Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2000, Blaðsíða 12
12
FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2000
Skoðun I>V
Spurning dagsins
Með hverju borðarðu pylsu?
Svanur Björnsson vefari:
Meö steiktum, hráum og remúlaði
- góöur matur í mallakútinn.
Guðmundur Sigurösson
járnabindingamaöur:
Öllu nema hráum; góöur matur, sér-
staklega þegar maöur er aö flýta sér.
Harpa Þorbjörnsdóttir afgreiðslukona:
Meö öllu nema steiktum - hentar vel
því þær eru ókeypis í hádeginu þar
sem ég vinn.
Siggi Axelsson, vinnur í Ásvík:
Pylsa meö öllu er hiö besta mál.
Eva Ragnarsdóttir afgreiðslukona:
Ég boröa pylsu meö öllu mögulegu en
samt boröa ég pylsu voða sjaldan.
Sigfús Svanbergsson, vinnur
á vinnustofunni Asi:
Pylsa meö öllu er uppáhalds-
maturinn minn.
Björk Guömundsdóttir, Erpur Eyvindarson (betur þekktur sem Johnny National) og Magnús Þór Jónsson (Megas).
- Timanna tákn i ástfóstri landsmanna á listamönnum.
Eddu-verðlaunin:
Einkennilegur smekkur
Þórarinn Jónsson
skrifar:
Hin svonefnu Eddu-verðlaun urðu
tilefni sjónvarpsþáttar fyrir alþjóð.
Þetta var ekki illa til fundið og haft er
fyrir satt að vel hafi að verki verið
staðið á flestan hátt. Uppsetningin er
auðvitað í líkingu við athöfnina við
hina frægu Óskars-verðlaunaafhend-
ingu í Hollywood. Höfum enda ekki í
aðra smiðju að ganga þegar kvik-
myndir, verðlaunaveitingar og annað
skylt efni er sett á svið hér á landi.
Aðeins eitt fannst mér stinga í stúf
við annars frábæra útsendingu sl.
sunnudagskvöld. Hvemig látið var
óátalið að Erpur nokkur Eyvindar-
son, sem þarna átti hlut að máli,
fengi að sprella á sinn sérstæða og
ósmekklega hátt, m.a. með því að
leysa niður um sig brækurnar og
beina byssu að meðkynni sinum á
sviðinu. Álappalegur, með sína
„Auðvitað á listin sína
aulabárða og menningin
sýnir að sjálfsögðu það eitt
sem í henni býr. Einn dag-
inn er það hámenning,
annan daginn lágmenning,
og enginn fœr gert við því. “
prjónahúfu á kollinum, var Erpur
þessi til skammar landi og þjóð.
Vissulega hefðu forráðamenn
Edduhátíðarinnar átt að víkja hinum
ósvifna dreng af sviðinu samstundis
og biðja áhorfendur og hlustendur af-
sökunar á þeirri vanvirðu sem hátíð-
in var slegin. En svo lengi lærir sem
lifir og þetta er afstaðið; víti til varn-
aðar í framtíðinni.
Að slá því fram að drengur þessi
hafi bara viljað gera grín að öllu
saman og sýna fólki fram á „tilgangs-
leysi“ svona uppákomu er í hæsta
máta aulalegt og varla svaravert.
Þetta var hneyksli sem meira að
segja menningin stenst ekki, og list-
in engan veginn. En auðvitað á list-
in sína aulabárða og menningin sýn-
ir að sjálfsögðu það eitt sem í henni
býr. Einn daginn er það hámenning,
annan daginn lágmenning, og eng-
inn fær gert við því. Einn vísvitandi
angurgapi í virðulegu samkvæmi
verður þó aldrei tekinn sem trúður,
þvi list hans er falslaus særir ekki i
hjartastað.
Við eigum met i mörgu: agaleysi,
drykkjulátum, hjónaskilnuðum og
fjármálaóreiðu. - Það er hins vegar
tímanna tákn, til viðbótar öllu öðru,
að nú skuli Islendingar hafa tekið
ástfóstri við draumaprinsa á borð við
Erp og Megas og draumaprinsessuna
Björk Guðmundsdóttur.
Ríkisrekin sendibílastöð
Tryggvi Bjarnason
skrífar:___________________________
Nú, í allri einkavæðingunni, er
fædd ríkisrekin sendibílastöð, bíl-
arnir merktir Pósturinn og eigand-
inn ríkisfyrirtækið íslandspóstur.
íslandspóstur segist ekki eiga bíl-
ana heldur Póstdreifing. En hver á
Póstdreifingu, jú, íslandspóstur. Bíl-
ar þessir eru „vaskbílar" í vinnu
sinni og undanþegnir virðisauka-
skattinum í sambandi við útskatt
þannig að ríkið er að stórtapa á
þessu fyrirbæri. Þannig fær ríkið
ekki inn útskattinn fyrir vinnu
þessara vaskbíla, heldur þarf að
kosta rekstur þeirra, bæði launa og
svo um 20% beint rekstrarlegt við-
hald og eyðslu.
Þessir vaskbílar eru í vinnu frá
„Sést hefur margoft til
Póstbíla aka að fyrirtœkj-
um og taka þar sendingar
og fara með þcer á vöru-
flutningastöðvar og fragt-
flug og bjóða þessa vinnu
virðisaukaskattsfría. Hver
getur keppt við þetta?“
klukkan 8 að morgni til 22 að
kvöldi, og mannskapurinn á fullum
ríkislaunum við aksturinn. Hvar
fékk Pósturinn peninga til að kaupa
alla þessa bíla (um 120 alls) og til að
stofna til þessa fjölda mannaráðn-
inga? Jú, frá ríkinu auðvitað. Talið
er að um að 60-80 bílar séu á höfuð-
borgarsvæöinu einu, og það þurfi
tvo starfskrafta á hvern bíl. Þetta
hefur í fór með sér að 40-50% sam-
dráttur er í einkarekna geira sendi-
bílanna, þ.e. sendibílastöðvarnar
eru í samkeppni við ríkið en hafa
þær ekki sama grundvöll til rekst-
urs á meðan ríkisreknir vaskbílar
eru undanskildir útskatti í vinnu
sinni.
Sést hefur margoft til Póstbíla
aka að fyrirtækjum og taka þar
sendingar og fara með þær á vöru-
flutningastöðvar og fragtflug, og
bjóða þessa vinnu virðisaukaskatts-
fría. Hver getur keppt við þetta?
Hvar er samkeppnisráð? Hver leyfði
öll þessi bílakaup, fjármálaráðherra
eða viðskiptaráöherra?
Heimtufrekjan, grimmdin og miskunnarleysið...
„Skólinn er eins og dauðs manns gröf, hér
vantar bæði nemendur og kennara," segir
leiftursnjall skólameistari i samtali við DV í
gær. Á fimmtánda degi verkfalls er skóla-
meistarinn semsagt að átta sig á þvi að
skólastarfið gengur ekki fyrir sig með nor-
mölum hætti. Aðrir hafa rásaö um frá fyrsta
degi, rifið hár sitt og skegg og sagt annir
blessaðra sakleysingjanna ónýtar.
Eða þetta segja að minnsta kosti bæði
kennarar, nemendur og foreldrar. Dagfari
man hins vegar þá gósentíð þegar hann var í
menntaskóla og dagar runnu saman við næt-
ur í drykkju á íslensku brennivíni í Trópí,
reykingar á setustofum og ástundun al-
mennra óláta. Þá fylgdist hann í móðu með
þeim fáu sem höfðu hæfileika til þess að
taka þátt í spumingakeppnum og gengu með til-
raunaglös í augunum, en lét þess á milli eins og
fáviti.
Dagfari lenti meira að segja í verkfalli fyrir
löngu og tók það ekki vitund nærri sér. Þá vann
hann sér inn fullt af peningum með því að reiða
fram hamborgara og kokkteilsósu á subbulegu
veitingahúsi og skemmti sér bara enn þá meira.
Bjórinn vall úr krönum eins og mjöðurinn úr
Auðhumlu forðum og hlátrasköllin bárust um
strætin.
Dagfari lenti meira að segja í verkfalli
fyrir löngu og tók það ekki vitund
nœrri sér. Þá vann hann sér inn fullt af
peningum með því að reiða fram ham-
borgara og kokkteilsósu á subbulegu
veitingahúsi og skemmti sér bara enn
þá meira. Bjórinn vall úr krönum eins
og mjöðurinn úr Auðhumlu forðum og
hlátrasköllin bárust um strœtin.
Þegar komið var úr því nokkurra daga
verkfalli voru kennarar af lærðu samvisku-
biti svo miður sín yfir að hafa eyðilagt fyrir
nemendunum (sem alltaf höfðu verið svo
sterkgreindir og áhugasamir) að þeir tóku
margir upp námsmat í stað prófa. Það þýddi
að þeir sem höfðu látið sjá sig innan veggja
skólans og hripað lausnir einhverra verkefna
niður á blað fengu ágætustu einkunnir. í
sárabætur fyrir verkfallið góða og allt afslapp-
elsið fylgdi enn meiri kæti, vegna þess að nú
þurftu Dagfari og félagar hans ekki einu sinni
að læra fyrir próf. Opnu dagarnir tóku við,
þemavikan, leiklistarstússið, spurningakeppn-
in, djammið - og allt það sem ungt fólk má
ekki fara á mis við í lífinu.
Vikurnar tvær sem í verkfallið fóru brenni-
merktu hins vegar kennarana og heimtufrekju
þeirra um aldur. Grimmdin og miskunnarleysið
gagnvart þeim sem erfa skulu landið!
Nú eru skólameistarar sem sagt að átta sig á
því að nemendur og kennarar mæta ekki í skól-
ann þessa dagana. Eitthvað rofar líka til hjá
nemendunum, sem bera spjöld með stafsetning-
arvillum milli lúra en engin von virðist hins
vegar til þess að ríkisstjómin verði sér út um
grænan grun fyrr en eftir hátíðir. ^ o .
Fíkniefnalaust 2002?
Svanhildur Sigurðardóttir skrifar:
Mig minnir að
það hafi verið
árið 2002 sem hér-
lendir áhrifa-
menn í tímasetn-
ingu átaka um
eitt og annað sem
þeim er hugleikið
miðuðu að fikni-
efnalausu íslandi.
Auðvitað tók
maður undir þá frómu ósk. En ég sé
ekki að svo verði úr því sem komið er.
Þegar maður lítur yfir sviðið sést að
þjóðin er langt í frá að vinna sigur
gegn fikniefnum. Morð, árásir og ill-
virki hvers konar aukast verulega.
Lögreglan er niðurlægð af óðum múg
i miðborginni og ríkisfjölmiðillinn
Sjónvarp birtir frétt þess efnis að
margir úr múgæsingaliðinu á Ingólfs-
torgi telji að lögreglan hafi beitt harð-
ýðgi gegn sér! Ég held við ættum bara
að leyfa óheft flæði fikniefna svo að
hver fái sinn skammt. Mér sýnist það
einmitt vilji þjóðarheildarinnar.
Gildi kaffihúsaspeki
Brynjar skrifao
Mikið er farið að bera á hinni
svokölluðu „kaífihúsaspeki" í ljósvaka-
miðlunum. Framvarðasveit þeirrar
„listgreinar" er skipuð Gunnari Smára
Egilssyni, Agli Helgasyni, þeim Jökuls-
sonum, Karli Th. Birgissyni og fleir-
um. Vissulega eru þeir stórskemmti-
legir. Ég tel þó að kjarni kaöihúsaspek-
innar felist einfaldlega í fagurlega orð-
skreyttum sleggjudómum. Það er gam-
an að hlusta, en rökfræðin er hæpin.
Reykjavíkurflugvöllur
- oröinn felumál í umræöunni.
Fíkniefni gerð
upptæk
- Bjarnargreiði
viö þjóöina?
Afflutt frétt frá fundi
Fundargestur skrifar:
Opinn fundur um miðborg Reykja-
víkur var haldinn á Hótel Borg sl.
laugardag. Að honum stóðu borgarfull-
trúar sjálfstæðismanna. Efnið: menn-
ingarlif, verslun, viðskipti, samgöngur
og þróun miðborgarinnar á næstu
árum. í fréttum af fundinum, bæði í
Morgunblaöinu og í sjónvarpsfréttum,
örlaði hvergi á því sem nánast aliir
fundargestir tjáðu sig um eftir ræður
frummælenda. Nefnilega um að ekkert
af því sem fram kom í máli borgarfull-
trúa og annarra sem lýstu framtíðar-
uppbyggingu á svæöinu, væri fram-
kvæmanlegt án þess að Reykjavíkur-
flugvöllur yrði lagður af. Fréttir frá
þessum annars ágæta og timabæra
fundi voru því verulega affluttar. Or-
sökin hlýtur að verða rakin til þeirrar
hræöslu sem borgarfulltrúar og þing-
menn Reykjavíkur eru haldnir vegna
álits meirihluta Reykvíkinga, að
leggja eigi flugvöllinn niður.
Bensínverð
S.Þ, skrifar:
Til er einfalt ráð til að stöðva allar
frekari hækkanir á aðföngum til
reksturs bifreiða. Þannig er að þeir
opinberu og hálfopinberu embættis-
menn sem ákveða hækkanir á t.d.
bensíni, bílasköttum, aðflutnings-
gjöldum, tryggingum og þvíumlíku
borga í fæstum tilfellum sjálfir rekst-
ur bifreiða þeirra sem þeir aka. Taka
má dæmi af fyrrverandi ráðherra og
núverandi forstjóra Landsvirkjunar.
Það var eitt hans síðasta embættis-
verk að hækka skatta á bensíni.
Manni er til efs að hann borgi rekstur
á bifreiðinni sem hann ekur. Sem sé:
ef embættismenn þyrftu að borga all-
an rekstur á sínum bifreiðum eins og
annað fólk myndi snarlega taka fyrir
allar verðhækkanir á bensíni.
DV Lesendur
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eöa sent tölvupóst á netfangiö:
gra@ff.is
Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV,
Þverholti 11, 105 Reykjavík.
Lesendur eru hvattir til að senda mynd
af sér til birtingar meö bréfunum á
sama póstfang.