Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2000, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2000, Qupperneq 4
ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 2000 BKaKidl i Marco Simone, framherji Mónakó, hefur hótaö að hætta hjá liðinu ef ekki fer að ganga betur og liðsmenn þess að leggja sig fram. Luis Figo og Ivan Helguera verða báðir í leikbanni þegar Real mætir Spartak i kvöld. Þá eru þeir Paulo Bento, Sporting, og Jens Nowotny, ----------------- Leverkusen, í Luis Figo. banni þegar lið- in mætast. Sinisa Mihajlovic veröur í leik- banni þegar Lazio mætir Sparta Prag og Gilles Grimandi verður ekki með Arsenal gegn Donetsk af sömu orsökum. Amedeo Carboni, Valencia, verður í banni í leik liðsins gegn Heeren- veen. Kaya Suat, Galatasaray, og Ranka Popovic, Sturm Graz, veröa hvorug- ur með í kvöld vegna leikbanna. Þá eru þeir Bert Konterman, Rangers, Franck Jurietti, Mónakó, og Mart- in Djetou, Mónakó, einnig í banni. Svo gœti farið að miðvaUarleikmaö- urinn Patrik Berger hjá Liverpool leiki ekki með liðinu á þessu tíma- bili. Berger meiddist á hné í leikn- um gegn Leeds um helgina. í gær kom fram að leikmaðurinn myndi fara til Colorado í Bandaríkjunum í læknismeðferð. Flest bendir nú til þess að Rudi Völler taki við stjóm þýska lands- liðsins i knattspymu. Völler þjálfar Bayer Leverkusen tímabundið og tiikynnti félagið í gær að þrír þjálf- ara væru inni í myndinni og er Völler ekki á meðal þeirra. Þetta þykir auka líkumar á því að Völler verði næsti landsliðsþjálfari Þjóð- veija. Eins og kunnugt er átti Christoph Daum að taka við liðinu næsta sumar en það fór út um þúfur eftir að Daum varð uppvís aö neyslu kókains. -JKS/ÓK Um líf eða dauða - aö tefla hjá Mónakó sem er í slæmum málum, heima og heiman Síðasta umferðin í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hefst í kvöld með átta leikjum og nú ræðst það endanlega hvaða lið komast áfram í 16-liða úrslit. Þónokkur lið hafa þegar tryggt sig áfram en önnur standa frammi fyrir erfiðum viðureignum þar sem mikiö liggur við. Skiptir engu í A-riðlinum er nú þegar ljóst hvaða tvö lið fara áfram, Real Ma- drid og Spartak Moskva, og eru leikimir í riðlinum því nánast bara formsatriði og aðeins stoltið að veði og einhveijir aurar. Real og Spartak mætast í Moskvu og ætla Rússamir sér sigur í leiknum til aö hefna ósigursins í Madrid og þeir vilja sýna hvað í þeim býr gegn einu af toppliðum Evrópu. Real hyggjast hins vegar hvHa nokkra lykilleikmenn en mun sjálfsagt vHja sigra tH að koma sér aftur af stað eftir ósigurinn gegn Numancia um helgina. Stolt Sporting Lissabon veltur að mörgu leyti á leiknum gegn Leverkusen í kvöld þar sem þeir eiga ekki möguleika á sæti i UEFA-bikamum en það eiga Þjóð- verjarnir víst. Gengi Portúgalanna hefur verið hörmulegt og vist er að þeir vHja reyna að sýna hvað í þeim býr. Sæti í UEFA-bikarnum aö veöi Lazio og Arsenal hafa þegar tryggt sér áframhaldandi þátttöku í B-riðlinum en Sparta Prag og Shakhtar Donetsk berjast um laust sæti í UEFA-bikarnum. Lazio á fyrir höndum erfiðan leik gegn Juventus í ítölsku deUd- inni og mun væntanlega stUla upp varaliði í leiknum gegn Spörtu og unglingamir hjá liðinu fá líklega möguleika tU að spreyta sig en samt sem áður má búast við að meirihluti liðsins verði skipaður landsliðsmönnum, svo sterkur er hópurinn hjá Lazio. Spörtu-menn hafa hins vegar verið á Uugi á heimaslóðum og eru æstir í að ná UEFA-sætinu. Shakhtar þarf að ná betri úrslit- um gegn Arsenal en Sparta nær gegn Lazio tU að krækja í lausa sætið í UEFA-bikarnum en Arsenal hefur á að skipa geysi- sterku liði og vUl sjálfsagt forðast tap. Nokkrir lykiileikmenn liðsins vora skUdir eftir heima og því verður Arsenal ekki með sitt sterkasta lið. Stefnt á toppsætiö Valencia hefur þegar tryggt sig áfram í C-riðlinum en Olympiakos geta náð toppsætinu ef Valencia tapar og það sigrar. Valencia þarf aðeins jafnteUi gegn Heerenveen á heimaveUi tU þess að tryggja sér toppsætið og ætti það að vera auðfengið þar sem hoUenska liðið hefur ekki riðið feitum hesti frá riðlakeppninni, að- eins unnið einn leik og skorað tvö mörk. Leikur Lyon og Olympiakos verður mjög spennandi og Frakk- amir verða að sigra 1-0, 2-1 eða með tveimur mörkum tU þess að komast áfram. Grikkimir þurfa hins vegar aðeins jafnteUi tU að komast áfram en þeim hefur ekki gengið sem best á útiveUi og hafa tapað fyrir bæði Valencia og Heer- enveen. Allt opiö D-riðUlinn er tvímælalaust sá opnasti af riðlunum átta en öU lið- in eiga möguleika á að komast áfrcun í keppninni. Sturm Graz er öUum að óvörum á toppnum en á erfiðan leik fyrir höndum þegar það heimsækir Galatasaray en Tyrkimir þurfa nauðsynlega að sigra tU þess að komast áfram. Rangers er á heimaveUi gegn neðsta liðinu Mónakó en á í nokkrum meiðslaerfiðleikum og gæti því lent í einhverjum vand- ræðum. Mónakó hefur ekki verið að spUa vel það sem af er leiktíð- inni í Frakklandi og í Meistara- deUdinni og þarf nauðsynlega á sigri að halda tU að snúa lukkimni sér í hag. -ÓK A-riðill Spartak Moskva-Real Madrid Sporting -Leverkusen B-riðill Sparta Prag-Lazio Shakhtar Donetsk-Arsenal C-riöill Valencia-Heerenveen Olympique Lyon-Olympiakos D-riðill Galatasaray-Sturm Graz Rangers-Mónakó Staðan A-riðiU Real Madrid 5 4 1 0 15-7 13 Spartak 5 3 0 2 8-3 9 Leverkusen 5 2 0 3 9-12 6 Sporting 5 0 1 4 5-15 1 Arsenal B-riðill 5 4 1 0 11-5 13 Lazio 5 3 1 1 12-4 10 S. Donetsk 5 1 0 4 7-15 3 Sparta Prag 5 1 0 4 6-12 3 Valencia C-riðUl 5 4 0 1 6-3 12 Olympiakos 5 3 0 2 6A 9 Lyon 5 2 0 3 7-6 6 Heerenveen 5 1 0 4 2-8 3 Sturm Graz D-riðill 5 3 0 2 7-10 9 Galatasaray 5 2 1 2 8-11 7 Rangers 5 2 1 2 8-5 7 Mónakó 5 2 0 3 11-8 6 tX»)«ilSfARADtllPIN Leikirnir í kvöld:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.