Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2000, Qupperneq 4
26
ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 2000
' Innlausnarverð er höfuðstóll vextir, vaxtavextir og verðbætur.
Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu
Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík.
Reykjavík, 31. október 2000
SEÐLABANKIÍSLANDS
SDort
Leifur dæmir hjá Helga og félögum
Leifur Garðarsson
körfuknattleiksdómari
hefur verið tilnefndur af
FIBA til að dæma tvo
leiki í Evrópukeppni fé-
lagsliða í Belgíu i næsta
mánuði.
Þann 14. nóvember
dæmir Leifur leik
Telindus Antwerpen og
BKSlovakofarma frá
Slóvakíu i riðlakeppni
Saporta-keppninnar, sem
er nokkurs konar Evr-
ópukeppni bikarhafa.
Daginn eftir dæmir
Leifur hjá Helga Jónasi
Guðfinnssyni og félögum
í FLV Athlon Leper er
þeir mæta UNICAJA
Malaga frá Spáni í riðla-
keppni Korac-keppninn-
ar.
Leifur var efstur I ein-
kunnagjöf DV-Sport í
fyrra og hefur byrjað
best allra dómara í ár en
hann hefur meðalein-
kunnina 8,5 úr fyrstu sex
leikjunum.
-ÓÓJ
veit nákvæmlega til hvers ég ætlast
af honum og hann þekkir mín
áform,“ segir Jackson.
Cobe Bryant mun leiða leik Lakers
ásamt O’Neal og hann er kokhraustur
fyrir átökin fram undan: „Við Shaq
viljum báðir vinna titilinn aftur. Það
þýðir að okkur mun takast það.“
Menn ættu ekki að vanmeta
San Antonio Spurs
SA Spurs mætir með sterkt lið til
leiks. Tim Duncan er orðinn góður af
meiðslum í hné eftir aðgerð og skot-
bakvörðurinn Derek Anderson er
kominn til liðsins, mikið til fyrir til-
stilli Duncans.
Fleiri lið munu eflaust blanda sér í
baráttuna. Þar má nefna Seattle
Supersonics sem fengið hefur Patrick
Ewing til liðs við sig frá New York
Knicks.
Ewing er bjartsýnn á gott gengi
Seattle og liðið hefur alla burði til að
ná langt.
„Ég kom til Seattle af einni ástæðu;
til að ná í hringinn," sagði Patrick
Ewing. -SK
Emma frá keppni í vetur
Skíðakonan unga Emma Furuvik, sem er í Europa Cup-liði íslands í
alpagreinum, slasaðist á æfingu á Hintertux í Austurríki fyrir skömmu.
Viö læknisrannsókn í Stokkhólmi kom í ljós að teygst hafði á
krossbandi þannig að hún þarf að fara í aðgerð. Meiðsli hennar gera það
að verkum að hún mun ekki keppa á skíðum í vetur.
Emma, sem er aðeins 19 ára, er ein af efnilegustu skíðakonum
landsins. Hún stundar nú nám við skíðamenntaskólann í Thorsby í
Svíþjóð og útskrifast þaðan næsta vor.
sLahV
Auglýsing um innlausnarverð
verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs
Flokkur
1983-2.fi.
Lokagjalddagi
01. 11. 2000
Innlausnarverð*
á kr. 10.000,00
kr. 96.930,60
Jackson segist vera með
mun betra lið en í fyrra
Phil Jackson, þjálfari meistar-
anna í Lakers, er kokhraustur fyr-
ir tímabilið og fullyrðir að Lakers
muni tefla fram mun betra liði en í
fyrra.
„Við erum mun betri en á síð-
ustu leiktíð," segir Jackson og er
ánægður með að tekist hefur að
leysa ýmis vandamál varðandi
Glen Rice. Þá hefur Lakers keypt
Horace Grant en hann vann þrjá
meistaratitla með Chicago Bulls
undir stjóm Jacksons. „Grant er
snjall frákastari í framfor og hann
dvsport@ff.is
Kvíaeldiö
gæti haft
óbætanleg
áhrif
- segir Ragnar
H. Ragnarsson,
formaöur LS
„Á 50. aðalfundi Landssam-
bands stangaveiðifélaga, sem
haldinn var um liðna helgi,
voru samþykktar tvær harð-
orðar ályktanir sem beint er til
stjórnvalda," sagði Ragnar
Hólm Ragnarsson, formaður
Landssambands stangaveiðifé-
laga, í samtali við DV-Sport í
gærdag.
„Annars vegar var ályktað
gegn fyrirhuguðu sjókvíaeldi á
norskum laxi sem talið er að
geti haft óbætanleg áhrif á ís-
lenska laxastofna. Hins vegar
var vitnað til laga um lax- og
silungsveiði þar sem segir að
veiðimálastjóri verði að heim-
ila sérstaklega allar fram-
kvæmdir „í eða við veiðivatn
sem hætta er á að hafi áhrif á
lífríki vatnsins". Dregið er í
efa að alltaf sé farið að lögum
þegar menn ráðast í fram-
kvæmdir á árbökkunum og
spilla þar með búsvæði fiska.
Á ráðstefnunni, sem haldin
var í tengslum við aðalfund-
inn, leiddu saman hesta sína
Jónatan Þórðarson, fiskilíf-
fræðingur og eldismaður, og
Óðinn Sigþórsson, formaður
Landssambands veiðifélaga.
Óðinn vandaði ekki stjómvöld-
um kveðjumar og minnti þau
á 12 ára gamla samþykkt um
að leyfa aðeins laxeldi á norsk-
um laxi í strandeldi en ekki
sjókvíaeldi. Þeir ræddu um
fyrirhugað kvíaeldi á laxi og
kom margt merkilegt fram í
máli beggja.
Stangaveiðimenn hafa mikl-
ar áhyggur af þessu sjókvíaeldi
sem gæti haft mikil áhrif á ís-
lenska laxastofna seinna meir
og það kom berlega í ljós á
fundinum. „Við treystum
stjómvöldum til að gera enga
vitleysu í þessu máli, það er
mikið í húfi,“ sagði Ragnar
Hólm í lokin. Ragnar var end-
urkjörinn formaður LS til eins
árs. -G. Bender
Cobe Bryant og Shaquille O’Neal
með hluta sigurlaunanna frá í fyrra.
O’Neal á heldur betur eftir að finna
fyrir risavöxnu liði Portland í vetur.
Bryant er hvergi banginn og fyrst
hann og Shaq vilji vinna titilinn
aftur þá verði það auðvitað þannig.
Reuter
Slagurinn um NBA-titilinn í
körfuknattleik hefst innan skamms
og er búist við mjög harðri rimmu.
Helst er rætt um Los Angeles Lakers,
sem hefur titil að verja, Portland
Trailblazers og San Antonio Spurs
sem hugsanlega meistara.
Ljóst er að lið Portland Trailblaz-
ers verður allt annað en árennilegt í
vetur. Auðkýfingurinn Paul Allen,
eigandi Trailblazers og einn af eig-
endum Microsoft, hefur sankað til sín
risum fyrir átökin. Til Portland eru
komnir þeir Dale Davis (2,11 m) og
Shawn Kemp (2,08 m). Greinilegt er
að Portland mun tefla fram mjög há-
vöxnu liði í vetur því fyrir eru hjá
liðinu þeir Arvydas Sabonis (2,21 m)
og Rasheed Wallace (2,11 m). Þessi
sveit er ekki árennileg og öruggt að
ShaquOle O'Neal mun fá nóg að gera
þegar LA Lakers mætir Portland. Nú
þegar er beðið eftir leikjum liðanna
með mikilli eftirvæntingu. Portland
gaf frá sér sigur gegn Lakers i undan-
úrslitum deildarinnar í fyrra í 7. leik.
Með nýju turnunum skartar Portland
mun meiri breidd og öruggt að valinn
maður verður í hverju rúmi.
„Við áttum að vinna titilinn i
fyrra. Við verðum með mun meiri
breidd í vetur og ég er bjartsýnn á
tímabilið," sagði Mike Dunleavy,
þjálfari Portland.