Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2000, Blaðsíða 4
4
MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 2000
DV
Fréttir
Kjalnesingar gagnrýna jarðefnatöku í Kollafirði:
Eyðileggur fjörurnar
- segir Kristþór B. Helgason. Engar rannsóknir til á áhrifum efnistöku í sjó
Fjara í hættu?
Sumir halda því fram að fjörur í grennd við Reykjavík séu í hættu vegna stórtæks malarnáms.
Hagsmunaaðilar segja þau viðhorf einkennast af „emjandi vitleysu“.
Undanfarið hefur gætt
nokkurrar óánægju meðal
Ibúa á Kjalarnesi vegna
jarðefnatöku Björgunar í
Kollafirði. Kjalnesingurinn
Kristþór B. Helgason segir
að griðarlegu magni af efni
sé dælt á land og með þessu
áframhaldi verði búið að
eyðileggja allar fjörur við
Reykjavík áður en langt um
líður. Máli sinu til stuðn-
ings bendir Kristþór á að
það sé nánast enginn sand-
ur í fjörunum við Reykjavík
lengur heldur bara mór og
að í framhaldi af því sé eng-
inn kræklingur þar heldur,
en hann er aðalfæða æðar-
kollunnar. „Mér finnst eins
og kollunni sé að fækka þó
ég hafi engar tölur um það.
Þeir koma hér alveg upp
undir land þó að þeir eigi að vera
300 metra frá stórstraumsfjöru að
mig minnir svo sprengja þeir niður
holur sem fyllast þegar flæðir að.
Þegar þeir eru búnir aö tæma eina
færa þeir sig í aðra þar til að í að-
falli hana fyllir aftur.“
„Öskrandi rugl“
Sigurður R. Helgason hjá Björgun
segir að það sé „öskrandi rugl og
emjandi vitleysa að Björgun sprengi
holur í botninn og dæli úr þeim. Það
er i fyrsta lagi bannað og í öðru lagi
sjúklegt því svoleiðis aðgerðir drepa
allt líf í kringum sig. Við höfum fullt
leyfi til jarðefnavinnslu þarna og
gætum þess vandlega að halda okk-
ur utan við landhelgi sem eru 115
metrar frá stórstraumsfjöruborði."
Full ástæða
Umhverfis- og heilbrigðisnefnd
Reykjavíkurborgar hefur fengið
málið inn á borð hjá sér og segir
Hrannar Bjöm Amarsson að það sé
„full ástæöa til að kanna málið nán-
£ir þar sem um sé að ræða stórmál ef
malamámið er að eyðileggja fjör-
urnar umhverfls Reykjavík." Hann
segir einnig að málið hafl verið sent
Heilbrigðisnefnd Reykjavíkurborg-
ar og eigi hún að gera úttekt á áhrif-
um malamámsins á lífríki og nátt-
úrufar í fjörunum umhverfis
Reykjavík.
Öm Sigurðson hjá Heilbrigðiseft-
irliti Reykjavíkur segir að Björgun
sé með leyfl til efnistöku í öllum
Faxaflóanum þar með talið Kolla-
firði, Sundunum, Hvalfirði og við
Syðrahraun í Faxaflóa og töku á
skeljasandi fyrir sementsverksmiðj-
una og almennan markað. Þeir hafa
líka leyfi til að leita að sandi og mal-
arefnum á sjávarbotni á grunnsævi
við ísland eins og það leggur sig.
Hann segir enn fremur að málið sé
svo nýkomið til þeirra að þeir séu
rétt byrjaðir að skoða það.
Land er að síga
Sigurður hjá Björgun segir að það
sé „staðreynd að land sé að síga í
Reykjavík og á Kollaflarðar-
og Hvalflarðarsvæðinu og að
yfirborð sjávar sé einnig að
hækka. Mannvistarleifar frá
tímum Ingólfs Arnarsonar
eru t.d. komnar niður fyrir
hæstu flóðmörk. Það hefur
því orðið talsvert landbrot á
þessu svæði, þekktasta dæm-
ið er líklega við Saurbæ á
Hvalflarðarströnd þar sem
menn segja að sé eini lóð-
rétti kirkjugarðurinn á Is-
landi. Helmingurinn af
gamla kirkjugarðinum er
kominn út i sjó og það er
búið að binda fyrir endann á
honum með loðnunót til
þess að beinin skolist ekki
út í sjó.
Það má líka benda á að
samkvæmt Jarðabók Árna
Magnússonar var búið að
flytja bæinn Saltvík á Kjalarnesi
þrisvar sinnum frá landnámi árið
1703 vegna landbrots en þá stóð til
að flytja hann i flórða sinn. Þetta er
viðvarandi vandamál, svo menn líta
í kringum sig og sjá dæludall frá
okkur og halda að þetta sé efnistök-
unni að kenna.
Dælan hjá okkur virkar eins og
ryksuga sem sýgur upp efni af botn-
inum. Viö hljótum auðvitað að hafa
einhver áhrif á náttúruna með efn-
istökunni.
Kosturinn við þetta er að það er
ekki sjónmengun af þessu, það
koma ekki göt í flöllin, þetta hlýtur
því að vera betra út frá fagurfræði-
legu sjónarmiði.“ -Kip
Noregskonungur og forseti íslands í Reykholti:
Kóngur opnar nýja Snorrastofu
DV, BQRGARFIRÐI:___________
Haraldur Noregskonungur og
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti ís-
lands, opna fræðasetrið Snorrastofu
í Reykholti formlega þann 29. júlí
nk. Athöfnin fer fram á Reykholts-
hátíð sem stendur frá 28. júlí til 30.
júlí. Snorrastofa er menningarsetur
og rannsóknarstofnun í miðalda-
fræðum á hinu forna höfuðbóli
Snorra Sturlusonar í Reykholti.
Hlutverk stofnunarinnar er að
stuðla að rannsóknum og miðlun á
miðaldafræðum og sögu Borgar-
flarðar. Sögu Snorrastofu má rekja
allt til ársins 1930 þegar Einar Hil-
sen, Bandaríkjamaður af norskum
Haraldur Noregskonungur mætir
... og Ólafur Ragnar Grímsson líka.
ættum, gaf til Reykholts ýmsar út-
gáfur af verkum Snorra í því skyni
að stofnsett yrði safn um Snorra.
Árið 1984 var tekin ákvörðun um að
byggja nýja kirkju í Reykholti og
einnig stefnt að byggingu stofunnar.
Á hvítasunnudag 1988 var fyrsta
skóflustungan tekin.
í september 1996 hóf stofnunin
störf með undirritun starfssamn-
ings ríkis og aðila í héraði. Hin nýja
kirkja var vígð og ferðaþjónustunni
Heimskringlu var komið á fót í nýju
byggingunni. Starfsemi Snorrastofu
fór á fulla ferð haustið 1998 þegar
Bergur Þorgeirsson, MA í íslensk-
um bókmenntum, var ráðinn til
stofnunarinnar sem forstöðumaður.
Síðan þá hefur verið unnið að flölda
verkefna.
Snorrastofa er um 702 fm, á þrem-
ur hæðum og er við hlið nýju kirkj-
unnar í Reykholti. Verið er að
ganga frá aðstöðu fyrir rannsóknar-
bókasafn, skrifstofur starfsmanna,
gestaíbúð fyrir fræðimenn og rithöf-
unda, veglega vinnuaðstöðu fyrir
rannsóknir og verkstæði fyrir bók-
band og verkefnaundirbúning, t.d.
vegna sýninga.
Að undanfórnu hafa borist vegleg
flárframlög frá sveitarstjómum og
fyrirtækjum í vesturfylkjum Nor-
egs, menntamálaráðuneytum ís-
lands og Noregs og samgönguráðu-
neyti íslands og bendir allt til þess
að tekist hafi að flármagna fram-
kvæmdir að fullu.
-DVÓ/HH
DV-MYND DVÓ
Niðurníðsla í miðbænum
Hús í miöbænum sem er að niður-
lotum komið og illa viðhaldiö.
Akranes:
Ljótur mið-
bær pirrar
ferðamenn
DV, AKRANESl:____________
Mikið hefur verið talað um að
húsum í miðbænum á Akranesi sé
illa við haldið og ekki máluð. Mörg
þeirra eru að niöurlotum komin og
hafa ferðamenn m.a. kvartað yfir
þessu.
DV innti bæjarstjórann eftir því
hvað bærinn ætlaði aö gera í mál-
inu. „Það er rétt að í hluta bæjarins
er ásýndin ekki sú sem við vildum
hafa og reynt hefur verið að kaupa
þau hús sem verst eru farin en það
hefur að svo stöddu ekki tekist.
Fljótlega verður þó ákveðið til
hvaða frekari aðgerða verður gripið
ef ekki rætist úr.“
Bygginganefnd hefur sent ýmsum
aðilum erindi um lagfæringar á
húsum sínum og hafa margir tekið
vel við sér en ekki þó allir. Það er
fyrst og fremst á ábyrgð húseigenda
sjálfra að sjá um að hús þeirra líti
vel út og sem betur fer eru flestir
sér þess vel meðvitandi.
„Þeir sem láta undir höfuð leggj-
ast að sinna viðhaldi húsa sinna
setja bæði ljótan svip á bæinn sinn
og yfirgnæfa það sem vel er gert
bæði af einstaklingum og bænurn,"
sagði Gísli Gíslason, bæjarstjóri á
Akranesi, við DV. -DVÓ
Þyrla sótti barns-
hafandíkonu í
Landmannalaugar
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti
þýska, barnshafandi konu í Land-
mannalaugar í gærmorgun. Konan,
sem er komin 7 mánuði á leið, fór
að finna fyrir hríðum svo þyrlan
var kölluð til. Þyrlan lagði af stað
um klukkan 8 og var lent í Reykja-
vik um 9.30.
Konan var flutt á fæðingardeild
Landspítalans við Hringbraut en
bamið hætti hins vegar við að
koma í heiminn í bili. Að sögn
starfsmanns fæðingardeildarinnar
er líðan konunnar góð. -SMK
Léttir til vestanlands
Snýst í norölæga átt síðdegis og rofar til
vestanlands. Noröan 5-10 og dálítil rigning á
norðanveröu landinu í nótt en léttskýjaö syöra.
fc'c? t j H\É | m
REYKJAVÍK AKUREYRI
Sólarlag í kvöld 23.32 23.47
Sólarupprás á morgun 03.35 02.42
Síödegisflóð 16.06 20.39
Ardegisflóö á morgun 04.21 08.54
§lójúí}g*£t á ve&uriéknum
} ^-VlNDÁTT 4—HIT1 ^ -10°
^VINDSTYRKUR i metrum á sekundu ^FROST HBÐSKÍRT
o
UÉTTSKÝJAD HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ
tá P o *4®í %'£É
RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓK0MA
9 ¥ ==
ÉUAGANGUR ÞRUMU- SKAF- ÞOKA
VEÐUR RENNINGUR
Góö færft til fjalla
Flestir hálendisvegir eru færir
fjallabílum nema Fjallabaksleiö nyröri
og syöri eru ófærar. Þó er hægt aö
komast í Landmannalaugar um
Dómadal og af Sigöldu.
BYGGT A UPPLYSINGUM FRA VEGAGERO RIKISINS
Dálítil væta
Noröan 5-10 og dálítil rigning veröur á norðanveröu landinu í nótt og á
morgun en léttskýjaö syöra. Hiti 6 til 15 stig, mildast sunnan til á
morgun.
Föstud
Laugar Sunnud
Vindur: C
Hiti 7° til 15° V
Vindur:
8—13 m/h
Hiti 10° til 15'
Vindun
2-6 nvs
Hiti 10° til 15°
Hæg norölæg eöa
breytileg átt, víða veröur
bjart en rignlng
suövestanlands undir
kvöld meö suöaustan 8-
■ ■■ . ..Á?.™/8-
Sunnan 8-13 m/s og
rlgnlng en snýst síödegis
í suövestanátt meö
skúrum um landiö
vestanvert. Hlti viöa 10
til 15 stig.
Hæg breytlleg átt og víöa
bjart veöur.
AKUREYRI rigning
BERGSTAÐIR rigning
BOLUNGARVÍK rigning
EGILSSTAÐIR
KIRKJUBÆJARKL. alskýjaö
KEFLAVÍK rlgning
RAUFARHÖFN rignlng
REYKJAVÍK rigning
STÓRHÖFÐI úrkoma
11
9
9
10
9
8
9
9
BERGEN rignlng
HELSINKI skýjaö
KAUPMANNAHÖFN þokumóöa
OSLÓ skýjaö
STOKKHÓLMUR rigning
ÞÓRSHÖFN alskýjaö
ÞRÁNDHEIMUR skýjaö
ALGARVE heiöskirt
AMSTERDAM lóttskýjaö
BARCELONA léttskýjað
BERLÍN skýjaö
CHICAGO hálfskýjað
DUBLIN þokumóöa
HAUFAX helðskirt
FRANKFURT skýjaö
HAMBORG súld
JAN MAYEN úrkoma í grennd
L0ND0N skýjaö
LÚXEMBORG léttskýjaö
MALLORCA
MONTREAL léttskýjaö
NARSSARSSUAQ alskýjaö
NEWYORK léttskýjaö
ORLANDO heiöskírt
PARÍS skýjaö
VÍN skúr
WASHINGTON skýjaö
WINNIPEG léttskýjaö
11
17
15
14
15
8
14
22
13
16
14
19
11
14
12
12
5
11
8
15
6
22
25
11
15
17
17