Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2000, Blaðsíða 7
b í ó Ifókus Vikan 13. október til 19. oktéber 1 i f 1 ð F F T T £L-li fJ Egill Tómasson, sem skipuleggur Bravo kvöldin, og Bjössi Biogen, sem mun í fyrsta skipti koma fram sem plötusnúð- ur næsta fimmtudagskvöld. íslenska djammlífið virðist alltaf vera að breiða úr sér og fimmtudagar eru fyrir nokkru orðnir fastur þáttur í djammflórunni. Sumum finnst þó ekki nóg um og vilja veg tónlistarinnar meiri á fimmtudögum. Egill Tómasson er einn þeirra og stendur hann nú fyrir Bravo kvöldum sem haldin verða öll fimmtudagskvöld á Thomsen í vetur. „Fimmtudagarnir hafa verið frekar slappir undanfarið og það hefur verið lítið á boðstól- um. Þetta er því enn einn nýr vettvangur fyrir unga lista- menn til að koma sér á fram- færi,“ segir Egill Tómasson, sem í gær hleypti af stað nýrri röð af skemmtikvöldum á Kaffi Thomsen. Kvöld þessi hafa hlotið nafnið Bravo og verða alla fimmtudaga í vetur. Egill segir að stefnt sé að því að eitt live-atriði verði hverju sinni auk plötusnúða. Það voru meistararnir í xxx Rottweiler sem riðu á vaðið í gær ásamt plötusnúðunum Dj Galdri og Sezar A. Næsta fimmtudag mun dúettinn Bræðurnir leysa vandann verða í aðalhlutverki, en hann samanstendur af þeim Jóni Atla og Pétri Jónassonum. Þá mun Dj Bjössi Biogen koma fram í fyrsta skipti auk Dj Guðnýjar. Markmiðið með framtakinu segir Egill vera að fylla í þetta tómarúm sem virðist hafa skapast á fimmtudögum. „Skemmtistaðaeigendur virð- ast hálf hræddir við að hafa framandi „öct“ á föstudögum og laugardögum, þannig að meiningin er að á þessum fimmtudagskvöldum verði hægt að prófa sig meira áfram. Við getum alla vega lofað því að þarna verði skemmtileg tón- list sem fólk heyrir ekki á kaffihúsunum eða á skemmti- stöðunum. Svo er auðvitað vonin að ákveðinn kjarni skap- ist í kringum þetta allt sam- an.“ Nánari dagskrá fyrir hvert kvöld verður svo hægt að nálgast hér í Fókus. Bíóborgin U-571 Jónf Bóní (Jon Bon Jovi) ætlar að passa sig á að fá ekki köfunar- veiki á meðan hann siglir um Atlantshaf a kafbátn- um sínum, til að uppræta heri Hitlers. Sýnd kl.: 3.50, 5,45, 8, 10.15 Bíóhöl1in * What Lies Beneath (ftKffMUflll Harrison leikur ótrúan eig- inman meö ýmislegt til að fela fyrir Michelle Pfeiffer, sem leikur eiginkonu hans. Hryllingsmynd af bestu gerð. Sýnd kl.: 3,40, 6,10, 8, 10,30 U-571 (Sjá Bíóborg) Sýnd kl.: 8,10,10 Pokémon Það þarf varla aö kynna Poké- mon-teiknimyndina fyrir krökkunum. Þau sjá um kynninguna sjálf. Sýnd kl.: 3,50 Tumi tígur Sýnd kl.: 4 High Fidelity ★ ★★★ skondin mynd um ofur venjulegt nútfmafólk og ofur venjulegar raunir þess, þannig gerð að manni stendur ekki á sama um fólkið í henni og vill því allt hið besta." -ÁS Sýnd kl.: 10 fslenski draumurinn ★★★ „Á heildina litið ræöur Robert I. Douglas vel við formið. ís- lenski draumurinn lofar góðu um framtíðina hjá honum." -HK Sýnd kl.: 4, 6, 8, 10 Fantasía/2000 Fantasía/2000 býður upp á teiknimyndafígúrur sem færa sig eftir hvfta tjaldinu f takt við klassíska tóna. Sýnd kl.: 4, 6, 8, 10 Háskólabíó Lost Souls Winona Ryder er of falleg, þau Ben Chaplin leika í bfó- mynd og komast að þvf að fólk sprellar ekkert með djöfulinn, þvf hann er með klaufar og hann hlustar ekki á neitt djöfulsins múður, nema auðvitað það djöfulsins sem frá honum sjálfum er komið, af þvf að hann er DJÖFULUNN. Sýnd kl.: 5,45, 8, 10,30 Dancer in the Dark ★★★★ „Líkt og mynd- in sjálf er afstaða mfn til hennar afskaplega klofin milli aðdáunar og pirrings. Ég mæli hins vegar mjög með þvf að þú drífir þig, les- andi góður, og dæmir fyrir þig.“ -ÁS- Sýnd kl.: 5,20, 8 Taxi II Meiri hraði, meira gaman segir f aug- lýsingunni og maður veltir þvf ósjálfráttfyrir sér hvort verið sé að kynna ffkniefni. Sýnd kl.: 8, 10 Fantasía/2000 (Sjá Bióhöll) Sýnd kl.: 6, 8, 10 101 Reykjavík ★★★ 101 Reykjavfk liggur „Þetta er serlega mikið á hjarta en gleymir aldrei því hlutverki aö skemmta áhorfendum. 101 Reykjavfk er íslensk og alþjóðleg mynd í senn, og hún er með á nótunum. Það er ekki þrokkað á milli þæja í 101. -BÆN Sýnd kl.: 8 Kringlubíó U-571 Æsispennandi nasistahasar með kombakki Jóni Bóni f forgrunni. Sýnd kl.: 3,45, 6, 8,15, 10,30 Road Trip Þessi ferðalög geta verið rosa- leg, og þetta er engin undantekning. Sýnd kl.: 4, 6, 8,15,10 Asterix & Obelix Já þeir eru komnir, Ástrík- ur & Steinríkur, til að bösta þessa andsk. Rómverja sem gera lítið annað en að drekka vín og fara í gufu. Sýnd kl.: 3,45, 6 íslenski draumurinn ★★★ (sjá Bfóhöll) Sýnd kl.: 8 Laugarásbíó Lost Souls (sjá Bfógen) Sýnd kl.: 6, 8, 10 Shanghai Noon ★★★★ Þegar best lætur er Shang- hai Noon vel heþpnaður farsi. Hraðinn f atburða- rásinni er mikill. Fyndnar setningar eru oftast á kostnað Chans og svo er myndin upp full af vel út- færðum bardagasenum og áhættuatriðum. Sýnd kl.: 6 Scary Movie Allar hryllingsmyndir fyrir ung- linga, síðustu ár, fá það óþvegiö í þessari grfnmynd. Sýnd kl.: 6, 8,10 Regnboginn What Ues Beneath (Sjá Bíóhöll) Sýnd kl.: 4, 6, 8,10 Scary Movie (Sjá Laugarásbíó) Sýnd kl.: 4, 6, 8, 10 X-Men Sýnd kl.: 10 Titan A.E. ★★★ Titan A.E. er stórfenglegt sjónarspil. Sagan er hent- ug fyrir formið og f anda þekktra stjörnustríös- mynda. Það sem aftur á móti skemmir er að það er eins og hinn reyndi teikni- myndamaður Don Bluth og félagar hans hafi farið af stað með það að gera út á unglinga. Sýnd kl.: 6 Blg Momma's House ★ Sagan er ekki merkileg og skiþtir litlu máli allt miðbik myndarinnar. Er Martin Lawrence jafngóður gamanleikari og Eddie Murphy? Svarið hlýtur að vera neitandi.-HK Sýnd kl.: 8 Stjörnubíó What Ues Beneath (Sjá Bíóhöll) Sýnd kl.: 5,30, 8,10,30 Hollow Man Kevin Bacon er ósýnilegur, ger- ir bara það sem honum sýnist oggefur sam- félaginu ósýnilegt fokkmerki. Sýnd kl.: 8, 10 Asterix & Obelix Já þeir eru komnir, Ástrik- ur & Steinríkur, til að bösta þessa andsk. Rómveija sem gera lítið annað en að drekka vfn og fara I gufu. Sýnd kl.: 5,50 Róska hét réttu nafni Ragnhildur Óskarsdóttir og fæddist árið 1940 í Reykjavík. Sjáif sagðist hún vera fædd 1946 og gat framvísað fólsuðu vegabréfi sínu upp á það. Hún vakti fyrst athygli með sýningu sinni á málverkum og teikningum í Casa Nova 1967 og með Súper-þvottavél- inni sem hún breytti í skotpall fyrir eldflaugar uppi á Skólavörðuholti. Sama ár gerðist hún meðlimur í SÚM. Róska var listmálari, ljósmyndari, ljósmyndafyrirsæta og kvikmynda- leikstjóri og má af kvikmyndaverk-' um hennar nefna hina umdeildu Sól- ey. Hún var þó umfram allt uppreisn- armaður; rauði þráðurinn í lifi henn- ar var „sífelld uppreisn í lifandi pó- esíu og pólitík". Róska bjó í Róm stærstan hluta ævi sinnar en á Is- landi fékk líf hennar ævintýralegan blæ vegna persónutöfra hennar, list- rænna hæfileika og pólitískrar rót- tækni. Engu að síður snerist líf hennar í harmleik vegna þungbærs sjúkdóms sem hún átti við að stríða frá unga aldri, auk þess sem hún og mað- urinn hennar, Manrico, villtust af leið í móðu vímuefnanna. í tilefni sýningarinnar verður opnað pólitískt kaffihúsi í salarkynnum Ný- listasafnsins. Safnið verður því opið fram eftir kvöldi fimmtudaga, fóstu- daga og laugardaga. Vegleg bók fylg- ir sýningunni með fjölda mynda, greina, viðtölum og umræðum um pólitíska list. Róska var fjölhæfur listamaður sem lést langt fyrir aldur fram. A morgun opnar í Nýlistasafninu yfirlitssýning helguð lífi og starfi listakonunnar. Þar verða málverk og teikningar eftir Rósku, Ijósmyndir og pólitískir skúlptúrar, vegg- spjöld og pólitísk barátturit. Einnig verða sýndar kvikmyndir eftir Rósku sem aldrei áður hafa verið sýndar á íslandi. Róska í Nýló ★SUBUJRY* I*erskleiki er okkar bragð. staðir s á Islandi Reykjavlk: Austurstræti 3, Suðurlandsbr. 46, . Esso-stöðin Ártúnshöfða & Kringlunni. Hafnarfjörður: Esso-stöðin, Lækjargötu 46, Esso-stöðin, Reykjavíkurvegi 54. Keflavlk: Hafnargötu 32. Akureyri: Kaupvangsstr. 1.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.