Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2000, Blaðsíða 2
16 MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2000 MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2000 25 Sport ísland-Norður-írland íslenska landsliöiö í knattspymu hef- ur löngum átt i erfiðleikum með knatt- spymuþjóðir Bretlandseyja og hefur ís- lenska landsliðið aðeins unnið 2 af 32 leikjum gegn þessum þjóðum. Síöustu niu leikir íslands gegn þjóð- unum fimm (Englandi, Skotlandi, ír- iandi, Wales og Norður-írlandi) eru sig- urlausir en síðasta sigurinn á breskri knattspyrnuþjóð var gegn Wales í Laug- ardalnum 12. september 1984. Sá leikur vannst 1-0 og skoraði Magnús Bergs sigurmarkið með skalla eftir horn- spyrnu Guðmundar Þorbjörnssonar. Hinn sigurleikurinn var einmitt á Norður-írum, 1-0, á Laugardalsvellin- um 11. júní 1977. Sigurmarkið í þeim leik skoraði Ingi Björn Albertsson. Þaö eru 23 ár siðan þjóðirnar mættust síðast, 21. september 1977 í Belfast. Þetta er aðeins annar af leikjum þjóð- anna og hann unnu Norður írar, 2-0. Norður-írar eru án sigurs í síðustu níu leikjum sínum í HM eða EM en sí- aðsti sigurleikur liösins utan Belfast var gegn Liechenstein í undankeppni Evrópumótsins 1996. Það eru nákvæm- lega fimm ár í dag síðan þessi leikur vannst, 0-4, í smáríkinu. í þessum níu leikjum hefur liðið aðeins gert þijú mörk gegn 16 og lék meðal annars í 647 mínútur án þess að skora áður en Jeff Whitley skoraði gegn Finnum í Helsinki í síðasta útileik liðsins í stór- keppni. Sammy Mcllroy, þjálfari Norður-ír- lands, tilkynnti byrjunarlið sitt í gær. í því eru Joe Carroll, Steve Lomas, Gerry Taggart, Colin Murdock, Damien John- son, Jim Magilton, Neil Lennon, Kevin Hurlock, Stuart Elliott og David Healy. Nokkrir þessara leikmanna hafa átt við smávægileg meiðsli að stríða en verða þó væntanlega klárir í slaginn í kvöld. Norður-írar munu að öllu líkindum spila sömu leikaðferð og gegn Dönum á laugardaginn, eða 4-5-1. -ÓÓJ/ósk AMfumiiir Aðalfundur knattspyrnudeildar Víkings verður haldinn miðvikudaginn 18. okt. kl. 20.30 í Víkinni. Dagskrá fundar: venjuleg aðalfundarstðrf. Stjórnin. Sleve Lomas og Neil Lennon, leikmönnum noröur-irska lands- liösins, var heldur kalt þar sem þeír stóöu og fylgdust meö leik undir 21 árs liöanna í áfust síöan upp á kulcfemmLög fóru í hálfleík. / Guðmunda með slitin krossbönd Guömunda Osk Kristjáns- dóttir spilar ekki meira meö Víkingi (vetur. Kvennalið Víkings í handboltanum varð í gær fyrir miklu áfalli þegar í ljós kom að fyr- irliði liðsins, Guðmunda Ósk Kristjánsdóttir, hafði slitið krossbönd í leik gegn FH á dögun- um. Guðmunda sleit krossbönd í hægra hné í annarri framlengingu leiks Víking gegn FH í 2. umferð Nissandeildar kvenna. Guðmunda fer í uppskurð í nóvember og verður ekki meira með í vetur og staða hennar verður vandfyllt hjá deildarmeisturum Víkinga. Er Guðmunda því fyrsta fómarlamb nýju reglnanna, um að ekki geti orðið jafntefli, því liðin era að lenda í framlengdum leikjum í upphafi tímabils þegar leikmenn eru ekki i fullkomnu leikformi. -ÓÓJ/BB KO„ David Healy: Kaldasta landið „Ég er ekkert sérstaklega aö leita eftir því að bæta við mörkum í leiknum í kvöld, auðvitað leitar maður eftir því að skora í hverjum leik, en ef allt gengur upp hjá Uðinu og úrslitin verða hagstæð verð ég mjög ánægður. Ég veit ekki mikið um íslenska liðið, ég held að það séu margir þeirra hjá Stoke, ég veit ekki hve margir. Ég hef heyrt mikið af sóknarmönn- unum tveimur (Eiði Smára Guðjohnsen og Rík- harði Daðasyni), við þurfum að gæta okkar á þeim, þeir verða lykillinn að íslensku sókninni. Ég held að þetta sé kaldasta land sem ég hef komið til og ég vona að það verði heitara á morg- un strákanna vegna. Hvað sem verður, þegar kemur að leiknum á morgun, skiptir engu máli hvort það verður 40 stiga frost eða tíu stiga hiti, við verðum tilbúnir í slaginn," sagði David Hea- ly, sóknarmaður Norður-íra. -ÓK Geirlandsá og Vatnamótin: Lokað í skítakulda Veiðimenn eru enn þá að reyna og þá við sjóbirtinginn þessa dagana. En sjóbirtingurinn er veiddur til 20. október. „Við erum að hætta veiðum héma í Geirlandsá núna en við fengum fimm Fiska í síðasta hollinu er opið var. Stærsti fiskurinn var 9 pund,“ sagði Gunnar J. Óskarsson við Geirlandsá í gærdag í samtali við DV-Sport, en þá var veiðiskapnum að ljúka í ánni þetta árið og nokkru neðar eða í Vatnamótunum var veiðinni að ljúka líka í gærdag. „Þegar við hófúm veiðina í morgun var frost og í dag hefur verið kalt. Stærsti fiskurinn sem við veiddum var 9 pund núna og svo tveir 8,5 punda og tveir 5 punda. Sjóbirtingsveiðin var frekar róleg í Geirlandsá núna seinni hluta sumars og það hefðu mátt veiðast fleiri sjóbirtingar. Líklega hafa veiðst 10-15 færri birtingar núna en í fyrra. Ég heyrði aðeins í veiðimönnum sem vora að hætta í Vatnamótunum áðan og þar gekk veiðiskapurinn rólega, þeir fengu þrjá silunga í lokin,“ sagði Gunnar. Það getur verið erfitt að fá fiskinn til að taka þegar svona kalt er í veðri. En það er spáð að það hlýni næstu daga og veiðimenn eru enn þá aö veiða birting, eins og í Grenlæknum, en þar hefur veiðiskapurinn gengið ágætlega. -G. Bender Sjóbirtingsveiðin hefur veriö frekar róleg víöast en eitt og eitt gott skot hefur þó komiö. DV-mynd G.Bender Atli Eövaldsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu: ialfstraus Þaö var þungt yfir Eggerti Magnússyni, formanni Knattspyrnusambands íslands, þegar hann fylgdist með leik 21 árs liösins í Kaplakrika í gær. Leikur íslands og Norður-lra í dag hefur mikla þýöingu fyrir íslenska landsliðið. DV-myndir E. Ól. - leikmanna íslenska liðsins skiptir öllu máli Sport Það hefur blásið í kringum Atla Eðvaldsson og strákana hans í landsliðinu undanfama daga eftir tapið gegn Tékkum á laugardaginn. Atli hefur verið gagnrýndur fyrir að kynna sér ekki andstæðinga nógu vel auk þess sem spumingar- merki hefur verið sett við leikað- ferð þá sem hann hefur beitt í und- anfomum leikjum. Nornaveiöar Hvada áhrif hefur sú gagnrýni, sem þú og leikmenn þínir hafa feng- iö undanfarna daga, á liöið fyrir jafn mikilvægan leik og leikurinn í kvöld er? „Neikvæð gagnrýni hefur alltaf áhrif. Menn, sem hafa verið að blása hvað mest að undaníomu, verða að gera sér grein fyrir því að málefnaleg gagnrýni er af hinu góða en illgjöm gagnrýni, sem nokkuð hefur borið á að undan- fomu, er eingöngu til að eyðileggja. Bæði leikmenn og þjálfari taka með bæði neikvæða og jákvæða gagnrýni sem veganesti í næsta verkefni. Ég veit að strákamir hafa tekið þessa gagnrýni nærri sér, hún hefur verið mikil og stundum eins og nomaveiðar, en það er okk- ar að standa upp úr gagnrýninni og sýna öllum hvers við eram megn- ugir. Það er mikU pressa á liðinu en ég vona að leikmenn verði með sjálfstraustið í lagi í leiknum í kvöld því það kemur tU með að skipta öUu máli,“ sagði Atli Eð- valdsson. Áhorfendur mikilvægir Hvernig hyggstu bregóast við noröur-írska liöinu í kvöld? „Við teljum okkur vita hvemig þeir munu stUla liðinu upp. Þeir spUa að öUum líkindum 4-5-1 og sú leikaðferð á að henta okkur vel. Aðaláhersla í leiknum verður að loka þeim svæðum sem voru opin í Tékkaleiknum. Þar er ég aðaUega að tala um svæðin á miUi hafsents og bakvarðar þar sem Tékkamir fóru iUa með okkur. Við eram með menn sem eru mjög sterkir fram á við og ef við náum að halda þétt- leika i liðinu og vinnum boltann framar á veUinum heldur en við höfum gert í síðustu leikjum þá get- um við verið mjög skæðir. Ég mun halda mig við þá leikað- ferð sem við höfum spilað að und- anförnu og hef reynt að laga það sem fór úrskeiðis i Tékkaleiknum. Við vorum aUtof hægir í vamar- færslunum auk þess sem við þurf- um að vera duglegri við að halda boltanum í öftustu línu. Okkur skortir sjálfstraust tU að spUa bolt- anum fram á við í stað þess að þruma honum út í loftið og það er mitt að koma því inn í strákana. Við komumst aldrei í takt við leikinn gegn Tékkum og misstum boltann á hættulegum stöðum sem er nokkuð sem við þurfum að forðast í kvöld. Norður-íramir eru með gott lið. Sjö af leikmönnum þess spila I ensku úrvalsdeildinni svo ég á von á hörkuleik. Við treystum á íslenska áhorfendur. Hafi það einhvem tímann verið lífsnauðsynlegt fyrir okkur að þeir mæti á vöUinn og styðji viö bakið á okkur þá er það núna. Þeir hafa áð- ur verið okkar tólfti maður.“ Ummælin dæma sig sjálf Hvaö með gagnrýni Guöjóns Þóröarsönar á þig og landsliöiö? „Ummæli Guðjóns dæma sig sjálf. Hann ætti kannski að líta sér nær því fyrstu leikir hans með landsliðið vora ekki aUir glæsUeg- ir. Liðið tapaði fyrir Rúmenum og írum og fékk á sig fjögur mörk í báðum þeim leikjum. í dag telur hann sig vera kominn í þá stöðu að hann geti gagnrýnt og rakkað nið- ur allt sem viðkemur íslenska landsliðinu," sagði Atli Eðvalds- son, landsliðsþjálfari íslands, fyrir leikinn gegn Norður-írum. -ósk Hörmung í Krikan — þegar íslenska 21 árs Qfpinló Pnírn NnrAm landsliðið steinlá gegn Norður-Ir Það var hrein skelfmg að sjá tU ís- lenska 21 árs landsliðsins í Kaplakrik- anum í gær þegar liðið steinlá gegn Norður-írum, 2-5, og er langt síðan þessi aldurshópur hefur boðið upp á jafn slakan leik og í gær. Ef frá eru taldar fyrstu fimm minúturnar og lokamínúturnar var íslenska liðið á hælunum aUan leikinn, sérstaklega í vöminni, og mátti í raun telja sig heppið að tapa ekki með meiri mun. Byrjunin lofaði hins vegar góðu. Á þriðju mínútu komst Jóhannes Karl Guðjónsson í gott færi eftir samvinnu við Bjarna bróður sinn en skaut lausu skoti í hliðarnetið. Þremur mínútum síðar komst Jóhannes aftur i færi eftir sendingu Veigars en varaarmaður náði að loka hann af. Stuttu síðar kom fyrsta sóknarlota Norður-íra þegar Wayne Carlisle sendi inn á teiginn, Ómar markvörður sló boltann út en beint á kollinn á Gary Hamilton sem skallaöi i netið. íslenska liðið gafst þó ekki alveg upp og Jóhannes Karl átti gott skot beint úr aukaspymu sem David Miskelly mark- vörður varði vel. En á 11. mínútu kom Sean Friars N-Irum í 2-9 eftir að ís- lensku vörainni mistókst að hreinsa frá teignum. Það er skemmst frá því að segja að eftir þetta sá íslenska liðið nánast aldrei til sólar. Marel fékk reyndar ágætt færi á 23. mínútu en skalli hans fór rétt fram hjá en tíu mínútum eftir það var staðan orðin 3-0. Þá var Reynir utan vallar þar vegis vel. Þeir léku við hvem sinn fing- ur og sjálfstraustið var í hámarki þegar í ljós kom hve lítil mótstaðan var frá ís- lendingum. Fjórða mark þeirra kom eftir að Páll Almarsson, sem kom inn á sem varamaður í hálfleik, tapaði bolt- anum klaufalega til Maurice Green sem skoraði og fimmta markið skoraði síð- an Grant McCann þegar hann fékk að Island-Norður-lrland 2-5 Mörkin: 0-1 Gary Hamilton (7.), 0-2 Sean Friars (11.), 0-3 Maurice Harkin (32.), CM Mauricé Harkin (61.), 0-5 Grant McCann (76.), 1-5 Veigar Páll Gunnarsson (83.), 2-5 Jó- hannes Karl Guðjónsson (90.). Lið íslands: Ómar Jóhannsson - Ámi Kristinn Gunnarsson, Guðmundur Viðar Mete (Páll Almarsson 46.), Reynir Leósson, Indriði Sigurðsson (Þórarinn Kristjánsson 79.) - Bjami Guðjónsson, Stefán Gíslason, Helgi Valur Daníelsson, Jóhannes Karl Guðjónsson - Marel Jóhann Baldvinsson (Guðmundur Steinarsson 35.), Veigar Páll Gunnarsson. sem verið var að huga að meiðslum hans en hinn miðvörðurinn, Guðmund- ur Mete, missti stungusendingu yfir sig og Maurice Harkin nýtti sér það og skoraði. Liðin fengu sitt hvort færið en staðan var 0-3 í leikhléi. Iramir fengu dauðafæri í upphafi síðari hálfleiks en Ómar varði þá tví- leika listir sínar í teignum og senda boltann síðan í hornið. Niðurlæging Is- lendinga virtist algjör en þeir náðu þó að laga stöðuna með tveimur mörkum. Fyrst Veigar eftir mikinn einleik og síðan Jóhannes Karl eftir sendingu Veigars. I kjölfar marks Jóhannesar fékk Wayne Carhsle sitt annað gula spjald fyrir að reyna að verja skot Jó- hannesar með hendi. Það er óhætt að segja að íslenska lið- ið hafi verið niðurlægt í gær. Það voru helst bræðurnir Jóhannes Karl og Bjarni Guðjónssynir sem sýndu ein- hvern lit og þá tók Veigar aðeins við sér undir lokin. N-írar léku hins vegar á als oddi og var Maurice Harkin (nr. 9) þeirra bestur. „Við vorum í raun að spila ágætlega fram á við og skapa okkur marktæki- færi en vamarleikurinn var að sama skapi mjög lélegur. I upphafi skora þeir í raun úr nánast öllum færum sem þeir fá og að sama skapi nýttum við ekki okkar færi. Og það er að sjálfsögðu erfitt að reyna að halda dampi þegar maður er 3-0 eða 4-0 undir. Það voru vissir einstaklingar sem áttu mjög slæman dag og til þess að vinna lið eins og þetta verða allir að eiga góðan dag. Við erum með leikmenn sem eiga und- ir eðlilegum kringumstæðum að geta gert mikið betur en þeir gerðu þannig að þetta er í sjálfu sér óskiljanlegt," sagði Sigurður Grétarsson, þjálfari 21 árs liðsins, eftir leikinn. -HI & s \ - 2-5 m StevelLOjnias, fyrirliði norður-írska liðsins: Erfiður leikur Landslið Norður-Ira tók því rólega í gærkvöldi og leit á aðstæður á Laugardalsvelli um kvöldmatarleyt- ið. Kalt var í veðri og liðið vel dúðað en það var greinilega létt yfir hópn- um og gerðu menn óspart grín að múnderingum annarra og vakti húfa vamarmannsins Gerry Taggart óskipta athygli, enda í rússneskum stíl. Einhverjum fannst hún þó eitt- hvað skrýtin og spurði hvort hann hefði fengið sér nýja hárkohu. Reyndar hefur hluti liðsins tekið sig til og rakað mestan hluta hárs af höföinu og aflitað það. Steve Lomas, leikmaður West Ham, er fyrirliði liðsins og DV-Sport tók hann tali í gær. „Sjálfstraustið er í lagi hjá okkur en ég held að það sé ekki of mikið. Þetta er eftir aht saman mjög erfiður leikur, Uðið er mjög ungt, og það er erfitt að vinna landsleik á útiveUi gegn hvaða liði sem er og íslenska lið- ið er þar engin undantekning. Þeir spUuðu erfiðan leik í Prag, eins og við var að búast, og fengu ekki góð úrslit þar. íslendingar stefna náttúrlega að því vinna sina heimaleiki, það eiga þeir auðvitað sameiginlegt með öðr- um liðum, það eru margir sterkir leikmenn í liðinu og sumir þeirra spUa á Englandi þannig að við vitum að liðið er sterkt og við vanmetum Is- lendinga ekki á neinn hátt. Strákurinn sem spUar með Chelsea er mjög góður leikmaður og (Her- mann) Hreiðarsson hjá Ipswich er mjög sterkur í vörninni. Hvað sem öUu öðra líður verður þessi leUuir okkur erfiöur og ef við náum jákvæð- um úrslitum hér verður það mikið ánægjuefni. Jafntefli væra einnig mjög jákvæð úrslit fyrir okkur. Liðið hjá okkur er nokkuð heUt og það verður meira og minna okkar sterkasta lið sem við teflum fram á morgun. Leikurinn verður örugglega skemmtUegur leikur tveggja jafnra liða og það lið sem hittir á góðan leik og nýtir tækifærin kemur til með að vinna. Ef veðrið verður eins og það er núna þá kvörtum við ekki, eins lengi og það verður ekki vindur að ráði.“ Leikmenn í lagi DV-Sport innti Sammy Mcllroy, þjálfara Norður-íra, eftir ástandinu á liðinu þar sem kvisast haföi að þeir ættu í einhverjum meiðslum. „Við þurftum að huga að fjórum leikmönnum varöandi meiðsli en nú er komið í ljós að þrír þeirra, Damien Johnson, Stuart EUiott og Davis Hea- ly, eru í lagi og við bíðum með að skoða þann fjórða, Gerry Taggart, þar tU á morgun (í dag), en ég held að það verði ekki neitt mál.“ Nissandeild karla i handbolta: Björn skotglaðastur Bjöm Hólmþórsson úr Breiðabliki er sá leikmaður í NissandeUd karla í handbolta sem tekið hefur ílest skot á mark utan af veUi þegar þrjár umferðir eru búnar af íslandsmótinu. Bjöm hefur skotið 50 skotum á mark sem gerir 16,7 skot að meöaltali. 17 þessara skota hafa farið inn sem gerir 34% skotnýtingu en tíu leikmenn hafa náö að skjóta yfir tíu sinnum á mark að meðaltali. Björn hefur að auki tekið níu víti og skorað úr sjö þeirra og því alls tekiö 59 skot og skorað 24 mörk það sem af er íslandsmótinu. DV-Sport tekur saman tölfræði yfir skot leikmanna í fyrsta sinn í vetur og heldur áfram að fylgjast vel með skotatölfræði leikmanna deUdarinnar í vetur. Daniel Ragnarsson er sá sem nýtir skotin sín best af þeim sem komast í 30 skota klúbbinn en Daníel er með 54,3% skotnýtingu í fyrstu þremur leikjunum. Sverrir Bjömsson úr HK er næstur með 51,6% skotnýtingu en slökustu skotnýtinguna í hópnum hefur Hilmar Þórlindsson hjá Gróttu/KR sem hefur aðeins nýtt 25,7% skota sinna utan af veUi, eða 9 af 35. Eftirtaldir leikmenn komast í 30 skota klúbbinn: Bjöm Hólmþórsson, Breiöabllki, 50, Jaliesky Garcia, HK, 36, Hilmar Þórlindsson, Gróttu/KR, Heimir Ámason, KA, 34, Alexander Pettersons, Gróttu/KR, 34, Daníel Ragnarsson, Val, 32, Sigurgeir Ámi Ægisson, FH, 32, Mindaugas Andriuska, ÍBV, 32, Sverrir Bjömsson, HK, 31, Galkauskas Gintas, Aftureldingu, 30. -ÓÓJ + »

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.