Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2000, Síða 4
36 ÍPar
LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2000 J-lV
Tætum og tryllum...
...og tækin við þenjum, í botni eitthvaö langt upp í sveit
Frá því að RAV4 kom á markaðinn
árið 1994 hefur hann vakið athygli fyr-
ir framúrstefhulega hönnun í flokki
jepplinga. Nú kynnir Toyota nýja kyn-
slóð þessara bíla og vekur nú aftur at-
hygli með þvf að bjóða hann einnig í
ódýrari útfærslu, þá aðeins með fram-
drifi. P. Samúelsson mun hefja sölu á
þessum bilum eftir verslunarmanna-
helgi. Til að kynna bílinn fyrir blaða-
mönnum bauð Toyota-umboðið þeim
til reynsluaksturs inn í Landmanna-
laugar. Á þeirri leið fékk hann góða
blöndu af almennum þjóðvegaakstri og
þeim átökum sem fylgja malarslóðum
og ám. Boðið var upp á flmm bíla tii
akstursins, þriggja og fimm dyra, með
1,8 eða tveggja lítra vél, sjálfskipta eða
beinskipta, með eða án afturdrifs.
Skemmtilegur á mölinni
Bíilinn er mjög skemmtilegur þegar
komið er út fyrir malbik og gildir þá
einu hvort um þann fjórhjóladrifna
eða framdrifha sé að ræða. Hann er
nett yfirstýrður á mölinni sem gerir
hann auðveldari viðfangs í lausamöl
og jafnframt að miklu skemmtilegri
akstursbíl. Krafturinn í tveggja lítra
vélinni er líka allgóður og auðvelt að
tæta og trylla hinn fræga rallveg um
Dómadcd á þessu tæki. Með minni vél-
inni er hann lítið síðri og hefúr þann
kost að vera mun spameytnari. Sama
hæð er undir hann og öll mál þau
sömu og því er hann eflaust góður
kostur fyrir ferðalagið í sumarbústað-
inn og jafnvel þótt lengra sé farið. Ám-
ar í Landmannalaugum era svo sem
ekkert voðalega djúpar, jafhvel fyrir
lítinn bíl eins og þennan, en hann fór
léttilega yfir þær þótt greitt væri ekið.
Loftinntakið er fremst í vélarrýminu
en með einu handtaki er hægt að færa
stútinn á því til þannig að hann snúi
upp að hvalbaknum og þá ætti hann að
geta farið nokkuð djúpt. Ekki er þó
mælt með að fara í mjög straumharðar
ár enda bíllinn nokkuð léttur eða í
kringum 1300 kíló.
Vel búinn
RAV4 er vel búinn bíll í öllum út-
færslum og er á sportlegum álfelgum í
tveggja lítra útfærslunni. Þar er hann
einnig með varadekkshlif. Sætin eru
hin þægilegustu og hægt að leggja bak-
ið á framsætunum alveg aftur þannig
að þau liggja þá þétt upp við aftursæt-
in. Aftursætið er svo á sleða sem hægt
er að færa fram eða aftur eftir þörfum,
Góður frágangur er á öllu f vélar-
rýminu og á myndinni sést vel stút-
urinn fyrir loftinntakið.
I fimm dyra útgáfunni er þetta bara nokkuð mikill bíll.
Hér er stutti bíllinn á leið yfir eina kvíslina á leiðinni
í Landmannalaugar.
til dæmis ef þarf að koma fyrir meiri
farangri og aðeins litil böm aftur í er
það ótvíræður kostur. Mikið er af alls
konar geymsluhólfúm og glasahöldur-
um og einnig er sólgleraugnahulstur
fyrir ofan baksýnisspegilinn. Geisla-
spilari og fjórir hátalarar uppfylla svo
kröfur yngri kynslóðarinnar um góð
hljómflutningstæki. Mælaborðið er
mjög fallegt að mati undirritaðs og er
með ljósum lit, en öll tákn em svört
svo þau sjást jafnvel þó gaumljósið logi
ekki. Lýsingin er rafgul og gefúr hon-
um sportlegt yfirbragð.
Betri beinskiptur
en sjálfskiptur
Munurinn á sjálf-
skiptingu og bein-
skiptingu er nokkuð
sláandi og beinskiptur
er hann betri kostur
að mati undirritaðs.
Sjálfskiptingin, þótt
góð sé dregur nokkuð
niður í annars kraft-
mikilli vél. Með bein-
skiptingunni er hann mun snarpari og
nýtir lfka togið betur á lágsnúningi.
Það er reyndar pínulítill ókostur við
bilinn hversu mikið toginu er fómað á
kostnað þess að ná fleiri hestum út úr
vélinni á hærri snúningi. Það gerir
það að verkum að allur akstur þar sem
ekki þarf að lötra áfram er mjög
skemmtilegur en er aðeins erfiðari í
brölti og þess háttar. Gott að- og frá-
fallshom er á endum bílsins og því
auðvelt að aka honum í vegleysum.
Aðeins þarf þó að passa undirvagninn
þar sem ekki er eins hátt undir hann
miðjan. Hægt er að fá Torsen tregðu-
Afturhuröin opnast vel og með því
aö færa til aftursætin má koma
nokkrum farangri fyrir.
Góðfjöðrun
Aðalkostur bílsins er að mínu mati
fjöðrunin sem er nokkuð breytt frá
eldri gerðinni. Nýi RAV4 notar
MacPherson gormafjöðrun með L-
spymum á framhjólin og er hún end-
urbætt með gasfyOtum höggdeyfum og
jafnvægisstöng sem eykur á þægindi í
akstri. Jafnvel þótt stokkið væri
tvisvar á bílnum, svona alveg óvart,
sló fjöðrunin ekki saman sem segir
nokkuð um gæði gasdemparanna og
fjöðruninnar í heild sinni. Framhjóla-
fjöðrunin er með neikvæðum hliðar-
haOa sem eykur svo
veggrip og rásfestu í
beygjum.
Toyota RAV4
Vél: Bensín, meö tveimur yfirliggj-
andi knastásum.
Ventlar: 16.
Rúmtak: 1998 rúmsentímetrar.
Þjappa: 9,8:1.
Hestöfl: 150 v. 6000 sn. mín.
Tog: 192 Nm. v. 4000 sn. mín.
Hámarkshraði, beinskiptur: 185
km.
Hröðun 0-100, beinskiptur: 10,6
sek.
Kvartmíla: 16,9 sek.
Lengd: 4245 mm.
Breidd: 1735 mm.
Hæð: 1715 mm.
Hjólhaf: 2490 mm.
Dekk: 215/70 R16.
Snúningshringur, innri: 5,3 metrar.
Þyngd: 1275 kíló.
Bensíntankur: 57 lítrar.
Eyösla í biönduöum akstri: 8,8 lítr-
ar.
Fjöðrun framan: Sjálfstæð McPher-
son, þrýstistangakerfi.
Fjöðrun aftan: Tvöföld klafafjöðrun
meö jafnvægisstöng.
Bremsur framan/aftan:
Diskabremsur.
Verö: 1.690.000- 2.390.000 kr.
Umboö: P. Samúelsson.
Styttri útgáfan er bara nokkuð sportleg f útliti og samlitir stuðarar og vara-
dekkshlíf hjálpa þar til.
iviæiaDoroio er nio pægnegasta og
fylgir þeirri sportlegu tfsku sem er á
hönnun þeirra í dag.
sinni dýrastu útfærslu sem er meðal
annars með sóllúgu sem staðalbúnað,
Plúsar:
Kraftur, fjöðnjn.
Minusar:
Tog á lágsnúningi.
læsingu í mismunadrif sem gerir hann
að meiri, jeppa" og eykur einnig stöð-
ugleika í akstri.
Á samkeppnishæfu verði
RAV4 sjálfskiptur í lengri gerðinni
er til dæmis örlitið dýrari en HR-V í
en taka verður tillit til þess að RAV4
er örlítið stærri á alla kanta og öflugri
með tveggja lítra vélinni. Hann er hins
vegar ódýrari en CR-V, sem er örlítið
stærri þannig að verðið á honum er
nokkuð sambærilegt við keppinaut-
ana. Ódýrasti bíllinn byrjar í 1.690.000
kr. og sá dýrasti sem er fimm dyra,
sjálfskiptur með tveggja lítra vélinni
er á 2.390.000 kr. -NG
nunartími 1/6-30/9 mán.-fö. kl. 8.30-18.30 laug. kl. 10-17 sun. kl. 13-16 Opnum alltaf fyrst.
Suzuki Grand Vitara 2000 cc, '99
ekinn 16 þús. km, 5 g., fallegur bíll.
Verð 1.890 þús.
M. Benz A140 ‘00
ekinn 7 þús. km, 5 g., svartur.
Verð 1.690 þús., áhvílandi gott bílalán.
tákn um traust
Faxafen 8 / Sími 581 1560 / Fax 581 1566
www.evropa.is
Volvo S40, 2000 cc, '00
ssk., álf., spólvörn, ABS o.fl.
Verð 2.490 þús. Ath. skipti.
Ford Fiesta Flair '00
1300 cc, 3 d., 5 g., álf., vetrard.
Verð 1.295 þús.
MMC Pajero st. 2800 '98
33“ br., leðurkl., sóll., ssk., m/öllu, disil tuibo.
Verð 3.190 þús., ath. skipti.
Nissan Patrol dísil turbo '99
ekinn 14 þús. km, 33“ dekk, 7 manna.
Verð 3.490 þús., ath. skipti.
Isuzu Trooper 3,0 dfsil turbo '00
ekinn 7 þús. km, 35“ breyttur, ssk., m/öllu.
Verð 4.290 þús., gott bilalán getur fylgt.