Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2000, Side 1
15
Föstudagur 13. október 2000
Landslið karla í borðtennis:
Nýr leikmaður
til Snæfells
Körfuknattleiksdeild Snæfelis á
von á nýjum leikmanni um helg-
ina. Er það Júgóslavi, nánar tiltek-
ið frá Belgrad, Mirko Virijevic að
nafni. Mirko er liðlega tveir metrar
á hæð, er senter (stærsti maður
undir körfu) og taiinn styrkja liðið
til muna. Hann er sagður mikill
„troðari" og verður orðinn löglegur
leikmaður strax og hann kemur, en
nær tæplega að leika með liðinu
um helgina á Egilsstöðum. -DVÓ
Króatinn áfram
FH-ingar í handboltanum urðu,
eins og flestir muna, fyrir mikifli
blóðtöku þegar Króatinn Dalibor
Valinicic meiddist í leik gegn Aft-
ureldingu fyrir skömmu. Þegar
Guðmundur Karlsson, þjálfari liðs-
ins, var inntur eftir þvi i gær
hvort eitthvað hefði verið gert í að
leysa þá stöðu sem komin er upp á
hægri vængnum sagði harin að
ekki væri stefnt að því að leita að
staðgengli fyrir Valinicic, pening-
arnir til slíkra ráðstafana væru
hreinlega ekki fyrir hendi.
Króatinn mun fara utan til með-
ferðar og verður hann áfram á
samningi hjá FH og standa vonir
til þess að hann verði leikfær í
febrúar ef allt gengur eftir. I milli-
tíðinni segir Guðmundur að liðið
verði að reyna að skapa sér góða
stöðu í deildinni en liðið hefur
þurft að þola nokkurt mótlæti í
upphafi leiktíðar.
Semb býður uppsögn
Nils Johan Sem, þjálfari norska
knattspyrnulandsliðsins, hefur
boðist til að láta af störfum en mik-
il óánægja hefur verið með gengi
liðsins að undanfómu. Norska
knattspyrnusambandið segir hins
vegar Semb vera hluta af langtíma-
áætlunum sambandsins og því sé
hann ekki á leið úr stjómunar-
stólnum. -ÓK
Van Gaal gagnrýndur
Louis Van Gaal, þjálfari hollenska
knattspyrnulandsliðsins, hefur verið
mjög gagnrýndur af flölmiðlum í
heimalandi sinu eftir 0-2 tap liðsins
gegn Portúgölum í fyrrakvöld og 2-2
jafriteflið gegn írum fyrir skömmu.
Möguleikar liðsins á að komast áfram
í keppninni eru nú mjög í hættu.
Fjölmiðlar segja þjálfarann hafa gert
mistök með val á liðinu fyrir leikinn í
fyrrakvöld og það hafi leitt til sárs-
aukafulls og skammarlegs ósigurs. Sér-
staklega var það vörnin sem brást von-
um. Van Gaal til varnar má segja að
val hans hafi verið takmarkað vegna
meiðsla lykilleikmanna. Van Gaal seg-
ir þó ekki alla nótt úti en vissulega sé
undir högg að sækja.
Louis Van Gaal, þjálfari Hollands. -ÓK
Beckham sekta
- ásamt Galatasaray. Chelsea-leikmenn fá bann
Knattspyrnusamband Evrópu
hefur sektað David Beckham, leik-
mann Manchester United, fyrir að
hafa í frammi „klár mótmæli" við
dómara leiks United og PSV Eind-
hoven. Sektin er um tiu þúsund
svissneskir frankar (um hálf millj-
ón) og kemur í kjölfar þess að
Beckham hrækti í átt að dómaran-
um undir lok leiksins. Annars er
það að frétta af leikmanninum að
hann mun ekki þurfa að fara í að-
gerð á hné eins og húist hafði ver-
ið við.
Tyrknesku Evrópumeistararnir
Galatasaray hafa einnig verið
sektaðir um 28.600 svissneska
franka og er helsta ástæðan að
baki sektinni sögð sú að félagið
hafl útdeilt klósettrúllum til stuðn-
ingsmanna sinna fyrir leik gegn
Rangers i Istanbúl sem síðan var
fleygt inn á völlinn svo að fresta
varð að hefja leik og tvisvar þurfti
að stöðva leikinn vegna þessa
Einnig mun önnur hegðun áhang
enda liðsins á vellinum hafa haf
eitthvað að gera með sektina.
Chelsea-leikmennimir Jimm;
Floyd Hasselbaink og Franck Le
boeuf fengu báðir tveggja leikj;
bann í Evrópukeppni fyrir a<
móðga dómarann þegar liðið dat
óvænt út fyrir svissnesku meistur
unum St. Gallen.
Þá var bann Pascal Nouma, leik
manns Besiktas, lengt úr þremui
leikjum í fjóra, en Nouma hafð
áfrýjað dómi um þriggja leikj;
bann en fékk aðeins einn leik í við
bót fyrir viðleitnina. Bannið fæi
hann fyrir að slá Danny Mills, leik
mann Leeds, í leik liðanna fyrii
skömmu. -ÓE
David Beckham þarf ekki að vera
súr yfir sektinni, hann ætti að
geta borgað hana. Reuter
Mætir Lúxemborg
- í Evrópukeppninni á morgun
íslenska landsliðið í borðtennis mætir liði Lúxemborgar á laugardag í
forkeppni 2. deildar Evrópukeppninnar. Viðureignin fer fram í
íþróttahúsi TBR og hefst kl. 11. Þjáifari íslenska liðsins, Kínverjinn Hu
Dao Ben, hefur valið liðið og verður það skipað þeim Guðmundi
Stephensen, Adam Harðarsyni, Markúsi Árnasyni og Sigurði Jónssyni.
Allir leikmenn landsliðsins eru úr Víkingi. -ÓK
Landsliðshópurinn f.v.: Hu Dao Ben þjálfari, Sigurður Jónsson, Adam
Haröarson, Markús Árnason, Guðmundur E. Stephensen.