Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2000, Blaðsíða 13
13 ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 2000 DV Blíðfinnur lifir af Bókmenntir Þorvaldur Þorsteinsson hefur nýlega sent frá sér aðra bók um Blíðflnn, sem mátti kalla Bóbó fyrir tveimur árum. Nýja bókin ber nafnið Ert þú Blíðfinnur? Ég er með mikilvæg skilaboð. - Fyrri bókin um Blíðfinn er ákaflega heilsteypt verk og naut mikilla vinsælda. Fannst þér hún ekki „heil bók“ eða hvers vegna fannstu þig knúinn tO að skrifa framhald? „Vissulega toguðust á í mér sú tilfmn- ing að bókin gengi alveg upp og engu væri við hana að bæta og vissan um að Blíðfinnur og heimur hans væri ókannað landsvæði," segir Þorvaldur. „Þetta braust um í mér i rúmt ár en svo komst ég að því að ég átti engra kosta völ. Ég varð að finna flöt á þvf að skrifa aðra bók um Blíðfínn án þess að endurtaka hina eða þynna hana út. Það tók mjög langan tíma.“ Undirtextanum fórnað Þorvaldur lýsir baráttunni við nýju bókina og segir að þegar henni var lokið hafl hann staðið uppi með þá niðurstöðu að hann yrði að dempa siðfræðina, heim- spekina og hið trúarlega sem var svo ríkjandi í þeirri fyrri. Mikilvægast þótti honum að búa til nýtt líf fyrir sig og Blíð- finn utan við fyrri bókina. „Mér þótti ég að vísu taka áhættu með þvi að skrifa allt öðruvísi sögu, sem er um leið hefðbundnari saga, með gömlum gildum sem ég hef áður unnið með. Skila- boðaskjóðan var ekki tilraun til frumleg- heita, heldur aðeins virðingarvottur við ævintýrin. Að því leytinu er þetta meiri barnabók vegna þess að sagan er skýrari og undirtextanum er fórnað að hluta, til þess að skapa meira svigrúm. Ég hugsaði með mér: Ef Blíðflnnur liflr af að fara inn í svona sögu, þá getum við gert hvað sem er.“ - Blíðfinnur glímir við ansi myrk öfl í bókinni. Vekur þetta ekki ugg hjá ung- um lesendum? „Ég hef leyfi frá Bruno Bettelheim til þess að gera svona bækur,“ segir Þorvaldur kimileitur. „Ég las kenningar hans um ævintýrin eftir að ég skrifaði Skilaboðaskjóðuna og það var ánægjuleg staðfesting á mörgu því sem mig hafði lengi grunað. Það er mikilvægt að þaö sé jarðtenging í hryllingnum, einhvers konar tilflnningaleg for- að málfarið er vandað og fullorðinslegt. Þarf að leggjast í orðskýringar með ungum bömum? „Nei. Böm skynja miklu fyrr en þau skilja. Það er hægt að lesa fyrir böm án þess að stoppa og ræða mjög greind- arlega um hvað þessi eða hin setningin þýði en þegar málþroskinn eykst hjá börnum eykst jafnframt þörfln fyrir skilning og þá leita þau sjáíf eftir skýr- ingum. Ég hef heldur aldrei skilið barnamál og verð því bara að nota mannamál." Börnin komast heim - Skemmtilegar nafngiftir á hinum ýmsu skrípum í bókinni, svo sem Söð- ull, Vöðull, Engumlíkur og Berklar - sprettur þetta bara fram? Svona með- fram hugleiðingum um myrkrið og birtuna? „Mörg nöfnin gera það, en af því að þú nefnir Berklar þá var ég að lesa í DV lesendabréf frá konu sem harmaði það að Megas hefði fengið Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar um daginn, en það var einmitt Megas sem gaukaði að mér nafninu Berklar fyrir nokkrum árum, reyndar sem dvergsheiti. Þama tengir hann í einu orði skýra merk- ingu, sögulega vísun og nýja upplifun. Dæmigert fyrir snilli manns sem á skilin öll verðlaun og meira til.“ - Eru fleiri bækur um Blíðfinn vænt- anlegar? „Já, og í þriðju bókinni gerast skuggalegri hlutir en í hinum báðum til samans en í bland við mikið ævin- týri,“ segir Þorvaldur. „Inn í þá bók berst ferskt sjávarloft sem gusast á Blíðfinn í jákvæðum skilningi, en á bak við það búa skelfilegir atburðir." - Verður þetta þá örugglega barna- bók? „Já, ég held að böm séu orðin býsna vön að takast á við hættulega hluti og þau þola væna skammta af ótta og efa- semdum um að hlutir leysist, svo framarlega sem þau upplifa að það birtir aftur til. Börnin geta treyst því að ég fer ekki með þau í ferðalag þar sem ég skil þau eftir ein úti í óbyggðum. Þau komast aftur heim... í einhverjum skilningi," seg- ir Þorvaldur og brosir blítt. -þhs DV-MYND ÞOK Þorvaldur Þorsteinsson, rithöfundur og myndlistarmaöur Pörfm tii aö sækja í óttann er ákaflega eðlileg, þetta er náttúran aö gæta þess aö börnin komi vel undirbúin inn í fulloröinsárin. “ senda hjá lesandanum. Kannski liggur ógnin í því að maður getur samsamað sig stöðunni, þó að maður sé í ævintýraheimi. Þörfin tO að sækja í óttann er ákaflega eölileg, þetta er náttúran að gæta þess að bömin komi vel undirbúin inn í fullorðinsárin." - í báðum bókunum um Blíðfinn vekur athygli Sori í sólarlöndum Fyrir tveimur árum gaf Ámi Þórarinsson út spennusöguna Nóttin hefur þúsund augu, um drykkfellda og kvensama blaöamanninn Einar. Hvíta kanínan er sjálfstætt framhald þeirr- ar sögu en Einar hefur greinilega þroskast töluvert frá fyrri bókinni og er orðinn öllu geðfelldari persóna bæði hefur dregi töluvert úr drykkjunni og einnig er hann orðinn stilltari í rúminu. Þannig er persóna Einars bæði orðin trúverðugri og sympatískari en áður. Hvita kanínan gerist í sumarfríi Einars og dóttur hans, Gunnsu. Þau eru stödd í sólarlöndum þegar dularfull- ir atburðir fara að gerast. Ekki heldur höfundur því fram að hér sé um ein- skæra tilviljun að ræða, heldur valdi Einar áfangastaðinn í von um að geta tekið upp þráðinn í rannsókn sem hann náði ekki að ljúka i fyrri bók- inni. Ekki er því reynt um of á trúgirnisþolrif lesenda, heldur nær at- burðarásin að vera nokkuð sennileg. Rannsókn Einars leiöir hann á spilltar slóðir mannlífsins og bmgðið er upp óhugnanleg- um myndum af klámi, dópi og öðrum sora. Heiti bókarinnar er dregið af þekktu dægurlagi sem myndar umgjörð um atburðarásina og leiðir til bók- menntalegra pælinga hjá Einari og geðþekkum dönskum barþjóni. Þessar umræður ljá bókinni dýpt og færa atburðarásina yfir á fleiri plön. Einar telst tfl þeirra spæjara sem tengjast rann- sóknarefnum sínum persónulegum böndum og svo er einnig hér, rannsóknin stofnar lifl Gunnsu í hættu og um stund virðist Einar vera að missa það sem honum er kærast úr höndun- um. Persóna Einars þroskast og þróast frá fyrri bókinni, hann er skemmtOegur karakter, kald- hæöinn gagnvart sér og öðrum en samt hálf- gerður auli. Hann er orðinn fyndnari en áður, sem gefur sögunni aukið gOdi. Gunnsa er dreg- in skýrum dráttum en er ekki eins sjálfstæður karakter og Einar; feflur vel inn í hina ster- eótýpísku unglingsstúlku. Aðrar persónur en Einar og Gunnsa eru ekki eins skýrar. Raggi, kærasti Gunnsu, og Rúna, móðir hans, eru ágætlega gerð og sama má segja um suma af samferðalöngum Einars, eins og Finn, sem er ofurhallærislegur verðbréfa- miölari sem enginn getur vitað hvort er sjúkur einstaklingur eða bara venjulegur hallærisgæi. Þó aö ferðalangarnir nái kannski ekki allir að verða skýrt mótaðir tekst höfundi ágætlega að skapa íslenska hópferðastemmningu sem gefur bókinni kómískt gOdi. Besta aukapersón- an er tvímælalaust Carvalho lögreglufor- ingi; suður-evrópskur, sveittur og stóískur. Glæpamennimir eru ekki eins ljóslifandi og hefði mátt leggja meira í að vinna þeirra persónur. Þeir virðast hálf karakterlausir og ná því ekki að verða raunveruleg ógn. Hugsanlega standa slíkir glæpamenn nær veruleikanum þó að þeir virki ekki vel í skáld- sögu. í heildina tekið fer Áma fram í þessari bók. Hún er spennandi, fyndin og fléttan geng- ur upp. Lausnin er raunsæisleg og sögusvið í sólarlöndum gefur honum færi á ýmsum nýjum brögðum við sögusmíðina. Þetta er hinn læsi- legasti krimmi og spennuþyrstir lesendur von- ast tO að heyra meira af Einari og ævintýrum hans í frantíðinni. Katrín Jakobsdóttir Árni Þórarinsson: Hvíta kanínan. Mál og menning 2000. ___________________Menning Umsjón: Silja Aöalstei.-'sdóttir Andvari kominn út Ævisöguþáttur And- vara í ár er um kven- skörunginn Önnu Sig- urðardóttur, sem um áratugaskeið var í far- arbroddi þeirra sem beittu sér fyrir jafnrétti kynjanna hér á landi. Sigríður Th. Erlends- dóttir sagnfræðingur skrifar um Önnu og bendir á að hún hafi „með frum- kvæði sínu og beinum afskiptum" brú- að bilið milli gömlu kvenréttindahreyf- ingarinnar frá því í byrjun 20. aldar og þeirrar nýju sem kom askvaðandi á rauðum sokkum um 1970. í báðum hóp- um var hún virt umfram aðra og henn- ar starf lagði grundvöllinn að ýmsum framfaramálum, m.a. Kvennasögusafn- inu sem hún starfrækti lengi á heimOi sínu en hefur nú aðsetur í Þjóðarbók- hlöðunni. Meðal annars efnis í Andvara má nefna greinina „Kirkjan í keng“ eftir sr. Gunnar Kristjánsson á Reynivöllum í Kjós þar sem hann hugleiðir þróun ís- lensku þjóðkirkjunnar á 20. öld, umfjöll- un Eysteins Þorvaldssonar um Hannes Sigfússon og ljóðlist hans og grein Gunnars Karlssonar um kristnitöku ís- lendinga og menningaráhrif hennar. Hið íslenska þjóðvinafélag gefur And- vara út og ritstjóri er Gunnar Stefáns- son. Kynferði og völd Á fimmtudaginn kl. 12-13 verður Guðný Guðbjörnsdóttir pró- fessor með rabb á veg- um Rannsóknastofu i kvennafræðum í Odda, stofu 201, þar sem hún fjallar um athugun sína á kvenstjórnendum í menntakerf- inu undir yfirskriftinni „Orðræða um kynferði og völd“. í fyrri rannsókn Guðnýjar á kven- og karlstjórnendum í menntakerfinu (1997) var varpað ljósi á kynjamun á stjórnun- arstíl. í athuguninni sem hér er greint frá er athyglinni beint nánar að konun- um og benda fyrstu niðurstöður tO að þær sýni mjög mismunandi viðbrögð við ráðandi orðræðu um konur sem leiðtoga og stjórnendur. Afstaða kven- stjórnenda tO valda og áhrifa er marg- breytileg og aðstæðubundin og staðal- myndir virðast vera að breytast. Píkutorfan Forlagið sendir nú frá sér bókina Píku- torfan, sem hefur frá því hún kom út í Sví- þjóð í fyrra verið stöðug uppspretta umræðna um stöðu ungra kvenna í vestrænum samfélögum nútímans. Hópur ungra fjölmiðla- kvenna í Svíþjóð tók sig saman og skrif- aði greinar um hinar ýmsu hliðar þess að vera ung kona á tímum þegar æ fleiri eru þeirrar skoðunar að jafnrétti hafl komist á og of mikið sé látið með konur og þeirra málefni. Þær skoða samfélag þar sem kynlíf er í senn út- hrópað og upphafið, líkami konunnar notaður til að selja allt frá sjampói til skrúfjárna, launamisrétti viðgengst í stórum stíl og flestir virðast sannfærðir um að til sé sérstakt „eðli“ konunnar. íslenska Píkutorfan er þýdd af Hug- rúnu R. Hjaltadóttur og Kristbjörgu K. Kristjánsdóttur, meðlimum í Brieti, fé- lagi ungra femínista, og aukið er við ís- lensku efni. Hver kúkaöi á haus- inn á moldvörpunni? Þórarinn Eldjárn hefur þýtt söguna snilldarlegu um mold- vörpuna sem vildi vita hver skeit á hausinn á henni. Þegar moldvarpan stingur upp kollinum einn morguninn fær hún þennan líka drelli beint ofan í hvirfilinn og hún er ekki glöð. En hún er svo nærsýn að hún sá ekki hver hinn seki var og verður því að ganga á milli dýranna og yfirheyra þau. Þá lærir hún (og við) ýmislegt um þennan mikilvæga þátt í líkamsstarfsemi hvers og eins! Werner Holzwarth samdi texta og Wolf Erlbruch teiknaði óviðjafnanlegar myndir. Vaka-Helgafell gefur út.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.