Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2000, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2000, Qupperneq 4
Þorvaldur Stefánsson er óöum aö ná tökum á Ram-jeppanum sem á þaö stundum til aö leika hann grátt. FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2000 Ragnar Róbertsson ætlar aö skemmta sér vel í torfærunni á morgun en hann leiðir nú keppnina í götubíiafiokknum á Pizza 67-Willysnum. DV-Sport-heimsbikarmótið í torfæru á morgun Spennan í algleymingi Sjötta og næstsíðasta umferð DV-Sport-heimsbikarmótsins í torfæruakstri, Formula OffRoad, verður ekin á morgun, laugardag- inn 14. október. Að þessu sinni verður keppt i gömlu malargryfj- unum móts við Litlu-kaffistofuna fyrir ofan Sandskeið og verður þetta þriðja skipti sem verður keppt þar í sumar. Keppnin í Jósepsdal í júní skal gilda Að þessu sinni hefst keppnin kl. 13.00 og eknar verða 8 brautir sem hver getur gefið 300 stig. Skráning í keppnina hefur gengið vel og er búist við 14 keppendum til leiks. Stjórn Landssamtaka ís- lenskra akstursíþróttafélaga ákvað á fundi sínum að torfæru- keppnin sem fram fór í Jósepsdal í júni skyldi gilda, bæði til ís- landsmeistaratitils og Heimsbik- artitils, eins og upphaflega hafði verið ákveðið í vor. Upp komu efasemdir um að keppni gæti gilt til stiga í tveim- ur mótum, samkvæmt lögum LÍA, og þess vegna kom upp misskiln- ingur og misvísandi ákvarðanir um gildi keppnanna í sumar. En stjórn LÍA hefur nú, sem fyrr sagði, höggvið á þennan hnút. Eins og staðan er í dag sam- kvæmt síðustu ákvörðunum eiga þrír keppendur möguleika á að hreppa heimsbikartitilinn en þeir eru Gísli G. Jónsson, Haraldur Pétursson og Sigurður Þór Jóns- son. Reyndar eru möguleikar Sig- urðar ekki miklir og þurfa bæði Gísli og Haraldur að lenda mjög neðarlega í báðum síðustu keppn- unum til að draumar hans verði að veruleika. Gisli G. Jónsson leiðir mótið með sex stigum en DV-sport heimsbikarmótið Staðan Gísli G. Jónsson, Arctic Trucks . 78 Haraldur Pétursson, Musso........72 Sigurður Þ. Jónsson, Thoshiba . . 48 Páll Antonsson, Reis-græjan .... 36 Gunnar Ásgeirsson, Örninn........32 Ragnar Róbertsson, Pizza 67 .... 27 Guðmundur Pálss., Sýnar-billinn . 21 Gunnar Egilsson, Egils-gulliö ... 21 Gunnar Gunnarsson, Trúðurinn . 20 Ásgeir J. Allanss., FM 957-skutlan 18 Götubílaflokkur Ragnar Róbertsson, Pizza ......67 Gunnar Gunnarsson Trúðurinn . . 75 Ásgeir J. Allanss. FM 957-skutlan 57 Daníel Ingimundars., Græna þ. . 40 Rafn Guöjónsson Rauði prinsinn 34 Árni Kópsson Rauði prinsinn ... 15 Hans Maki .....................12 Hrólfur Árni Borgarson, Willys ... 8 hann hafði verið í 2. sæti þess fyrir ákvörðun LÍA um breyting- una á gildi Jósefsdalskeppninnár. Ég ætla ekki að kæra ,,Ég ætla ekki að kæra þessa ákvörðun LÍA,“ sagði Haraldur Pétursson þegar hún var borin undir hann. „Það væri leiðinlegt að vinna mótið út á niðurstöðu einhverrar kæru. Ánnars líst mér bara vel á keppnina á laugardag- inn. Mér hefur gengið vel í gryfj- unum við Litlu-kaffistofuna í sumar, unnið báðar keppnirnar sem hafa verið haldnar þar þrátt fyrir að Mussoinn hentar ekki sérstaklega vel í þröngum braut- um. Ég er búinn að yfirfara allan bílinn og hyggst taka hraustlega á þessu og gefa ekkert eftir,“ sagði Haraldur að lokum. Ég ætla að verða ferskur „Ég ætla að vera ferskur á laugardaginn og mæta ákveðinn," sagði Gísli G. Jónsson þegar DV hafði samband við hann. „Ég er að yfirfara Arctic Trucks Toyotuna núna ásamt að- stoðarmönnum mínum og við verðum tilbúnir á laugardaginn. Þá verður ekkert gefið eftir,“ sagði Gisli. í götubílaflokknum breyttist staðan einnig við ákvörðun LÍA um Jósepsdalskeppnina. Þá færð- ist Ragnar Róbertsson á Pizza 67 Willysnum upp fyrir Gunnar Gunnarsson á Dabo Trúðnum en ljóst er að baráttan um titilinn mun standa á milli þeirra tveggja. Reyndar eiga Ásgeir Jamil All- ansson á FM 957 skutlunni og Daníel G. Ingimundarson á Grænu þrumunni fræðilegan möguleika á að ná titlinum en möguleikar þeirra eru ekki mikl- ir ef Ragnar og Gunnar mæta í keppnirnar sem eftir eru sem þeir ætla vissulega að gera. „Ég er ekki kominn í keppnis- gírinn frekar en venjulega," sagði Ragnar Róbertsson á þriðjudags- kvöldið. Nenni ekki að stressa mig „Ég kíki kannski á Nitróið fyr- ir helgina fyrst ég er kominn í efsta sætið en það er búið að vera bilað í ár. Ég nenni ekki að vera að stressa mig og mæti eins og venjulega til að hafa gaman af þessu. Ég býst við hinu versta og verð þeim mun ánægðari með það sem vel gengur," bætti Ragn- ar við en hann hefur verið að sýna mjög góðan akstur í sumar og er árangur hans frábær, sér- staklega ef tekið er tillit til þess að hann ekur aílminnsta bílnum sem verið hefur með í sumar. Gunnar Gunnarsson er alls ekki ánægður meö að hafa veriö rutt af toppnum. Þangað stefnir hann nú og hyggst tryggja sér báða titlana í ár. Harald Pétursson þyrstir í titil og hann á nú mikla möguleika á að ná því takmarki sínu á sérsmíðaða Mussonum sínum. Ekki ýkja hrifinn af breytingunum Gunnar Gunnarsson á Dabo Trúðnum er ekki ýkja hrifin af breytingunum sem er orðin á stöðu efstu manna en við hana dettur hann niður í annað sætið. Trúðurinn hjá Gunnari varð fyrir verulegum skemmdum í síð- ustu keppni sem haldin var í Mosfellsbæ. Gunnar er búinn að endurbyggja allt fjöðrunarkerfið undir jeppanum að framan fyrir þessa keppni. Hann er ákveðinn í að gefa ekkert eftir og ætlar sér að bæta heimsbikartitlinum við íslandsmeistaratitilinn sem hann tryggði sér í siðustu keppni. -JAK Gísli G. Jónsson mætir ákveðinn til leiks á morgun og hyggst sýna keppinautum sínum afturendann á Arctic Trucks Toyotunni. Gfsli er búinn að tryggja sér íslandsmeistaratitilinn í ár og ætlar að landa heimsbikartitlinum í tveimur næstu keppnum. Sigurður Þór Jónsson á Thoshiba-tröllinu á fræðilegan möguleika á heimsbikartitlinum. Hann þarf þó að verða mjög heppinn ef þeir draumar hans eiga að rætast. DV-myndir JAK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.