Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2000, Blaðsíða 5
Ifókus
Vikan 13. október til 19. október
What Lies Beneath er hrollvekja
úr smiðju Robert Zemeckis. Hann
fAlA' +:i liðs við sig Harrison
zord og hina íðilfögru
lichelle Pfeiffer og
jgist hafa reynt að
setja sig í spor
tchcock við tökur á
myndinni. í kvöld sýna
sgnboginn, Stjörnubíó
og Sambíóin af-
:sturinn.
ið
sr
að hún skjóti áhorfendum skelk í
bringu með sígildum brögðum og
óþægilegri þögn, fremur en
tæknibrellum og hávaða eins og
nú tiðkast i Hollívúdd. Framleið-
andi og leikstjóri myndarinnar er
Robert Zemeckis. Hann segist
hafa reynt að hugsa um hvað
meistari hryllingsmyndanna, Al-
fred Hitchcock, myndi gera ef
hann hefði nútímatækni, og unn-
ið eftir því. Zemeckis er frægast-
ur fyrir að leikstýra Forrest
Gump og Back to the Future I
& II. Mikið af samstarfsfólki
hans frá gerð Forrest Gump kem-
ur hér við sögu, en þess er ekki
að vænta að What Lies Beneath
komist í hálfkvist við vinsældir
hennar, þrátt fyrir að Cynthia
Martinez hafi séð um blóma-
skreytingarnar.
Hvað býr undir niðri?
Dr. Norman Spencer (Harrison
Ford) hefur slæma samvisku yfir
mishreinu mjöli í pokahorninu.
Það er rúmt ár síðan hann sleit
trúnaði við konu sína, Claire
(Michelle Pfeiffer), og kíkti upp í
rúm til annarrar kvensu, en um
það er spúsa hans enn grunlaus.
Framhjáhaldi Normans er lokið
og allt virðist ganga honum í hag-
inn, en nú tekur Claire að heyra
undarlegar raddir og sjá svip
ungrar konu á rölti um heimili
sitt og nágrenni. Norman tekur
ekki mark á umkvörtunum sinn-
ar heittelskuðu, vísar þeim frá á
grundvelli móðursýki og ímynd-
unarveiki og sendir hana á fund
sálfræðings. Smám saman verður
Claire ljóst að konan dularfulla
lætur ekki hunsa sig og vill ræða
betur við þau hjónin.
Gaman að hryllingi
Aðalleikarar myndarinnar
eru Harrison Ford og
Michelle Pfeiffer, en þau
hljóta dygga aðstoð frá fjöl-
breyttu liði aukaleikara. Bæði
eru þau miklar kempur i
bransanum. Ford fékk óvænt
tækifæri til að leika Hans Óla í
Stjörnustríði George Lucas og
hefur síðan þá leikið í of mörg-
um stórmyndum. Sömu sögu er
að segja af Pfeiffer, hún hefur
skilað ólíkum hlutverkum í
margri milljónaræmunni. Legið
undir kókaínkónginum Tony
Montana og barist við Batman í
kattarlíki til dæmis. Pfeiffer seg-
ist hafa haft mikinn áhuga á
hryllingsmyndum frá unga aldri
og þótt skemmtilegt að fá tæki-
færi til að prófa að leika í slíkri
undir stjórn Zemeckis.
bíllinn...ferðalagiö...fjallahjólið...hljómtækin...tölvan...og allt hitt...tryggðu þitt hjá TM