig á að Sólveig H. Gunnlaugsdóttir
úr Grindavík spili með hðinu en Sólveig átti mjög gott tíma-
bil með Grindavík, skoraði 14,7 stig að meðaltali og var val-
in í lið ársins í fyrsta sinn en Sólveig er enn aðeins 19 ára.
Sólveig hyggur á nám í FVÍ í vetur og gangi þau mál spilar
hún með KFÍ næsta vetur.
Áður hafði Stefanía Ásmundsdóttir ákveðið að spila fyrir
vestan. Stefanía gat ekkert leikið með á síðasta tímabili
vegna veikinda en hún er hjartveik. Tímabilið 1998 til 1999
var hún aftur á móti í aðalhlutverki í liði Grindavíkur og
skoraði 9,9 stig og tók 7,6 fráköst þrátt fyrir að spila aðeins
22,8 mínútur að meðaltali vegna veikindanna. Þá hefur Ak-
ureyringurinn Fjóla Eiríksdóttir skipt yflr í KFÍ frá Þór Ak-
ureyri en Fjóla gerði 13 stig að meðaltali fyrir Þór í 2. deild-
inni í vetur.
KFÍ hefur einnig náð samningum við erlendan leikmann,
Jessicu Gaspar, sem tók við hlutverki Marion Jones,
hlaupadrottningar hjá Norður-Karólínuskóla. Gasper er 180
cm bakvörður og góð skytta og ætti að styrkja liðið mikið en
Karl Jónson þjálfar lið KFÍ áfram næsta vetur. -ÓÓJ
ágrannaslagur
þjáðst af meiðslum og íhugar nú að
hætta iðkun knattspymu en hann er
leikmaöur Manchester United. Þau
meiðsl sem hann hefur þurft að glíma
við eru slitin liðbönd i hné, tognaður
nári og slitin hásin. Hann er þó á báð-
um áttum með að hætta því hann seg-
ir aö fótbolti sé sér allt og ef hann
verði tekinn af sér eigi hann einungis
fjölskylduna eftir.
Á meðan viður-
eign i tvíliðaleik
kvenna i
Wimbledon-mótinu
stóö, þar sem
Anna Kournikova,
til hægri, var með-
al annarra að spila,
hljóp inn á völlinn nakinn maður með
ansi fleyga setningu skrifaða á bring-
una sína, „Aðeins boltamir (balls)
skoppa”. Hann var þar með að nota
setningu sem notuð er til að auglýsa
iþróttabrjóstahaldara sem meðal ann-
arra Koumikova hefur auglýst. Ætli
túlkun mannsins á þeirri setningu
hafl ekki verið eilítið tvíræðari.
Koumikova segist ekki hafa tekið eft-
ir manninum. -ÓÓJ/esá
IJóhann Þórhallsson, fékk
fyrsta sinn tækifæri í byrjun-
arliði KR og launaði það með
sínu fýrsta marki fyrir liðið i
deild eða bikar.
Kristján
Brooks,
sóknarmað-
ur Keflvík-
inga, til
hægri, gat
ekki leikið
með félögum
sínum hjá
Keflavík þar
sem hann er meiddur á læri.
Sigríður Hjálmarsdóttir,
unnusta Gunnleifs Gunnleifs-
sonar, markvarðar Keflavik-
ur, söng KR-lagið fyrir áhorf-
endur i hálfleik. Sigríður og
Gunnleifur ætla að gifta sig á
laugardaginn og var þetta liður
í „gæsaveislú’ Sigríðar. Sigríð-
ur iék áður með Breiðabliki í
efstu deild kvenna en hefur
spriklað með RKV í sumar sem
mætir einmitt KR í átta liða úr-
slitum bikarkeppni kvenna á
föstudag. -esá/ÓÓJ
móti landsliða sem fram fer í Parrtiile
í Svíþjóð. Ásdís Sigurðardóttir úr
KA skoraði fjögur mörk, Sigrún Gils-
dóttir úr GH gerði þrjú og þær Kol-
brún Franklin, Elfa Hreggviðsdóttir
og Svanhildur Þorbjörnsdóttur, all-
ar úr Val, skorðuðu tvö mörk hver. Fé-
lagi þeirra hjá Val, Berglind íris
Hansdóttir í markinu, varði 20 skot.
íslenska 18 ára landsliðið hjá strák-
unum tapaði 24-26 fyrir Króötum í
hörkuleik. Vilhjálmur Halldórsson
úr Stjörnunni gerði sjö mörk, Sigurð-
ur Eggertsson úr Val gerði 5 mörk og
þeir Arnór Atlason, KA, og Jón Jó-
hannsson úr Fram skoruöu báðir fjög-
ur mörk.
David May hefur undanfarin tvö ár
Zoran Ljubicic faömar Paul Shepard í leikslok.
^»3. PIILP KARIA
A-riðill:
Fjölnir-Barðaströnd...........2-0
Heiðar Gunnólfsson 2.
B-riðiU:
Reynir, S.-GG ................2-0
Bjarki Dagsson 2.
C-riðiH:
Völsungur-Neisti, H...........3-1
Hvöt-Magni....................5-1
Sigurður Valur Árnason 3, Reimar
Marteinsson, Gísli Torfi Gunnarsson
- Arnar Bill Gunnarsson
Arngrimur Arnarson 3.
H-riðiU:
HSH-Njarðvík ................0-0
Markakóngar 6. flokks B-liða á
Shellmótinu í Eyjum um helgina voru
tveir en því miður féU niður nafn Dav-
iðs Más Stefánssonar úr ÍR sem skor-
aði 13 góð mörk fyrir Breiðhyltinga á
mótinu.
íslenska stúlknalandsliðið í knatt-
spymu skipað 17 ára og yngri tapaði
sínum fyrsta leik fyrir Þýskalandi,
1-6, í Finnlandi í gær. Rakel Þorm-
arsdóttir úr Val skoraði mark íslands
í leiknum.
íslenska 20 ára landslið kvenna i
handknattíeik tapaði fyrir heims-
meisturum Svía, 16-21, á Norðurlanda-
Sjö ár síðan og þá fauk þjálfarinn
Það eru sjö ár síðan KR-ingar töpuðu tveimur leikjum í röð á heimavelli en
KR hefur aðeins tekist að vinna einn af flmm heimaleikjum sínum á
tímabilinu. KR tapaði fjórum heimaleikjum í röö þetta umrædda sumar 1993
og eftir fjórða tapið var þjálfari liðsins, Ivan Sochor, látinn fara og Janus
Guðlaugsson tók við liðinu og stjómaði því út tímabilið.
Tólf ár síðan átta liða úrslit voru KR-laus
Þaö era tólf ár síöan KR var síðast ekki með í pottinum þegar dregið var í
átta liða úrslit bikarsins. KR féll þá út úr 16 liða úrslitunum með 3-4 tapi fyrir
Tindastóli á Sauðárkróki. Eyjólfur Sverrisson landsliðsfyrirliði lék þá með
Stólunum og skoraði tvö mörk og lagði hin tvö upp. -ÓÓJ
Komið og sjáið Stjörnuna og FH
berjast í CocaCola bikarnum ‘
á Stjörnuvelli í Garðabæ
í kvöld kl 20.00.
Sljarnan til sigurs
HJ SJÓVÁ. ALMENNAH
-I-