Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2000, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2000, Síða 3
16 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2000 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2000 25 Sport Sport Einkunnagjöf DV-sport Grindavík-Stiarnan 2-0 Grindavík (4-4-2) Albert Sævarsson, 4, Óli Stef- án Flóventsson, 3, Zoran Djuric, 3, Guðjón Ásmundsson, 4, Ray Jónsson, 3, Róbert Sigurðsson, 2, (85., Sverrir Þór Sverrisson -) Goran Lukic, 4, (87. Vignir Helgason -), Sinisa Kekic, 4, Ólaf- ur Örn Bjamason, 4, Paul McS- hane, 3, Scott Ramsey, 4 (88., Jó- hann Guðmundsson -). Stjarnan (5-4-1) Zoran Stojadinovic, 3, Birgir Sigfússon, 4, Zoran Stojic, 4, Ragnar Árnason, 4, Ólafur Gunnarsson, 3, Ásgeir Ásgeirs- son, 3 (46. Björn Másson, 3), Rún- ar Sigmundsson, 3, (81. Ingólfur Ingólfsson -), Bernharður Guð- mundsson, 3, Boban Ristic, 3, Friðrik Ómarsson, 3, Veigar P. Gunnarsson, 4, (83. Kristján Más- son -). Breiðablik-Keflavík 2-1 Breiðablik (4-5-1) Atli Knútsson, 3, Guðmundur Örn Guðmundsson, 3, Þorsteinn Sveinsson, 3, Andri Marteinsson, 1, Hjalti Kristjánsson, 2, Hreiðar Bjarnason, 3 (87., Guðmundur Karl Guðmundsson, -), Robert Russell, 2, Hákon Sverrisson, 2, Árni K. Gunnarsson, 4, Kjartan Antonsson, 4 (83., Salih Heimir Porca, -), Marel Baldvinsson, 3. Keflavík(4-4-2) Gunnleifur Gunnleifsson, 3, Paul Shepard, 2, Garðar Newman, 3, Gestur Gylfason, 2, Haraldur Guðmundsson, 3, Zoran Ljubicic, 4, Þórarinn Kristjánsson, 1 (71., Kristján Jóhannsson, 2), Gunnar Oddsson, 2, Jóhann Benediktsson, 2, Guðmundur Steinarsson, 2 (55., Kristján Brooks, 3), Hjálmar Jónsson, 3 (76., MagnUs S. Þorsteinsson, -). Einkunnaskali DV-Sport 6 = Stórkostlegur, 5 = Mjög góður, 4 = Góður, 3 = t meðallagi, 2 = Slakur, 1 = Mjög lélegur. Á við um einkunnir leikmanna, dómara og gœöi leikjanna sjálfra. Erfiður sigur -Grindvíkinga á baráttuliði Stjörnunnar Grindvíkingar halda áfram að vinna heimaleikina sína og nú unnu þeir Stjömuna, 2-0, í leik sem Stjarn- an átti meira skilið en þeir fengu úr leiknum. Með sigrinum halda Grind- víkingar áfram að setja félagsmet og hafa aldrei verið á toppnum í upp- hafi seinni umferðar eins og nú þeg- ar þeir deila toppsætinum með Fylki, aðeins markamunur skilur liðin að og eru menn í Grindavík skiljanlega ánægðir með stöðuna. Sigurinn gegn Stjömunni kom þó ekki áreynslulaust því Stjömumenn komu fullir af baráttu til leiks og ekki að sjá að staða liðsins væri við botninn miðað við leik þeirra. En knattspyma snýst ekki um færin sem menn fá heldur um færin sem menn nýta til að skora mörk og það skildi liðin að í gærkvöldi. Boban Ristic átti byimingsskot í stöng Grindavíkurmarksins á 26. mínútu og Veigar vippaði boltanum yflr Albert, markvörð Grindvíkinga, skömmu seinna en því miður fyrir hann rétt yfir markið þegar Stjörnu- menn komust í skyndiupphlaup. Ás- geir átti síðan gott skot sem Albert varði á 39. mínútu. Þetta sýnir að Stjörnumenn áttu í fullu tré við Grindvíkinga sem greinilega van- mátu styrk Stjörnunnar og þrátt fyr- ir að halda boltanum meira í leikn- um vantaði einhvern neista til að klára sóknir. Þeir fóru þó illa með gott færi sem Scott Ramsey skapaði með fyrirgjöf frá vinstri eftir að hafa leikið á undraverðan hátt á alla varnarmenn Stjörnunnar rétt fyrir lok fyrri hálíleiks. Grindvíkingar komu ákafir til seinni hálfleiks en vöm Stjömunnar var fjölmenn sem fyrr og hélt aftur af sóknarmönnum heimamanna. Það var ekki fyrr en langt var liðið á hálfleikinn sem Ólafur Örn kom heimamönnum yfir sem ísinn var brotinn og Sverrir Þór skoraði seinna markið, nýkominn inn á sem varamaður. Góður sigur í höfn en ekki áreynslulaus. „Þetta var erfíður leikur og við urðum að vera fyrri til að skora til að vinna leikinn. Þeir léku fjölmenn- ir aftast og það hefði verið dauða- dómur hefðu þeir skorað á undan okkur. Þeir voru að spila vel og voru sprækir í leiknum þannig að sigur- inn var ánægjulegur og mikilvægur fyrir okkur,“ sagði Ólafur Örn Bjarnason sem braut ísinn fyrir Grindvíkinga i leiknum með ágætu marki. Goran Kristófer Misic, þjálfari Stjörnumanna, sagði eftir leikinn að liðið væri ungt að árum og það væri góð reynsla fyrir liðið að spila í úr- valsdeild. „Það var þó slæmt að nýta ekki færin sem við fengum í leiknum því þau voru nokkur. Við erum með ungt og reynslulítið lið sem er þó lof- andi. Það er erfltt að vera á botnin- um, sérstaklega þegar við leikum vel, en það er engin uppgjöf hjá okk- ur þrátt fyrir pressuna sem komin er á okkur, bilið í næstu lið er ekki svo mikið," sagði Misic. -FÓ Grindavík-Stjarnan 2 Hálfleikur: 0-0 Leikstaöur: Grindavíkurvöllur. Áhorfendur: 420. Dómari: Egill Már Markússon (5). Gœði leiks: 3. Gul spjöld: McShane, Óli Stefán, Guðjón (Grindavík), Ólafur (Stjörnunni). Skot: 10-12. Horm 8-2. Aukaspyrnur fengnar: 17-9. Rangstööur: 3-0. Mörkin: 0-1 Ólafur Öm Bjarnason (72., með skalla eftir hom Scotts Ramsey), 0-2 Sverrir Þór Sverrisson (87., meö skoti úr miðjum teig eftir sendingu Gorans Lukic, eftir góðan undirbúning Sinisa Kekic og Pauls McShane). Maöur leiksins: Ólafur Órn Bjarnason, Grindavík. i LANDSSlHA DEIU>IN 2000 Fylkir 10 5 4 1 18-9 19 Grindavík 10 5 4 1 13-5 19 KR 10 5 3 2 15-9 18 ÍA 10 4 3 3 9-8 15 ÍBV 10 3 5 2 14-9 14 Fram 10 3 3 4 11-13 12 Breiðablik 10 4 0 6 13-17 12 Keflavík 9 3 3 3 9-14 12 Leiftur 8 0 4 4 6-14 4 Stjarnan 9 1 1 7 3-13 4 Markahæstir: Andri Sigþórsson, KR...............7 Guðmundur Steinarsson, Keflavík 7 Gylfi Einarsson, Fylki.............5 Hreiðar Bjarnason, Breiðabliki ... 5 Ólafur Örn Bjarnason, Grindavík . 5 Ronny Petersen, Fram ..............4 Grindavík hefur ekki fengið á sig mark í sumar á heimavelli í fyrstu fimm heimaleikjum sínum og er nú með markatöluna 10-0 á heimavelli. Albert Sœvarsson, markvörður Grindavíkm', hefur nú haldið hreinu í 513 mínútur á heimavelli sem skip- ar nú sjöunda sætið á metalista tíu liða efstu deildar yfir það að halda lengst hreinu á heimavelli. Metið eiga KR-ingar frá 1990-91 er KR-liöið lék í 888 mínútur án þess að fá á sig mark. Stjarnan tapaöi i gœr áttunda úti- leik sínum í röð og lék jafnframt sinn 14 útileik í röð án þess að ná að sigra. Stjarnan hefur auk þess ekki skor- að í 522 mínútur á útivelli og er að- eins 26 minútum frá því að slá met Þórsara síðan 1980 til 1983. Reyndar er enn lengri tími síðan Stjörnumað- ur skoraði á útivelli þvl síðasta mark Garðbæinga var sjálfsmark. Það eru því liðnar 542 mínútur síðan Mihajlo Bibercic skoraði fyrir Stjörnuna á Akranesi 17. ágúst 1997. Landssímadeild kvenna: Stjarnan 9 6 2 1 22-9 20 KR 8 6 1 1 37-6 19 Breiðablik 8 6 1 1 37-6 19 ÍBV 8 3 4 1 17-9 13 Valur 8 4 0 4 26-11 12 ÍA 7 1 2 4 7-27 5 Þór/KA 8 0 1 7 5-37 1 FH 8 0 1 7 6-52 1 Markahæstar: Olga Færseth, KR ...............14 Ásgerður Ingibergsdóttir, Val ... 12 Rakel Ögmundsdóttir, Breiðabliki 12 -ÓÓJ - þegar Víkingar tóku á móti Stoke í Laugardal í gær Það var fátt um flna drætti í leik Víkinga og Stoke City á Laugardalsvellinum í gærkvöldi og með ólíkindum að hvort lið um sig hafi skorað tvö mörk. Leikurinn var sá síðasti sem Stoke spilar hér á landi, að þessu sinni a.m.k., og var jafnframt þriðji jafnteflisleikur liðsins í ferðinni. Leikurinn var aukinheldur kveðjuleikur Þránd- ar Sigurðssonar sem hefur auk þess að spila með liðinu unnið mjög gott starf hjá Víkingi. Víkingar hófu leikinn af miklum krafti og réðu ferðinni lengst af fyrri hálfleiks og það kom fæstum á óvart þegar Daníel Hafliðason kom þeim yfir á 10. mínútu með góðum skalla. Fyrsta alvörufæri enska liðsins varð síðan að marki á 18 mínútu þegar Stefán Þórðarson sendi góða sendingu inn fyrir vöm Víkinga á James O’Connor sem skoraði miUi fóta Ólafs Pétursson- ar í markinu. Eftir þetta skiptust liðin á að sækja en Víking- ar höfðu heldur yfirhöndina. Annað mark Stoke kom því nokkuð að óvörum. Stefán Þóröarson var þá aftur á ferð með stórglæsilega sendingu sem endaði hjá Bjama Guðjónssyni sem lagði boltann framhjá Ólafi. Reyndar var markið ólög- legt þar sem Bjami tók boltann niður með hend- inni en dómarar vora illa staðsettir til að sjá það. Staðan í hálfleik var 1-2. Eftir slákan fyrri hálf- leik fór leikurinn hratt niður á við í þeim síðari og fátt markvert gerðist. Nokkur færi litu þó dagsins ljós en mark- verðirnir stöðvuðu flest það er að mörkunum kom. Allt leit út fyrir að Stoke myndi vinna sinn fyrsta sigur í Islands- ferðinni en þá kom Stef- án Þórðarson, leikmaður Víkings, boltanum inn á Bjarna Hall á lokaminútu leiksins og Bjami setti knöttinn í markið við mikinn fognuð áhorfenda. Þrándur Sigurðsson, leikmaður Víkings, spil- aði sinn síðasta leik fyrir liðið í gær og fór út af snemma leiks, hlé var gert á leiknum og Þrándi var fagnað gífurlega af áhorfendum og leikmönn- um. Hann sagði í samtali við DV-Sport að leik loknum að hann hefði verið mjög stoltur af því að félagið hefði gert þetta fyrir hann. „Það var mjög gaman að taka þátt í þessu, umgjörðin fall- eg og stemningin góð. Það var gaman að fá að taka þátt í þessum leik, Stoke er orðið svo vin- sælt meðal íslendinga. Ég bjóst nú ekki við að snerta boltann oft þessar fimmtán mínútur sem ég spilaði en það sem var best var að fara út af þegar við vorum 1-0 yfir, þannig að strákarnir gátu ekki kennt mér um að vera undir.“ Guðjón Þórðarson var að leik loknum nokkuð sáttur við leik sinna manna og ferðina í heild. „Ég er mjög ánægður með ferðina og það hefur tekist vel til. Fyrst og fremst er ferðin farin til þess að skoða leikmannahópinn og hvað megi færa til betri vegar en það mun taka smá tíma að gera það. Það er bæði jákvætt og neikvætt sem maður sér og vonandi að maður finni fleira gott en hitt. Leikmenn era kannski ekki komnir í fulla æfingu, það er vika síðan við hófum æfing- ar og við höfum æft mjög stíft. Það eru tvær æf- ingar eftir áður en við fórum þannig að þeir verða þreyttir þegar við förum. Það er óhætt að segja að þeir hafi verið ánægðir með ferðina og móttökumar hafa verið mjög ánægjulegar." -ÓK Gavin Ward, markvörður Stoke, bjargar frá Sumarliöa Árnasyni í dauöafæri. DV-mynd E.ÓI. Klúður Eyjastúlkna Á Hásteinsvelli í Eyjum áttust við heimastúlkur í ÍBV og Valur. Leikur- inn var ágætisskemmtun fyrir þá fjöl- mörgu áhorfendur sem voru á leikn- um þrátt fyrir frekar napurt veður. Fjögur mörk voru skoruð og skiptu liðin með sér mörkunum þannig að liðin sitja sem fastast í íjórða og fimmta sæti Landssímadeildarinnar. ÍBV var mun betri aðilinn í fyrri hálfleik og fyrsta færið fékk Karen Burke en ágætt skot hennar fór rétt yfir Valsmarkið. Áfram héldu heima- stúlkur að herja á mark gestanna en næst því að skora á fyrstu tuttugu mínútunum fyrir ÍBV komst íris Sæ- mundsdóttir en fastur skalli hennar var varin á línu. Þegar fyrri hálfleik- ur var rétt tæplega háifnaður voru Valsstúlkur að spila boltanum sín á milli í öftustu vamarlínu liðsins. Ein mistök urðu til þess að Kelly Shimm- in fékk boltann og sendi viðstöðulaust inn fyrir vörnina þar sem Bryndís Jó- hannesdóttir rak endahnútinn og skoraði framhjá Ragnheiði Jónsdóttur í marki Vals. Eftir 27 mínútna leik kom svo loks fyrst skot Valsstúlkna á mark ÍBV en Petra Bragadóttir var vandanum vax- in. Staðan i hálfleik var 1-0 og Vals- stúlkur ekki líklegar til afreka. Strax á fyrstu mínútu seinni hálf- leiks var brotið á Bryndísi og Eyja- stúlkum dæmdur boltinn. Karen Burke sendi á löndu sína, Samönthu Britton, sem skallaði boltann í netið og staðan orðin 2-0 fyrir ÍBV. Eyja- stúlkur hafa liklega haldið að leikur- inn væri búinn, enda Valsliðið búið að spila illa en það má aldrei afskrifa Valsstúlkur. Þær börðust áfram og á 58. mínútu fékk Rakel Logadóttir stungusendingu inn fyrir vöm ÍBV, hún lék á Petra og skoraði auðveld- lega. Við markið vora Eyjastúlkur slegnar í rot því aðeins tæplega mín- útu síðar urðu þeim á hræðileg varn- armistök sem Ásgerður Ingibergsdótt- ir nýtti sér til fulls og jafnaði leikinn. Rönkuöu viö sér Eftir jöfnunarmarkið var sem leik- menn ÍBV röknuðu við sér, liðið sótti töluvert síðustu tuttugu mínútur leiksins og Hjördís Halldórsdóttir komst næst þvi að skora sigurmarkið þegar tíu mínútur vora eftir en fast skot hennar hafnaði í slánni og fór þaðan yfir. Leikurinn fjaraði svo út, Valsstúlkur fögnuðu stiginu en Eyja- stúlkur gengu hnípnar af velli, enda ekki í fyrsta skipti sem þær missa sigurleik í jafntefli. „Við spiluðum hræðilega í fyrri hálfleik en við ætluðum okkur að vinna en það tókst ekki í dag. Karakterinn í liðinu er góður enda lentum við 2-0 undir en héldum áfram og jöfnuðum. Eftir það fannst mér við alveg eins getað sigrað eins og þær,“ sagði Rakel Logadóttir eftir leikinn í gær. Stalla hennar úr ÍBV-liðinu, Bryn- dís Jóhannesdóttir, var þó allt annað en ánægð eftir leikinn. „Við virðumst ekki kunna að vera yfir. Við komumst yfir í þessum leikjum sem við erum að spila en svo fer alltaf allt í samp. farið þar sem við hreinlega sofnum á' verðinum. Ég skil bara ekki hvernig þetta er hægt hjá okkur en mér finnst málið vera einfalt, við kunnum ekki að vera yfir. En við ætlum okkur að taka bikarinn og redda tímabilinu hjá okkur.“ -jgi ÍBV-Valur 2-2 1- 0 Bryndís Jóhannesdóttir .... 21. 2- 0 Samantha Britton...........46. 2-1 Rakel Logadóttir............58. 2-2 Ásgerður Ingibergsdóttir .... 59. Q® Karen Burke, ÍBV, Rakel Logadóttir, Val. F Elfa Ólafsdóttir, Bryndís-' Jóhannesdóttir, Kelly Shimmin, ÍBV, Ragnheiður Jónsdóttir, íris Andrésdóttir, Val. Best á vellinum: Karen Burke, ÍBV Breiðablik og Keflavík mættust á Kópavogsvelli í gærkvöld: Lokasprettur - Blika tryggði þeim sigur eftir að hafa lent marki undir Hanna og baráttan - tryggðu FH-stúlkum mikilvægt stig Það leit ekki út fyrir að FH- stúlkur myndu uppskera stig gegn Skagastúlkum á heimavelli sinum í Landssímadeild kvenna í gær. ÍA, sem hafði tapað öllum fjórum útileikjum sumarsins og ekki skorað í 431 mínútu á útivelli, var komið í 0-2 eftir 16 mínútur. Mörkin voru keimlík skalla- mörk eftir fóst leikatriði og send- ingar Magneu Guðlaugsdóttur. En baráttan skilaði FH stigi og nú stefnir í spennandi fallbaráttu í Landssímadeild kvenna. Skagastúlkur gátu vel bætt við eftir mörkin og höfðu mikla yfir- burði fyrstu 28 mínúturnar. En á 28. minútu kom Hanna G. Stefáns- dóttir inn á, beint af landsliðsæf- ingu í handbolta, og gerbreytti leiknum. Eftir innkomu Hönnu óx Hafnfirðingum ásmegin og Hanna kom með baráttuna í liðið. Skaga- stúlkur voru síðan óþekkjanlegar í seinni hálfleik og voru orðnar alltof sigurvissar. FH-stúlkur fóru illa með tvö dauðafæri áður en Valdís Rögnvaldsdóttir fékk víti sem Hanna skoraði úr. Vítið fékk þjálfari ÍA, Magrét Ákadóttir, á sig en Margrét átti dapran dag og það munaði mikið um það fyrir Skagavörnina sem var óörugg í lok leiksins. Jöfnun- armarkið kom síðan á síðustu stundu þegar fjórar mínútur voru liðnar af uppbótartíma við gifur- legan fógnuð heimastúlkna. „Þetta er búiö að vera svona í < i sumar, við erum að gefa mörk í byrjun leikjanna. En þetta breytt- ist, mínar stúlkur komu til baka og eiga heiður skilinn fyrir það. Þetta jafntefli þýðir allt fyrir liðið, við erum komin upp fyrir Þór/KA, eigum þær næst, við ætluðum að klára þær og berjast fyrir sæti okkar í deildinni. Það er það sem viö höfum verið að stefna að í allt sumar og þetta er að smella saman núna,“ sagði Ásgrímur Einarsson, annar þjálfara FH. -ÓÓJ itjf* oq KR 23. iliíi. CÍTriri rnlfn r'/lrMr' 'rwtzitn rjjr /JV3//J j/sjjjj no Jsjí:. Jói útherji Ármúla 36, Reykjavík,'* sími 588 1560 Sigurson of snemma Þaö er ekki búiö fyrr en feita konan syngur eins og segir einhvers staöar og Guömundur Steinarsson Keflvíkingur söng of snemma þegar hann kom Keflavík yfir gegn Blíkum í gær. Breiðablik jafnaöi nefnilega leikinn og tryggöi sér síðan sigurínn. DV-mynd E. Ól. J FH-ÍA 2-2 0-1 Áslaug Ákadóttir.............9. 0-2 Elín Anna Steinarsdóttir .... 12. 1- 2 Hanna G. Stefánsdóttir . 82., víti 2- 2 Guörún Guðjónsdóttir.......90. @® Hanna G. Stefánsdóttir, Tammy Scrivens, FH. ® Silja Þórðarsdóttir, Valdís Rögn- valdsdóttir, Guðrún Guðjónsdóttir, Sigriður Guðmundsdóttir, Guðrún Sveinsdóttir, FH, Ingibjörg H. Ólafs- dóttir, Laufey Jóhannsdóttir, íris Dögg Steinsdóttir, Áslaug Ákadóttir, Dúfa Ásbjörnsdóttir, ÍA. Best á vellinum: Hanna G. Stefáns- dóttir, FH. Hanna œfir nú á fullu með íslenska kvennalandsliðinu í handbolta og kom beint af æfingu í leikinn i gær. „Ég er mjög ánægður með liðið 1 heildina og fannst mér þetta sann- gjöm úrslit,“ sagði þjálfari Breiða- bliks, Sigurður Grétarsson, eftir leik. „Keflvíkingar kunna auðvitað að spila fótbolta líka og það eru ailtaf tvö lið á vellinum. En markið sem við fengum á okkur fannst mér vera óréttlátt, það var deginum ljósara að Zoran Ljubicic var að sækja sér vítið, ef við beram þaö saman við leikinn í Árbænum í gær, þar sem leikmenn fengu gul spjöld fyrir það sem Zoran gerði. Þetta er þriðja vítið i sumar sem við fáum á okkur fyrir eitthvað svona.“ Tíðindalítil byrjun Eftir líflega byrjun tíundu umferð- ar, þar sem 9 mörk litu dagsins ljós í tveimur leikjum, leit ekki út fyrir að þessi leikur yrði markamikill eða fjör- ugur. Bæði liðin mættu einkar vilja- lítil til leiks og voru fyrstu 40 mínút- leiksins fremur tiðindalausar. En þá kom besti maður Keflavíkur- liðsins, Zoran Ljubicic, og flskaði víti hjá Andra Marteinssyni, varnar- manni Breiðabliks. Zoran sótti að Andra og lék boltanum framhjá honum en Andri hreyfði sig þó aðeins að Zoran og dæmdi Kristinn dómari hann brotlegan og þar með víti. Guðmundur Steinarsson skoraði örugglega úr því. Blikar voru þó öllu líklegri til að skora fyrsta mark leiksins þvi flest þau færi sem komu í fyrri hálfleik áttu heimamenn. Blikar berjast til sigurs Þeir fengu þó réttlætinu fullnægt á 68. mínútu þegar Blikar áttu sína fyrstu góðu sókn í síðari hálfleik og nýttu hana vel. Marel framlengdi sendingu Guðmundar Amar inn fyr- ir vöm Keflvíkinga sem Hreiðar Bjarnason tók við, lék á Gunnleif og renndi boltanum laglega í markiö. Eftir það voru Blikar í fullu fjöri og sóttu stíft. Áhorfendur á vellinum þurftu að bíða í aðeins 11 mínútur eftir næsta marki og kom það eftir óbeina auka- spymu. Gunnleifur tók við boltanum af varnarmanni og sá Kristinn dóm- ari ástæðu til að dæma það eins og að vamarmaðurinn hafi sent viljandi á Gunnleif. Maður leiksins, Kjartan Einarsson, renndi boltanum á Hjalta Kristjánsson sem þrumaði boltanum efst í mitt markið. Bíta á jaxlinn „Við getum aðeins sjálfum okkur um kennt þegar við missum boltann á hættulegu svæði og þeir ganga á lagið og skora. En við hefðum átt að klára leikinn áður en að því kom og sýnir þetta ákveðinn veikleika hjá okkur þegar við náum ekki að fylgja eftir góðri stöðu í leiknum. Við höfð- um tækifærin að bæta við einu, jafn- vel tveimur mörkum, en vorum of seinir og því fór sem fór. En nú eigum við næsta leik í deild- inni síðar í vikunni og þýðir ekkert annað en að þjappa sér saman og bíta á jaxlinn,“ sagði Páll Guðlaugsson, þjálfari Keflvíkinga. -esá Breiðablik-Keflavík 2-1 Hálfleikur: 0-1. Leikstaöur: Kópavogsvöllur. Áhorfendur: 800. Dómari: Kristinn Jakobsson (5). Gœöi leiks: 3. Gul spjöld: Haraldur, Jóhann (Keílavík). Rautt spjald: Gestur Gylfason (Keflavík). Skoú 10-7. Horm 3-3. Aukaspymur fengnar: 12-4. Rangstöður: 4-2. Mörkin: 0-1, Guðmundur Steinarsson, víti (42., Andri Marteinsson braut á Zoran Ljubicic), 1-1, Hreiðar Bjamason (68., renndi boltanum í markið eftir að hafa leik- ið á Gunnleif Gunnleifsson), 2-1, Hjalti Kristjánsson (79., Kjartan Einarsson tók óbeina aukaspyrnu innan teigs Keflvikinga og renndi boltanum á Hjalta sem þrum- aði í markið). Maður leiksins: Kjartan Einarsson, Breiðabliki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.