Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2000, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2000, Blaðsíða 3
16 + FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2000 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2000 Sport Eyjastúlkur unnu annan leik sinn á þremur dögum, nú 23-21 á FH: 3 sigrar á 3 dögum í hús hjá handboltaliðum Eyjamanna ÍBV mætti FH í öðrum heimaleik sínum á þremur dögum og reyndar þriðja leik sínum á flmm dögum. Leikurinn var hins vegar ágætis skemmtun en mikil barátta ein- kenndi leikinn sem kom niður á gæðum hans. Eyjastúlkur voru undir nánast allan leikinn en sýndu að sú mikla barátta sem skilaði lið- inu íslandsmeistaratigninni síðast- liðið tímabil er enn til staðar. ÍBV sigraði í leiknum með tveggja marka mun, 23-21, og er því ósigrað á heimavelli í ár. Amela Hegic skoraði fyrsta mark leiksins og kom ÍBV í 1-0 en það var í eina skiptið í fyrri hálfleik sem heimastúlkur voru yflr. Gestimir úr Hafnarfírði komu mjög sterkir til leiks og náðu fljótlega undirtökun- um. Heimastúlkumar áttu í mikl- um vandræðum með að finna glufu á sterkri fimm plús einn vöm FH- inga og skoruðu aðeins tvö mörk úr fyrstu fjórtán sóknum sínum. FH byrjaði betur FH-ingar, með Judith Esztergal fyrrverandi leikmann og þjálfara ÍBV, í fararbroddi, juku muninn jafnt og þétt og þegar hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 3-7 fyrir gestina. Heimastúlkur neituðu að gefast upp og með mikilli baráttu tókst þeim að minnka muninn nið- ur í eitt mark, 7-8. Staðan í hálfleik var hins vegar 9-11. í upphafi seinni hálfleiks skiptust liðin á að skora en þegar frmmtán mínútur vom eftir af leiknum dró til tíðinda. Bjamý Þorvarðardóttir jafnaöi þá leikinn í 15-15 og eftir það litu Eyjastúlkur aldrei um öxl. ÍBV fékk kjörið tækifæri til að kom- ast þremur mörkum yfir og nánast gera út um leikinn þegar tæplega tíu mínútur voru eftir af leiknum en Kristín Guðjónsdóttir, sem átti stórleik í markinu, sá til þess að svo fór ekki og spennan hélt áfram. Judith skoraði þrjú glæsileg mörk á lokakaflanum og hélt liði sínu inni í leiknum en ÍBV hélt forystunni út leikinn og það var svo hin unga og efnilega Bjamý sem tryggði ÍBV sig- urinn, 23-21. Á byrjunarreit með liðið „Við vissum það að þetta yrði erfiöur leik- ur fyrir okkur. Við erum nánast á byrjun- arreit með liðið, ég veit varla hvað þessar stelp- ur, sem ég er með, heita svo að þetta er stirður sóknarleikur hjá okkur og þetta á eft- ir að verða svolítið erfitt hjá okkur í upp- hafimóts. Við stóðum þó í Stjörnunni og vinnum FH þannig að við getum þetta alveg. Við þurfum bara smátíma til að stilla saman strengina og þá eigum við eftir að láta að okkur kveða. Við fáum núna um helgina tvo Evrópuleiki sem við ætlum að nota vel til að hnoða saman lið- ið og munum koma sterkari til leiks eftir það,“ sagði Sigurbjöm Óskarsson, þjálfari ÍBV, eftir leikinn. -jgi DV-Sport fylgist grannt með gangi mála í tölfræði handboltans í vetur: Gísli ver 59 - þeirra skota sem hafa komið á hann í fyrstu leikjunum Eyjamenn hafa byrjað tímabilið vel í 1. deild karla í handbolta með tveimur góðum heimasigrum á Breiðabliki og KA og hafa Eyjamenn tekið upp þráðinn frá því á síðasta tímabili þegar liðið fór taplaust í gegnum átta síðustu deildarleikina. DV-Sport tekur ítarlega tölfræði saman í deildinni í vetur og þegar eru nokkrar skemmtilegar staðreyndir farnar að koma í ljós. 20,5 skot varin í leik Það er einkum einn leikmaður Eyjaliðsins sem hefur blómstrað í fyrstu tveimur leikj- unum, Gísli Guðmundsson, 22 ára markvörð- ur liðsins. Alls hefur Gísli varið 41 skot í leikjunum tveimur og verið útnefndur mað- ur leiksins í þeim báðum af blaðamanni DV- Sport. Það sem meira er, Gísli hefur varið 58,6% þeirra skota sem á hann hafa komið og hefur hann nú 14% forskot á næsta mann sem er Sebastian Alexandersson, markvörð- ur Framara. Eftirtaldir markverðir hafa varið hlutfalls- lega best i fyrstu tveimur umferðunum. Þeir komast á listann sem hafa lágmark glimt við 20 skot, eða tíu skot að meðaltali í leik. Gísli Guðmundsson, ÍBV...........59% (70 skot á sig /41 skot varið) Sebastian Alexandersson, Fram .... 45% (65 skot á sig /29 skot varin) Roland Eradze, Val ..............44% (79 skot á sig /35 skot varin) Hrafn Margeirsson ...............42% (50 skot á sig /21 skot varið) Bjarni Frostason, Haukum..........40% (25 skot á sig /10 skot varin) Reynir Þór Reynisson, Aftureldingu 39% (66 skot á sig /26 skot varin) Hörður Flóki Ólafsson, KA ..........38,2% (55 skot á sig /21 skot varið) Magnús Sigmundsson, Haukum .... 37,8% (37 skot á sig /14 skot varin) Hlynur Jóhannesson, HK..............37,3% (59 skot á sig /22 skot varin) Hallgrímur Jónassson, ÍR .........37% (27 skot á sig /10 skot varin) Eymar fullnýtti fyrstu skotin Eyjamenn hafa nýtt skotin sin besta allra liða það sem af er vetri og þeir eiga líka fimm menn af þeim hafa nýtt skot sín 100%. Eyja- menn hafa nýtt 66,3% skota sinna, Haukar nýta skotin sín 64,9% og Afturelding er með 60,9% skotnýtingu í fyrstu tveimur leikjun- um. Haukar hafa tekið langflest skotin, eða alls 111. Sá eini sem nær þó lágmörkunum af þeim sem hafa nýtt öll sín skot er Eymar Krúger sem er að spila fyrsta tímabil sitt í Eyjum eftir að hafa leikið með Fylki. Eymar hefur nýtt öll sex skot sín en til þess að komast á listann yfir bestu skotnýtinguna þarf að skora þrjú mörk að meðaltali í leik. Eftirtald- ir leikmenn hafa nýtt skotin sín best í upp- hafi tímabilsins. Fjöldi skota er innan sviga. Eymar Kruger, ÍBV (6)....................100% Magnús Már Þórðarson, UMFA (8) . . .88% Halldór Ingólfsson, Haukum (13)........77% Bjarki Sigurðsson, Val (8).............75% Aliaksandr Shamkuts, Haukum (17) .. 71% Ingvar Sverrisson, Val (10) ...........70% Þ. Tjörvi Ólafsson, Haukum (13) .... 69,2% Savukynas Gintaras, UMFA (16) .... 68,8% Björgvin Rúnarsson, Stjörnunni (18) .. 67% Einar Örn Jónsson, Haukum (9) .........67% Daníel Ragnarsson, Val (25)........... 64% Sverrir Björnsson, HK (23) ...........61% Guðjón Valur Sigurðsson KA (15) .... 60% Róbert Gunnarsson, Fram (15)...........60% Páll Þórólfsson, UMFA (10) ............60% Þorkell Guðbrandsson, UMFA (10) .... 60% Petr Baumruk, Haukum (10) .............60% Hjálmar Vilhjálmsson, Fram (17)........59% Vítamartraðir Stjörnumanna Stjörnumenn hafa unnið fyrri hálfleiki fyrstu tveggja leikjanna, 27-17, en tapað aftur á móti seinni hálfleikjum leikanna með 16 marka mun, 17-33. Það sem hefur einkum hrjáö Garðabæjarliðið er skelfileg vítanýting sem er aðeins 28,6% í þessum tveimur leikj- um. Alls hafa fimm af sjö vítum liðsins mis- farist en á sama tíma hafa andstæðingar Stjörnunnar nýtt sjö af átta vítum sínum (87,5%). Sterk vörn Framara Framarar hafa sterkri vöm yfir að ráða og auk þess góðri markvörslu. Framvömin er Gísli Guömundsson, markvöröúr ÍBV, er léttur f lund enda meö lunda sér við hliö og 58,6% markvörslu í fyrstu tveimur leikjum Eyjamanna sem báöir hafa unnist. DV-mynd Páll líka efst á blaði yfir það hvaða vöm þvingar mótherjanna til að nýta skotin sin verst. Mótherjar Framara hafa þannig aðeins nýtt 43,2% skota sinna í fyrstu tveimur leikjun- um. Þrjú liö með flest hraðaupphlaupsmörk Þrjú lið hafa öll skorað 11 mörk úr hraða- upphlaupum það sem af er vetri en þetta em Haukar, Valur og ÍBV. Andreas Stelmokas, KA, Einar Örn Jónsson, Haukum, og Þor- varður Tjörvi Ólafsson, Haukum, hafa skor- að flest mörk úr hraðaupphlaupum af ein- stökum leikmönnum, eða fjögur hver. Eins og sjá má hér að ofan er tölfræði sú sem tekin er í hverjum leik, bæði í 1. deild karla og 1. deild kvenna, að skila ýmsum fróðlegum hlutum. Þetta er bara byrjunin og blaðamenn DV- Sport verða duglegir í vetur að vakta tölfræð- ina og taka út skemmtilegar staðreyndir sem koma til með að skreyta handboltaveturinn sem verður vonandi líflegur og spennandi. -ÓJ + Sport Brynja Steinsen sést hér skora eitt af fjórum mörkum sínum fyrir Hauka í gær. DV-mynd E. Ól. rTjír+n iiítt - með fullt hús eftir níu marka sigur á Fram í Safamýri Spádómar um gott gengi Hauka- stúikna í kvennahandboltanum fyrir veturinn eru famar að rætast strax í upphafi móts og í gær vann Hafnar- fjarðarliðið næsta lið í spánni, Fram, með níu mörkum á útivelli, 21-30, og hefúr hafið flug í átt að titlum vetrar- ins. Haukar hafa byrjað mótið með þremur góðum sigrum og það þrátt fyrir liðið sé án tveggja lykilleik- manna, Ingu Fríðu Tryggvadóttur og Heiðu Erlingsdóttur, en þær eru báðar meiddar. Útfærðum leikinn illa „Við gerðum Haukunum auðvelt fyrir með því að tapa boltunum margoft. Frammistaða okkar var slök og því varð þetta ekki sá leikur sem maður hafði vonast til. Við útfærum leik okkar illa og það þýðir tap gegn eins sterku liði og Haukar eru. Veturinn stendur þó ekki og fellur með þessum eina leik og ég hef trú á að þetta verði mun jafnara en menn sjá fyrir," sagði Gústaf Adolf Bjömsson, þjálfari Fram. Harpa Melsted, fyrirliði Hauka, átti mjög góðan leik í gær, sérstaklega í fyrri hálfleiknum þegar H afnarfj arðarliðið lagði grunninn að sigrinum. Harpa gerði 7 af 9 mörk- um sínum fyrir hlé, auk þess að stela þá fjórum boltum og gefa þrjár stoðsendingar sem tryggði Haukum átta marka forustu og 19 mörk í hálf- leik. Harpa var pottþétt á því hvað réð úrslitunum í leiknum. Þakkar breiddinni „Ég vil helst þakka breiddinni í lið- inu gott gengi okkar í þessum leik. Það var sama hver kom inn á, þær stóðu sig allar vel og ég tel breiddina vera sterkustu hlið okkar í vetur. Það er gaman að dreifa þessu á liðið enda er þetta frábær hópur og það verður líka gaman að sjá hvemig Inga Fríða og Heiða smefla inn í þetta þegar þær koma inn,“ sagði Harpa Melsted. Sóknarleikur Fram snerist að venju í kringum Marinu Zouevu sem lék vel, gerði 11 mörk og átti 6 stoðsendingar en Haukar reyndu að klippa hana út úr leiknum en það or- sakaði mikið óðagot í sókn Fram. 23 tapaðir boltar Safamýraliðið saknaði mikið Haf- disar Guðjónsdóttur, sem er meidd, og óðagotið þýddi alls 23 tapaða bolta. Sjö af þessum töpuðu boltum þýddu hraðaupphlaupsmark frá Haukum strax í bakið á þeim. Hafdís hefur oft leyst það mjög vel þegar Zouevu er klippt út úr leiknum. Haukaliðið sýndi fá veikleikamerki í gær. Brynja Steinsen spilaði nánast fullkominn leik, skoraði 4 mörk úr 4 skotum og átti sjö stoðsendingar og fiskaði víti. Sem dæmi um breidd Haukaliðsins þá byrjaði Brynja ekki inni á leiknum. Tinna Halldórsdóttir byrjaði leikinn frábærlega og gerði 6 góð mörk úr að- eins átta skotum og hefur Tinna nýtt 71% skota sinna í vetur sem er af- bragðsnýting hjá skyttu. Þá varði Jenný Ásmunds- dóttir mjög vel í sínum fyrsta leik í Haukamark- inu. Haukastúlkur fljúga hátt inn í veturinn og verða ekki auðsigraðar. -ÓÓJ Við stingum ekki af Ragnar Hermannsson, þjálfari Hauka, var óhræddur við að skipta inn á og það var nóg að gerast á bekknum í gær. Allir 14 leikmenn liðsins komu inn á og níu af 12 útileikmönnum skoruðu. „Okkur tókst það sem við höfum verið að ná i haust, það er að tengja saman góða vöm, hraðaupphlaup og mjög ag- aðan sóknarleik. Við skiptum inn á eftir ákveðnu kerfi og er- um að reyna að hvíla ákveðna leikmenn svo þeir geti spilað á fullu. Þetta á sérstaklega við sóknina. Við reynum að rúlla á þessum hóp okkar og nota breiddina. Ef allar geta spilað vöm þá emm við í góðum málum eins og í kvöld. Ég held við stingum ekkert af en í kvöld voru batamerki á liðinu en það er mikil vinna fram undan,“ sagði Ragnar Hermannsson. -ÓÓJ Fram-Haukar 21-30 0-2, 2-3, 2-7, 4-9, 6-9, 6-11, 8-13, 9-16, 11-17 (11-19), 11-20, 13-20, 13-22, 14-22, 15-25,17-25,17-28,18-29, 21-29, 21-30. Fram Mörk/viti (skot/víti): Marina Zoueva, 11/5 (15/7), Díana Guðjónsdóttir, 3 (6), Kristín Brynja Gústafsdóttir, 2 (3), Katrín Tómasdóttir, 2 (6), Björk Tómas- dóttir, 2 (8), Olga Prokhorova, 1 (1), Guö- rún Þóra Hálfdánardóttir,(l), Signý Sig- urvinsdóttir, (1). Mörk úr hraóaupphlaupum: 3 (Díana, 2, Björk, 1) Vitanýting: Skorað úr 5 af 7. Varin skot/viti (skot á sig): Hugrún Þorsteinsdóttir, 16/1 (41/4,39%), Erna Ei- ríksdóttir, 2 (5, 40%). Brottvísanir: 4 mínútur. Haukar Mörk/viti (skot/viti): Harpa Melsted, 9/3 (15/4), Tinna Halldórsdóttir, 6 (8), Brynja Steinsen, 4 (4), Thelma Björk Ámadóttir, 3 (3), Sandra Anulyte, 2 (4), Auður Hermannsdóttir, 2 (6), Hanna G. Stefánsdóttir, 2 (6), Sonja Jónsdóttir, 1 (1), Björk Hauksdóttir, 1 (2), Hjördís Guð- mundsdóttir, (2). Mörk úr hraóaupphlaupunu 7 (Harpa, 4, Tinna, 2, Anulyte, 1) Vítanýting: Skorað úr 3 af 4. Varin skot/viti (skot á sig): Jenný Ás- mundsdóttir, 13/1 (30/5, 43%), Guðný Agla Jónsdóttir, 5/1 (9/2, 55%). Brottvisanir: 4 mínútur. Dómarar (1-10): Ingi Þór Gunnars- son og Tómas Úlfar Sigurdórsson (3). Gceöi leiks (1-10): 6. Áhorfendur: 50. Maöur leiksins: Harpa Mel sted, Haukum. ÍBV-FH 23-21 ÍBV Mörk/víti (skot/víti): Ingibjörg Ýr Jó- hannsdóttir 9/2, (12/2), Gunnley Berg 4 (4), Amela Hegic 3/1 (7/3), Bjamý Þor- varðardóttir 3 (5), Edda B. Eggertsdóttir 2 (2), Iris Sigurðardóttir 1 (1), Inga Falk- vard Danberg, 1 (2), Marina Bakulina (5), Eyrún Sigurjónsdóttir (1). Mörk úr hraöaupphlaupum: 1 (Ingi- björg Ýr 1). Vitanýting: Skorað úr 3 af 5. Varin skot/viti (skot á sig): Vigdís Sig- urðardóttir 18 (39/4, 46%). Brottvísanir: 6 mínútur. FH Mörk/víti (skot/víti): Judit Esztergal 6 (12), Hafdís Hinriksdóttir 3/3 (5/4), Gunn- ur Sveinsdóttir 3 (12), Dagný Skúladóttir 3 (4), Björk Ægisdóttir 2 (4), Sigrún Gils- dóttir 2 (2), Hildur Pálsdóttir 1 (1), Harpa Vífilsdóttir 1 (2). Mörk úr hraöaupphlaupum: 2 (Dagný 2). Vítanýting: Skorað úr 3 af 4. Varin skot/viti (skot á sig): Jolanta Slapikiene 6 (13, 46%), Kristín Guðjóns- dóttir 17/2 (33/5, 51%). Brottvísanir: 6 mínútur. Dómarar (1-10): Guðmundur K. Ellertsson, Aðalsteinn Örnólfsson (5). Gceöi leiks (1-10): 6. Áhorfendur: 91. Maöur leiksins: Ingibjörg Ýr Jóhannsdóttir, ÍBV. IMI55AN Haukar 3 3 0 0 91-67 6 Stjarnan 2 2 0 0 43-35 4 ÍBV 3 2 0 1 62-58 4 Fram 3 2 0 1 72-71 4 Grótta/KR 2 1 0 1 49-36 2 FH 3 1 0 2 74-77 2 Valur 2 1 0 1 31-37 2 Víkingur 2 0 0 2 45-52 0 ÍR 2 0 0 2 28-40 0 KA 2 0 0 2 40-62 0 Næstu leikir: Á laugardag verða þrir leikir. Valur og Stjarnan leika að Hlíöarenda klukkan 14, Grótta/KR og ÍR leika á Seltjarnarnesi klukkan 16.30 og Víkingur tekur á móti KA í Víkinni. ÍBV mcetir búlgarska liðinu Pirin Blagoevgrad í Evrópukeppninni i Eyjum um helgina og fara báðir leikirnir fram í Eyjum. Sá fyrri verður á laugardag klukkan 14 og sá síðari sama tíma á sunnudeginum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.