Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2000, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2000, Blaðsíða 1
15 Páll Björgvinsson spilaði í gær meö b-liði Víkinga í 32 liða úrslitum bikarkeppninnar. Paö sem gerir þátttöku þessa 49 ára kappa enn athyglisverðari er aö með liöinu spíluðu sonur hans Ellert (til hægri) og Jón Gunnlaugur Viggósson, sonur Viggós Sigurðssonar. Páll er hér meö strákunum en Viggó gat ekki spilað vegna meiösla. DV-mynd E.ÓI. - í Víkinni í SS-bikarkeppni karla í handbolta í gærd6og33 Grænland á HM Grænlenska kvennalandsliðiö tryggði sér á dögunum sæti í næstu heimsmeistarakeppni í kvennahandbolta sem fer fram á Ítalíu næsta sumar. Grænland náði þessum merka árangri í íþróttasögu landsins með því að ná þriðja sætinu í undankeppni Ameríkuriðils en auk Grænlands komust Brasilía og Úrúgvæ til Ítalíu upp úr þessum riðli. íslenska kvennalandsliðið leikur við Slóvakíu í undankeppni heimsmeistaramótsins í nóvember um hvort liðið leikur um sæti í lokakeppninni. Mótherjar þeirra þar vinna sér sætið í úrslita- keppni Evrópumótsins í Rúmeniu í desember. Nú er að sjá hvort íslensku stelpurnar fylgja í fótspor þeirra grænlensku. -ÓÓJ Bjarni til Wimbledon Bjarni Þorsteinsson, varnarmaðurinn sterki úr KR fer í fjögurra daga reynslu hjá enska 1. deildar liðinu Wimbledon um helgina. Bjarni fer út til London á laugardag og dvelur þar við æfmgar fram á þriðjudag. Wimbledon leitar enn að sterkum varnarmanni til að fylla í það skarð sem Hermann Hreiðarsson skiidi eftir sig þegar hann var seldur til Ipswich. Norska liöið Molde er líka enn fullt áhuga á að fá Bjama til liðs við sig en hann æfði hjá liðinu fyrr í vetur. Að sögn Leifs Grímssonar, formanns Rekstrarfélags KR-sport, er KR tilbúið að selja Bjama komi rétt tilboð í strákinn. Bjami, sem er 24 ára, hefur verið valinn í lið ársins í íslensku deildinni síðustu tvö árin. - Bjami PorsteinssorL KR-ingar til Spánar? KR-ingar hafa fengið tilboð um að taka þátt í óopinberu Norður- landamóti félagsliða á La Manga á Spáni um áramótin. Kvennalið Breiðabliks hefur þegar ákveðið að taka þátt i kvennakeppninni en forráðamenn KR hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um hvort þeir fara líka. Verði KR- ingar með spila þeir við norsku liðin Stabæk, Molde og Tromsö auk eins finnsks liðs. -ÓÓJ Bandaríkjamenn staöfesta þrjá leiki fyrir HM Bandaríska landsliðið i hand- knattleik staðfesti við HSÍ i gær að liðið myndi koma til íslands fyrir heimsmeistaramótið í Frakklandi og leika hér þrjá leiki. Bandaríkjamenn leika tvo landsleiki við íslendinga 18. og 19. desember og daginn eftir við ungmennaliðið skipað leikmönn- um 20 ára og yngri. Enn hefur ekki fengist stað- festing frá Spánverjum um leik- stað og hvaða þjóðir taka þátt í 4-landa mótinu þar í landi sem hefst 12. janúar. Von er á endan- legum svörum frá Spánverjum innan fárra daga. Landsliðs- þjálfaraskipti eru orsökin fyrir því að málin hafa dregist á langinn. -JKS NBA í nótt: Houstonsigur Sex leikir fóru fram í NBA- deildinni i körfuknattleik í nótt. Houston Rockets kom mjög á óvart og bar sigurorð af meisturum síðasta árs, Los Angeles Lakers, 84-74, á heimavelli þeirra síðamefndu. San Antonio Spurs tapaði einnig sinum fyrsta leik á tímabilinu. Úrslitin í nótt: Toronto-Boston .......105-75 A. Davis 24, Carter 23, Williamson 21, Oakley 10 (11 frák.) - Walker 12, Pierce 10, Potapenko 10. Milwaukee-New York .... 89-103 Hunter 23, Robinson 21, Allen 20, T. Thomas 11 - Houston 24, Rice 18, Sprewell 16, L. Johnson 12 (13 frák.). Chicago-Washington ....83-88 El-Amin 21, Brand 15 (14 frák.), Artest 10, Fizer 10 - Strickland 21, Whitney 17, White 12 (11 frák.), Richmond 11. Houston-L.A.Lakers.....84-74 Francis 23, Mobley 18, Olajuwon 12, Taylor 10 - O'Neal 24, Bryant 15, Rider 9. Phoenix-San Antonio .... 100-81 Marion 23, Delk 20, Robinson 15, Kidd 10 (11 stoðs., 9 frák.) - Duncan 18 (10 frák.), Robinson 11, Elliott 9. Portland-Atlanta ......97-88 Smith 22, Anthony 17, R. Wallace 16, Pippen 12 - Terry 21, Wright 18 (12 frák.), Jackson 14, Johnson 13.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.