Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2000, Blaðsíða 3
16
ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 2000
ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 2000
25
Sport
Sport
Ragnar Óskarsson gerir það gott með Dunkerque:
Æft helmingi meira
- er í hópi markahæstu leikmanna í deildinni
íslendingar hafa i gegnum tíðina
alið margan góðan handboltamann-
inn og hafa þeir ekki síður hér en
erlendis getið sér gott orð og sumir
hverjir verið burðarásar í sínum
liðum. Leið ílestra hefur legið til
Þýskalands en Frakkland hefur að
mestu leyti verið ónumið land í
þessum efnum.
Geir Sveinsson lék um tíma með
Montpellier en núna leikur einn ís-
lendingur í Frakklandi, Ragnar
Óskarsson, en hann gekk til liðs við
franska liðið Dunkerque í norður
hluta landsins sl. sumar og gerði við
það tveggja ára samning.
Leikur nú þegar orðið stórt
hlutverk í liðinu
Ragnar, sem er nýorðinn 22 ára,
hefur farið vel af stað í franska
handboltanum og leikur orðið stórt
hlutverk í sínu nýja liði. Þegar fjór-
um umferðum er lokið er
Dunkerque í áttunda sæti af 14 liðum
og er Ragnar annar markahæsti leik-
maðurinn í deildinni með 27 mörk.
Nokkur bjartsýni ríkti fyrir tímabil-
ið og voru menn að gera sér vænting-
ar um að liðið yrði í toppbaráttu.
Nokkur meiðsli sterkra leikmanna
hafa sett strik í reikninginn og kom-
ið í veg fyrir betra gengi.
Ragnar lætur mjög vel af verunni
í Frakklandi og þá sé mikill munur
að geta einbeitt sér að handboltan-
um og stunda enga aðra vinnu.
Þetta sé í raun allt annað líf heldur
en það sem hann var vanur heima.
Raunhæft að sigla um miðja
deild
„Ég kann mjög vel mig hérna.
Gengið hefur verið upp og ofan og
maður hefði viljað sjá þetta betra.
Þetta gæti orðið eitthvert strögl en
þetta á allt eftir að koma betur í ljós
þegar fram í sækir.“
- Hvaða vœntingar voru gerðar
fyrir tímabilið?
„Menn voru að tala um 3.-5. sæt-
ið en úr þessu verður það erfitt.
Meiðsl hafa gert okkur erfitt fyrir
og svo er deildin hér alveg þræl-
sterk. Manni sýnist svona í fyrstu
raunhæft að liðið sigli um miðjan
deild.“
- Er handboltinn betri í Frakk-
landi en þú áttir von á fyrir fram?
„Handboltinn sem hér er leikinn
er góður og deildin mun sterkari en
heima á íslandi. Allir sem leika í
deildinni eru atvinnumenn og gera
því ekkert annað en að æfa og
keppa í handbolta. Hér innan um
eru mjög sterkir leikmenn og út-
lendingar prýða öll liðin. Hjá
Dunkerque eru fjórir útlendingar á
samningi."
- Er mikill áhugi á handbolta í
Dunkerque og almennt séð í Frakk-
landi?
„Já, hann er töluverður og á
heimaleikjum eru alltaf um 2500
áhorfendur. Einn riðillinn í heims-
meistarakeppninni verður leikinn
hér í borginni og það sýnir það
hvað áhuginn er mikill hér. Borgin
rekur handknattleiksliðið og fjár-
hagslega stendur það mjög vel.
Klúbburinn er góður og það hefur
verið staðið við alla hluti til þessa
hvað minn samning áhrærir."
Hefur skorað sjö mörk að
meðaltali í leik
* - Ertu ánœgður með þína spila-
mennsku til þessa?
„Ég held þó að ég segi sjálfur frá
að mér hafl gengiö bara mjög vel.
Það eru aðeins fjórar umferðir bún-
ar og ég hef verið að skora sjö mörk
að meðaltali í leik. Ég er kominn i
fint form enda er æft héma alveg
roslalega stift. Ég var smátíma að
venjast þessu en ég er að æfa helm-
ingi meira hér en heima. Við æfum
tvisvar á dag og í fyrstu var maður
frekar þreyttur eftir æflngar. Þetta
voru mikil viðbrigði en ég er núna
kominn yflr mestu þreytuna. Mað-
ur einbeitir sér alveg að handbolt-
anum, gerir ekkert á milli og í
engri annarri vinnu eins og heima
á íslandi. Á þessu tvennu er mikill
munur.“
Áhugi fyrir handbolta mikill í
Frakklandi
- Hvernig list þér á verkefni ís-
lenska landsliðsins og HM í Frakk-
landi í janúar?
„Ef maður er í hópnum verður
það mjög gaman. Það er alltaf mik-
ill heiður í mínum huga að leika
með íslenska landsliðinu og sérstak-
lega verður það spennandi fyrst HM
er hér í Frakklandi."
- Eru Frakkar áhugasamir fyrir
HM?
„Maður verður ekki var við ann-
að en að áhuginn sé töluverður. Það
er góð aðsókn að leikjum hér í deild-
inni í Dunkerque og eins þegar við
erum að leika á útivöllum eru hall-
irnar troðfullar. Franska landslið-
inu hefur vegnað nokkuð vel og ég
held að áhuginn hafi aukist til
muna eftir að Frakkar urðu heims-
meistarar á íslandi 1995. Nú er kom-
ið að Frökkum sjálfum að halda
keppnina og ekki minnkar áhuginn
við það.“
Veröum sterkari þegar fram í
sækir
- Þú ert annars bjartsýnn á fram-
tiðina?
„Já, ég er það. Hvað liðið varöar
eigum við vonandi eftir að spjara
okkur í vetur. Þegar menn hafa náð
sér af meiðslunum er ég viss um að
við verðum enn sterkari. Það eru
skemmtilegir tímar fram undan,“
sagði Ragnar Óskarsson.
-JKS
Viktor Kristmannsson, fjórfaldur Noröur-
landameistari drengja í fimleikum, sést hér
ásamt foreldrum sínum, Kristmanni Árnasyni
og Stellu Kristinsdóttur.
DV-mynd Hilmar Þór
Viktor Kristmannsson, 16 ára fimleikastrákur úr Gerplu:
Viktor Kristmannson, fimleikamað-
ur úr Gerplu í Kópavogi, varð um helg-
ina fjórfaldur Norðurlandameistari
drengja í fimleikum. Hann vann f fjöl-
þraut, á gólfi, bogahesti og tvíslá.
Viktor, sem er 16 ára frá því í júli, býr
í Kópavoginum ásamt foreldrum sínum,
Kristmanni Árnasyni og SteUu Kristins-
dóttur, og þremur bræðrum, Róberti, 13
ára, Benedikt, 7 ára, og Amóri, 4 ára.
Hann segir að mikUl fimleikaáhugi sé á
heimilinu en auk hans stundi þeir Ró-
bert og Benedikt einnig fimleika.
Viktor hefur æft fimleika frá því
hann var 4 ára og ætið með Gerplu.
Hann stundar nám í MK á náttúru-
fræðibraut og gengur námið vel þrátt
fyrir miklar æfmgar og keppnisferðir
sem fylgja fimleikunum.
Viktor var ungur þegar hann hóf
keppni i fimleikum og til marks um það
þá á hann yfir 100 verðlaunapeninga og
gripi. Hann er núverandi íslandsmeist-
ari á tvíslá og varð þriðji í fjölþraut-
inni. Hann var aðeins 12 ára gamall
þegar hann fór fyrst utan meö landsliði
íslands til keppni. Það var á sama mót
og núna, þ.e. Norðurlandamót drengja.
Mótið er fyrir drengi 12-16 ára og Vikt-
or var því á yngsta aldursári á mótinu
fyrir fjórum árum. Þrátt fyrir ungan
aldur komst hann í úrslit á tvíslá. Nú
var hann á síðasta Norðurlandamóti
sínu í drengjaflokki og gerði hann það
ekki endasleppt, kom heim með fjóra
titla, þrjá áhaldatitla og þann eftir-
sóttasta að auki, fjölþrautartitilinn.
Braut 50 stiga múrinn
Viktor sagði að mótið, sem var hald-
ið í Nye Njardhallen í Ósló, hafl verið
mjög vel uppsett og skipulagt. „Áhöldin
voru fln, ég var vel stemmdur og áhorf-
endur voru með á nótimum, enda sést
það kannski best á einkunnunum mín-
um. Það var gaman að brjóta 50 stiga
múrinn á þessu móti,“ sagði Viktor, en
hann hlaut 50.050 í fjölþrautinni.
Viktor bar höfuð og herðar yfir alla
aðra keppendur og var í úrslitum á öll-
um áhöldum. Viktor hlaut hæstu ein-
kunn sína á bogahesti til þessa, 9,1 í úr-
slitunum og gullverðlaunin að sjálf-
sögðu. Næsti maður var með 8,00 í ein-
kunn. Hann sigraði svo einnig á gólfi
með 8,800 í einkunn og á tvíslá með
8,750. Að auki fékk hann svo bronsverð-
laun á svifrá með 7,900 í einkunn.
Viktor og Heimir Jón Gunnarsson,
annar þjálfara Viktors, voru sammála
um að fyrir mótið hefði Viktor átt tals-
verða möguleika en þá óraði ekki fyrir
þessum góða árangri.
„Gullið á gólfmu og bronsið á
svifránni komu okkur algjörlega í opna
skjöldu, sem og fjölþrautartitillinn og
var alls ekki neitt sem við bjuggumst
við,“ sögðu þeir félagar. Viktor hefur
æft imdanfarin ár undir stjóm Heimis
Jóns en síðastliðinn vetur kom Nikloay
Vovk til Gerplu og hafa þeir Heimir séð
um þjálfun Viktors. Viktor sagði að
undirbúningstímabilið hefði verið mjög
gott,
Þakkar miklum æfingum
Gerpla sendi rúmlega 20 manna hóp í
æfmgabúðir til Árósa í Danmörku í
sumar og þær hefðu geflð honum mjög
gott start. Auk þess sagði hann æfingar
vera mjög miklar og strangar hjá hon-
um og hinum strákunum í Gerplu en
það borgaði sig og hann þakkaði mikl-
um æflngum þennan góða árangur sinn
að þessu sinni. „Það var líka gaman að
sjá að strákamir sem við æfðum með í
æfingabúðunum í sumar skipuðu að
mestu leyti danska landsliðið þannig að
við þekktumst ágætlega," sagði Viktor.
Kristmann, faðir Viktors, hefur stutt
dyggilega við bakið á honum og farið
með í svo gott sem allar keppnisferðir
Viktors. Heimir þjálfari segir mjög gott
að hafa Kristmann með. „Hann er orð-
inn svo vanur þessu, hann sér um
sjúkratöskuna og andlegu hliðina auk
þess sem hann er mjög þægilegur í allri
umgengni og samskiptum. Áð þessu
sinni var þetta mót enn meira spenn-
andi en vanalega fyrir Kristmann því
yngri sonur hans og bróðir Viktors, Ró-
bert, var að keppa á sínu fyrsta móti
með landsliði íslands. Hann stóð sig
með prýði og var aðeins 0,1 frá þvi að
komast í úrslit á gólfi sem er frábær ár-
angur hjá Róberti þvi hann er aðeins 13
ára gamall og á því sannarlega framtíð-
ina fyrir sér eins og Viktor.
Framtíð Viktors í greininn er björt
og segist hann ætla að halda áfram að
æfa og keppa lengi i viðbót enda sé
hann aðeins 16 ára. „Ég er orðinn svo-
lítið þekktur á Norðurlöndunum og það
er borinn virðing fyrir mér núna, sem
er gaman að upplifa og flnna fyrir,“
sagði Viktor, enda engin ástæða til ann-
ars en að vera bjartsýnn því Viktor
Kristmannsson er efnilegasti flmleika-
maður sem komið hefur fram á Islandi
til þessa. -AIÞ
Evrópumótið í hópfimleikum í Birmingham:
Frábær árangur
- Stjörnustúlkna, sá besti sem íslenskt lið hefur náð
Eins og fram
kom í DV-Sport í
gær lentu fim-
leikastúlkur úr
Stjömunni í
Garðabæ í 4. sæti
á Evrópumótinu í
hópflmleikum
sem fram fór um
helgina í
Birmingham á
Englandi.
Stjörnustúlkur
hlutu samtals
25.300 stig I und-
ankeppninni og
annan besta ár-
angurinn á eftir
Oslo turnforen-
ing sem hlutu
25.350 en 16 lið
tóku þátt í keppn-
inni og efstu átta
liðin komust í úr-
slit.
í úrslitakeppninni hófu þær
keppni á gólfl, gerðu æflngar sínar
mjög vel og hlutu 9,0 í einkunn
sem var jafnframt hæsta einkunn-
in í gólfæflngum. Þar með tóku
þær forystu í keppninni. Annað
áhaldið þeirra var trampolín, og
fyrir æfmgar sínar þar hlutu þær
8,45 sem var önnur hæsta ein-
kunnin á trampolíni. Þær héldu
samt sem áður forrystu sinni í
keppninni.
I síðustu greininni, dýnustökki,
urðu þeim svo á dýrkeypt mistök
sem kostuðu þær verðlaunasæti.
Þær fengu 8,05 fyrir æfmgar sínar
og þar með skutust þrjú lið upp
fyrir þær og fjórða sætið varð hlut-
skipti þeirra með 25.500 stig. Engu
að síður náðu Stjörnustúlkur besta
árangri sem íslenskt lið hefur náð
í hópflmleikum á Evrópumóti sem
er frábær árangur.
Sólveig Jónsdóttir, 20 ára með-
limur Stjömuliðsins, var að sjálf-
sögðu ánægð með árangurinn.
„Markmið okkar var að komast í
úrslitakeppnina og það tókst sem
er auðvitað frábært. Allt annað
var bónus og við fórum með því
hugarfari að njóta þess að vera í
úrslitunum en það verður að segj-
ast eins og er að auðvitað er mað-
ur svolítið svekktur yfir því að
komast ekki á pall, sérstaklega eft-
ir að hafa verið í toppsætinu eftir
tvær umferðir af þremur, en svona
er þetta stundum," sagði Sólveig.
Sigurvegaramir í kvennakeppn-
inni voru Helsingi SI frá Dan-
mörku en þær hlutu 25.950 stig
samtals. í öðra sæti voru Gadstr-
up, einnig frá Danmörku, með
25.800 stig, en það vakti athygli að
Danir, sem sendu tvö lið í hverja
keppni (karla, kvenna, blandaða),
unnu gull- og silfurverðlaun í öll-
um flokkunum. Berliner frá
Þýskalandi hlutu svo bronsverð-
launin með 25.700 stig.
Lið Stjörnunnar skipa:
Andrea Guðlaugsdóttir, Björt
Baldvinsdóttir, Elsa Halldórsdótt-
ir, Heiðdís Halldórsdóttir, Hrafn-
hildur Gunnarsdóttir, Iris Svav-
arsdóttir, Jóhanna Sigmundsdótt-
ir, Kristín Helga Einarsdóttir,
Lára Kristín Ragnarsdóttir, María
Kristbjörg Árnadóttir, Ragnheiður
Þórdís Ragnarsdóttir, Sigurbjörg
Ólafsdóttir, Sólveig Jónsdóttir,
Stella Hilmarsdóttir.
Þjálfararar era þau Gyða Krist-
mannsdóttir, Jóhannes Níels Sig-
urðsson og Peter Bollesen. -AIÞ
Bland i poka
Yelena Yelesina frá Rússlandi, sem
vann til gullverðlauna í hástökki kvenna
á nýaafstöðnum Ólympíuleikum, til-
kynnti í gær að hún ætlaði að verja titil
sinn á næstu leikum í Aþenu 2004. f
millitíðinni ætlar hún að eignast sitt
annað bam en ef heilsan leyílr mun hún
mæta til leiks í Aþenu, 34 ára gömul.
Á sama tíma og Ólympíuleikarnir í
Sydney fóru fram áttu Grikkir að leggja
fram ákveðin drög að skipulagi leikanna
sem þeir halda í Aþenu 2004. Mönnum
innan alþjóða Ólympiuhreyflngarinnar
brá mjög í brún er Grikkirnir birtust
tómhentir. Er nú óttast aö undirbúning-
ur leiknna sé langt frá því að vera á
áætlun. -SK
Eriksson líklegur
þjálfari Englendinga
Sven Goran Eriksson, þjálfari ítalska knattspymuliðsins Lazio, er
líklegur til að skrifa undir samning við enska knattspymusambandið
þess efnis að hann verði næsti þjálfari landsliðs Englendinga. Lazio
mun ekki geta keppt við sambandið á fjármálasviðinu en talið er að
samningurinn sem ræddur hefur verið hljómi upp á tvær milljónir
punda á ári og sé til fimm ára. Ef af samningunum verður mun Eriks-
son taka við liðinu 1. júlí 2001 en í millitíðinni munu Peter Taylor,
knattspymustjóri Leicester, og
Steve McLaren, yfirþjálfari hjá
Manchester United, stýra liðinu
og telja knattspyrnusérfræðing-
ar það mjög hentugt fyrirkomu-
lag þar sem þessir tveir séu
menn framtíðarinnar og þessi
tlmi sé þeim góð reynsla.
Eriksson verður fyrsti erlendi
þjálfarinn til þess að þjálfa
enska landsliðið en sérfræðing-
ar á Englandi segja að hann sé
besti kosturinn af þeim sem
nefndir hafa verið, árangur
hans í Svíþjóð, Portúgal og á
ítalíu sé með eindæmum góður.
Hvað varðar þjóðarstoltið og
annað slíkt segja kunnugir að
það sé ekki ofarlega á lista yflr
áhyggjuefnið, Eriksson sé ein-
faldlega hæfileikaríkasti maður-
inn sem í boði er. -ÓK
Réttar
tölur
- úr leik Hauka og HK
Tölfræði úr leik Hauka og HK var
því miður ekki rétt i DV-Sport í gær
og þess vegna birtum við kassann
aftur. Við biðjumst velvirðingar á
þessum mistökum.
Haukar-HK 29-23
1-0, 3-1, 5-2, 5-4, 8-6, 10-7, 10-9, 12-10,
12-11, 14-11, (14-14), 17-14,19-16, 20-17,
23-18, 24-19, 24-22, 29-22, 29-23.
Haukar
Mörk/viti (skot/viti): Oskar Ármanns-
son 7/3 (13/4), Einar Örn Jónsson 6 (7),
Jón K. Bjömsson 6/1 (8/2), Halldór Ing-
ólfsson 4/1 (8/2), Aliaksandr Shamkuts 2
(2), Þorvarður Úörvi Ólafsson 2 (2), Rún-
ar Sigtryggsson 2 (4,) Petr Baumruk (2),
Einar Gunnarsson (1).
Mörk úr hraöaupphlaupum: 7 (Jón
Karl 3, Þorvarður 2, Einar Öm 1, Sham-
kuts 1).
Vitanýting: Skorað úr 5 af 8.
Varin skot/viti (skot á sig): Magnús
Sigmundsson 5/1 (17/2, 29%), Bjarni
Frostason 22/3 (33/6, 67%).
Brottvísanir: 8 mínútur
HK
Mörk/viti (skot/viti): Óskar Elvar Ósk-
arsson 7/2 (12/2), Jalvsky Garcia 6/2
(13/5), Guðjón Hauksson 5 (9/1), Samúel
Árnason 2 (4), Jón H. Gunnarsson 2 (3),
Jón B. Ellingsen 1 (1), Sverrir Björnsson
(7), Alexander Arnarsson (1).
Mörk úr hraöaupphlaupum: 5 (Óskar 2,
Guðjón 2, Jón Bessi).
Vitanýting: Skorað úr 4 af 8.
Varin skot/viti (skot á sig): Hlynur
Jóhannesson 0 (7/1, 0%), Arnar F.
Reynisson 10/2 (32/6, 31%).
Brottvísanir: 18 minútur (Jón Bessi
rautt spjald).
Dómarar (1-10): Guðjón L. Sigurðs-
son Ólafur Haraldsson (7).
Gteöi leiks (1-10): 6.
Áhorfendur: 100.
Maöur leiksins: Bjarni
Frostason, Haukum