Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2000, Síða 1
15
Arni Gautur Arason, til vinstri, byrjar í islenska markinu gegn Pólverjum
í dag. Birkir Kristinsson veröur a varamannabekknum, Peir íélagar sjast
her á æfingu á Legia-leikvellinum i gær en leikur íslands og Pólverja
verður háöur á þeim velli í dag og hefst hann klukkan 17 aö islenskum
tíma. ÐV-mynd Zienkiewicz/Agencja Gazeta
gm
V
f#«t
*
i
Æft
fyrir
átökin
Islendingar mæta Pólverjum í knattspyrnu í Varsjá í dag:
Hugur í strákunum
- Atli Eðvaldsson valdi byrjunarliðið á fundi með leikmönnum í gærkvöld
Atli Eðvaldsson, landsliðsþjálfari
íslands í knattspyrnu, tilkynnti
byrjunarliðið sem mætir Pólverjum
í vináttulandsleik í Varsjá á fundi
með leikmönnum í gærkvöld.
Árni Gautur Arason, markvörð-
ur frá Rosenborg, sem var fjarver-
andi vegna meiðsla í leikjunum
gegn Tékkum og N-írum í síðasta
mánuði, kemur inn í liðið á nýjan
leik. Eyjólfur Sverrisson, Hertha
Berlín, og Hermann Hreiðarsson,
Ipswich, verða miðverðir. Arnar
Þór Viðarsson, Lokeren, verður
vinstri bakvörður og Auðun Helga-
son, Lokeren, hægri bakvörður.
Brynjar Björn Gunnarsson, Stoke
City, og Rúnar Kristinsson,
Lokeren, verða á miðjunni. Tryggvi
Guðmundsson, Tromsö, verður á
vinstri kantinum og Heiðar Helgu-
son, Watford, hægra megin. í
fremstu víglínu verða þeir Ríkharð-
ur Daðason, Stoke City, og Eiður
Smári Guðjohnsen, Chelsea.
Á varamannabekknum verða
þeir Birkir Kristinsson, ÍBV, Am-
ar Gétarsson, Lokeren, Bjarni Guð-
jónsson, Stoke City, ívar Ingimars-
son, Brentford, og Helgi Kolviðs-
son, Ulm.
„Við lítum á þennna leik sem
góðan undirbúning fyrir næstu
verkefni liðsins. Ég á von á mjög
erfiðum leik þvi Pólverjarnir eiga
sterku liði á að skipa en frábær
uppbygging þeirra á síðustu árum
er farin að skila sér. Það er hugur í
mannskapnum og menn eru stað-
ráðnir í að gera sitt besta. Leikur-
inn hefur fengiö mikla umfjöllun í
fjölmiðlum hér, bæði í sjónvarpi og
dagblöðum sem hafa reyndar verið
uppfull af efni um væntanlegan leik
þjóðanna," sagöi Atli Eðvaldsson í
samtali við DV eftir að hann valdi
byrjunarliðið.
-JKS
NBA-DEIIDIN
Ewing hefndi
Átta leikir fóru fram í NBA-
deildinni í nótt. Patrick Ewing,
sem nú leikur með Seattle spil-
aði á móti sínum gömlu félögum
í New York og hafði betur, 96-75
og skoraði Ewing 10 stig í leikn-
um.
Urslit í nótt:
Atlanta-Portland .........99-97
Wright 20, Jackson 14, Henderson 12,
Maloney 11 - Wallace 25, Stoudamire
14, Wells 12, Kemp 12, Sabonis 12.
Cleveland-Golden State . . . 96-86
Murray 24, Miller 19 (9 frák., 9 stoðs.),
Ilgauskas 12. - Jamison 25 (11 frák.),
Hughes 17, Mullin 13, Dampier 11.
Miami-Charlotte ..........89-86
Jones 19, Hardaway 17, Mason 16,
Grant 15 - Mashburn 31, Wesley 23,
Campbell 15 (17 frák.).
Sacramento-Orlando .......96-82
Stojakovic 27 (11 frák.), Pollard 22,
Divac 21 (11 frák.) - Armstrong 22,
McGrady 20, Doleac 12.
Houston-Chicago .........110-83
Francis 28, Mobley 20, Taylor 12,
Olajuwon 10, Thomas 10 - Brand 16,
Benjamin 13, Artest 12.
San Antonio-Utah .........86-79
Duncan 15 (12 frák.), Anderson 15,
Eiliott 11, Daniels 10 - Malone 15 (12
frák.), Stockton 14, Russell 11.
Seattle-New York..........96-75
Payton 25 (13 stoðs., 8 frák.), Lewis 22,
Barry 14, Baker 11 - Camby 20 (17
frák.), Houston 12, Sprewell 10.
L.A. Lakers-Denver .... 119-103
O'Neal 34 (19 frák.), Bryant 31, Grant
11, Rider 11 - McDyess 28, Van Exel
17 (11 stoðs.), Abdul-Wahad 11.
Djorkaeff
hótað lífláti
Youri Djorkaeff, leikmaður
Kaiserslautern, mun ekki hafa
misst sæti sitt í leikmannahópi
Frakka fyrir leikinn gegn Tyrkj-
um vegna meiðsla heldur mun-
honum hafa verið hótað lífláti en
sú hótun er talin hafa átt sér
tyrkneskar rætur, að því er
Emmanuel Petit, félagi hans i
landsliðinu, segir.
Petit segir meiðslasöguna upp-
spuna og ástæðan sé pólitísks eöl-
is. Forfeður Djorkaeffs voru
Armenar sem hraktir voru frá
Tyrklandi í upphafi aldarinnar
en þúsundir landa þeirra munu
hafa verið myrtir á sama tíma og
hefur leikmaðurinn stutt við bak
þeirra sem mótmæla ofbeldi
Tyrkja í Armeníu. Þá samþykkti
franska þingið nýlega ályktun
varðandi morðin á tyrkneskum
Armenum árið 1915 þegar Otto-
man-veldið réð þar ríkjum og hef-
ur það fallið í grýttan jarðveg í
Tyrklandi.
Senol Gunes, þjálfari Tyrkja,
vildi lítið gefa fyrir diplómatísk
meiðsli Djorkaeffs og sagði Tyrki
einbeita sér að leik gegn sterkum
andstæðingum, leikinn ætti ekki
að nota sem vettvang and-
franskra mótmæla. -ÓK