Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2000, Blaðsíða 2
20 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2000 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2000 21 Sport Sport | EPSON DEILOIIM Grindvíkingar hafa aðeins tvisvar sinnum tapað stærra á heimavelli í úr- valsdeild heldur en 23 stiga tap þeirra gegn KR í gær. Aðeins Njarðvíkingar höfðu náð að vinna 20 stiga sigur í Röstinni, stærst með 33 stigum, 60-93, 28. október 1990. Tapið í gær var aftur á móti stærsta deildartap Grindvíkinga á heimavelli i rúm sjö ár eða síðan Njarð- vík vann þá með 29 stigum, 66-95, 14. október 1993. KR-ingar hafa unnið þá þrjá deildar- leiki sem þeir hafa haft Keith Vassell innanborðs með samtals 64 stigum, eða 21,3 stigum að meðaltali og allt eru það lið sem léku ásamt þeim í undanúrslit- um íslandsmótsins á síðasta ári (Hauk- ar, Njarðvík og Grindavík. Heimavellir úrvalsdeildarlióanna eru sterkir, Keflavík, Hamar og Tinda- stóll unnu öll sinn sjötta heimasigur í röð í gær og eru taplaus heima við í vet- ur. ÍR-ingar unnu líka sinn fimmta sig- ur í sex heimaleikjum og enn fremur þann fjóröa í röð í Seljaskóla. Hvorki Hamar né ÍR hafa aftur á móti unnið á útivelli í deildinni í vetur. ísfiróinga er fariö að lengja eftir fyrsta sigrinum i vetur en töp liðsins eru nú orðin 13 i röð, 10 í vetur auk þriggja síöustu leikja síðasta tímabils. Gengi Þórsara er heldur ekki upp á marga fiska en tapið í Hveragerði í gær var það sjötta í röð hjá þeim í deildinni. -ÓÓJ NBA-DEILDIN Óvænt San Antonio Spurs tapaði sínum fyrsta heimaleik á tímabilinu þegar liðið fékk New York Knicks í heimsókn. New York Knicks hafði betur, 86-83. San Antonio Spurs náði mest fjórtán stiga forystu í leiknum en leikmenn New York gáfust ekki upp og náðu með mikilli seiglu að snúa leiknum sér í hag. Úrslit í nótt: Orlando-Denver..........103-93 McGrady 36 (12 frák.), Miller 19, D. Armstrong 17 - McDyess 28 (12 frák.), Van Exel 19, McCloud 10. Milwaukee-Phoenix.......96-104 G. Robinson 26 (10 frák.), Allen 15, Hunter 14 - C. Robinson 35, R. Rogers 25, Kidd 16, Marion 10. Minnesota-Washington . . . 105-88 Gamett 24, Brandon 24 (12 stoös.), Szczerbiak 18, Billups 10 - R. Hamilton 22, Lopez 12, White 11. San Antonio-New York . . . 83-86 Duncan 28 (10 frák.), D. Anderson 15, D. Robinson 11 - Sprewell 20, Rice 19 (12 frák.), Houston 17, Camby 16. Utah-Vancouver...........98-87 Russell 20, Malone 18, Stockton 13 (13 stoös.) - Abdur-Rahim 21 (9 frák.), Bibby 18, Reeves 17. -ósk Keflavík-Skallagrímur 126-95 0-4, 2-9, 13-15, 18-23, (23-23), 28-28, 35-39, 49-49, (54-51), 61-55, 70-63, 73-69, (79-74), 91-78, 101-85, 114-87, 126-95. Stig Keflavikur: Calvin Davis 27, Al- bert Óskarsson 23, Hjörtur Harðarson 19, Magnús Gunnarsson 18, Guðjón Skúlason 14, Gunnar Stefánsson 9, Birgir Guðfinnsson 6, Birgir Örn Birgisson 5, Gunnar Einarsson 3, Arn- ar Freyr Jónsson 2. Stig Skallagrims: Ari Gunnarsson 22, Haíþór Gunnarsson 19, Warren Peebles 16, Egill Egilsson 13, Finnur Jónsson 10, Alexander Ermolinskij 9, Völundur Völundarson 6. Fráköst: Keflavík 42, 16 í sókn og 26 í vöm, (Davis 15), Skallagrímur 31, 5 í sókn og 26 í vörn, (Ermolinskij 11). Stoósendingar: Keflavík 33 (Hjörtur 11), Skallagrímur 19 (Peebles 9). Stolnir boltar: Keflavík 14 (Davis 4, Guðjón 4), Skallagrímur 12 (Peebies 6). Tapaðir boltar: Keflavík 14, Skalla- grímur 23. Varin skot: Keflavík 9 (Davis 8), Skallagrímur 2 (Peebles, Alexander 1). 3ja stiga: Keflavík 40/17, Skallagrímur 29/14 Víti: Keílavík 16/13, Skallagrímur Dómarar (1-10): Leifur Garðarsson og Björgvin Rúnarsson (9). Gteói leiks (1-10): 7. Áhorfendur: 150. Maður leiksins: Albert Óskarsson, Keflavík Grindavík-KR 83-106 0-5, 9-18, 20-25, (24-32), 24-53, (33-55), 48-58, 50-70, (55-74), 58-87, 73-91, 83-106. Stig Grindavíkur: Páll Axel Vil- bergsson 24, Guðlaugur Eyjólfsson 16, Kim Lewis 16, Bergur Hinriksson 10, Dagur Þórisson 6, Pétur Guðmunds- son 5, Elentínus Margeirsson 3, Krist- ján Guðlaugsson 3. Stig KR: Keith Vassell 33, Magni Hafsteinsson 23, Ólafur Jón Órmsson 22, Jón Arnór Stefánsson 10, Tómas Hermannsson 6, Arnar Kárason 6, Hermann Hauksson 3, Valdimar Helgason 2, Steinar Kaldal 1. Fráköst: Grindavík 41,14 í sókn, 27 í vörn ( Páll Axel 12), KR 35, 9 i sókn, 26 i vörn, (Vassell 11). Stoðsendingar: Grindavík 24 (Lewis 8), KR 21 (Steinar 4). Stolnir boltar: Grindavík 15 (Guð- laugur 3, Páll Axel 3, Elentínus 3), KR 21 (Jón Arnór 5). Tapaöir boltar: Grindavík 26, KR 14. Varin skot: Grindavík 2 (Guðlaugur, Páll Axel), KR 2 (Ólafur Jón 2). 3ja stiga: Grindavík 13/30, KR 12/25. Víti: Grindavík 10/17, KR 18/24 Dómarar (1-10): Kristinn Óskarsson og Eggert Þór Aðalsteinsson (4). Gœöi leiks (1-10): 6. Áhorfendur: 100. Maður leiksins: Keith Vassell, KR. Otrúlegir yfirburðir - KR gegn Grindvíkingum í Grindavík „Við komum vel stemmdir í þenn- an leik og það kom okkur reyndar á óvart hvað þeir voru illa stemmdir. Við vildum sýna að við gætum gert betur en í Kjörísbikarnum en það eru vissulega erfiðir leikir fram undan. Við vorum frábærir í vörn í öðrum leikhluta og Ólafur var þá sjóðandi heitur," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR, eftir yfirburðasigur liðs- ins á Grindavikingum á útivelli, 83-106. KR-ingar höfðu frumkvæðið alveg frá upphafi og þó að munurinn í fyrsta leikhluta væri ekki mikill var það aöeins lognið á undan storminum. Á fyrstu sjö mínútum annars leik- hluta lögðu KR-ingar grunninn að sigrinum þegar þeir skoruðu 21 stig gegn engu og náðu þá 29 stiga for- skoti, 24-53. Á þessum kafla var vörn KR hreint frábær og Ólafur Jón Orms- son raðaði niður þriggja stiga körfun- um en hann gerði alls sex slíkar í leiknum. Grindvíkingar sýndu reyndar smá- vegis lit í þriðja leikhluta þegar þeir náðu að minnka forskotið niður í tíu stig en þá settu KR-ingar aftur i flug- gírinn og Grindvíkingar sáu aldrei til sólar eftir það. Munurinn var 23 stig þegar upp var staðið og var það ekki minna en KR-ingar áttu skilið. KR-ingar virðast komnir á gott skrið eftir erfiða byrjun og var oft unun að sjá leik þeirra. Keith, Ólafur og Magni náðu vel saman en menn eins og Jón Amór og Hermann höfðu frekar hægt um sig og einnig er ástæða til að minnast á frammistöðu Steinars Kaldal í vörninni. Grindvíkingar léku alls ekki eins og þeir eiga að sér, nema þá helst Páll Axel Vilbergsson sem átti góðan leik og þá tók Guð- laugur Eyjólfsson við sér undir lokin. Pétur Guðmundsson átti hins vegar ekki góðan dag og munar um minna. -HI Enn sigur á heimavelli - Hamar enn taplaus heima eftir sigur á Þór í gær Hamarsmenn fara ósigraðir heim í jólafrí, þetta var sjötti sigur Ham- ars á heimavelli þar sem Þór frá Ak- ureyri var lagður að velli, 103-92, i Hveragryfjunni í gærkvöld. Leikur liðana var jafn framan af en á fyrstu flmm mínútum í öðrum leikhluta fóru Hamarsmenn hamfór- um og náðu tuttugu stiga forskoti, sem Þór var svo allan leikinn að reyna vinna upp. Pétur Ingvarsson, þjálfari Ham- ars, var mjög ánægur með þennan sigur. „Við vorum ákveðnir að vinna þennan leik eins og alla aðra. Þetta er einn af þessum íjögurra stiga leikjum ef hægt er að kalla þá það, við erum í baráttu við Þór að ná í úr- slitakeppnina og þetta var stórt skref þó það sé langt i hana. Byrjun ann- ars leikhluta gerði útslagið og þeir þurftu að sækja alla leikinn eftir það.“ Ágúst H. Guðmundsson, þjálfari Þórs, var ekki eins glaðleitur og kollegi hans í Hamri. „Þeir komu mjög ákveðnir til leiks, við vissum við hverju mátti búast hérna, þeir spila fast og eru með góðan heima- völl. Fyrri hálfleikur var þeim í hag, þeir spiluðu hann miklu betur en við, stálu mörgum boltum og varnar- leikurinn hjá okkur var mjög slæm- ur, en í seinni hálfleik var miklu betri barátta í liðinu, en það var of erfltt að vinna þennan mun upp,“ sagði Ágúst að lokum. Á leiknum í gærkvöld var staddur Hermann Dade, faðir Chris, en hann er dómari í bandaríska háskóla- körfuboltanum. Hann sagði í stuttu spjalli við DV-Sport að þetta væri á réttri leið hjá Hamarsmönnum, þeir hefðu spilað mun betur en í leiknum á móti Val-Fjölni síðastliðinn sunnu- dag. Hann var að vonum mjög ánægður með árangur sonarins og sagði að þeir hefðu verið að æfa mik- ið saman síðustu daga og skoða upp- tökur frá leiknum á sunnudaginn. Honum fannst dómararnir standa sig vel í leiknum. Þessi geðfelldi Bandaríkjamaður sagði dvöl sína í Hveragerði alveg frábæra og að hér væri örugglega gott að búa. Lið Hamars spilaði mjög vel - þó bar Chris Dade af í síðari hálfleik, Skarphéðinn og Gunnlaugur spiluðu mjög vel. Hjá Þór var Clifton Bush bestur en Óðinn Ásgeirsson stóð sig einnig vel. -EH ÍR-KFÍ í Seljaskóla: A uppleið ÍR-ingar tóku á móti botnliði KFÍ í Seljaskóla i gærkvöld og máttu hafa sig alla við að sigra gestina, 94-90, eftir hörkleik. Það er ljóst að Ales Zivanovic styrkir ísfirðinga mikið og er allt annað að sjá til liðs- ins og verður ekki langt þangað til það fer að hala inn stig. Leikurinn var í jafnvægi i byrjun en síðan náðu gestimir frumkvæðinu. ÍR- ingar réðu ekkert við Zivanovic og Dwayne Fontana undir körfunni og voru félagar þeirra duglegir að koma boltanum inn á þá. Staðan í hálfleik var 44-51, ísfirðingum í vil, og höfðu þeir félagar skorað sín 16 stigin hvor. Ákveönari vörn Jón Örn Guðmundsson, þjálfari ÍR, hefur greinilega notað hálfleik- inn vel og það var allt annað ÍR-lið sem mætti í seinni hálfleikinn. Vörnin var miklu betri og fastari og áttu bakverðir KFÍ ekki eins auðvelt með að koma boltanum inn i teig. Smátt og smátt komust heimamenn yfir og þegar þriðji leikhluti var all- ur voru ÍR-ingar komnir 7 stigum yf- ir, 71-64. Gestirnir gáfust þó ekki upp og hefðu með smá heppni getað unnið leikinn en ÍR-ingar voru sterk- ari í lokin. Hjá ÍR var Cedrick Holmes gríðarlega sterkur og Hall- dór Kristmannsson var öflugur í þriðja leik- hluta þegar ÍR-ingar voru að snúa leiknum sérihag. SigurðurÞor- valdsson skilaði sínu og Ölafur Sigurðsson átti góða innkomu. Eiríkur Önundarson var frekar daufur á hans mæli- kvarða og Hreggviður Magnússon átti góða spretti en gerði sín mis- tök inn á milli. Isfiröingar eiga enn möguleika KFÍ er greinilega á uppleið og er með tvo öfluga menn undir körf- unni sem mörg lið eiga eftir að lenda í vandræðum með. Ef Font- ana myndi bæta varnarleikinn þá væri hann einn besti erlendi leik- maður deildarinnar. Sóknarleikur- inn gekk vel upp hjá lið- inu en vömin getur verið betri. Sveinn Blöndal heldur áfram að spila vel og Ingi Vilhjálmsson átti prýðisleik. Með svona áframhaldi á KFÍ góðan möguleika að halda sér uppi og ísfirðingar hafa ástæðu til að vera bjart- sýnir þótt útlitið sé svart í augnablikinu. -BG Cedrick Holmes, ÍR. Gríðarleg hittni Keflvikingar unnu Skallagríms- menn, 126-95, í gærkvöld, i leik sem einkenndist af griðarlegri hittni, en lítið fór fyrir varnar- leiknum. Heimamenn höfðu 54-51 forystu í hálfleik. Skallagrímsmenn byrjuðu með látum og Ari Gunnarsson skoraði 4 þriggja stiga körfur í fyrsta leik- hluta. Gestirnir leiddu allan fjórð- unginn en heimamenn jöfnuðu undir lokin. Annar leikhluti hafði staðið í 18 sekúndur er Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflvík- inga, tók leikhlé. Keflvíkingar virt- ust annars hugar og erfiðlega ætl- aði það að ganga fyrir karlinn í brúnni að fá menn sína af stað. Keflvíkingar leiddu þó í hálfleik en Skallagrímsmenn voru ekki langt undan. Þriðji leikhluti hélst í þriggja til fimm stiga mun allan tímann og fram undan virtist hörku lokafiórð- ungur þar sem heimamenn höfðu fimm stiga forskot. Þá tóku Kefl- víkingar öll völd á vellinum, pressuðu gestina og léku á als oddi. Magnús Gunnarsson gerði þá 15 stig. Skyndilega var munurinn kominn á þriðja tug og allur vind- ur úr gestunum. Kaflinn sem Sig- urður, þjálfari Keflvíkinga, vildi fá, kom að lokum og niundi sigur þeirra staðreynd. Þykir það ansi gott að skora 72 stig í seinni hálf- leik. Frábær hittni Hittni liðanna var mjög góð og voru þau bæði yfir 60% í tveggja stiga skotum og nálægt 50% í þriggja stiga skotunum. Ekki slæmt það! Atkvæðamestir Keflvíkinga voru Calvin Davis sem skilar alltaf sínu, Albert Óskarsson sem lék einkar vel í þær mínútur sem hann fékk, og einnig léku þeir Hjörtur Harðar- son, Guðjón Skúlason og Magnús Gunnarsson vel. Þá átti Gunnar Stefánsson góða innkomu. Gestimir léku mjög vel framan af en þeir héldu ekki út allan leik- inn og munurinn helst til of stór miðað við fínan leik þeirra. Ari Gunnarsson hitti vel í fyrri hálf- leik, Hafþór Gunnarsson átti glimr- andi leik og þeir Warren Peebles og Alexander Ermolinskij áttu ágætan dag. Annars lék Skallagrímsliðið allt mjög vel, að síðasta fjórðungn- um undanskildum. | EPSON V DEILDilM Staðan eftir leiki helgarinnar: Keflavík 10 9 1 960-821 18 10 8 2 868-793 16 10 7 3 922-865 14 10 6 4 846-796 12 10 6 4 852-813 12 10 6 4 816-633 12 10 6 4 886-837 12 10 5 5 846-861 10 10 3 7 840-892 6 rlO 3 7 789-903 6 10 1 9 728-822 2 10 0 10 855-972 0 Dwayne Fontana, KFÍ, sækir að körfu ÍR-inga en Sigurður Þorvaldsson kemur litlum vörnum viö. Njarövík Haukar KR Haraar Grindavík 10 ÍR Þór Ak. SkaRagrímurlO Valur KFÍ Heil umferö fer fram þann 14. desem- ber nk. Þá mætast Skallagrímur og Hamar í Borgarnesi, Haukar og ÍR á Ásvöllum, Njarðvík og Grindavík í Njarðvík, KR og TindastóU í KR-hús- inu, KFl og Keflavík á ísafirði og Þór Ak. og Valur á Akureyri. Átta leikir fara fram um helgina í bikarkeppni KKÍ og Doritos. Stjaman og Þór mætast í kvöld en á laugardag mætast Valur og Haukar, Hamar og TindastðU, Keflavík og SkaUagrtmur og á sunnudag, lA og Léttir, Njarðvík og KR, ÍR og Selfoss og Þór Þ. og Grindavík. IR-KFI94-90 2-0, 6-6, 13-12, 17-21, (19-26), 23-29, 29-35, 35-43, (44-51), 52-52, 61-58, 67-63, (71-64), 78-72, 82-78, 91-86, 94-90. Stig ÍR: Cedrick Holmes 35, Halldór Kristmannsson 18, Hreggviður Magnússon 12, Sigurður Þorvaldsson 11, Eiríkur Önundarson 10, Ólafur Sigurðsson 6, Steinar Arason 2. Stig KFÍ: Dwayne Fontana 33, Ales Zivanovic 23, Sveinn Blöndal 17, Ingi Vilhjálmsson 12, Baldur Jónasson 3, Hrafn Kristjánsson 2. Fráköst: ÍR 33, 11 í sókn og 22 í vörn(Holmes 17), KFÍ 35, 9 t sókn og 26 í vörn (Fontana 9) Stoðsendingar: ÍR 27 (Hreggviður 6), KFÍ15 (Zinavovic 5) Stolnir boltar: IR 9 (Hreggviður 4), KFl 3 (Sveinn, Ingi, Zivanovic). Tapaðir boltar: IR 10, KFÍ 16 Varin skot: ÍR 3 (Holmes 3), KFÍ 2 (Fontana, Sveinn) 3ja stiga: ÍR 4/15, KFÍ 3/10 Vlti: IR 11/15, KFÍ 17/30 Dómarar (1-10): Sigmundur Herbertsson og Rúnar Gíslason, 8. Gœói leiks (1-10): 8. Áhorfendur: 170. Maöur leiksins Cedrick Holmes, ÍR. Hamar-Þór Ak. 103-92 3-0, 5-2, 10-7, 17-9, 23-16, 27-20, (30-20), 32-20, 37-21, 40-23, 45-26, 48-30, 53-37, (54-41), 54-43, 56-47, 60-49, 63-56, 68-58, 70-63, (74-68), 76-68, 79-72, 81-75, 84-77, 89-77, 92-79, 96-82, 102-87, 103-92. Stig Hamars: Chris Dade 41, Gunn- laugur Erlendsson 15, Pétur Ingvars- son 13, Skarphéðinn íngason 13, Æg- ir Jónsson 12, Óli Barðdal 5, Hjalti Pálsson 4. Stig Þórs: Clifton Bush 34, Óðinn Ás- geirsson 18, Magnús Helgason 12, Einar Örn Aðalsteinsson 11, Haf- steinn Lúðvíksson 11, Einar Hólm Davíðsson 3, Hermann D. Hermanns- son 2. Fráköst: Hamar 45, 15 í sókn og 30 í vöm (Gunnlaugur 13), Þór 37, 10 í sókn og 27 í vörn, (Bush 15). Stoðsendingar: Hamar 19 (Ægir 5, Skarphéðinn 5), Þór 22 (Einar Örn 6 ). Stolnir boltar: Hamar 19 (Skarphéð- inn 5), Þór 5 (Einar Örn 2). Tapaóir boltar: Hamar 10, Þór 19 . Varin skot: Hamar 7 (Skarphéðinn 3), Þór 3 (Bush 2). 3ja stiga: Hamar 10/23, Þór 6/8. Dómarar (1-10): Helgi Bragason og Einar Einarsson (7). Gceöi leiks (1-10): 7. Áhorfendur: 315. Maöur leiksins: Chris Dade, Hamri. Mönnum heitt í hamsi Það var heitt í kolunum á Króknum i gærkvöld þegar Haukar sóttu Tindastólsmenn heim. Leikurinn var mjög jafn og spennandi en því miður fór hann úr böndum um tíma og var hark- an þá orðin fullmikil. Um og fyr- ir miðbik seinni hálfleiks var út- litið betra fyrir gestina, enda þeir komnir með 18 stiga forskot þegar einungis átta mínútur voru eftir. Tindastólmenn neituðu að gefst upp og með mikilli baráttu minnkuðu þeir muninn jafnt og þétt og Svavar Birgisson fékk það erfiða hlutskipti að taka tvö vlti þegar einungis flórar sek- úndur voru eftir og staöan 91:89 fyrir Hauka. En Svavar stóðst álagið og setti bæði skotin niður. Þar með var komið í framleng- ingu og í henni voru Tindastóls- menn sterkari og sigruðu 105:98. Það var hasar í leiknum í gær og hann byrjaði þegar Kristni Frið- rikssyni og Guömundi Braga- syni lenti saman undir körfunni. Nokkru síðar, alveg undir lok fyrri hálfleiks, fékk Kristinn svo brottrekstrarvíti og í kjölfarið fengu Haukar íjögur tæknivíti og boltann að auki og skoruðu sex stig í sókninni. Fyrri hluti seinni hálfleiks var síðan meira og minna slagsmál og misstu dómaramir gjörsamlega tökin á leiknum um tíma. „Þetta fór að ganga hjá okkur þegar við komum til baka og hættum aö láta það pirra okkur hvemig hlutimir gengu fyrir sig. Þetta var mikil barátta og karakter sem liðið sýndi,“ sagði Valur Ingimundarson þjálfari Tindastóls, að leik loknum. Hjá Tindastóli var Mayers geysiiega góður og barðist vel. Svavar og Pomones léku líka skínandi vel og vom drjúgir á lokasprettinum, sem og Ómar sem skilaöi sínu, að ógleymdum Andropov sem barðist hetjulega um hvert frákast og skoraði góð- ar körfur. Haukarnir vora drjúgir. Bandaríkjamaðurinn Bargen er geysilega skemmtilegur leikmað- ur og fór langt með að klára leik- inn fyrir Haukana, Guömundur Bragason var eitilharður að vanda og Bragi sterkur meðan hans naut við en hann meiddist um miðjan leikinn. Jón Amar átti líka skínandi leik, en þetta dugöi þó ekki Hafnfirðingunum að þessu sinni. -ÞÁ Tindastóll-Haukur 105-98 44, 6-11, 11-16, 19-18 (21-22) 24-25, 28-31, 32-32, 40-32, 43-38 (44-45), 51-49, 58-58, 60-67 (63-74) 66-79, 68-86, 78-87, 86-87 (91-91) 98-92, (105-98). Stig Tindastóls: Shawn Myers 31, Svavar Birgisson 18, Tony Pomones 18, Mikhail Andropov 15, Ómar Sig- marsson 12, Kristinn Friðriksson 7, Friðrik Hreinsson 2, Lárus Dagur Pálsson 2. Stig Hauka: Mike Bargen 41, Bragi Magnússon 20, Jón Arnar Ingvarsson 13, Guðmundur Bragason 12, Lýður Vignisson 6, Eyjólfur Jónsson 4 og Marel Guðlaugsson 2. Fráköst: TindastóU 31, 24 í vörn og 7 í sókn, (Andropov 7). Haukar 35, 27 ívörn, 7 í sókn (Guðmundur B. 10). Stoósendingar: Tindastóll 19 (Pomo- nes 8), Haukar 15 (Jón Arnar 8). Stolnir boltar: TindastóU 13 (Myers 6), Haukar 7 (Bargen 3). Tapaóir boltar: TindastóU 8, Haukar 21. Varin skot: TindastóU 5 (Andropov 3), Haukar 1 (Bargen). 3ja stiga: Tindastóll 10/18, Haukar 12/25. Víti: Tindastóll 23/28, Haukar 25/33. Dómarar (1-10): Rögnvaldur Hreíð- arsson og Jón HaUdór Eðvarðsson (4). Gœði leiks (1-10): 6. Áhorfendur: 220. Maöur leiksins: Mike Bargen, Haukum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.