Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2000, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2000 22 dvsport@ff.is Bauð Liverpool í Eið? Samkvæmt enskum netmiðlum var það Gerard Houllier, knattspyrnustjóri Liverpool, sem bauð í Eið Smára Guðjohnsen um helgina en ekki Joe Royle, knattspyrnustjóri Manchester City. Houllier hefur lengi verið aðdáandi Eiður Smári Guðjohnsen. Eiðs en forráðamenn Chelsea höfnuðu tilboðinu sem átti að vera upp á sex milljónir punda samkvæmt fréttatil- kynningu þeirra á Stamford Bridge. Ekki yrði auðveldara fyrir Eið Smára að komast í liðið hjá Liverpool þar sem fyrir eru Emile Heskey, Michael Owen og Robby Fowler. -ósk Bjarki Gústafsson, fyrirliði Valsmanna, kom sterkur inn af bekknum og skoraöi 10 stig og tók fjögur sóknarfráköst. Hér skorar hann án þess að Daninn Jes Hansen komi vömum við. DV-mynd E.ÓI. Bland í noka Sextán liöa úrslit Doritos-bikars karla í körfu fara fram um næstu helgi. Stjaman-Þór Ak. spila fóstudag- inn 8. desember, Hamar-Tindastóli, Keflavik-Skallagrímur og Val- ur-Haukar leika daginn eftir og loks spila ÍA-Léttir, Njarðvik-KR, ÍR-Sel- foss og Þór Þ.-Grindavík sunnudaginn 10. desember. / tilefni af þvi aö KKÍ hefur gert samning við Ölgerðina um að hún styrki bikarinn í ár og keppnin verði kennd við Doritos-flögur mun heimaliðið í næstu þremur umferðum standa fyrir „Stinger“-skorkeppni fyr- ir leikmenn i áttunda flokki. Keppnin mun fara fram í hálíleik á leikjunum og fær sigurvegarinn verð- laun frá Doritos og jafnframt þátttöku- rétt í úrslitakeppninni sem fram fer í hálfleik úrslitaleiksins í Laugardals- höll 24. febrúar. -ÓÓJ Stoke á sig- urbraut á ný Stoke City komst aftur á sigurbraut þeg- ar það vann Scarborough, 3-1, í bikar- keppni neðri deildar liða í gær. Titilhafar síðasta tímabils höfðu falliö úr báðum hinum bikarkeppnunum á vandræðalegan hátt á einni viku. Áhorfendur á leiknum í gær voru líka aðeins 2.336 sem er það lægsta frá upphafi á heimaleik hjá Stoke. Sigurinn í gær var annars sannfærandi, Peter Thorne gerði tvö mörk og nýjasti liðsmaður Stoke, Andy Cook, skoraði þriðja markið. Birkir Kristinsson lék allan leikinn, Stef- án Þórðarson og Bjami Guðjónsson byrj- uðu inni á en var skipt út af og Ríkharð- ur Daðason kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik. -ÓÓJ - fyrir Valsmenn sem töpuðu 4. leikhluta gegn Njarðvík, 6-24 Torfi Magnússon og lærlingar hans hjá Val þurfa enn að bíða eftir fyrsta sigri sínum saman i vetur en komust líklega næst því gegn Njarð- vík i gær. Njarðvíkingar hafa ekki spilað sannfærandi að undanfórnu og á því varð lítil breyting þó svo að stigin kæmu bæði með aftur suður til Njarðvíkur. Njarðvíkingar unnu nefnilega að lokum 14 stiga sigur þrátt fyrir að vera aðeins yfir i þrjár af fyrstu 30 mínútum leiksins. Valsmenn léku vel og voru mjög líklegir til að hampa óvæntum sigri framan af leik, þeir unnu þrjá fyrstu fjórðungana og náðu muninum upp í tíu stig í fyrsta leikhluta, sex stig í öðrum og átta stig í þriðja en Njarð- víkurliðið vann sig þó ávallt inn í leikinn aftur og var aðeins fjórum stigum á eftir þegar liðin gengu til fjórða leikhluta. Boltinn gekk vel á milli manna hjá Valsliðinu sem átti alls 18 stoðsend- ingar í fyrri hálfleik og menn voru að vinna hver fyrir annan og berjast. Torfi þjálfari var líka óhræddur að nota þá leikmenn sem hann hafði. Martröð í 4. leikhluta Fjórði leikhlutinn var aftur á móti martröð fyrir Valsliðið sem hafði fram að honum hitt úr 54% tveggja stiga skotanna og 92% vitanna en misnotuðu 13 af 16 skotum sínum innan þriggja stiga línunnar og öll fjögur skotin af vítalínunni. Valsmenn enduðu leikinn á að klikka á 14 af síðustu 15 skotum sín- um og töpuðu á endanum leikhlutan- um, 6-24, og leiknum því með 14 stiga mun. Hafi einhver leikmaður Valsliðs- ins verið dæmigerður fyrir þróun spilamennsku síns liðs var það Sigur- björn Björnsson sem setti niður 6 af 9 skotum sínum fyrir hlé og gerði þá 12 stig á 15 mfnútum en var síðan stigalaus eftir hlé með þvl að misnota öll fimm skotin sín. Herbert Arnarson lék vel áður en hann fór að reyna of mikið, Guð- mundur Björnsson stjórnaði leiknum vel og Kjartan Orri Sigurðsson og Bjarki Gústafsson komu baráttuglað- ir inn af bekknum. Bandarikjamað- urinn Brian Hill tók sin 14 fráköst en Valsmenn geta lítið treyst á hann í sókninni sem hlýtur að vera þeim áhyggjuefni. Lok á körfunni í lokin „Það var bara sett lok á körfuna í Qórða leikhlutanum, ég veit ekki hvað mörg skot klikkuðu hjá okkur í röð-í lokin, alls konar opin skotfæri sem við fengum en ekkert þeirra lak inn. Ég er ekki sáttur við að tapa þessum leik því við áttum að vinna hann og ástæðan hlýtur að vera sú að liðið er ekki í nógu góðu formi og það er bara eitthvað sem við verðum að halda áfram að vinna í. Við höfum verið að nota tímann til að vinna í okkar málum og þetta er þó að verða betra,“ sagði Torfi Magnússon en þetta var fimmti leikurinn sem hann stjórnar liðinu. 22 stig úr hraðaupphlaupum Njarðvíkingar geta talist lukkuleg- ir með 14 stiga sigur því frammistaða liösins var ekki glæsileg. Sóknarleik- urinn gekk illa en þegar liðið sótti hratt á Valsliðið fengu þeir græn- klæddu oft auðveldar körfur og alls geröi Njarðvfkurliðið 22 stig úr hraðaupphlaupum í seinni hálfleikn- um og alls 12 af 17 körfum sínum í hálfleiknum. Logi Gunnarsson átti hörmulegan skotdag og misnotaði 14 af 17 skotum sínum og skoraði á endanum aðeins sex stig. Það voru lfka einkum mikil- vægar körfur og sendingar þjálfar- anna tveggja, Teits Örlygssonar og Friðriks Ragnarssonar, sem báru Njarðvíkurliðið gegnum erfiðustu kaflana auk þess sem Brenton spilaði vel fyrir liðið og Daninn Jes Hansen gerði 15 stig og tók 13 fráköst (var með 5,3 að meðaltali). -ÓÓJ Valur-Njarövík 70-84 4-0, 4-2, 6M, 16-6, 16-15, 20-17, 22-21, 24-21, (24-23), 24-24, 31-26, 40-34, 42-36, 42-42, 44-45, (48-45), 53-45, 55-47, 55-60, (64-60), 64-69, 68-71, 68-76, 70-78, 70-84. Stig Vals: Herbert Arnarson, 18, Bri- an Hill, 14, Sigurbjörn Björnsson, 12, Bjarki Gústafsson, 10, Kjartan Órri Sigurðsson, 6, Steindór Aðalsteins- son, 6, Guðmundur Bjömsson, 4. Stig Njardvíkur: Teitur Örlygsson, 24, Brenton Birmingham, 17, Jes Han- sen, 15, Halldór Karlsson, 8, Friðrik Ragnarsson, 8, Logi Gunnarsson, 6, Ásgeir Guðbjartsson, 2. Fráköst: Valur, 36 (15 í sókn, 21 í vörn, Hill, 14), Njarövík, 34 (7 í sókn, 27 1 vörn, Hansen, 13). Stodsendingar: Valur, 23 (Guðmund- ur, 8), Njarðvík, 20 (Brenton, 7). Stolnir boltar: Valur, 10 ÍHerbert, 5), Njarðvík, 10 (Teitur, 3). Tapaðir boltar: Valur, 15, Njarðvik, 16. Varin skot: Valur, 4 (Herbert, Hill, Orri, Sigurbjörn), Njarðvik, 1 (Han- sen). 3ja stiga: Valur, 19/3, Njarðvík, 17/4. Víti: Valur, 16/11, Njarðvík, 18/16. Dómarar (1-10): Kristinn Albertsson og Erlingur Snær Erlingsson (6). Gœói leiks (1-10): 7. Áhorfendur: 80. Maöur leiksins: Teitur Örlygsson, Njarövík 4 EPSON DEILDIIXI Keflavík 9 8 1 834-726 16 Tindastóll 9 7 2 763-695 14 Njarðvík 10 7 3 922-865 14 Grindavik 9 6 3 803-731 12 Haukur 9 6 3 748-693 12 Hamar 9 5 4 713-741 10 KR 9 5 4 748-730 10 iR 9 4 5 752-771 8 Þór Ak. 9 3 6 748-789 6 Skallagrímur 9 3 6 694-777 6 728-822 2 Valur 10 1 9 KFÍ 9 0 9 765-878 0 Annar þjálfara Njarðvikur, Friórik Ragnarsson, var duglegur að keyra sina menn upp völlinn og átti meðal annars þrjár stoðsendingar á þriggja mínútna kafta i þriðja leikhluta þeg- ar Njarðvík skoraði 10 stig í röð úr hraðaupphlaupum og komst fyrir bragðið upp í fimm stiga forystu, 55-60. Staóan breyttist úr 68-69 í 70-84 á síðustu sex mínútum leiksins þegar Njarðvíkingar skoruðu 15 stig gegn aðeins tveimur frá Valsliöinu. -ÓÓJ Aldrei verið með fullan hóp Valsmenn léku án tveggja sterkra leikmanna gegn Njarðvík í gær. Miðherjinn Hjörtur Þór Hjartarson er meiddur og Brynjar Karl Sigurösson á við veikindi að striða. „Ég hef ekki náð að hafa allt liðið heilt síðan ég byrjaði með Valsliðið og það er mjög leiðinlegt og hefur ails ekki hjálpað okkur i þessum leikjum," sagði Torfl Magnússon, þjálfari Vals, um fjarveru þessara sterku leikmanna. -ÓÓJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.