Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2000, Síða 3
4"
33 "V LAUGARDAGUR 12 ÁGÚST 2000
jtílar *
Porsche 911 Turbo kynntur:
Flaggskip Porsche fáanlegt á íslandi
- og einnig með leirbremsum
Vöövarnir eru ekki til sýnis en feguröin kemur jafnt innan sem utan frá.
Um helgina frumsýnir Bílabúð
Benna nýja Porsche 911 Turbo-bíl-
inn en hann er hvorki meira né
minna en flaggskip þessa fræga
bílaframleiðanda. Hann þykir bjóða
upp á það besta í fjöldaframleiddum
sportbíl, hvort sem um er að ræða
kraft, bremsur, öryggi, og svo mætti
lengi telja. Bíllinn var prófaður af
blaðamönnum DV-bíia á Keflavíkur-
flugvefli i gærkvöld og segjum við
nánar frá því í næsta blaði en byrj-
um hér á að kynna bílinn aðeins
fyrir lesendum til að gefa þeim hug-
mynd um af hverju þarf heilan
miUilandaflugvöfl til að prófa svona
tæki.
Úlfur í sauðargæru
Það þarf ekki annað en að horfa á
bílinn til að sjá hvað hér er á ferð-
inni en þrátt fyrir það er nýi bfllinn
með mildari línum en áður hefur
þekkst frá Porsche. Framan á bfln-
um eru þrjú svokölluð „svarthol“
eða loftinntök til kælingar fyrir vél,
túrbínu og ljósabúnað. Einnig eru
loftinntök á hliðum stærri en í hin-
um 250 hestafla Boxter sem við próf-
uðum á dögunum. Hann er á lágum
en breiðum kappakstursdekkjum
frá Pirelli með 18 tommu álfelgum.
Brettin eru ekki eins útstæð og áður
en yfirbyggingin breikkuð til að fá
samræmda línu í bílinn. Vindskeið-
in er minni en gamli hvalsporður-
inn sem margir kannast við og er
nú á vökvalyftum sem hækka og
lækka vænginn eftir hraða bílsins.
Ævintýralegt vélarafl
Aflið í 911 Turbo er svakalegt og
er hönnun vélarinnar byggð á GTl-
keppnisbflnum. 420 hestöfl koma frá
3,6 lítra „boxer“-mótomum og þegar
túrbinan kemur inn við 2700 snún-
inga eru það 560 Nm af togi sem
tryggja ævintýralega hröðun upp
fyrir 300 kílómetra markið. Porsche-
verksmiðjurnar gefa upp að
hundraðinu sé náð á 4,2 sekúndum
og er þá átt við að hvaða meðaljón
sem er eigi að ná því marki en með
vanan ökumann innanborðs fer
hröðunin niður fyrir fjórar sekúnd-
ur. Þrátt fyrir vélaraflið er eyðslan
ekki mikil og í EB-prófunum mælist
hún vera 12,9 lítrar á hundraðið.
Vélin stenst líka allar kröfur um
mengunarstaöla beggja vegna Atl-
antshafsins og það nokkur ár fram í
tímann.
Fjórhjóladrif með afldreíf-
ingu
Porsche 911 er með sama aldrifiö
og Carrera en með nokkrum
tækninýjungum. Aflinu er dreift til
hjólanna eftir aðstæðum og eru
5-40% þess á framhjólum. í þennan
bíl er komið PSM-kerfi sem tryggir
stöðugleika í beygjum og undir
hæpnustu aðstæðum en þó ekki fyrr
en í óefni er komið. Með kerfið á
getur það tekið völdin af óreyndum
ökumanni og bjargað honum frá því
að missa stjórn á bflnum. Fyrir þá
sem telja sig kunna að keyra er svo
hægt að slökkva á kerfinu með
takka í mælaborði. Ljósin eru meö
hvítum gasperum, bæði á lágum og
háum geisla, en það er mögulegt,
með sérstakri kælingu fyrir perum-
ar. Lýsingin minnir einna helst á
dagsbirtu og er hafla hennar stjóm-
að sjálfvirkt eftir stöðu framendans
við hröðun eða bremsun.
Leirbremsur setja punktinn
yfir M5
Síðast en ekki síst em öflugar
bremsur í 911 til samræmis við vél-
araflið. í haust kemur þessi bíll með
nýjum „leirbremsum" en það eru
keramikdiskar sem þola margfalt
hitastig á við hefðbundnar bremsur
en slíkt er lykilatriði í öflugum
sportbíl. Þetta er ein af afurðum
geimferöatækninnar og eru disk-
amir hertir með keramískri aðferð
sem gerir þá margfalt harðari, högg-'
þolnari og því endingarbetri. Nýju
diskarnir eru líka talsvert léttari en
hefðbundnir stáldiskar og minnka
fjaðrandi vigt hjólanna um samtals
20 kfló sem skflar sér í betra veg-
gripi og aksturseiginleikum.
-NG
Chrysler aftur heim
Gengið hefur verið frá samningum
mifli Ræsis hf. og DaimlerChrysler
um að Ræsir taki að sér umboð fyrir
Chrysler á íslandi. Þar með má segja
að Chrysler sé kominn aftur heim
því upprunalega var Ræsir stofnaður
utan um umboð fyrir Chrysler.
Að sögn Hallgríms Gunnarssonar,
forstjóra Ræsis hf., hefur nú verið
gengið formlega frá þessu samkomu-
lagi, í eðlilegu framhaldi af þeirri
stefnu DaimlerChrysler aö sami aðili
fari með umboð fýrir bæði Chrysler
og Mercedes Benz, en Ræsir hefur í
áratugi haft umboð fyrir MB.
Haflgrímur sagði í samtali við DV-
bfla að endurheimt Chrysler-umboðs-
ins myndi verða í þremur þrepum.
Fyrsta þrepið er uppbygging vara-
hlutaþjónustu sem nú er komin í það
horf sem á að vera. Varahlutatölvur
Ræsis hafa veriö skflgreindar inn í
kerfi framleiðandans og varahlutaaf-
greiðsla að sögn Hallgrims komin í
það horf sem vera skal - að hrað-
sendingar skfli sér á sólarhring eins
og vera ber.
Næsta þrep er að þjálfa þjónustu-
menn Ræsis í þjónustu við Chrysler-
bfla og fara þeir sumpart utan til
óhöpp af völdum þessara dekkja en
sjálfsagt sé fyrir þá sem hafa fengið
bíla sína afgreidda á Firestonedekkj-
unum að hafa samband, þó Ford
leggi áherslu á að þetta sé mál
Firestone en ekki Ford.
Beöiö eftlr Firestone
Þórarinn Kristinsson hjá Gúmmí-
vinnslunni á Akureyri, sem hefur
umboð á íslandi fyrir Bridgesto-
ne/Firestone, var þegar DV-bflar
höfðu samband við hann að biða eft-
ir skýringum frá Firestone. Þórar-
inn taldi hins vegar ekkert óeðlilegt
við að dekkjaframleiðandi kallaði
inn dekk ef þau stæðust ekki þær
kröfur sem framleiðandinn gerði,
aflra síst þegar virtur framleiðandi
eins og Bridgestone/Firestone ætti í
hlut. Gúmmívinnslan myndi að
sjálfsögðu taka á þessu máli af fullri
alvöru í samráöi við framleiðand-
ann ytra. Um leið og svör Bridgesto-
ne/Firestone lægju fyrir yröu þau
gerð almenningi aðgengfleg.
þjálfunar og sumpart koma menn að
utan til að þjálfa heimamenn. Ræsir
hf. hefúr nú tekið á leigu húsnæði og
athafnasvæði sem Vélamiðstöð
Reykjavíkur hafði áður í Sætúninu
sem breytir miklu fyrir Ræsi, en
starfsemi fyrirtækisins var orðin
ansi aðkreppt á homi Skúlagötu og
Sætúns. „Sérstaklega eru þetta við-
brigði fyrir þá sem em á stóra bílun-
um,“ sagði Hallgrímur. „Nú geta þeir
heimsótt okkur og lagt í porti Véla-
miðstöðvarinnar. Hins vegar kemur
i ljós að verkstæðisaðstaða okkar er
hentugri fyrir stóra bflana en það
sem við fengum í viðbótarhúsnæð-
inu. Við eram með betri gryfjur og
nógu háar dyr fyrir stærstu bfla. En
með því að flytja bílastæði og annaö
úr portinu hjá okkur út á viðbótar-
svæðið sem við höfúm nú til ráðstöf-
unar verður nægilegt svigrúm í port-
inu tfl þess að stóra bílamir hafi við-
unandi aðgang að verkstæðinu."
Framtiöarstaöur í sjónmáli
Lokaáfangi yflrtöku Chryslerum-
boðsins verður þegar sala á Chrysler-
bílum hefst hjá Ræsi hf. Ekki hefur að
Eftir þeim fréttum sem fyrir liggja
virðast gallar í þessum dekkjum
fyrst og fremst koma fram við mik-
inn lofthita þannig að ísland ætti
ekki að vera mikið áhættusvæði.
Firestone AXT, ATXII og Wildemess
AT hafa verið í notkun í nokkur ár
Hallgrímur Gunnarsson, forstjóri Ræsis hf.
og ætti því að vera komin talsverð
reynsla á þau. Undirritaður ók á
Firestone ATX af nefndri stærð fjög-
ur sumur og líkaði vel. Hins vegar
urðu þau strax og kólna tók afar
hörð og mjög hál í minnstu ísingu
eða snjó. -SHH
Gúmmívinnslan býður ný dekk
I fréttatilkynningu frá Gúmmí-
vinnslunnu hf. á Akureyri, sem er um-
boðsaðili Bridgestone/Firestone á Is-
landi, kemur fram að Bridgesto-
ne/Firestone hefur innkallað eftirtalin
dekk á íslandi sem og annars staðar í
Evrópu í framhaldi af umræðu í Am-
eríku um hugsanleg slys af völdum
þeirra:
Firestone P235/75R15 AT
XFirestone P235/75R15 ATXII
Firestone P235/75R15 Wildemess AT
í fréttatilkynningunni segir að þótt
Ijóst sé að óverulegt magn af þessum
dekkjum sé í umferð í Evrópu og þrátt
fyrir að „engar sannanir hafl verið
færðar á galla í hjólbarðagerðunum
þremur telur Bridgestone/Firestone í
Evrópu eðlilegt að innkalla þá hjól-
barða sem eru í umferð, óháð aldri og
sliti, og bjóða eigendum nýja hjól-
barða í staðinn.
Gúmmívinnslan hf. á Akureyri er
umboðsaðili fyrir hjólbarða frá
Bridgestone/Firestone og geta eigend-
ur áðumefiidra þriggja hjólbarðateg-
unda leitað til fyrirtækisins varðandi
skipti á þjólbörðum.“
fullu verið ákveðið hvenær það verð-
ur. Eftir er að semja um verð á
Chryslerbílum til íslands og eins og er
hefúr Ræsir ekki rúm i sýningarsal
fyrir Chryslerbfla í viðbót við það sem
fýrir er, Mercedes Benz og Mazda. Ým-
islegt þarf að skoða í því sambandi, að
sögn Hallgríms, en með hliðsjón af því
að fýrirtækið stefiiir að því að koma
sér upp framtíðaraðstöðu svo fljótt
sem auðið er verður tæplega farið í
þær dýru breytingar sem þyrfti að
gera á húsnæðinu sem Vélamiðstöðin
hafði áður til þess að þar gæti orðið
viðunandi söluaðstaða. Hugsanlegur
millileikur gæti orðið sá að leigð yrði
sérstök tímabundin aðstaða fýrir sölu
Chryslerbíla ef það þætti henta. Hafl-
grímur sagðist vongóður um að góð
lausn á framtíðarstað fýrir Ræsi hf.
væri í sjónmáli en á þessu stigi máls-
ins er ekki hægt að skýra nánar frá
því.
Aðspurður um það hvort Ræsir hf.
myndi „þjófstarta" með sölu Chrysler-
bfla með því að taka PT Cruiser til
sölu fýrr en aðra bfla Chrysler sagði
Haflgrímur að vissulega væri gaman ef
hægt yrði að byija verkið með þeim
hætti. Hins vegar benti hann á að þó
að PT Cruiser sé mikill tískubíll um
þessar mundir og að ákjósanlegt gæti
virst að baða sig í því ljósi væri langt
frá að framleiðandinn gæti annað eftir-
spum heima í Ameríku og meðan það
ástand stæði væri Evrópumarkaði út-
hlutað aðeins litlum kvóta. tslensk
bílaumboð hafa oft goldið þess að fá
ekki bíla eins og þau þurfa meðan
mesti áhuginn á tilteknum bílum er
fýrir hendi og hætta á að þannig færi
með PT Cruiser. Þess utan hefúr ekki
enn verið samið um íslandsverð á hon-
um fremur en öðrum Chryslerbílum.
Hallgrímur minnti líka á að eftir
rúmt ár eða svo er væntanlegur á
markaðinn nýr og spennandi Cher-
okee sem 02 ágerð og fleiri forvitnileg-
ir bflar eru væntanlegir frá Chrysler á
næstunni, þar á meðal fleiri útfærslur
á PT Cruiser, þannig að hvenær sem
sala bílanna hefst verður örugglega
eitthvað áhugavert á boðstólum.
-SHH
Toyota
Nissan
Range Rover Ford
Chevrolet
Suzuki
Cherokee
JeepWillys
Land Rover
Musso
Isuzu
K CD
ALLT PLAST
Kænuvogi 17 • Sími 588 67
Framleiðum brettakanta, sólskyggni 09 boddíhluti á flestar gerðir jeppa.
einnig boddíhluti i vörubila og vanbíla. Sérsmíði og viðgerðir.