Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2000, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 2000 Skoðun V’,1 „Náttúrleg frjósemisstýring heillavænlegri en hitt.“ Heilbrigt metnaðarmál Ertu búin að setja bflinn á nagladekk? Hrund Þorgeirsdóttir, vinnur á Ferða- skrifstofu stúdenta: Nei, ég er ekki búin aö því. Elva Sverrisdóttir atvinnuráðgjafi: Nei. Auður Aðalsteinsdóttir, vinnur í Bóksölu stúdenta: Já, ég setti þau undir í byrjun nóvember. Kolbrún Hlín, vinnur í Bóksöiu stúdenta: Já, ég setti þau undir síöasta föstudag. Guðrún Jónsdóttir háskólanemi: Já, reyndar er ég búin aö því. Védís Árnadóttir, vinnur í Bóksölu stúdenta: Ég á ekki bíl en heimilisbíllinn er kominn á nagladekk. Valur Jensson cand. theol. skrifar: Ef konur væru sí og æ frjóar og ættu nánast alltaf von á þungun við hver kynmök væri kannski einhver von um að geta skilið málstað fóstur- eyðingarsinna. Konan er þó ekki frjó nema u.þ.b. 2% til 3,6% af hverjum fjórum vikum; reyndar þarf að gæta þess líka að sæðið getur lifað 1-3 og allt upp í 5 daga fram að egglosi, þannig að óbeint má tala um allt að 22% frjósemistímabil sem konan eða öllu heldur parið þarf að „vara sig á“ vilji það ekki eignast barn. Þegar þess er gætt að egglos er nokkuð sem er fyrirsjáanlegt hjá flestum konum, nánast alveg reglu- legt, og m.a.s. með mælanlegum ein- kennum, þá er það eitthvert mesta undrunarefnið i allri umræðu um takmörkun barneigna að það skuli ekki vera kappsmál hverrar konu, sem vill ekki þá stundina eignast barn, að stýra einfaldlega fram hjá öllum sínum stuttu frjósemistímabil- um. Þetta er einfaldlega partur af því Böðvar Þorsteinsson skrifar: í kjaradeilum og verkfóllum eru oftar en ekki uppi skoðanir misvit- urra aðila sem finna hjá sér þörf til að stíga á stokk og opinbera sig fjöl- miðlum. Og fyrir kemur að málflutn- ingurinn er með þvílíkum fádæmum að maður fær ekki orða bundist. Þannig er með skrif Amar Amarson- ar í lesendabréfl í DV 22. nóv. sl. Örn er duglegur að alhæfa en slíkt hefur aldrei flokkast undir viturleg skoð- anaskipti. Hans hjartans mál er greinilega hugmyndir kennara um samúð almennings rétt eins og deilan snúist um hana. Reyndar hafa kennarar aldrei full- „Er það ekki sorglegt dæmi um hugsanaleti og skipulags- leysi fólks þegar það álpast til að gera sig þungað og vill svo leysa málið með fóstur- eyðingu? Jafnvel sama fólkið sem síðar meir œtlar sér að eignast barn...“ að láta sér líða vel í tilverunni og fyrirhöfnin alls ekkert meiri en flest- ar getnaðarvarnir. Þar að auki er þetta í betri takt við fullveldi kon- unnar yfir sjálfri sér heldur en hitt að vera „ávallt reiðubúin" þegar makanum eða kærastanum kann að þóknast. Það ætti að vera metnaðarmál allra unglinga, ekki síst stúlkna, og þáttur í fræðslu þeirra í skólum að þeim séu kynnt þessi mál eftir megni að þau læri á þennan gang náttúr- unnar, ef á þarf að halda, hvort held- ur til að forðast getnað og ekkert síð- „Reyndar hafa kennarar áldrei fullyrt annað um þessi samúðarmál annað en það sem þeim finnst þeir hafa skynjað í þjóðfélaginu. “ yrt annað um þessi samúðarmál ann- að en það sem þeim fmnst þeir hafa skynjað í þjóðfélaginu. Af skrifum Arnar mætti ætla að kunningjahópur hans samanstandi af almenningi í landinu, sem er þá drjúgur kunn- ingjahópur. Sú alhæfing hans að öllum sé sama um það að nemendur hrökklist úr námi og að kennarar séu í verk- ur til að stefna að getnaði þegar að því kemur að hans er óskað. Ólíkt meiri reisn er yfir slíkum lífsháttum en hinu að gerast auð- sveip tilraunadýr lyfjaiðnaðarins sem vill auðvitað að fólk gleypi í sig pilluna sýknt og heilagt. Og sannar- lega er náttúrleg frjósemisstýring heillavænlegri en hitt. Er það ekki sorglegt dæmi um hugsanaleti og skipulagsleysi fólks þegar það álpast til að gera sig þungað og vill svo leysa málið með fóstureyðingu? Jafnvel sama fólkið sem síðar meir ætlar sér að eignast bam en er einmitt með fóstureyð- ingunni að taka ekki svo litla áhættu á því að gera sig ófrjótt eða lenda seinna meir í fósturlátum og fyrirburðarfæðingum? Er þetta ekki eitt af því sem lækn- ar, hjúkrunarfólk og félagsráðgjafar ættu að vinna hvað ötulast að, sem sé að stuðla að þekkingu almennings á náttúrulögmálum kynlífsins og hvernig beisla má náttúruna í þágu okkar sjálfra? falli segir í sjálfu sér nóg um skriif- in. Maður freistast til að áætla að hann hafi sjálfur hrökklast úr námi og sé bitur út i kennara og skóla. Þessir „allir“ sem hann talar um séu væntanlega framhaldsskólanemam- ir sem setið hafa á kröfufundum hist og her eða þá foreldrar þeirra? Örn vill að störf kennara séu skoðuð og þá væntanlega til að meta þá til kaups og kjara eða réttmæti launa- krafna. Rétt eins og enginn hafi hug- mynd um hvað kennarar geri í starfi sínu. Hann ætti að byrja á því að kynna sér þau mál og tjá sig síðan um þau, en að öðrum kosti láta það þeim eftir sem vit hafa til að tjá sig málefnalega. Þeir verja landiö. - Hvenær kemur að okkur? Allir í herinn Helgi Sigurðsson skrifar: Fáum við íslendingar nú loks okkar eigin her eða vamarlið? Senn munum við nefnilega geta tekið átt í friðar- gæslusveitum sem eru til taks á óeirða- svæðum, aðallega í Evrópu. Fyrst eink- um lögreglumenn, hjúkrunarliðar og ýmsir tæknimenn. Er það eitthvað óeðiilegt að við íslendingar sjáum sjálf- ir um okkar eigin varnir þegar varnar- lið Bandaríkjanna fer héðan? Og það gerist bara sjálfkrafa innan tíðar. Hvers vegna ættum við íslendingar ein- ir þjóða að komast hjá því að gegna þessum skyldum fyrir land og þjóð? Leno-taktar í Kastljós Silli hringdi: Ekki er hægt að segja að nýjasta sjónvarpsstöðin SkjárEinn hafi verið afskipt af áhorfi allra þeirra sem geta nálgast stöðina og ásóknin eykst sífellt. Enda ekki furða, þetta er eina íslenska sjónvarpsstöðin sem er ókeypis. Og áhrifm úr þáttum Skjás eins síast inn til hinna stöðvanna. Þannig eru þátta- stjórnendur Kastljóss á Sjónvarpinu farnir að taka upp takta eins vin- sælasta þáttarins hjá Skjá einum, nefnilega hins ötula og gagnrýna Jay Leno, með þvi að sýna blaðaúrklippur límdar á pappaspjald til að vitna í. Þetta er mjög athyglisvert. En betra er að vera í hópi forgöngumanna en spor- göngumanna. Húrra fyrir SkáEinum. Klisjur framhalds- skólakennara Óskar Sigurðsson skrifar: Kennaraverkfallið er orðið að martröð í þjóðlífmu. Allar aðr- ar launastéttir eru að eða munu semja um sjálfsagða en við- unandi launahækk- un og það sem meira er, þær eru að sam- eina ílesta aukaliði i kjarasamningum í einn eða tvo, svo að launin verði sýnilegri og ekkert fari milli mála, og síðan um vissa prósentu- hækkun á þessa upphæð eftirleiðis í næstu samningum. En kennarar standa í sömu sporum og flest verka- lýðsfélög fyrir nokkrum árum, í stappi og strögli og hvika hvergi. Ég er farinn að halda að formaður framhaldsskóla- kennara beiti afar óheppilegum aðferð- um'fáBf jafnvel líkjast gömlu kommak- iisjunum sem hér voru hafðar uppi á árum áður. Þarna verður mikil breyt- ing að verða á.. Tsjetsj eníumaöurinn Þóroddur skrifar: Það er mikið klifað á máli vesalings Tsjetsjeníumannsins sem hér hefur Uenst, í óleyfi eða a.m.k á vafasömum forsendum. Hamast er á Útlendinga- eftirlitinu og jafnvel ráðherra fyrir að veita manninum bara ekki landvistar- leyfi, - „þrátt fyrir að hann sé giftur íslenskri konu“ eins og það er orðað í fréttum. Við hérna í strjálbýlinu og einnig í litlu þorpunum víða um land værum ekki sátt við að fá erlent fólk tii búsetu án þess að vita nokkur deili á því. Mér sýnist Útlendingaeftirlitið og ráðherra vera á hárréttu spori að láta kanna mál Tsjetsjeníumannsins til fulls áður en frekari ákvörðun er tekin. Á meðan fái hann að dveljast hér óáreittur. Ég set hins vegar spum- ingarmerki við konuna sem giftist honum, án nákvæmra upplýsinga um væntanlegan eiginmann. ÍDV Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangið: gra@ff.is Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV, Þverholti 11,105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang. Dagfari I þykkum svörtum tjörulegi Gatnamálastjóri Reykjavíkurborgar hefur verið óþreytandi að klifa á því svo lengi sem elstu menn muna að nagladekk séu mesti bölvaldur malbiksins. Þau spæni upp malbikið svo sumartíminn dugi vart til að malbikunar- gengið hafi undan við að gera við skemmt mal- bikið. Gatnamálastjóri hefur margoft lýst því að algjör óþarfi sé fyrir Reykvikinga að aka um á nagladekkjum. Þar séu allar götur saltbornar strax og frystir að hausti og snjókorn taka að falla úr lofti. Því séu allar götur marauðar og greiðar yfirferðar, í það minnsta frá morgni til kvölds á meðan saltbílar æða um götur og torg puðrandi saltinu góða „til hagsbóta" fyrir borgar- ana. Gatnamálastjóri og hans lærisveinar gleyma þó fáeinum atriðum í messugjörðinni um ágæti saltausturs á götur borgarinnar. Þeir gleyma því til dæmis að seint að kvöldi og fram undir morg- un er enginn saltaustur á götum og þá myndast iðulega mikil hálka i frosti. Bílar sem ekið hafa um í saltlegi gatnakerfisins ýfir daginn eru þá búnir að smyrja dekk sin vel og vandlega með as- falti. Um leið og þeir koma þannig útbúnir á ís- ingu eða snjó virka dekkin sem bestu skautar. Þessir sömu saltáhugamenn gleyma því líka að bílar Reykvíkinga eru þeim eiginleikum gæddir að flestum er hægt að aka út fyrir borgarmörkin. Við saltausturinn leysist tjaran í mal- bikinu upp og bílaflotinn sér síðan um að úða þessum drullulegi út í and- rúmsloftið. Hver einasti bíll í bœnum er þakinn þykkum svörtum tjörulegi, sams konar óþverra og fólk ber undir skónum sínum inn í húsin sín. Víðast eru götur þar ekki saltbornar og þar verða reykvískir ökumenn sem fara aö ráðum gatna- málastjóra sem beljur á svelli, stórhættulegir sér og öðrum vegfarendum. Ekki þarf annað en að líta bílaflota Reykvíkinga augum þegar kemur fram á salttímabilið til að sjá hvað verður um gatna- kerfið. Við saltausturinn leysist tjaran í malbik- inu upp og bílaflotinn sér síðan um að úöa þess- um drullulegi út í andrúmsloftið. Hver einasti bill í bænum er þakinn þykkum svörtum tjöru- legi, sams konar óþverra og fólk ber undir skón- um sínum inn í húsin sín. Þar þarf sannarlega enga nagla til. Sagt hefur verið að þungir og stórir trukkar og rútur slíti vegum á við gríðar- legan fjölda fólksbíla. Ekki þarf að efast um að siík tæki hafi enn meiri áhrif á uppleyst mal- bikið. Til samanburðar nægir að líta á umferð- ina á rigningardegi áður en salttímabil gatna- málastjóra hefst. Getur gatnamálastjóri útskýrt fyrir fáfróðum Dagfara hvers vegna bílaflotinn er þá ekki jafn haugdrullugur og yfir há-saltaustur- tímabilið? Getur það hugsanlega verið vegna þess að á sumrin er ekki ausið salti á götumar? Trú- lega myndi það spara ómældar milljónir hjá borg- arbúum að hætta þessum bévaða saltaustri og skikka ökumenn þess í stað til að aka á nagla- dekkjum. Það myndi ekki aðeins spara peninga við öll saltkaupin, heldur líka í miklu minna sliti á gatnakerfinu og færri árekstrum. - Gleðilegan naglavetur! ^ , Alhæfingar um kennaraverkfall Elna Katrín Jónsdóttir. Gömlu komma- klisjurnar?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.